Þjóðviljinn - 26.10.1956, Page 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. október 1956
í dag: er föstudagurinn 26.
október. Amandus. — 291.
dagur ársins. — Tungl á
síðasta kvartili kl. 18.02;
í hásuðri kl. 7.01. — Ár-
degisháflæði kl. 11.00 Síð-
degisháflæði ki. 23.39.
Föstudagur 26. október
,y Fastir liðir eins
og venjulega. Kl.
13.15 Lesin dag-
skrá næstu viku.
19.10 Þingfréttir.
19.30 Tónleikar: Harmonikulög
(plötur). 20.30 „Um víða veröld“.
— Ævar Kvaran leikari flytur
þáttinn. 20.55 íslenzk tónlist: Lög
eftir ýmsa höfunda (plötur).
21.20 Erindi: Um orsakir sál-
rænna erfiðleika hjá börnum
(Kristinn Bjömsson sálfræðing-
ur). 21.45 Náttúrlegir hlutir
(Ingimar Óskarsson grasafræð-
ingur). 22.10 Kvöldsagan: „Sum-
arauki“ eftir Ilans Severinsen í
þýðíngu Stefáns Jónssonar; 19.
— sögulok (Róbert Arnfinnsson
leikari). 22.30 Létt lög (plötur:
a) Natalino Otto syngur með
Semprini-kvintettinum. b) Svend
Asmundssen og hijómsveit hans
leika. 23.00 Dagskrárlok.
DAGSKRÁ
Alþingis
Efrideild:
Toliskrá, frv., 1. umr.
Neðrideild
1. Togarakaup fyrir Bæjarút-
gerð Reykjavíkur, frv. 1.
umr.
2. Réttindi og skyldur starfs-
mánna ríkisins, frv. 1. umr.
Tímarit iðnað-
aðarmanna, 3.
hefti 1956, flyt-
ur þetta efni:
Iðnaðurinn
krefst jafnrétt-
is; Húsnæðisþörf iðnaðarins; Að-
alfundur Iðnaðarbanka íslands;
Eigendur dráttarbrauta stofna
félag. Efni 4. heftis er: Skýrsla
stjórnar Landssambands iðnað-
armanna til 18. iðnþings íslend-
inga yfir starfstímabilið frá okt.
1955 til okt. 1956.
Æskan, 10. tbl. 57. árg. er ný-
kominn út. Efni: Olympíuleikarn-
ir 1956; Atvinnuvegir íslendinga,
I. Kvikfjárræktin; Norðan í
fjallinu, framhaldssaga eftir
Johan Falkberget; þýtt kvæði;
Dagur Sameinuðu þjóðanna:,
spakmæli, skrýtlur, gátur, sitt
af hverju og margar myndir.
Kalli litli er 6 ára, og einn
daginn kemur hann þjótandi
inn í sælgætisbúðina hans
frænda síns og segir:
— Mig langar að fá gott.
— Hvort viltu heldur kara-
millu eða tyggigúmí? spyr
frændinn. *
Kalli hugsar sig lengi um og
segir svo:
— Eg vil heldur tyggigúmí.
Að svo búnu fer hann, en eft-
ir 20 mínútur kemur hann
aftur og segir:
—: Nei, annars, ég vil heldur
karamiliu.
Næturvarzla
er í Laugavegsapóteki, sími 1618.
14
■Trá hóínintih
Eimskip
Brúarfoss fór frá Hull s.l. þriðju-
dag . til Reykjavíkur. Dettifoss
fór frá Keflavík 21. þ.m. til
Bremen og Riga. Fjalifoss kom
til Hull i fyrradag; fer þaðan
til Reykjavíkur. GoðafosS fór frá
Kaupmannahöfn í fyrradag til
Stokkhólms, Leningrad og Kotka.
Gulifoss fer frá Kaupmanna-
höfn á morgun til Leith og
Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá
New York 30.31. þ. m. til
Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá
Reykjavík í fyrradag til Rotter-
dam, Antwerpen, Hamborgar og
þaðan til Reykjavíkur. Tröllafoss
kom til Reykjavíkur í gærkvöld
frá Hamborg. Tungufoss fór frá
Reykjavík kl. 16 í gær til Kefla-
víkur, Siglufjarðar og Reykja-
víkur.
Skipadeild S.f.S.
