Þjóðviljinn - 25.11.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.11.1956, Blaðsíða 3
Sunnndagur 25. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Áki Jakobsson fiytnr tillögu um stjórn arslit og birtir hana í Morgunblaðinu! Hefur fengiS fynrheit um framboS á vegum ihaldsins i nœsfu kosningum í gær birti Morgunblaöið viðtal við Áka. Jakobsson, einn af þingmönnum Alþýðuflokksins. Þax skýrir Áki aö- almálgagni íhaldsins frá því að „hann hefói fyrir skömmu lagt fram fillögu um það í þingflokki Alþýftuflofeksins, að mið- stjórn flokksins beindi því til forsætisráðherra, að stjórnar- saihstarfi við kommúnista skuli slitið og ráðhemim þeirra veitt lausn frá embætti.“ Fer Morgunblaðiö síðan fögrum orðum um „kjark“ Áka, „manndóm“ og „innræti“. Alþýðusambandsþingið Framhald af 1. síðu. rannsóknum verði haldið áfram og þær auknar, Hagkvæmaii rekstur. Að unnið verði að hagkvæm- ari rekstri útgerðarinnar með samkomulagi félaga útgerðar- manna og sjómanna, m. a. með samningum um hámark beitu- eyðslu í hvern róður, hámark línulengdar, hámarksfjöfda neta i einu í sjó, hámarks vélastærð. Verðlaun fyrir góða umgengni um báta og veiðarfæri, verðlaun fyrir góða meðferð á afla o. fl. Útflutningsverðgildi aukið. Að unnið verði að aukinni fjöl- breytni í meðferð og verkun sjávaraflans með það fyrir aug- um að auka sem mest verðgildi framleiðslunnar til útflutnings, og sjávarafurðir verði í sem minnsta mæli fluttar út óunnar. Beituverð hækki ekki. Að stjórnarvöldin setji skorðut við þvi að beituverð hækki frá því sem gilti á s.l. vertíð, taki það til verðlags á síld, krabba og loðnu.“ Lágmarksslysabætur. Þjóðviljinn birti í fyrradag fyrrihluta ályktunar þeirrar er Alþýðusambandsþing samþykkti einróma í sjávarútvegsmálum. Þau mistök áttu sér stað að síð- asta málsgreinin var sett eins og hún var i uppkasti. Rétt er hún eins og hún var endanlega sam- þykkt þannig: „Að slysabætur sjómanna verði hækkaðar svo í það minnsta, að hver einstaklingur, sem fyrir slysum verður, fái greitt kaup sem svarar átta stunda viimu í þrjá mánuði." Á sævarslóðum og landleiðum Á sœvarslóðuvi og landleiðum nefnist nýútkomin bók eftir Óskar Jónsson forstjóra. Eins og nafnið bendir tii segir þar frá ýmsu sem á daga höfundar hefur drifið. Þessi frásögn Morgunblaðs- ins þykir að vonum miklum tíðindum sæta, ekki aðeins til- löguflutningur Áka, heldur og ekki síður hitt að hann skuli hlaupa með innri mál Alþýðu- flokksins beina leið til íhalds- ins. Er þar um að ræða mjög alvarlegt brot á starfsreglum Alþýðuflokksins. Gerði allt sem hann gat til að hindra inyndun vinstri stjórnar. Hins vegar kemur kunnugum ekki á óvart hið nána sam- band Áka Jakobssonar við í- haldið; hann hefur nú um lagt skeið stefnt að því að verða hlutgengur í Sjálfstæðis- flokknum. Hann hefði á s. 1. sumri orðið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Siglu- firði, ef sá flokkur hefði ekki haft þar þingmann fyrir og ekki talið sig hafa tök á að kasta honum fyrir borð. Eftir að Áki var orðinn þingmaður Alþýðuflokks og Framsóknar á Siglufirði gerði hann allt sem hann gat til að koma í veg fyrir myndun vinstri stjórnar; reyndi hann m.a. að fá Alþýðu- flokkinn til að setja þau skil- yrði fyrir stjórnarmyndun að ekki gæti af henni orðið. Var það síðasta tilraunin að Áki fékk Stefán Jóhann til að flytja þá tillögu á sameigin- legum fundi miðstjórnar og þingflokks Alþýðuflokksins að Áki