Þjóðviljinn - 26.10.1956, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 26.10.1956, Qupperneq 6
g) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. október 1956 Þiéowiunm Útgefandi: Sam.einingarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn Happdrætti Þjóðviljans í h í Ttgáfa verklýðsblaða hefur alla jafna byggzt á nægi- legum skilningi og fórnfýsi al- þýðunnar sem þau eiga að þjóna með túlkun sinni og inálflutningi. Blóð alþýðunnar geta ekki vænzt stuðnings úr annarri átt. Miklu fremur gjalda þau þess að vera mál- svarar alþýðunnar og berjast fyrir hagsmunum hennar. iA.uðmenn og auðfyrirtæki reyna t.d. í lengstu lög að ganga fram hjá málgögnum alþýðunnar með auglýsingar sínar, en þær eru sem kunn- ugt er einn helzti fjárhags- grundvöllur blaðaútgáfu nú á tímum. Þjóðviljinn hefur löngum orðið að treySta á skiln- ingsríka afstöðu alþýðunnar og það traust hefur heldur aldrei brugðizt. Fjárhagur hlaðsins hefur aldrei verið það traustur að útgáfa þess væri möguleg án þess að þessi skilningur alþýðunnar væri fyrir hendi. Blaðið hefur því hvað eftir annað leitað til vel- unnara sinna og stuðnings- manna og þeir jafnan brugð- izt við af þeirri rausn og myndarskap sem fleytt hefur biaðinu yfir erfiðleikana og gert því fært að gegna því hlutverki að vera baráttumál- gagn íslenzkrar alþýðu og ís- lenzks sjálfsæðis. Enn er leit- að til alþýðunnar, til allra þeirra Islendinga sem skilja og meta þátt Þjóðviljans í Aljekhin-mótið í Moskvu framfarasókn þjóðarinnar og þeir beðnir um stuðning við happdrætti blaðoins, sem dreg- ið verður í að loknu tuttugu ára afmæli þess nú um mán- aðamótin. ^T'íminn til stefnu er skamm- ur, aðeins sjö dagar. En hann er nægilega langur til þess að hægt er að ná glæsi- legum árangri í fjáröflun fyr- ir blaðið leggist nógu margir á eitt og einbeiti sér að sölu happdrættismiðanna. Svo góð- ir vinningar eru í boði að það á að auðvelda mjög starfið að sölu happdrættisins. Flokksmenn og fylgjendur þurfa að leggja hér sameigin- lega hönd að verki og tryggja sem beztan árangur. Því er treyst að allir þeir sem leitað hefur verið til um liðsinni bregðist vel við og að nýir kraftar gefi sig fram. Enn eru mörg tækifæri ónotuð til þess að koma happdrætti Þjóðvilj- ans á framfæri og afla blað- inu nauðsynlegra tekna. Þessi tækifæri þurfa flokksmenn og stuðningsmenn Þjóðviljans að nýta sem bezt þá fáu daga sem eftir eru til stefnu. Verði það gert af nógu mörgum þarf ekki að efast um árang- urinn. Þá verður sala happ- drættisins í samræmi við þann mikla hljómgrunn sem stefna og barátta Þjóðviljans hefur hlotið meðal íslenzkrar alþýðu á undanförnum tveimur ára- tugum. Grundvöllur framtíðarlausnar Þess er nú að sjálfsögðu beðið með nokkurri eftir- væntingu hvaða leiðir verða valdar til lausnar á erfiðleik- um atvinnuveganna og við- reisnar efnahagslífsins eftir ó- stjórnartímabil íhaldsins. Eng- in von er til þess að enn liggi fyrir fullmótaðar tillög- ur í þessum efnum svo vanda- samt sem viðfangsefnið er og margþætt, en að þeim er nú unnið á vegum ríkisstjórnar- innar. Karl Guðjónsson sem var talsmaður Alþýðubanda- lagsins í útvarpsumræðunum um fjárlögin vék nokkuð að vandamálinu í ræðu sinni og komst m.a. svo að orði: „T»r.ð er grundvöllur að fram- * frambúðarlausn þess vanda sei i að steðjar á efnahags- sviöinu að framleiðslan verði stórlega aukin. Til þess þarf þrennt að ske: 1. Það þarf að afla nýrra framleiðslutækja. 