Þjóðviljinn - 26.10.1956, Side 3
Flugvélar „Þji:s“ og nokkurra einstaklinga standa Flngbjörgunarsveitinni til reiðu er þörf
gerist. — Frá æfingunni á sunnudaginn.
Flugbj örgunarsveitir eru nú starfandi á
sex stöðum á landinn
Flugbjörgunarsveitin hef.nr nú veriö starfandi í 6 ár og
auk sveitarinnar hér, sem er elzt og fjölmennust, eru
einnig deildir á 5 ö'örum stööum úti á iandi.
‘Eftir Geysisslysið á Vatna
jökli varð mönnum ljós hver
nauðsyn það er að til sé sveit
þjálfaðra manna í bj"rgunar-
starfi ef flugvélum hlekkist á,
og varð þá af því að Flug-
björgunarsveitin væri stofnuð
Reykjavíkurdeildin er stærst,
telur um 130 menn, á Akur-
eyri em félagsmenn 60—70, í
Vík í Mýrdal er 15 manna
deild og deildir eru undir Eyja-
fjöllum, að Hellu á Rangár-
“völlum. og ein á efstu bæjum
Rangarvalla (Hekludeildin).
Sunnudaginn 21. þm. hafði
Flugbjörgunarsveitin æfingu á
R.eykjavíkurflugvelli, er fram-
kvæmd var eins og flugvél
væri í alvöru týnd. Áður en æf-
ing hófst fluttu ræður Björn
Björnsson formaður sveitar-
innar og Agnar Kofoed Hansen
flugmálastjóri. Ræddi hann
einkum nauðsyn þess að hægt
væri að senda slíkar björgun-
-arsveitir á vettvang hvenær
sem nauðsyn bæri til.
Reykvíkingar voru fremur
tómlátir um æfingu þessa, en
yfirmenn bandaríska hersins á
Keflavíkurflugvelli f jölmenntu
á sýninguna, enda hefur Flug-
björgunarsveitin einkum þurft
að starfa fyrir þá og leita
að týndum flugvélum þeirra,
síðast í Akrafjalli, en áður á
Mýrdalsjökli og Eyjafjalla,-
jökli, éins og menn rekiir minni
til. Frá b'andaríska hernum'hef-
ur Flugbjörgunarsv. líka fengið
margt af útbúnaði sínum m.a.
„spítalatjald", þar sem hægt
mun að koma fyrir 30 sjúkra-
börum, ennfremur hefur sveit-
in um 30 lítil tjöld. Félagið á
2 vísilbíla (beltabíla), ennfrem-
úir getur það fengið að láni
snjóbíl Guðmundar Jónassonar,
vísil Jöklarannsóknafélagsins
og snjóbíla einstaklinga, þann-
ig að það getur gripið til 8
£
*: •*. 'mmm
" '. '■ / ■•■ 'V .
Hér sést nokkuð af útbúnaði sveitarinnar, annar vísillinn, eld-
húsbíll og tjöld, — brúna tjaldið er „spítalinn".
B
■
| Nauðuxigcinippboð
■
sem auglýst var í 20., 21. og 22. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1956 á húseigninni nr. 39 við Efstasund, hér í
: bænum, eign Sigurðar Finnbjörnssonar, fer fram eftir
: kröfu tollstjórans í Reykjavík og bæjargjaldkerans í
Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 30. október
: 1956 kl. 3 síðdegis.
j BoxgaEÍógelinn í Beykjavik
AÐALFUN DIIR
Aðalfundur NEYTENDASAMTAKAJVNA verður hald-
inn í Tjarnarcafé laugardaginn 27. október og hefst kl.
2 e.h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Framkvæmdanefndin.
snjóbíla ef þörf krefur. Þá
hefur félagið „eldhúsbíl" þar
sem hægt er að matreiða fyrir
um 50 manns.
iFlugskólinn Þytur lánar litl-
ar flugvélar þegar þörf gerist
ennfremur einkaflugmenn. Að-
staða til björgunarstarfs ef
flugvél hlekkist á er því öll
önnur en var fyrir nokkrum
árum.
Stjórn Flugbjörgunarsveitar-
innar er þannig skipuð: Björn
Björnsson formaður, Úlfar
Jakobsen gjaldkeri, Sigurður
Þorsteinsson ritari, Árni Kjart-
ansson og Sigurgeir Gíslason
meðstjórnendur. — Úlfar Þórð-
arson er læknir sveitarinnar.
Föstudagur 26. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN (3
á næsta ári
N ató—sty rkir
Norður-Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) veitir í apríl á
næsta ári nokkra styrki til
náms- og fræðimanna.