Jakobsson yrði ráðherra — en sú tillaga var felld með miklum atkvæðamun. Býðst framboð hjá íhaklinu Eftir að vinstri stjórn var mynduð hefur Áki Jakobsson gert allt sem hann hefur megn- að til að torvelda störf hennar. Hefur hann haft hið nánasta samband við Bjarna Benedikts- son og gefið honum nákvæmar skýrslur um allt sem gerzt hef- ur hjá stjórnarflokkunum og Áki hefur fengið vitneskju um. Eftir hina miklu heimsatburði síðustu vikurnar hefur Áki far- ið líamförum til þess að reyna að sundra stjórninni og nær Sýningu Gerðar lýkur í kvöld Höggmynda- og málverka- sýningu þeirra Gerðar Helga- dóttur og André Enard í Bogasal Þjóðminjasafnsins lýk- ur kl. 10 í kvöld (opnað kl. 2). Sýningin hefur þá staðið röska viku, og nokkrar myndir hafa selzt. I dag eru sem sagt síðustu forvöð að sjá sýning- una. ' sú tilraun hámarki með tillögu þeirri sem hann skýrði Morg- unblaðinu frá i gær. Þjóðviljinn hefur öruggar heimildir fyrir því að Sjálf- Fréttaritari Bjarna Ben. í Alþýðuflokknum stæðistlofekurinn hefur að launum heitið Áfea Jakobs- syni fulíum stuðningi á. stjónunálasviðinu. Hefur Áki Ioforð um það að hann eigi kost á. að verða fram- bjóðandii Sjálfstæðistlokks- ins á Siglufirði í næstu kosningum, hvort sem þess- ar sundlrungartjlraunir hans bera ávöxt eða ekki. Er tal- fyrir A-Þjóðverj- ana annaðkvöld Sundmenni þeir, sem hér hafa dvalizt að undanförnu frá A- Þýzkalandi, hafa keppt í Rvík j og Keflavik og keppa á Akra- nesi í dag kL 2. Eru þeir hér í boði Ármanns, og hefur heimsókn þessi heppn- azt með afbrigðum vel. Sundmennirnir fara héðan á miðvikudagsmorgun, og verður efnt til kveðjusundmóts í Sund- höllinni fyrir þá annað kvöld kl. 8.30. Þar verður keppt í þessum greinum: 4x100 m fjórsundi karla. 200 m skriðsundi karla, 50 m bringusundi karla, 50 m flugsundi karla, 200 m skriðsundi kvenna, 50 m bringusundi kvenna, 100 m skriðsundi drengja, 100 m bringusundi drengja, 50 m skriðsundi telpna og 200 m baksundi karia. Auk þessarar keppni mun þarna fara íram all nýstárleg keppni í náttfataboðsundi. Að beiðni Ármanns hefur L. í. Ú. lánað gúmmibjörgunarbát, sem vakið hefur mikla athygli, og verður báturinn sýndur og hvern- ig hann er notaður. ið fullvfst að Áfei velji þenn- an kost, þar sem hann telur það ótrygga aðstöðu að eiga þingmennsku sína undir tveimur flokkum, sem engan veginn er víst að starfi sam- an í næstu kosningum. Vill afhenda íhaldinu forustuna Ekki er að efa að Alþýðu- flokksfólki finnst það fróðlegt að fá fregnir um innri mál Alþýðuflokksins í aðalmál- gagni íhaldsins. Það er ekki síður lærdómsríkt fyrir Alþýðu- flokksmenn að fá órækar sann- anir fyrir því að í þingmanna- liði flokksins er maður sem op- inskátt gengur erinda Sjálf- stæðisflokksins og flytur til- lögur B'jarna Benediktssonar í þingflokki Alþýðuflokksins. Til- laga Áka Jakobssonar um stjórnarslit felur að sjálfsögðu í sér að allri vinstri stefnu í íslenzkum þjóðmálum verði kastað á glæ og í staðinn fái íhaldið forustu í landinu á nýj- an leik. Þótt klíka Áka Jak- obssonar og Stefáns Jóhanns þrái slíka þróun, eru Alþýðu- flokkskjósendur um allt land eflaust annari'ar skoðunar. Fjóra báta rak Framhald af 1. síðu. og var enginn maður um borð í þeim. Einn bátinn Snæfell, rak á land við Norðurgarðinn og náðist hann aftur á flot í gærmorgun. Hina bátana fjóra rak út úr höfninni og upp í fjöru skammt frá Kirkjusandi. Bátarnir voru Erna RE 15, um 100 lestir að