Þjóðviljinn - 13.11.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.11.1956, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (T Hvers vegna er svona mik- ið af stólum á húsgagnasýn- ingum? Er stóll ekki sjálf- sagður hlutur, er hann ekki ætíð settur saman úr fjórum fótum (eða þremur), setu og baki, og stundum bríkum ? Eða er hér svo mikið af let- ingjum, að stólar njóti sér- stakrar hylli meðal húsgagn- anna. Danskur húsgagnaarki- tekt, Esbjörn Hjort, hefur samið ágætt yfirlit um hið bezta. i húsgagnagerð í Dan- mörku á síðustu 20—30 árum, og kemst hann svo að orði á kurteislegri hátt en vér leyfð- um oss og einnig skilmerki- legri: „Það er langtum meira lok fjórða tugs aldarinnar voru gæta, var að vísu fátt ný- flestir af húsgagnaarkitekt- stárlegt að sjá: Ijqnsfæturnir gaman fyrir þá sem gert hafa smíði nýrra gerða af hús- gögnum sér að list og kunn- áttu, að fást við stóla en nokkuð annað, Þar er svo margvíslegum vanda úr að ráða og miklu fleiri úrkostir að velja milli en að því er viðvíkur borðum, því borð er ekki annað en plata á fjórum fótum, eða skápur: hann er ferstrendingur hólfaður ýmis- lega eftir því hvað í hann á að láta“. —oOo— Það má segja, að heiðurinn af framförum sem orðið hafa í danskri húsgagnagerð að undanförnu, svo að frægð hennar fer vaxandi víða um lönd, megi skiptast jafnt milli arkitektanna og handverk3- mannanna, þeirra sem kunna verk sitt til hlítar og hafa gamlar grónar erfðavenjur við að styðjast, en þessi þró- un hófst á þriðja tugi aldar- innar. Þá hófst samvinna milli arkitekta og smiða, og af henni hefur margt gott leitt, Donsk bás gagnagcrð unum famir að starfa á þenn- an hátt. Það er rétt að bæta því við Þegar þröngrt er: Það er hægt að fjai-lægja skúff- una, og þá er borðið orðið að venjulegu borð— stofuborði, sem hægt er að Iengja. orð 'Esbjörns Hjorts, að ekki er öll húsgagnaframleiðsla svona á vegi stödd. Ekki þarf lengi að leita til að finna í húsgagnaverzlunum hroðalega óhagkvæm og ófögur húsgögn, Einfaldur og fínlegur stóll, með fléttuðu sæti og baki. svo ömurlegt er á þau að líta. Það er prófessor Kaare Klint, sem á mestan heiður- en þó voru fyrstu húsgögniu mjög dýr, eins og von var, því ekki var gert nema eitt eintak af hverju, en af henni leiddi einnig það, að farið var að framleiða slík húsgögn í verksmiðjum, og varð þá verð- ið viðráðanlegt almenningi. I Þetta er ekki nýtt hljóðfæri, lieldur rúm. Rúmbotninn er gerdur úr spenntum næl- þráðum. en yfir hann er síðan lagt áklæði. inn af þvi að Danir hafa nú forustu í framleiðslu á snotr- um, hentugum og jafnvel un- aðslegum húsgögnum, nýstár legum lika, þó að hann kunni að hafa látið sér annast um hin tvö fyrsttöldu atriði. En áður en áhrifa hans fór að á stólum og borðum voru hið helzta til að gamna sér við og spinna sér ímyndanir úr. Dönsk húsgagnalist hefur sýnilega þróazt eftir þeim leið- um, sem prófessor Klint valdi. Hótfyndnasti listamaðurinn meðal þeirra sem farið hafa sínar leiðir en ekki skeytt um hefðina, er vafalaust Finn Juhl, en fyrir nokkrum árum fékk hann það veglega hlut- verk að búa hátíðasal Sam- einuðu þjóðanna í New York húsgögnum og innrétta hann. Hans J. Wegner og Börge Mogensen eru þekktastir af þeim arkitektum, sem hafa tekið við þar sem Kaare Klint hætti, og það er einkum hinn síðarnefndi, sem starfað hef- ur fyrir kaupfélögin og átt hefur drjúgan þátt í að setja svip á dönsk