Þjóðviljinn - 13.11.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.11.1956, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. nóvember 1956 JÓLAKERTI — SKRAUTKERTI — BLÓMAKERTI Tékknesku kertin eru komin. — Takmarkaöar birgðir. Pétur Pétursson, heildverzlun, Hafnarstræti 4 — Sími 1219 og 82062. Prasad Acharya forscetisráðherra Nepals, fjallaríkisins í Himálaja, hefur heimsótt Peking og átt þar viðræður við forustumenn Kína, en Nepal og Kína eru nágrannaríki. Að viðrœðunum loknum undirrituðu Prasad Acharya og Sjú Enlœ, forsœtis- og utanríkisráðherra Kína, vináttu- sáttmála milli ríkjanna. Myndin var tekin af Prasad Acharya þegar hann kom til Peking ásamt konu sinni (til hœgri). Til vinstri er Sjú Enlœ. HJálp berst til Búdapest Þinghald Asíu- og Afríkuríkja rætt F^reSisráðherrar Indlands, Indónesíu, Burma og Ceylon eru komnir saman til fundar í Nýju Delhi til að ræða, hvort efnt skuli til nýrrar ráðstefnu Asíu- Og Afríkurikja til að ræða árás Bretlands og Frakklands á Eg- yptaland. Stjórn Indónesíu er fylgjandi þvi að slík ráðstefna sé haldin en Indlandsstjórn er sögð hallast að því að ekki sé ástæða til að taka málið upp á öðrum vettvangi en innan SÞ að svo stöddu. 12 sinniim fyrir fullu leikhúsi Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt leikritið Tehús ágústmánans eftir John Patrick 12 sinnum og alltaf fyrir fullu húsi. Framhald af 1. síðu. isins og samningar yrðu hafnir um brottför sovézka hersins strax og kyrrð væri komin á í landinu. Hammarskjiild skipar nefnd Frá því var skýrt í útvarpinu í Búdapest að stjórn Kadars væri að athuga, hvort hún ætti að veita viðtöku nefnd frá SÞ, en þing SÞ hafði lýst sig fylgj- andi þvi að nefnd á vegum sam- takanna kynnti sér ástandið í Ungverjalandi. Dag Hammar- skjöld, framkvæmdastjóri SÞ, skýrði frá því í gær að hann hefði af þessu tilefni beðið nokkra menn að taka sæti i nefnd sem send yrði til Ung- verjalands ef stjómin þar sam- þykkti. Þá kvaðst Hammarskjöld vonast til að hann gæti komið við í Ungverjalandi í bakaleið- inni úr heimsókninni til Kairó. Nagy í sendiráði Júgóslavíu? Erlendir fréttamenn í Búda- pest sögðu í gær, að þar gengi sú saga að Imre Nagy, fyrrver- andi forsætisráðherra, væri í sendiráði Júgóslaviu, þar sem hann og ýmsir ráðherrar hana hefðu leitað hælis þegar mesl var barizt í borginni. Fréttamenn þessir segja einnig, að í gær hafi verið dreift í Búdapest flug- . miðum, þar sem krafizt sé að Nagy taki aftur við völdum. Þá segjast þeir hafa heyrt að Krústjoff, Súsloff og Mikojan hafi komið til Búdapest frá Moskva og átt viðræður við Kad- ar og nánustu samstarfsmenn hans, en vita engar sönnur á því. Austurrískur sósíaldemókrata- þingmaður, Strasser, sem kom frá Búdapest í gær, sagði frétta- mönnum í Vínarborg að meðal Ungverja ríkti hatur á Rússum, beizkja í garð Vesturveldanna og tortrýggni í garð stjórnar Kadars. A sævarslóðum og landleiðum Eftir Óskar Jónsson HÖFUNDUR þessarar bókar hefur stundað margvísleg störf um ævina, ferðazt mikið bæði innan lands og utan og komið víða við. — í bókinni segir hann frá því, sem fyrir hann hefur borið við störf og í ferðalögum, lýsir útróðrum á áraskipum og vélbátum, störfum á innlendum og erlendum togurum, ferðum um óbyggðir íslands og skemmtiferðum um mörg framandi lönd. — Hann hefur verið sjómaður og verzlunarmaður, í opinberum störfum og m.a. átt sæti í Nýbyggingaráði, sem hafði meiri og örlagaríkari áhrif á hag og afkomu þjóöarinnar, en jafnvel nokkur önnur stofnun, sem starfað hefur. — Segir hann í löngum kafla frá störfum sínum og félaga sinna þar. — Þá er og í bókinni mjög athyglisverður kafli með dulrænum frásögnum. — Hér er um athyglisverða bók að ræöa. Höfundurinn gerir ekki kröfur til þess að á hann sé litiö sem rithöfund, en stíll hans og frásagnarmáti er lipur og aölaðandi — athyglinni er haldiö vakandi frá byrjun til enda. Á SÆVARSLÓÐUM OG LANDLEIÐUM er 224 blaðsíður að stærð og piýdd mörgiun myndum. Bókautgáfan Barðinn iþróttir Framhald af 9. síðu stund í Honolulu og mönnum gefið tækifæri til að æfa og hreyfa sig. Á öðrum stöðum var viðdvölin styttri en þó var hún notuð til þess að „jogga“ svo- lítið. í vélarnar var raðað eftir þeirri reglu að þeir sem áttu að keppa fyrst fóru með fyrstu vél- unum, en t. d. skyttur, sem keppa eiga seint á leikjunum fóru með þeirri síðustu. Það er gert ráð fyrir að síð- asta vélin komi til Melbourne á föstudag. Hóparnir sameinuðust í Stokkhólmi. Þessi samvinna ber vott um góða norræna samvinnu, þar sem fer saman skilningur allra á að leysa þetta mál á sem ódýrastan hátt og eðlilegastan fyrir alla aðila. ÚtbreiSiS Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.