Hvassafell er væntanlegt til
Faxaflóahafna í dag. Arnarfell
er á Vopnafirði, fer þaðan til
Þórshafnar, Hríseyjar, Dalvík-
ur, Hofsóss, Sauðárkróks, Skaga-
strandar. Dísarfell fór 24. þ.m.
frá Genova áleiðis til Reykja-
víkur. Litlafell fór í gær frá
Hafnarfirði til Hornafjarðar,
Djúpavogs, Stöðvarfjarðar, Fá-
skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og
Seyðisfjarðar. Helgafell lestar á
Norðurlandshöfnum. Hamrafell
kemur til Gautaborgar í dag, fer
þaðan væntanlega 29. þ.m. á-
leiðis til Batum.
FLUGFÉÖAG ÍSLANDS
Millilandaflug:
Millilandaflugvél-
in Sólfax’' fer til
Glasgow kl, 9.30 i
dag. Værltanlég aft-
ur til Reykjavíkur
kl. 20.15 í kvöld. Millilandaflug-
vélin Gullfaxi fer tjl Kaup-
mannahafnar og Hamborgar kl.
9.30 í fyrramálið.
Innanlandsflug:
í dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólma-
víkur, Hornafjarðar, ísafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs og Vest-
mannaeyja.
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Blöndu-
óss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauð-
árkróks, Vestmannaeyja og Þórs-
hafnar.
„Ólafur Thors
hefur í þessari
ræðu gert ræki-
lega hreint fyrir
dyrum fiokks síns.
Hann hefur sagt skák við hina
ný.iu síjórnarforustu. I*að er
ekki ólíklegt að mátleikurinn
sé nálægari en ýmsir halda í
dag“. Svo segir í leiðara Morg-
unblaðsins í gær. Þess ber aðeins
að geta að ,,hin nýja stjórnar-
forusta" er ekki að tefía við
Ólaf Thors, en sjálfum er honum
náttúrlega ekki of gott að
dreyma að hann sé ennþá við ,
skákborðíð — og honum er jafn- !
vel guðvelkomið að leika eins
I marga leiki í röð og honum
þóknast. •
4
/i
15
A
3
3
2
16
Settu tölurnar 5—12 að báðum
meðtöldum í auðu reitina, á
þann veg að summa talnanna í
hverri röð, láréttri, lóðréttri og
skáröð milli horna verði 34.
Þannig ber að leysa þrautina
í gær.
BÓKASAFN KÓPAVOGS
er opið þriðjudaga og fimmtudaga
kl. 8—10 síðdegis og sunnudaga
kl. 5—7.
N_
Frá Hellsuverndarstöð
Reykjavíkur
Húð- og kynsjúkdómadeild opin
daglega kl. 1-2, nema laugardaga
kl. 9-10 árdegis. Ókeypis lækning-
Af síðum Þjóðviljans í 20 ár
Hvar eru raddir ykkar?
Miðvikudaginn 17. nóvember
1943 stækkaði Þjóðviljinn upp
í 8 síður. Einar Olgeirsson
hafði þá verið ritstjóri einn frá
stofnun blaðsins 1936 til hausts
1938, en þeir Sigfús Sigurhjart-
arson síðan; en nú tók Sigurður
Guðmundsson við ritstjórn, þó
Einar og Sigfús væru áfram
stjórnmálaritstjórar. Með stækk-
uninni var tekinn upp sérstakur
N
hxeinsar, verndar;
mýkir og fegrar
húðina. — Biðjið \
um RÓSA-SÁPU. \
aðeins
kr. 3.75 pr. stk.
V..
wm
iiiBir-Fr^^
Rannveig Kristjánsdóttir
t - +
............. ’...........................- -- .
* 4
OTBRElfílÐ *
KJÓDV1L.TANN *
Viðkvœðið er:
M er ódýrast í
kvennaþáttur í blaðinu, og ann-
aðist hann Rannveig Kristjáns-
dóttir. Birti hún á fyrstu kvenna-
síðunni viðtal við Teresíu Guð-
mundsson, núverandi veðurstofu-
stjóra, en skrifaði auk * þess
grein er nefndist: Ekkert mann-
legt er konunni óviðkomandi.
Hér kemur meginhluti greinar-
innar:
„Starfandi konúr, þið húsfreyj-
ur og þið, sem vinnið utan heim-
ilis, ungu, stúlkur og upprenn-
andi!
Hvar eru raddir ykkar? Hvað
hafið þið að segja,,Jog hvað lang-
ar ykkur mest til að ræða um?
Framvegis mun ÞjóðViljinn ætla
hinum sérstöku málefnum kon-
unnar rúm tvisvar í viku á
þessari síðu, sunnudaga og mið-
vikudaga. Að þvi, sem hér verð-
ur sagt, ætlum við að standa
nokkrar ungar stúlkur. Við vilj-
um ræða málefni konunnar á al-
men-num félagslegum og prakt-
ískum grundvelli, og álítum, að
konunum beri ekki síður en
körlum að taka afstöðu til þjóð-
félagsmáia og taka virkan þátt
í umræðum og baráttu á þeim
grundvelli.
