Þjóðviljinn - 25.11.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.11.1956, Blaðsíða 6
g) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 25. nóvexnber 1956 þlÓÐVILJlNN] Útgefandi: | Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Við dyragætt íhaldsins Tl/forgunblaöið birtir í gær viðtal við Áka Jakobsson þar sem hann staðfestir að sú saga Morgunblaðsins sé sann- leikanum samkvæm að hann hafi vakið máls á því í Al- þýðuflokknum að rétt væri að slíta núverandi stjómarsam- starfi. Kveðst Morgunblaðið hafa hitt Áka að máli í fyrra- dag og hafi hann skýrt þessu málgagni stjómarandstöðunn-1 ar frá því að ,,hann hefði fyrir skömmu lagt fram til- lögu um það í þingflokki Al- þýðuflokksíns, að miðstjóm flokksins beindi því til for- sætisráðherra, að stjórnar- samstarfi við kommúnista skuli slitið og ráðhermm þeirra veitt lausn frá embætt- um“. essi játning Áka sjálfs á erindrekstri hans fyrir í- haldið er einkar athyglisverð. Að sjálfsögðu fagnar Morg- unblaðið mjög framtaki þessa nýja liðsmanns Bjama Bene- diktssonar og gefur tillögu hans þann vitnisburð að hún muni ,,eiga ríkan hljómgmnn meðal almennra kjósenda Al- þýðuflokksins“. Illa stenzt þó þessi spá Morgunblaðsins þeg- ar litið er til yfirstandandi Alþýðusambandsþings sem hefur svo að segja einróma vottað sambandsstjórn traust fyrir frumkvæði hennar að r.úverandi ríkisstjórnarsam- starfi. Gegn þeirri tillögu greiddu aðeins 3 menn at- kvæði af 328 fulltrúum sem þingið sitja. Svo eindregin af- staða er sjaldgæf á sam- bandsþingum í meiriháttar þjóðmálum og talar skýru niáli um afstöðu fulltrúa verkalýðsstéttarinnar um allt land til þess samstarfs sem tekizt hefur milli vinstri flokkanna um ríkisstjórn og stjóraarstefnu. Ekki getur Áki þess í viðtali sínu við Morgunblaðið hverja afgreiðslu tillaga hans hafi fengið í Alþýðuflokknum. Sennilegast er þó að henni hafi verið fálega tekið og , hún hlotið litlar undirtektir flokksbræðranna. Er ekki ó- sennilegt að gremja Áka yfir / þeim úrslitum hafi ráðið . mestu um það frumhlaup , hans að trúa aðalmálgagni í- . haldsins fyrir heimilismálum . Aiþýðuflokksins, en ekki er ó- j trúlegt að það verði litið al- varlegum augum af ýmsum forustumönnum flokksins, sem ekki telja æskilegt að það heimilisböl sem Áki veld- ur sé auglýst opinberlega. Verður ekki annað séð en Áki • sé með þessu að ögra núver- andi flokksbræðrum sínum og gefa þeim til kynna að hon- ' um standi fleira til boða en gegna húskarlsstörfum í hægri klíku Stefáns Jóhanns og Stefáns Péturssonar. Hann • hefur að vísu ekki enn, svo vitað sé, lagt fram formlega inntökubeiðni í Sjálfstæðis- flokkinn. En viðtalið við Morgunblaðið og sú uppljóstr- un sem í því felst er skýr og ótvíræð yfirlýsing um að þessi þingmaður Alþýðu- flokksins standi nú við dyra- gætt íhaldsins, reiðubúinn til inngöngu þegar húsráðendur telja heppilegt að veita hon- um viðtöku í þann söfnuð braskara og milliliða sem dæmdur var til pólitískrar úti- vistar með myndun núverandi ríkisstjórnar. í ki Jakobsson hefur fyrr ■‘“- en vænta mátti gert það opinskátt og öllum ljóst að hann rekur erindi íhaldsins og vill greiða því leiðina til valda. Gremjan og óvildin til fyrri samherja, sem þó hafa látið þennan pólitíska ferða- mann eins afskiptalausan og unnt hefur verið, virðist taka öll ráð af skynsemi hans og leiða hann í fáránlegar ó- göngur. Núverandi samherjar Áka eru sannarlega ekki öf- undsverðir af samfylgdinni. Eftir nokkurra vikna þing- setu á vegum þeirra er hann orðinn yfirlýstur bandamað- ur íhaldsins og lýsir því opin- berlega