stærð, Vaðgeir RE 344 um 60 lestir, og tveir minni bátar: Freyja RE 99 og Unnur. Erna og Freyja lentu í fjör- unni beint framundan þar sem var bátasmíðastöð Landssmiðj- unnar, en Unnur undan Fúlu- tjörn. Fjaran er á þessum slóð- um slétt og sendin og munu bátarnir því -óskemmdir. Vb. Vaðgeir lenti hinsvegar vestar í fjörunni og hefur brotnað þar talsvert á klettum. Fyrsti hluti bókarinnar nefn | ist Bernskuminningar og segir þar frá æskustöðvum höfundar á Vestfjörðum, atvinnuháttum og lífskjörum um síðustu alda- mót. Ennfremur segir hann frá skólagöngu sinni. Þá er kafli um sjómennsku höfundar á róðrarbátum, skútum og togur- um, innlendum og erlendum. Næsti kafli bókarinnar ne.fn- ist Ferðasöguþættir. Hefst hann á Rússlandsför á vegum síldar- útvegsnefndar árið 1936, síðar segir frá fjölmörgum leiðum um Vesturevrópu. Einnig segir nokkuð frá óbyggðareisum höf- undar hér heima á íslandi.. Næstsíðasti kafli bókarinnar heitir I opinberum störfum. Þar segir frá störfum höfundar í sildarútvegsnefnd og fleiri op- inberum störfum, en þó aðal- lega frá nýbyggingarráði og störfum þess, en þar starfaði hann nær frá því nýbyggingar- ráð tók til starfa og þar til stjórn Stefáns Jóhanns, flokks- bróður höfundar, tók við og lagði það niður. Þetta mun vera eitt hið fyrsta, ef ekki hið fyrsta, sem skrifað er frá sögu- legu sjónarmiði um nýsköpun- arstefnuna, en það var einmitt nýbyggingarráð er bar hita og þunga dagsins við þá nýsköpua Óskar Jónsson atvinnulífsins er þjóðin hefur búið að og lifað af til þessa. Margur mun því vilja lesa þess- ar „innanhússupplýsingar“ una störf nýbyggingarráðs. Lokakafli bókarinnar heitir Dularfullir atburðir. Er hana stytztur, aðeins tæpar 12 blað- síður, en dulsagnasafnarar þurfa vitanlega að bæta honuna í safn sitt. Nokltrar myndir prýða bók- ina. Hún er 224 bls., prentuð í Odda. Utgefandi Barðinn. Frá- gangur er góður. Sósíalistar í Reykjavík vinsamlega komið í skrif- stofu Sósíalistafélagsins í Tjarnargötu 20 og greiðið félagsgjöld ykkar. hvað sem vera skal. Til hliðar við hana á myndinni mótar fyrir karlmanni. Þr jár nýjar bækur frá Leiftri Blaðinu hafa borizt 3 nýjar bækur frá Leiftri, þessar: Sagnablöð hin nýju, eftir Jóh. Örn Jónsson; Römm er sú taug, skáldsaga eftir Guðrúnu frá Lundi; Ásdís í Vík, skáldsaga eftir Dagbjörtu Dagsdóttur. Höfundur Sagnablaða hinna nýju er aldraður bóndi norður í Hörgárdal, er lengi hefur skráð hjá sér munnmælasögur, drauma, og sagnir samtíðar- manna. Er þetta efni bókarinn- ar, auk frásagna af mönnum og málefnum á fyrri tið; en fleira mun liann eiga i fórum sínum. Sögumenn hans eru flestir Norðlendingar, úr Eyja- firði og Skagafirði, og virðist bókin flytja drjúgan fróðleik. Hún er 279 blaðsíður á lengd. Saga Guðrúnar frá Lundi, Römm er sú taug, er framhald Tengdadótturinnar sem kom út í fyrra; en ekki sést í fljótu bragði hvort verkinu lýkur með þessu bindi, sem er á 4. hundr- að blaðsíður. Guðrún frá Lundi er víst vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar um þessar mundir; og eru sælir þeir höfundar sem ekki þarf að reka áróður fyrir. Dagbjört Dagsdóttir, sem hef- ur skrifað Ásdísi í Vík, er víst dulnefni; og mætti fréttamaður ekki ljóstra upp nafni höfund- ar, þótt hann vissi það. Sagan er 215 blaðsíður, og á kápu- siðu er mynd sem bendir til að aðalpersónan sé glæsistúlka mikil sem ekki láti bjóða sér

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.