2. Það þarf að nýta vinnuafl landsmanna betur en nú er gert. 3. Það þarf að rýmka um efnahag framleiðsluatvinnuveganna fyrst og fremst með því að létta af þeim milliliðaokri, sem tim skeið hefur sífellt færzt 5 óhóflegra horf og tekur til útflutningsviðskipta, þjónustu og innflutningsverzlunar, þ.e. ' til allra þáttanna sem ihaldið vildi engan gaum gefa meðan það hafði aðstöðu til að beina baráttu þeirra er að útgerð unnu eingöngu til andófs gegn kaupi sjómanna og verka- fólks.“ í þessum ummælum Karls Guðjónssonar koma áreið- anlega fram viðhorf verka- lýðsstéttarinnar og alls al- mennings í landinu til þess- ara mála. Alþýða’ manna og raunar þjóðiri öll að fáeinum gróðamönnum undanskildum ætlast nú til þess að gripið verði til allt annarra og heilla- vænlegri ráða en tíðkuðust í valdutíð íhaldsins. Stefna nú- verandi ríkisstjórnar er líka mótuð í samræmi við þetta. Störf hennar að aukningu framleiðslutækjanna og upp- byggingu þróttmikils atvinnu- lífs í landinu eru mikilsvert framlag til þess að treysta grundvöll efnahagslífsins. En allir eru sammála um að meira þarf að koma til. Að því verkefni er nú unnið að finna leiðir til lausnar á vandamál- unum sem eru í samræmi við hagsmuni almennings. Þau vinnubrögð eru afleiðing þess að íhaldið hefur verið sett til hliðar en fulltrúar vinnustétt- anna tekið höndum saman um ríkissjórn og stjómarstefnu. Moskvu 16. október. Hinn 9. þ.m. hófst í Moskvu minningarskákmót um skák- snillinginn A.A. Aljekhin, sem lézt fyrir 10 árum. Keppendur eru frá 12 þjóð- um og 16 að tölu. Eiga Sovét- ríkin þarna fimm fulltrúa, en flestar aðrar af helztu skák- þjóðunum eiga einn hver. Þátttakendur, taldir eftir keppnisnúmerum, eru þessir: M. Najdorf Argentína, W. Unsicker Vestur-Þýzkaland, M. Tajmanoff Sovétríkin, B. Sliwa Pólland, G. Stáhlberg Svíþjóð, S. Gligorie Júgóslav- ía, M. Botvinnik Sovétríkin, W. Uhlmann Austur-Þýzka- land, P. Keres Sovétríkin, H. Golombek Bretland, V. Smys- loff Sovétríkin, V. Ciocaltea Rúmenía, L. Pachmann Tékkó- slóvakía, D. Bronstein Sovét- ríkin, N. Padevski Búlgaría og L. Sabo Ungverjaland. Ekki er laust við, að þess Freysteinn Þorbergsson verði vart meðal áhorfenda, að þeir sakni þeirra Friðriks Ólafssonar og Bent Larsens í þessum félagsskap. Var þeim ekki boðið, en S. Reshevski Bandaríkjunum hafnaði þátt- töku. Af öðrum góðum skák- mönnum sem verða að láta sér nægja áhorfendasætin 1 þetta sinn, má minna á þá Matanovic og Ivkoff Júgó- slavíu og Petrosjan, Geller og Spasskí frá Sovétríkjunum. Skal nú vikið að sjálfu mót- inu. 1. umferð 9. október. Najdorf — Sabo y2 - % Unsicker — Padevsky y2 - V2 Tajmanoff —Bronstein 1-0 Sliwa — Paehmánn 0-1 Stáhlberg — Ciocaltea 1-0 Gligoric — Smysloff x/2 - % Botvinnik — Golombek 1-0 Uhlmann — Keres 1/2 - V2 Bronstein teflir frumlega að vanda. Þegar í 6. leik fer hann út af troðnum slóðum í kóngsindverskri vörn. En Taj- manoff er vandanum vaxinn og tekur karlmannlega á móti. Nýjar leiðir kosta mikla um- hugsun. Þeir leika aðeins 8 leikjum fyrstu þrjár klukku- stundirnar. Síðan hlýtur Bron- stein að ljúka 20 leikjum á 7 mínútum. Verður baráttan nú æ harðari. Kóngi Bron- steins er ekki lengur lífs auð- ið í heimahúsum. Verður hana að smeygja sér í gegnum ó* vinahringinn, út á miðjan völl. Bronstein fórnar skiptamun til þess að b'.iðka goðiu. Öðr- um manni fórnar hann tii þess að ná gagnsókn. Loks þegar tímaþrönginni er lokið og tími vinnst til liðskönnun- ar, hefur gagnsókn hans fjar- að út. Liðið er fallið, Heimsmeistarinn beitir Pan- off-Botvinnik árás, gegn Caro- Freysteinn Þorbergsson, einn af íslenzku skák- mönnunum sem kepptu á olympíuskákmótinu í Moskva i sl. mánuðí, varð eftir þar í borginni er mótinu Var lokið. Fylgist hann með Aljekin-mót- inu, sem nú stendur yfir, og mun senda Þjóðviljan- um fréttabréf frá því. Fyrsta bréf Freysíeins birtist hér í dag. V._________________________ Kann vörn Golombeks. Nær hann brátt frumkvæðinu á aðalvígstöðvunum, fær valdað frípeð, kemur hrók upp á sjöundu línu og skiptir nú upp. Endataflið vinnur hann svo með vísindalegri ná- kvæmni. Keres reynir nýja leið í Tarrasvörninni á móti Uhl- mann. