Þjóðviljinn - 07.09.1956, Síða 6
<$) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. september 19956
iómnuiNN
Útgefandi:
Mameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn
Falskenning íhaldsins
TIÆ’ ORGUNBLAÐIÐ heldur
áfram skrifum um verð-
festiuguna. Og enn er hamr-
að á beirri blekkingu að verk-
lýðshrevfingin og Sósíalista-
flokkurinn hafi tekið ein-
hverja koilsteypu með því að
taka þátt í ráðstöfunum tO að
stöðva dýrtíðina. Forustu-
menn SósialLiatflokksins og
verkalýðshreyfingarinnar eiga
að hafa logið að verkalýðnum
á undanförnum árum af því
að þeir hafa beitt sér fyrir
viðnámsbaráttu af hálfu
verkalýðsins gegn síendur-
teknura árásum á lífskjörin.
Það eitt hefði að sögn Morg-
unblaðsins vedð í samræmi
við verðfestinguna nú að
mögnun dýrtíðarinnar hefði
verið tekið með þögn og þol-
inmæði og verkalýðshreyfing-
in ekkert aðhafzt til varnar
hagsmunum meðlima sinna og
allra launþega. Það er sem
sagt staðfest einu sinni enn
að það er skoðun íhaldsins
og Mbl. að vöxtur dýrtíð-
arinnar sé einungis að kenna
kaupkröfum verkamanna.
Hefðu þeir tekið hækkun vöru
verðsins og skat.ta- og tolla-
klyfjum ríkisvaldsins möglun-
arlaust hefði allt verið í stak-
asta lagi samkvæmt kenningu
íhaldsins.
T^AÐ þarf ekki mikla skarp-
* skyggni til að sjá í gegnum
þessa blekkingu íhaldsins.
Það er út af fyrir sig fróðlegt
fyrir verkafólk og launþega
að fá það einu sinni enn stað-
fest að íhaldið álítur rétt og
sanngjarnt að launþegar beri
byrðar aukinnar dýrtíðar án
þess að fá þær bættár. Sú
hefur jafnan verið stefna í-
haldsins og gróðabrallsmann-
anna sem ráða afstöðu þess.
Þess vegna hefur það hamazt
gegn verkafólki í hverri ein-
ustu kaupdeilu undanfarinna
ára. Þess vegna hefur Morg-
unblaðið rægt og svívirt verk-
lýðssamtökin og hvatt at-
vinnurekendur til að reyna
að koma þeim á kné með því
að neita samningum og neyða
þau til langvinnra og fórn-
frekra vinnustöðvana. I’þessu
sama augnamiði hefur íhald-
ið reynt að fá verkfalisvörð
verkamanna brotinn á bak
aftur með lögregluvaldi, sbr.
framkomu Bjarna Benedikts-
sonar í síðasta verkfalli. Það
hefur aldrei neitt verið til
sparað af hálfu auðklíkunnar
sem ræður ihaldinu til þess
að brjóta baráttuþrótt verka-
lýðssamtakanna á bak aftur.
I þvi efni hefur íhaldið verið
stefnufast og sjálfu sér sam-
kvæmt síðan það í árdögum
verkalýðshreyfingarimiar
skipulagði atvinnuofsóknir á
hendur framsýnustu og djörf-
ustu brautryðjendum samtak-
anr.a.
E
N kenning íhaldsins um að
kaupið eitt hafi ráðið
vexti dýrtiðarinnar er hin
auðvirðilegasta falskenning.
Heildsalablaðið Visir var ný-
lega látið bera þessa blekk-
ingu á borð fyrir lesendur
sína i því formi að kaupkröf-
ur verkafólks hafi hækkað
dýrtíðina um 37 vísitölustig
á fjórum árum. Þetta hefur
þegar verið rekið rækilega of-
an í heildsalablaðið og það
hefur hvorki æmt né skræmt
síðan. Staðreyndin er sú að á
þessu umrædda tímabili hafa
verkalýðsfélögin háð tvær al-
mennar launadeilur. Árangur
desemberverkfallsins 1952
varð sá að verðlagið var lækk
að, þótt þær verðlækkanir
væru fljótt að engu gerðar
fyrir atbeina iiialdsins. Hitt
verkfallið var náð fyrir tæpu
hálfu öðru ári til þess að
vega upp afleiðingar af sívax-
andi dýrtið sem orsakazt
hafði af hömlulausum verð-
hækkunum og skatta- og
tollaráni. Þá áætlaði Hag-
stofan að kauphækkanirnar
sem um var samið myndu
hækka vísitöluna um ein 11
stig, yrðu ekki gerðar neinar
sérstakar ráðstafanir.