yfir í Morgunblaðinu að hans heitasta ósk sé að lyfta Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni á ný í ráð- herrastóla. Þróunin er hröð og eftirtektarverð, ekki sízt fyrir þá kjósendur úr Alþýðu- flokknum og. Framsóknar- flokknum á Siglufirði sem veittu manninum brautar- gengi til þingsetu og trúðu því að enn væri hann and- stæðingur íhalds og aftur- halds. Viðleitni manna af gerð Áka Jakobssonar og Stefáns Jóhanns til að greiða fyrir valdatöku íhaldsins er að vissu leyti skiljanleg. Hægri menn Alþýðuflokksins eru löngu slitnir úr öllum tengsl- um við verkalýðshreyfingu landsins og íslenzkar alþýðu- stéttir. Þetta eru pólitískir braskarar og lukkuriddarar sem ekki byggja lengur á neinum hugsjónalegum grund- velli. Viðhorf þeirra mótast ýmist af barnalegum fordóm- um eða sjúklegri og óviðráð- anlegri löngun í persónuleg metorð og völd. Slíkir menn eru íhaldinu auðunnið her- fang. Þeir grípa hvert tæki-^ færi til að tjá því þjónustu- lipurð sína og hollustu og ætlast til viðeigandi umbunar. Og það stendur aldrei á í- haldinu að veita slíkum þjón- ustumönnum virðulega viður- henningu í orði og verki. Mál- gögn íhaldsins hafa lengi rætt af viðurkenningu og velvild um stjórnmálastarf Stefáns Jóh. og þeirra sem honum standa næstir og nú er dag- lega vitnað í Áka Jakobsson sem óskeikult sannleiksvitni og spámann á síðum Morgun- «■ ý SKÁKIN ■:■:■:■: Ritstjóri: ^ jí r \\\\ GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON á — — «■ Hvítt: Svart: N. Padevsky — M. Botvinnik SIKILEYJABVÖBN 1. e2-e4 c7-c5 2. Bgl-f3 Bb8-c6 3. d2-d4 c5xd4 4. Bf3xd4 Bg8-f6 5. Bbl-c3 d7-d6 6. Bfl-c4 Ein af uppáhaldsleiðum hins unga búlgarska meistara. 6. e7-e6 7. o—o Bf8-e7 8. Bcl-e3 o—o 9. Bc4-b3 Bc6-a5 Þessi leikur gerir svarti kleift að opna biskupi sínum skjót- lega útgöngu á reitinn b7. Auk þess má nú á réttu augnabliki skipta upp á ridd- aranum og biskupnum á b3. 10. f2-f4 b7-b6 11. Ddl-f3 * 14. Bf6xe4 15. Df3-g4 Dd8-c8! Ekki hefði 15. — g6 dugað til að koma í veg fyrir f4-f5: 15. — g6 16. f5! exf5 17. Hxf5! gxf5 18.Rxf5 og erfitt er að finna vörn gegn hótUnunum Bd4 og Rh6f. En nú mundi svartur svara 16. f5 með 16. — e5 og framhaldið gæti orð- ið 17. Rf3 Rxb3 18. axb3 Dxc3 19. Hael d5 og síðan Bc5. 16. Hfl-f3 Ba5xb3 17. a2xb3 f7-f5 18. Dg4-h4 Mjög flókið verður taflið eftir 18. gxf6, t.d. 18. — Rxf6 19. Dxe6+ Dxe6 20 Rxe6 Bxf3 21. Rxf8 Kxf8 22. Hxa7 b5 23. Bd4, og svartur ætti að vinna, þótt mjótt sé á munum. Önn- ur leið er 18. — Hxf6 19. f5 exf5 20. Rxf5 Bf8 21. Rh6f Hxh6 22. Dxc8 Hg6f 23. Kfl Bxc8 24. Hxa7 Bg4 25. Hff7 Bh3f 26. Kel He6 (Botvinn- ik). 18. e6-e5 19. Hf3-hS h7-h6 20. Dh4-h5 Síðasta tilraunin, hótanir hvíts gxh6 og síðan hxg7 virðast all óþyrmilegar. 20. Dc8xc3 21. Hal-dl e5xd4 22. Be3-d2 Ekki 22. Bxd4 vegna Dxc2 og ef 23. gxh6, þá Rf6. Ekki dug- ar 22. gxh6 heldur vegna 22. — dxe3 23. hxg7 Dxg7f. 22. Dc3-c6 23. g5xh6 Be4-g5 En síður 23. — Rf6 vegna 24. Dg6. 24. Hh3-g3 Dc6-hlf 25. Kgl-f2 Bg5-e4f og hvítur gafst upp. Kröftugra sýnist 11. e5, en eftir 11. — Re8 (Slæmt væri 11. — dxe 12. fxe Rd7 13. Hxf7) virðist svartur hafa jafnt tafl. 11. Bc8-b7 12. g2-g4 Islendingur getur sér frama í keppni um nýjan ólympíusöng Eða 12. f5 e5 13. Rde2 Rxb3 14. axb d5 og svartur hefur frumkvæðið. 12. Ha8-c8 13. g4-g5 Botvinnik ABCDEFGH ABCDEFGH Padevsky Hvítur gat ekki leikið 13. Rde2 vegna 13. — Rxe4 14. Rxe4 d5 og vinnur manninn aftur. Þarna er mikilvægt að riddarinn á a5 valdar biskup- inn á b7. 13. Hc8xc3 Mjög djarflega teflt! 