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, tekst honum ekki að koma i veg fyrir jafn- teflisdauðann. 2. umferð, 10. október. Najdorf — Unsicker 1-0 Padevsky — Tajmanoff 0-1 Bronstein — Sliwa 1-0 Pachmann — Stáhlberg x/2 - x/2 Cioc^ltea — Gligoric 0-1 Smysloff — Botvinnik % - x/2 Golombek — Uhlmann x/2 - x/2 Sabo — Keres 1-0 ppa Padevsky fær sterkt frípeð, en er á eftir í byggingu stöð- unnar. Tajmanoff rænir peði M. Tajmanoff og verður ekki meint af, tefl- ir rökrétt og nær að lokum óstöðvandi sókn. Þannig tek- ur hann forustuna i mótinu, Bronstein og Sliwá tefla spænska leikinn rólega fram- an af, en skyndilega leikur Bronstein riddara ofan í peð á drottningarvæng. Er það upphaf sterkrar kóngssóknar, sem lyktar svo, að kóngur Sliwa stendur berskjaldaður fyrir mátsókn Bronsteins. Smysloff og Botvinnik heyja harða baráttu. Botvinn- ik vinnur peð, en Smysloff hefur sókn og vinnur peðið aftur. Hefur hann nú frum- kvæðið, en heimsmeistarinn verst fimlega, og eftir 46 leiki er hann úr allri hættu. Sabo fórnar skiptamun til þess að sundra peðaborg and- stæðingsins. Verða biskupar hans nú mjög sterkir og tína upp veiku peðin, en Keres nær hvergi gagnsókn. Enda- taflið, með tvö peð og biskup á móti hrók, virðist að vísu ekki vera auðunnið, en Sabo er þéttur á velli og þéttur I Framhald á 10. síðu 'r\ 'F> Ut varpstíðm di EG mælist tii þess við út- varpsráð, að maður verði send- ur með upptökutæki í hring- ferð um annes og eyjar til að safna cfni úr lífi fólksins sem útskaga byggir í blíðu og stríðu: Þessir tryggustu hlust- endur útvarpsins fá þar sjald- an inni, nema þeir verði fyrir því óláni að hey brenni, bátar lendi í hafvillum eða snjóflóð falli á bæi. Saga þessara byggða, náttúruauðlegð þeirra og daglegt líf innbyggjaranna eru óþrotleg náma fyrir glögg- eygan gest, og væri honum lag- ið að búa efni til flutnings, þyrfti sízt að kvíða fábreytni: fólk að starfi, skemmtan og á heimilum sírium er einmitt það sem vantar í útvarþið — ekki þessar eilífu ytri lýsingar og frásagnir, heldur æðaslög lífs- ins sjálfs. Kvæði kvöldsins er einhver bezta nýjung sem útvarpið hef- ur komið með lengi: stutt sí- breytilegt urvalsefni. Steini Steinarr var fyrstum falið Ijóðavalið, og nú hefur Snorri Hjártarson tekið við Hæf- árí menn úr hópi eldri Ijóðnsmiða hefðu vart get- áð ■ tT þess \:álizt; Er> veyr.a þeirl'ar hættu 'á öidungadrottn- un, sem stöðugt vofir yfir, vil ég ekki láta undir höfuð leggj- ast að benda á það í tíma, að bæði ljóðskáld og vandlátir lés- endur eru oft orðnir prýðilega að sér í ljóðlist langt innan við fimmtugt. — Flutningur ljóð- anna hefur oftast tekizt miður en valið. Mætti ekki auka fjöl- breytnina með því að fela skáldunum sjálfum að fara með ljóð sín öðru hverju, þeg- ar valin eru verk eftir núlif- andi skáld sem auðvelt er að ná til? Kvæði kvöldsins er aldrei kynnt fyrr en eftir á, og er sízt ástæða til að fetta fingur út í það. En hvernig er því farið með útvarpsdagskrána: er hvergi hægt að fá vitneskju um hvernig hún hefur verið í öllum atriðum? Eins og menn vita, er iðulega horfið frá liinni prentuðu dagskrá að, , verulegu leyti, og sumt efni er ekki kynnt fyrr en að því kemur eða að flutningi ioknum. I>es3 vegna er nauðsynlegt að eyðu- fyllingar og breytingar séu annað hvort birtar eftir á, eða dagskrám «•* nð' khsti varðveitt á söínum í 'ehdér'’ - ri mynd. 'E.A.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.