C|É gengið út frá þeim 37
^ stigum sem Vísii nefndi
er því augljóst að í hæsta
lagi er hægt að telja 11 stig
eiga rót sína að rekja til að-
gerða verkalýðshreyfingarinn-
ar, aðgerða sem verkafólk
var beinlínis neytt til að
grípa til afkomu sinni til
varnar. En hvaðan eru þá 26
stigin runnin? Þau eru bein
afleiðing af dýrtiðarstefnu í-
haldsins og okurstarfsemi
verðbólgubraskaranna. Þau
eru framlag þessara aðila til
„baráttunnar gegn dýrtíðinni"
sem íhaldið og málgögn þess
hafa talað fjálglegast um þeg-
ar hamazt hefur verið gegn ó-
hjákvæmilegri viðnámsbaráttu
verkalýðssamtakanna. Auð.-
mannastéttin hefur kunnað
aðferðina til að skerða hlut
vinnustéttanna og íhaldið hef-^
ur aldrei sagt aukatekið orð
gegn verknaði hennar. Þess
var heldur ekki að vænta.
Samkvæmt kokkabók íhalds-
ins er það verkalýðurinn einn
sem á að „sýna skilning“ og
„færa fórnir'' en verðbólgu-
braskararnir að fá að stunda
iðju sína óáreittir. Vegna
þessarar afstöðu íhaldsins eru
nú blöð þess látin níða og
rógbera verðfestinguna sem
ríkisstjórn vinnustéttanna
hefur gengizt fyrir með fullu
samþykki verkamanna- og
bændasamtakanna í landinu.
¥vAÐ ætti svo að verða i-
* haldinu til nokkurs skiln-
ingsauka á afstöðu og vilja
verkalýðsins bæði hér og í
öðrum löndum að brezk
verkalýðshreyfing hefur nú
kveðið upp úr um það að
Hvað er hægt að gera til að fækka m-
ferðaslysum og árekstrum og auka
umferðamenningu þjóðarinnar?
Gunnar M. Magnúss rithöf-
undur fékk önnur verðlaun
fyrir ritgerð sína uni um-
ferðamál i samkeppni Sam-
vinnutrygginga. Ritgerð hans
fer hér á eftir:
Höfundur eftirfarandi hug-
leiðinga hefur kynnt sér eftir
föngum orsakir* uniferðaslysa
og árekstra, hvar slys og á-
rekstrar urðu, hverjir voru
helzt valdir að þeim, hvers
skjöl og skýrslur lögreglunnar
og lætur fylgja ýmsar upp-
lýsingar, sem ekki hafa verið
birtar áður. Er i þessum gögn-
um ótvíræður grundvöllur til
þess að byggja á raunhæfar
úrbótatillögur. En þar eð ekki
er unnt að þrengja öllum rök-
stuðningi inn í þúsund orða
rammann, leyfir höfundur sér
að setja innan sviga tilvísun
til fylgiskjala, sem hann hefur
safnað.
Svona illa getur tekizt til ef ekki er gœtt fyllstu
varúöar í akstrinum.
konar bifreiðir lenda oftast í
árekstrum, á hvaða dögum og
mánuðum árekstrar eru flest-
ir og fleira þessu lútandi. At-
huganir, tillögur og ábending-
ar til úrbóta byggjast mjög á
rannsókn þessara atriða. Höf-
undur hefur ekið bifreið þvi
nær daglega síðastliðin 10 ár,
en aldrei valdið tjóni eða
skemmdum á farartækjum og
engan meitt, en hinsvegar
kynnst margskonar fyrirbær-
um í umferðamenningu þjóð-
arinnar og dregið lærdóma af.
I sambandi við ofangreint verk-
efni hefur höfundur kynnt sér
dýrtíðarstefnu íhaldsstjórnar-
innar. þar í landi verði að
svara með sókn í kaupgjalds-
málunum. Jafuframt leggja
brezkir verkamenn áherzlu á
að krafa þeirra sé verðfesting
og áætlunarbúskapur. Þeir
hafa ekki afl eins og sakir
standa til að hrinda þeirri
stefnu sinni í framkvæmd og
eru neyddir til að verja
verkalýðinn áföllum dýrtíðar-
innar sem íhaldið 5 Bretlandi
ber ábyrgð á. Það er nákvæm-
lega sama aðstaðan og ís-
lenzkur verkalýður hefur ver-
ið í fram að myndun núver-
andi ríkisstjórnar. Og eihs og
íslenzk verkalýðshrej'fing skil-
ur sú brezka að dýrtjðin er
bölvaldur alþýðunnar en fær-
ir auðmönnunum bætta að-
stöðu til arðráns og gróða-
söfnunar.
