Þjóðviljinn - 31.08.1956, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1956, Síða 4
— ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 31. ágúst 1956 (IIÖÐVIUmN Útgefandk Bameiningarflokkur alpýOu — Sósíaltstaflokkurinn íhaldið misreiknar sig ¥vAÐ ligg'ur nú ljóst fyrir *• hver þróun verðlagsmál- anna, hefði orðið á næstu mán- uðum héfði ríkisstjórnin ekki gripið í taumana í samráði við samtök verkamanna og bænda. Að öllu óbreyttu átti kaupgjaldsvísitalan að hækka um 6 stig frá 1. september og að hálfum mánuði liðnum hefði verð á landbúnaðaraf- urðum hækkað um 11,4%. Mjólkurlítirinn átti að hækka um 40 aura, rjóminn um kr. 2,75, skyrkilóið um 85 aura, kjötkílóið um kr. 1,55, smjör- kílóið um kr. 7,80 og kartöfl- umar um 45 aura. Hefðu þess- ar hækkanir svo að segja þeg- ar í stað étið upp vísitöl- liækkun þá sem launþegar áttu að fá eða rösklega 5 stig af 6. En auk þess voru yfirvofandi aðrar verðhækkanir sem hefðu gert meir en að jafna metin launþegum í óhag. Hagur þeirra hefði því sízt af öllu orðið betri með því að láta allt reka á reiðanum og verð- hækkanimar dynja yfir hverja af annarri. Enginn hefði grætt á sliku ástandi nema verðbólgubraskararnir, fámenn en ósvífin gróðastétt sem féflett hefur almenning af fullkomnu purkunarleysi í skjóli valdaaðstöðu íhaldsins. ÞESSI ómótmælanlegu rök fyrir þvi sem framundan væri ef ekki yrði gripið til verð- festingarinnar mátu forustu- menn verkalýðs- og bænda- samtakanna af fyllsta raun- sæi. Hvað verkalýðssamtökin áhrærir var málið rætt og krufið til mergjar af fjöl- mennum fundi st.jórna allra verkalýðsfélaganna í Rcykja- vík, af miðstjómum fjórð- ungssambandanna, miðstjóm Alþýðusambands íslands og fomstumönnum fjölmargra verkalýðsfélaga um land allt. Niðurstaða allra sem um mál- ið fjölluðu á vegum verka- Iýðssamtakanna var á eina leið: Að það væri launþegum og efnahagsþróun landsins í hag að gera þá tilraun til að stöðva verðbólguna sem ríkis- stjómin áformaði. Verðbólgu- þróunin hafði sízt fært al- þýðustéttunum aukinn hlut í þjóðartekjunum heldur þvert á móti rýrt afkomu þeirra. Þetta var launþegunum ljóst og þess vegna töldu fulltrúar þeirra rétt og skylt að styðja ríkisstjórnina í þeirri viðleitni að spyma nú 'íúð fótum og hindra frekari hækkanir meðan sú viðtæka rannsókn fer fram á efnahagsmálum og fjár- málalífi þjóðarinnar sem efnt hefðu verið til að framkvæði ríkisstjórnarinnar. En sú rann sókn á að leggja grandvöllinn að varanlegum aðgerðum til þess að koma efnahagslífi þjóðarinnar í heilbrigt horf. '^Jl/ERKAFÓLKI og láunþegum er að sjálfsögðu Ijóst að með þeim ráðstöfunum sem nú hafa verið gerðar er eng- } in varanleg lausn fundin á Æ. F. R. hefur staðið fyrir fjöi ferðastarfsemi núna í sumar .... Jón Böðvarsson ræðir við Þórölf Daníelsson hinu helsjúka efnahagslifi. Þær era aðeins bráðabirgða- ráðstafanir, gerðar til þess að hindra áframhaldandi óheilla- þróun og gera endanlega lausn auðveldari þegar yfir- standandi rannsókn er lokið,. tillögur liggja fyrir og samið hefur verið um úrræði til frambúðar. Það sem gerzt hef- ur er að verðlagið hefur verið fest um ákveðinn tíma. Hlut- fallið milli launa og verðlags helzt óbreytt fram að áramót- um. Kaupmáttur