Tilgarigur NATO-styrkj-
anna er að stuðla að auknu
námi og rannsóknum á sögu
aðildarríkjanna, stjórnmálum
þeirra, stjórnarskrá, lögum,
félagsmálum, menningarmál-
um, tungu, efnahagsmálum,
vísinda- og varnarmálum
þeirra, einkum með tilliti til
sameiginlega erfða og sögu-
legrar reynslu Norður-At-
lantshafsríkjanna sem samfé-
lags og athugana á núverandi
þörfum þess og samstöðu
aðildarríkjanna í framtíðinni.
Styrkirnir eru tvenns kon-
ar, auk ókeypis ferðakostnað-
ar.
1) Námsstyrkir til ungra
námsmanna að upphæð 500
þúsund franskir frankar fyrir
skólaárið 1957/58 eða jafn-
gildi þeirra upphæðar innan
annars aðildarríkis í Evrópu
eða 2000 dollarar fyrir sama
tímabil í B^ndaríkjum Amer-
íku eða Kanada.
2) Rannsóknarstyrkir fyrir
96 neiiiemiur í Skógaskóla
Héraðsskólinn að Skógum var
settur sunnudaginn 21. okt. með
hátíðlegri athöfn.
Athöfnin hófst með guðsþjón-
ustu og prédikaði sóknarprest-
urinn, sr. Sigurður Einarsson,
skáld í Holti. Skólastjórinn, Jón
R. Hjálmarsson, flutti skólasetn-
ingarræðu og lýsti skólastarfinu.
Kennsla hófst fyrir nokkru og
komú nemendur'' 3. bekkjar í
skólann 2. okt. en nemendur 1.
og 2. bekkjar 16. okt.
Nýr kennari í ensku hefur
verið ráðinn Jón Einarsson, en
frá því starfi hvarf Guðmundur
Jónsson. í skólanum eru alls 96
nemendur og hann fullskipaður
að vanda. Aðsókn að skólanum
' * ÚTBREIÐIÐ V ■*
* * ÞJÓDVILJANN *
er mjög mikil og varð að synja
nálega eins mörgum og að kom-
ust. Úr skólahéruðum skólans er
rúmlega helmingur nemenda.
Miklar byggingaframkvæmdir
eru yfirstandandi og mun hagur
skólans batna mjög í náinni
framtíð, en þrengsli og húsnæðis-
skortur hafa nokkuð háð starf-
semi hans. Fyrirhuguð sundlaug
skólans stendur hálfsmíðuð og
er stofnuninni hin mesta nauð-
syn á að hún verði fullgerð sem
fyrst.
Formaður skólanefndar Björn
Björnsson, sýslumaður, flutti
ræðu og árnaði skólanum heilla.
Á milli ræðuhalda voru sungnir
sálmar og að síðustu voru sung-
in ættjarðarljóð. Að athöfninni
lokinni var safnazt saman í
borðstofu skólans að kaffi-
drykkju.
fræðimenn að upphæð 200
þúsund franskir frankar á
mánuði í 2-4 mánuði eða jafn-
gildi þeirrar upphæðar innan
annars aðildarríkis í Evrópu.
Styrkþegar til vísindarann-
sókna verða valdir með til-
liti til rannsóknarefnis og
hæfileika.
Stúdentar verða valdir eft-
ir námsafrekum, eftir því
hvar þeir vilja stunda nám.
og hvert námsefnið er.
Styrkþegum ber að gefa
skýrslu um rannsóknir sínar
eða nám á ensku eða frönsku
og afhenda Norður-Atlants-
hafsbandalaginu eigi síðar en
þrem mánuðum eftir að
styrktíma lýkur. Umsóknar-
frestur er til 1. janúar 1957.
Umsóknir ber að senda til
utanríkisráðuneytisins, sem
lætur umsóknareyðublöð í té
og veitir allar nánari upplýs-
ingar.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
í“
Essn týnist maður
í Reykjavík
Rannsóknarlögreglan auglýsti
í gærkvöldi eftir Þórði Georgs-
syni, Múlakamp 12. Hann fór
heiman frá sér s.l. þriðjudag,
en síðan hefur ekkert til hans
spurzt. Þórður er 18 ára, hár
og grannur. — Hann er þriðji
maðurinn sem týnist hér á fá-
um dögum.
Sliemmtifundur
sovétgestnni
Sovézka æskulýðssendinefndin,
sem hér hefur dvalizt að undan-
förnu, mun halda heimleiðis í
næstu viku. ÆFR efnir til
skemmtifundar með nefndinní
annað kvöld í Tjarnargötu 20,
og hefst hann kl. 9. Allir félagar
í ÆFR eru velkomnir, og er þess
vænzt að þeir fjölmenni. í blað-
inu á morgun verður sagt frá
dagskrá samkomunnar.
Allir vilja eignast híl
r&n&***cvr~~
Isskápar eru ómissandi á hverju heimili,
Þetta getið þið fengið í happdiætti Þjóðviljans, dregið 2. nóvember
AÐ VERZLA / KJORBUÐINN/
í AUSTURSTRÆT/