Hér koma athuganir og til-
iögur:
1. Ögrarar og ógnarar. Hættu-
legustu ökumenn eru þeir, sem
nefna má ögrara og þegar verst
gegnir ógnara, bílstjóra, sem
aka með ofsahraða að gatna-
mótum og ögra ökumönnum,
sem koma frá öðrum götum
samtímis, þvinga oft gætnari
ökumenn til að vægja og láta
af rétti sínum. Á gatnamótum
verða flest slys og flestir á-
rekstrar, einnig dauðaslys.
(Fylgiskjal I. — Árið 1955
urðu 465 árekstrar á gatna-
mótum innan Hringbrautar
og Snorrabrautar í Reykja-
vík að báðum meðtöldum,
þar af 35 slys á mönnum, og
af því 13 dauðsföll, en alls
urðu 7 dauðsföll vegna um-
ferðaslysa 1955.)
2. Lögieglunienn eða ócin-
kennisklæddir eftirlitsmenn
skulu settir til að athuga akst-
urshraða bifreiða að hinum
ýmsu gatnamótum. Skal þeim,
sem sýnir óvarkárni að þessu
Jeyti sent í ábyrgðarprósti bréf
með tilkynningu um að við-
takandi hafi verið skráður sem
óvarkár ökumaður, á þessu
stigi sé það einkamál, en hann
skuli ekki leika sama leikinn
aftur.
3. Einkabílstjórar eru liættu-
legastir. Ögrararnir eru eink-
um í hópi einkabílstjóra. Þeir
eiga sök á flestum árekstrum
og slysum. Á þeim þarf að hafa
sérstaka gát.
(Fylgiskjal II. — Skýrslur
sýna, að strætisvagnar í
Reykjavík urðu ,alls fyrir
53 árekstrum, sendiferðabíl-
ar 283, vörubílar 426, leigu-
bílar 461 og einkabílar 1102
árekstrum, eða náiega eins
oft og allar aðrar bifréiðar
tii sainans. Að vísu munu
einkabílar vera fleiri en hin-
ir, en þess ber þá að geta,
að engir aka jafnmikið að
staðaldri sem leigubílstjór-
ar.)
4. Gatna- og vegamót utan
Hringbrautar og Snorrabrautar
að Elliðaám og Fossvogslæk og
Vegamótum á Seltjarnarnesi
eru mjög hættuleg.
(Fylgiskjal III. — Á þessum
vegamótum urðu 1955 240 á-
rekstrar, þar af 37 slys á
mönnum og af þeim eitt
dauðsfall).
5. Götur og vegir innan sömu
marka eru þó enn hættulegTÍ.
Er hér oft greinilega um að
kenna ofsalegum akstri, þegar
kemur út úr aðalbænum.
(Fylgiskjal IV. — Árið 1955
urðu á þessum vegum 280
árekstrar og slys, af því 56
á mönnum, þar af 3 dauða-
slys.)
6. Varúðarskilti. Setja skal
skilti á slysstaði: Hér varð slys
(mánaðardagur og ár.)
7. Aðalbraut skal merkt
víðar en nú er.
8. Vanrækslu skal kippt í
lag. Aksturshraði er tilskipað-
ur, en lítið eftirlit með honum.
Bifreið fær skoðunarvottorð-
ið: í lagi, þótt hraðamælir sé
ónýtur. Slíkt getur höfundur
þessara hugleiðinga vottað.
9. Ökuliraði. Reglur, sem vís-
vitandi eru brotnar af almenn-
ingi daglega án áminninga frá
opinberum aðilum eru verri
en engar reglur. Þannig er
um hámarkshraða í bæjum t.d.
Reykjavík, 25 km. Hver virðir
þá tilskipun? Athuga skal
hækkun hámarkshraða í
Reykjavík, en þá jafnframt
framfylgt löghlýðni í því.
10. Upprifjun á skyldum. Við
skoðun bifreiða hverju sinni
skal spyrja bílstjóra á víð og
dreif um ákvæði umferðar og
ökureglur.
11. Farþegar skulu áminntir
um að spana ekki bílstjóra sinn
til kappaksturs.
12. Ökumenn skulu áminntir
um að halda fyrirmælin að
reykja ekki við akstur.
13. Flestir árekstrar á föstu-
dögum og laugardögum. Af
dögum vikunnar verða flestir
árekstrar á föstudögum og
laugardögum, sérstakar varúð-
arráðstafanir þarf að gera á
þessum dögum.
(Fylgiskjal V. — Tala slysa
og árekstra árin 1951—1955
var sem hér segir eftir
vikudögum: Á sunnudögum
alls 568, mánud. 915, þriðju-
d. 814, miðvikud. 909,
fimmtud. 862, föstud. 936,
laugard. 1016.)
14. Flest slys haustmánuðina
og flest í desember. Gera þarf
auknar ráðstafanir til varúð-
ar þegar hausta tekur.
Framhald á 8. síðu.