launanna verður sá sami næstu fjóra mánuði og hann var 15. ág- úst. Þetta er staðreynd sem liggur svo ljóst fyrir að allar blekkingar um annað era til- gangslausar. Ráðstafanirnar eru því hvorki kjaraskerðing né kjarabót miðað við nú- verandi ástand heldur fryst- ing á því verðlagi sem nú gildir. Hitt er svo annað mál að það er allri alþýðu lands» ins og framleiðslu þjóðarinnar tvímælalaust í hag að verð- bólguþróunin sé stöðvuð. Af- leiðingar hennar lentu jafn- an af mestum þunga á al- menningi og framleiðslu- atvinnuvegunum. Gróðaöflin kunnu alltaf ráð til að auka sinn hlut og nutu til þess að- stoðar og beinnar fyrirgreiðslu íhaldsins meðan stefna þess var ráðandi. ■fHALDH) mun fá að finna fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það er gjörsam- lega vonlaust verk að ætla sér að kynda upp óánægju hjá verkafólki annars vegar og bændum hins vegar út af ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar. En tónninn í Morgunblaðinu hefur verið sá síðustu daga að báðar þessar stéttir séu sviftar einhverjum rétti með verðfestingunni! Ríkisstjóm- in á að hafa ráðizt á bændur og verkamenn með því að festa verðlagið og afla sér vinnufriðar til rannsókna og athugana á raunveralegu á- standi og horfum — og Morg- unblaðið segist vera fyrir- svarsmaður beggja! Það er mikið hvað moldin getur rok- ið í logninu. Skyldi það ekki hvarfla að hinum þykkhöfð- uðu fyrirsvarsmönnum milli- liðanna og verðbólgubraskar- anna að vinnustéttimar kunni að taka meira mark á sínum^ eigin trúnaðarmönnum en þessum nýju sjálfskipuðu vernduram, sem allt í einu hafa gerzt brennandi í and- anum af áhuga fyrir hags- munum verkafólks og bænda? Eðá halda Morgunblaðsmenn að alþýðufólki sé með öllu fyrirmunað að reikna jafn einfalt dæmi og það, hvort það sé fjárhagslegur ávinn- ingur að fá í vasann nokkurra aura kauphækkun sem gerir meir en hverfa á einum mán- uði vegna fyrirsjáanlegra og lögbundinna verðhækkana ? Svo mætti virðast sem þessi sé skoðun íhaldsins og skrif- Æ.F.R. hefur á margan hátt látið að sér kveða í sumar, sem og endranær, en án efa hefur ferðastarfsemin verið fjörmesti þáttur starfsins. Á sunnudaginn var brá ég mér því upp að Lykkju á Kjalar- nesi til þess að spyrja Þórólf Ðaníelsson, formann ferða- nefndar, út úr um ferðastarf- semina, en Þórólfur dvélst nú að Lykkju í sumarleyfi. Heyrðu Þórólfur, segðu mér nú eitthvað frá starfsemi ferðanefndarinnar. Já, það er meir eh sjálf- sagt. Ferðanefndin; er skipuð 5 félögum og era þau auk mín: Albína Thordarson, Einar Ágústsson, Lúther Jónsson, tílfur Hjörvar. Nefndin tók ekki til starfa fyrr en eftir alþingiskosningar, fyrir kosn- ingar var enginn timi til skemmtiferða. En í júlí og ágúst höfum við gengizt fyrir að Skógafossi á laugardag og tjaldað þar um kvöldið. Á sunnudag var komið að Selja- landsfossi og komið á Þing- völl það kvold á heimleiðinni. Þar fóram við í leiki og lék- um okkur drykklanga stund. I bæinn komum við um ellefu- leytið. 