heimili. En hús- gögn hans hafa einkar við- feldinn svip, og hafa þau ver- ið framleidd í stórum stíl. —oOo—- Samt hafa verið stigin ýms víxlspor, eins og t.d. stóllinn, sem varla nær upp f.yrir gólf- fjalirnar. Gamalt fólk, van- burða fólk og stirðbusalegt, getur ekki staðið upp hjálpar- laust úr þessari gildru, og hlýtur að eiga það undir náð og miskunn annarra, hvort það á að verða þarna til eða sleppa. Og þó að tré sé að sjálfsögðu vinsælt efni í hús- gögn, má finna önnur efni, sem vel duga, til ýmissar hús- gagnagerðar. Það er ekki langt síðan ungur arkitekt, Westergaard Jensen að nafni, sýndi fram á það, að gott er Þessi bókahilla er sniUdarhugmynd. Það er hægt að snúa hin- uni einstöku hlutum „kassans“ eftir stórð bókanna. L " að sofa á rúmbotni reimuðum ir auðveldar í flutningi. Má nælonþráðum, eða sitja á stóli minna á stólana þrífættu, sem. þræddum úr sama efni. hægt er að hlaða, en eru þó Þverfjölin efst á stólbakinu er í sömu hæð og borðplatan (seni sem er úr rósaviði). Aukin sala til f jarlægra snotrir og gott að sitja í þeim. Staða hefur valdið því, að Esbjörn Hjort: Moderne komið hafa fram ýmsar gerð- danske mobler. Glókollarnir vinna sig í áiit hjá leiðtogum zhaldsins Þjóðviljinn birti í fyrradag grein þar sem Hannibal Valdi- marsson hirti Frjálsa þjóð eft- irminnileg'a fj'rir einstæðan lubbaskap í garð Alþýðusam- bands íslands, En þetta var ekki einasti sóðaskapurinn í síðasta blaði Frjálsrar þjóðar. Þar birtust tvær greinar um af- stöðu Sósíalistaflokksins, Þjóð- viljans og Alþýðubandalagsins til atburðanna í Ungverjalandi og voru öll þau skrif samfelld runa af visvitandi ósannind- um. Þar eru Þjóðviljanum gerð- ar upp skoðanir sem aldrei hafa birzt í nokkurri ritstjórn- argrein en eru rifnar út úr al- mennum fréttum. Hins vegar birtir Frjáls þjóð ekki yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar, ekki yf- irlýsingu Alþýðubandalagsins og ekkert úr ritstjórnargreinum Þjóðviljans mn málið. Það er þannig greinilegt að ráðamenn Frjálsrar þjóðar telja vísvitr andi ósannsögli og uppvísar falsanir þau vopn . sem bezt henta nú. í sama blaði Frjálsrar þjóðar er birt viðtal við Ólaf Thors, þar sem hann kallar sjálfan sig speking. Ef hér í blaðinu væri fylgt þeim starfsaðferð- um sem einkenna blaðamennsku Frjálsrar þjóðar, væri hægt að birta stórorða grein hér í Þjóð- viljanum undir fyrirsögninni: Frjáls þjóð kallar ÓLaf Thors^ speking! og draga af því hinar viðtækustu ályktanir. En slík blaðamennska hefnir sín; það munu ráðamenn Frjálsrar þjóð- ar sannreyna. í viðtalinu við Frjálsa þjóð kallar Ólafur Thors forustu- menn Þjóðvarnar „glókollana sína“ og hefur raunar gert það áður. Vinarhótin eru skiljan- leg, og aldrei hefur birzt akýrar er nú hversu náin tengsl eru milli íhaldsleiðtog- anna og Bergs Sigurbjörnsson- ar og Þórhallar Vilmundar- sonar. Upphlaup íhaldsins a5 undanförnu hafa átt þann einn tilgang að tryggja hernám landsins um alla framtíð og afturhaldsstjórn . innanlands. Ýmsir munu hafa treyst þvi að Frjáls þjóð myndi ekki ljá sig til aðstoðar slíkum hvötum, en þvú trausti hafa forsprakk- arnir brugðizt á algeran hátt. Lærið að clansa Kennsla í gömlu dönsun- um hefst miðvikudaginn 14. nóv. í Skátaheimilinu kl. 8 og 9 en í þjóðdöns- unum kl. 10. Upplýsingar í síma 82409. Verið með frá byrjun. Þjóðdansafélus Reykjavíkut

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.