Þjóðviljinn - 31.08.1956, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 31.08.1956, Qupperneq 5
FöstiKfegui' 31 ágúst J956 — ÞJÓBVILJINN — (5 Hafnargerð við Stapa. Bjarnar, kærði vígið til kon- ungs, en hann lét taka ensk skip á Éyrarsundi árið eftir og loka því fyrir enskum sigl- ingum um nærfellt 30 ára skeið. Einnig voru allar eignir Éngíendinga gerðar upptækar í danska ríkinu utan íslands, og danskar og þýzkar eignir í Englandi. Friðarsamningar tókust með konungum Engla og Dana 1473, en enskar sigl- ingar um Eyrarsund hefjast ekki að nýju fyrr en um 1500, svo mikilvæg var ver- stöðin á Rifi í þann tíð. Nú er fátt annað en Björns- steinn, sem minningar eru tengdar við um forna dvöl Englendinga á Rifi. Þó segir heimilisfólk, að þar séu feiki- stórir ánamaðkar í jörð, taldir enskir, fluttir af enskum lax- veiðimönnum til landsins á Výsköpun og stórveldastríö á Rifi á Snæíellsnesi dögum Björns hirðstjóra. Einnig bendir það á Virkishól og Virkisklett, en þar á ein- hver Oddur lögmaður að hafa hlaðið virki gegn Englending- um. En það má í frásagnir færa- að næsti bær við Rif er kirkjustaðurinn Ingjaldshóll, kenndur við Ingjald í skinn- feldi, sem reri eitt sinn einn á báti og kom aldrei aftur. Við þann stað er sú sögn tengd, að þar hafi Kólumbus haft vetursetu, áður en hann sigldi vestur um haf og fann nýja heimsálfu. En vera má, að hann hafi aldrei aug- um litið þann stað fremur en Kólummbíu, sem ber þó nafn hans. FEGURSTA HÖFN A ÍSLANDI Á Snæfellsnesi eru margs konar náttúrufurðuverk, eins og kunnugt er, Lóndrangar, Svörtuloft að ógleymdum jöklinum. Við Stapa er unnið að hafnargerð, en þaðan mun skemmmst að sækja á mið frá Snæfellsnes er með fjöl- breytilegustu og sögufræg- ustu héruðum á íslandi og væri langra frásagna vert, en að þessu sinni vill blaðið ein- ungis vekja athygli lesenda sinna á því, að þar hefur mik- il saga gerzt og er enn að gerast. „ÁBURÐARVERKSMIÐJA“ A RIFI Nu er kominn ágætur vegur fyrir jökul og alla leið að Háarifi eða Rifi, eins og það er venjulega nefnt. Þegar ferðamaður nálgast þann sögufræga stað, fagna hon- um herskarar af kríum. Tíð- indamaður blaðsins undraðist mjög kríugerið á dögunum og innti aldurhniginn mann, sem stóð við slátt í kafagrasi rétt utan túns, hverju þetta sætti. — „Blessuð krían, hún hefur gjörbreýtt jörðinni. Þú hefðir átt að koma, hingað fyrir 20 árum. Þá varð mað- ur að standa myrkranna á milli við slátt og hafði varla að berja á einn hest, en þá sást hér varla kría.“ Rétt utar stóð hóndinn, Friðþjófur Guðmundsson, á teig umkringdur gargandi ræktunarráðunautum, og enn berst talið að kríunni. — „Krían er svo mikill nytja- fugl að því trúir enginn mað- ur.“ ■ —Hvað er langt síðan hún tók að verpa hér? 1 „Það eru rúm 20 ár, síðan varp hennar glæddist að marki. Þegar ég kom hingað, var dálítið kríuvarp utar með sjónum, en þar hömuðust menn og vargar í því, en ég friðaði varpið og síðan hafa landgæði gjörbreytzt.“ Þegar aðrir bændur aka skarai á völl að vorinu og kaupa rándýran áburð, vakt- ar Friðþjófur kríuvarpið, og hér sést árangurinn. Annars var það ekki ætlun- í in að fara að Rifi til þess að [ horfa á kríur; þær eru Reyk- víkingum engin nýlunda.; heldur skyldi þetta verða. píla- grímsfei-ð til þess staðar- þar sem Bjöm Þorleífsson féll 1467. Snæfellsnes geymir ekki ein- ungis forna sögu, heldur era þar miklir atburðir að ger- ast. Frá Rifi var mikil út- gerð í gamla daga, en lagðist niður um a.ldamót, af því að jökullækur lagðist í ósinn, þar sem skip lögðust, og fyllti hann. Nú er unnið þar að miklum hafnarmannvirkjum og eru gerðir út þaðan fjór- ir vélbátar, en aflann verður að flytja í frystihús á Hellis- sandi. Sjómenn þar töldu að bráða nauðsyn bæri til þess að reisa frystihús á staðnum, af því að flutningar aflans að Sandi væra of kostnaðarsam- ir. STÓRVELBASTYRJÖLD HEFST A RIFI Mikilvægustu atburðir, sem orðið hafa á Snæfellsnesi, gerðust um mánaðamótin ágúst—september 1467. Þá hafði Danakonungur átt í all- löngu stappi við Englendinga út af Islandi, og að lokum bannað þeim algjörlega verzl- un og siglingar þangað, en Englendingar sigldu engu að síður og var ein af helztu höfnunum, sem þeir sóttu, við Háarif. Þangað komu skip frá Biskups-Lynn á Engiandi, sumarið 1467, en Björn Þor- leifsson ríki hirðstjóri á Skarði á Skarðsströnd hélt þangað með flokk manna um fyrrnefnd mánaðamót og hugðist fylgja fram konungs- boðskap. Englendingar brugð- ust illa. við komu hirðstjór- ans, réðust móti honum og nístu til bana við Björnsstein. Enn þá eru munnmæli tengd við klett ofan við fjöruna á staðnum, og herma þau. að Bj"rn hafi hopað undan sókn enskra af bjargi í túnfæti nið- ur á steininn, en þar hafi Englendingar tekið hann og hálshöggvið, og á skarð í ofanverðan steininn að vera eftir böðulöxina, því að fast var fylgt eftir. Ölöf Loftsdóttir ríka, kona Bjömssteinn séður að ofan; holan er tálin vera axarfar. Stendur orðlaus enn, — og reyndar aldir má hann þar velli halda, — mælir þó fleira málgu skjalli, minnisvarðinn í Rifi harður, nafnið eitt þylur nóglegt efni, neinum stutt ei leturgrein- um, — enn er á tungu og í máli manna minning hreitt, — á Bjarnar- steini. FORNÓLFUR ==Sffi5==: Björnssieirin,. Björn Þorleifsson á að hafa hopað undan sókn Englendínga af klettin- um undir x-merkinu ofan á steininn, en þar gripu EnglencLingar hann og hjuggu. íslenzkri höfn, þegar verkinu lýkur. Einnig verður þar ein- hver fegursta höfn á landinu. SKÖLI ! ■ ■ fsaks Jónssonar : | hefst um miðjan september. » I Nánar tilkynnt síðar. Skóla.stjórinn. TÖKUM FRAM Nýja búta j ■ ■ * ■ hentuga í kjóla, blússur: : skoltka, pils o. fl. Mjög lágt ■ I verð. — Heilt kjólaefni á • kr. 45,00. : H. T0FT j Skólavörðustíg 8. ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■< Nýir kjólar teknir fram í dag. BEZT Vesturveri. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.