14. b2xc3 Fyrir skiptarnuninn fær svart- ur góð færi á skáklínunni hl-a8. Hvítur átti greinilega betri leið: 14. gxf6 Hxe3 15. Dxe3 (en ekki 15. fxe7 Hxf3 16. exd8D Hxflf 17. Hxfl Hxd8) 15. — Bxf6. Svartur á þá biskup og peð gegn hrók, og Botvinnik hefur sett traust sitt á styrk biskupanna. blaðsins. íhaldið þekkir sína. Dersónulegir valdadraumar einstakra vandræðamanna ráða ekki á neinn hátt öriög- um núv. stjómarsamstarfs. Það verða málefnin sem skera úr um framtíð þess og hve samstaða vinnustétta landsins reynist traust um stjórnina og stefnu hennar. Fylgi fólksins í landinu við framfarastefnu ríkisstjórnar- innar hefur sennilega aldrei Þórarinn Jónsson komst í úrslit við þátt- töku 392 keppenda írá 40 löndum Alþjóðaolympíuráðið (Comité international olympiaue), sem hefur aðsetur sitt í Lausanne, (Sviss), efndi til alþjóðlegrar samkeppni um samningu nýs ólympíusöngs (jHymn olympique) fyrir kór og hljómsveit, sem nota sltyldi hér eftir við setning- ar- og lokaathöfn ólympíumótanna. Slík samkeppni mun ekki hafa verið háð síðan á dögum Pindars, gríska lárviðarskáldsina (fæddur um 441 f. Kr.). Olympíuráðinu bárust 392 tónverk frá tónskáldum 40 landa, þar á meðal eitt frá Is- landi. — Fyrsta könnun tón- verkanna fór fram í Lausanne dagana 26., 27. og 28. febrúar 1955. Féllu 388 handrit úr leik, svo aðeins fjögur verkanna komu til greina við úrslitadóm- ínn. í dómnefndinni við fyrstu könnun tónverkanna áttu sæti: Mlíe. Nadia Boulanger, ein af frægustu tónlistarmönnum Frakklands, og heimsfræg sem tónlistarkennari, svo og Gian Francesco Malipiero, frægasta tónskáld ítala og Necil Kazim Akses, helzti tónlistarfrömuður Tyrkja. í úrslitadómnefnd, sem kom saman í Monte Carlo 18. og 19. apríl 1955 áttu eftirfarandi 12 heimskunnir tónlistarmenn sæti: Fyrmefnd Nadia Boulanger, sem var formaður dómnefndar- innar, Necil Kasim Akses, verið eindregnara og örugg- ara en einmitt nú. Þetta veit íhaldið og líðan þess í ein- angrun og áhrifaleysi fer dag- versnandi eins og skrif Morg- unblaðsins og Vísis sanna bezt. Þegar þannig er ástatt er Ólafi Thors og Bjama Ben. sannarlega ekki of gott þótt þeir geti auglýst einn þján- ingarbróður sinn, sem er illa á sig kominn og biður auðmjúklega um inngöngu í musterið. fyrmefnt tyrkneskt tónskáld, George Auric, franskt tónskáld og tónlistargagnrýnandi, með- limur og meðstofnandi „Félags hinna 6“ (,,Le Six“), Aaron Copland, eitt þekktasta tón- skáld Bandaríkjanna Arthur Benjamin, tónskáld og hljóm- sveitarstjóri í Sidney (Ástral- íu), Frank Martin, svissneskt tónskáld, Niels Viggo Bentzon, eitt þekktasta tónskáld Dana, Andrzej Panufnic, pólskt tón- skáld og hljómsveitarstjóri, Ernesto Halffter, spánskt tón- skáld og hljómsveitarstjóri, Sir Lennox Berkeley, eitt þekkt- asta tónskáld Breta, Pablo Casals, heimsfrægur spánskur sellóleikari, og Alexander von Spitzmiiller, austurrískt tón- skáld. Yfirumsjón með dómsað- gerðum hafði með höndum Pierre prins af Monaco, sem stofnaði til verðlaunanna, 1009 dollara að upphæð, auk þess sem fulltrúi ólympíuráðsins átti sæti í nefndinni, en einn- ig án atkvæðisréttar. Islenzki þátttakandinn í sam- keppninni var Þórarinn Jóns- son, tónskáld, og var tónverk hans eitt þeirra, sem komu fram við úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hann hafði samið tón- verk við sitt eigið frumsamið ljóð, á þýzku, þar sem honum var ókunnugt um að ákveðið hafði verið í þátttökuskilyrð- unum að styðjast bærí við ijóðatexta eftir Pindar. Kanzl- ari ólympíuráðsins telur það vera heiður fyrir Þórarin að FramhaJd á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.