1 þessari ferð var ágæt þátttaka og þótti hún takast prýðisvél. f Þórsmörk Þá sögu hef ég heyrt um allar ferðirnar. En hvert fór- uð þið næst? Næst fórum við í Þórsmörk um Verzlunarmannahelgina. Það var þriggja daga ferð og að mínum dómi bezt heppn- aða ferð Fylkingarinnar í sumar. Þátttakendur voru ekki nema 30 að tölu, en þetta var svo góður og samstilltur hóp- ur, að ekki verður á betra kosið. Fylkingarfélagar viö Skógafoss. þrem ferðum um Suðurlands- undirlendi. Að Skógafossi Fyrstu helgina í júlí fórum við austur undir Eyjaf jöll. Ek- ið var skemmstu leið austur ----------------------------— ^ finna þess. En þeir góðu herr- ar misreikna sig. Vinnustétt- irnar vita um livað málið snýzt og þær kunna að gera sér fulla grein fyrir því sem þær sleppa og því sem þær hreppa. Og það er ástæðan til þess að þær era samþykkar ráðstöfunum ríkisstjómarinn- ar og veita henni fullan stuðning í baráttunni við þann draug dýrtíðar og verð- bólgu sem íhaldið hefur vakið upp og magnað með öllum ráðum, til þess eins að auð- velda gróðaöflunum að fé- fletta íslelízka alþýðu og koma atvinnulífinu í strand. Sérstaklega góður félags- andi ríkti i öllum þessum ferð- um. Það er alltaf mikið sung- ið í bílnum og í tjaldinu áður en farið er að sofa. Þá er venjulega kvöldvaka og súkkulaði drakkið í samein- ingu. Kvæði og fyrirlestrar Kvöldvakan í Þórsmörkinni var þó með öðra sniði. Þá var Æ.F.R. aðeins einn þátttak- andi í kvöldvöku, sem Ferða- skrifstofá ríkisins og Orlof höfðu forgöngu um. Þangað kom umsjónamaður Þórsmerk- urinnar, Jóhannes skáld úr Kötlum, og flutti nýtt kvæði sem hann kallar „Hin hvítu fjöll“. Björn Sigfússon há- skólabókavörður flutti fróð- legan þátt um Jón Loftsson, sem byggði mörkina um tíma er hann átti í deiíum við Þor- lák biskup helga. Atgervi Geturðu ekki sagt mér eitt- hvað fleira markvert úr þeirri för? Þórólfur spilar á „salt- fiskinn“ Jú, til dæmis það að einí kvenmaðuriim, sem sæti á í ferðanefnd, komst hjálpar- laust upp í Snorraríki og lék það engin stúlka eftir henni. Á að skilja þetta sem tákn- rænt dæmi um atgervi ferða- nef ndarmanna ? Ekki voru það beinlínis mín orð, segir Þórólfur og brosir, drýldinn. Varst þú ekki fararstjóri I báðum þessu mferðum? Jú, svo átti að heita. Komið að Stöng Þá er komið að þriðju ferð- inni. Það var tveggja daga ferð um Þjórsárdal um næst- síðustu helgi. Ókum um Bisk- upstungur, Hranamannahrepp og tjölduðum við Ásólfsstaði. En mig langar eícki að tjalda þar aftur, umgengni var þar slæm. Það þótti okkur leitt, þvi að við leggjum ríka á- herzlu á að ganga vel um okkar tjaldstæði. Það teljum. við óvirðingu við landið að ganga óþrifalega um þá staði sem ferðafólk sækir til. Um kvöldið slógumst við í félag við stúkuna Sóley, kynt- um bál og sungum fram á nótt. Síðari daginn fóram við fram í Þjórsárdal og skoðuðum bæ- inn að Stöng. Var þá veður dásamlegt. Jón Böðvarsson. uppfi'æddi fólkið um forna byggð í dalnum, en að þeim pistli loknum dreifðist fólk út um tún og haga og naut góða. veðursins. Það var mikið sung- ið alla leiðina heim. Skóvinmistoían á Framnesvegi 29 er flutt að Borganholtsbraut 5, Kópa- vogi, sími 80991. Viðgerður skófatnaður, sem enn hefur ekki verið vitjað, verður fyrst um sinn afgreiddur gegn afgreiðslunúmerum á skóvinnustofu Helga B. Guðmundssonar, Bræðra- borgarstíg 15. Þakka viðskiptavinum tryggð á liðnum áram. Maríus Th. Pálsson, ■ t skósmiður. 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.