Víðsvegar um heim hafa kon-
urnar neyðzt til að sleppa sleif
inni, taka af sér eldhússvunt-
una, íklæðast verksmiðjusam-
festing og taka sér hamar í
hönd. Þær hafa ekki alltaf glaðzt
af þeirri nauðsyn, en þær hafa
á þann hátt orðið áhrifameiri
i þjóðfélaginu. Á þeim hvíJir nú
mikill hluti af' framleiðslustarfi
stórþjpðanna. Vissulega lofar
Churchill - ensku konunum, að
ef þær bara hpldi út nokkur ár
til, skuli þær aftur fá að hverfa
að eigin arni. Sumar þeirra óska
þess sjálfsagt og gera það, en
margar munu krefjast þess að
halda áfram, krefjast þess að
hafa jafnan aðgang að atvinnu
og sömu laun fyrir sömú vinnu
og karlmennirnir. Heimsstyrj-
aldirnar hafa komið kvenþjóð-
inni á hreyfingu. Þær hafa sýnt,
að konurnar geta unnið flest
þau störf, er áður voru talin
karlmannsverk. En það hefur
einnig orðið til þess, að konurn-
ar hafa farið að hugsa meira
en áður. Þær hafa neyðzt til
að sleppa hinum þröngu sjón-
armiðum síns eigin heimilis og
byrjað að hugsa á þjóðfélags-
legri mælikvarða um vandamál
heimila sinna og annarra.
Hér á landi hafa ekki verið
gerðar jafn miklar kröfur til
vinnuafkasta kvenna, þær virð-
ast einnig vera minna vakandi
fyrir þörfinni á aukinni sam-
vinnu. Karlmennirnir rífast um
mjólkina og kjötið, en konun-
um hefur ekki ennþá skilizt, að
þær geta tæplega haldið áfram
að gefa börnum sínum mjólk að
drekka, ef þær neita að skipta
sér nokkuð af því, sem gerist
fyrir utan þeirra eigin litlu
dyr. Óvíða munu húsmæður
láta bjóða sér annað eins- og
viðgengst hér í Reykjavík um
dreifing vörunnar og allar að-
stæður til aðdrátta. Óánægja er
til, það vitum við, en fáar uppá-
stungur heyrast frá húsmæðr-
unum eða kröfur til úrbóta.
Það ætti ekki að þurfa að skilja
á milli áhugamála og vandamála
karla og kvenna, þvi að í raun
og veru krefjast öll vandamál
þjóðfélagsins sameiginlegra á-
taka beggja kynja. En þar sem
vitað er, að konunni veitist oft
örðugt að sinna áhugamálum
sínum, öðrum en heimilinu, ef
hún er gift, teljum við ýmis-
legt i híbýlaskipun, tækni og
matargerð og klæðnaði ög um
uppeldi barna vera sérmál
kvennanna nú sem stendur. Þess
vegna beri að ræða möguleikana
til heppilegra skipulags á því
’sviði í sérstakri kvennasíðu með
bað fyrir augum að veita kon-
u-m' meiri möguieika til starfs
og broska á öorum sviðum en
oftast á sér stað.
íslenzku konur! Við höfum það
nú sem stendur öðrum konum
betra. Við þurfum ekki að sjá
á bak ástvinum okkar í stríðið,
bera sjálfar vopn, né bæta á
okkur jafn gífurlegum vinnu-
kvöðum og margar konur stríðs-
lanöanna. En við megum heldur
ekki láta þetta verða til þess að
svæfa okkur, heldur ættum við
nú að nota krafta okkar til þess
að starfa og berjast fyrir bættum
kjörum landsins barna. . .
Umfram allt, látið okkur heyra
raddir ykkar“.
GENGTSSKRANING:
.......................
¥i 02 &@tt
l.antfftve* 3* — Súmt 822S*
Fjölbreytt árval mí
■telnbrfmmro —
100 norskar krónur .... 228.50
100 sænskar krónur .... 315.50
100 finnsk mörk 7.09
000 franskir frankar .... 46.63
100 belgisklr frankar .... 32.90
10« svissneskir frankar .. 376.00
100 gyllini 431.10
100 tékkneskar krónur .. 226.67
100 vestur-þýzk mörk 391.30
1 Sterlingspund ...... 45.70
1 Bandaríkjadollar .... 16.32
1 Kanadadollar 16.70
100 danskar krónur .... 236.30