Þjóðviljinn - 11.12.1956, Page 2

Þjóðviljinn - 11.12.1956, Page 2
2) ÁS ÞJÓ'ÐVILJINN —- ÞrLðjudagur 11, desember 1956 ~k - í dag er þriðjudagurmn 11. desetnber. Ðamasns. — 345. dagur ái-sins. — Tungl í hásuðri kl. 19.17. — Árdegisháflæði kl. 11.45. Síðdegisháflæði um miðnætti. Þriðjudagur 11. desember Fastir liðir eins og venjulega. Ki. 18.30 íþrótt.ir (Sigurður Sig- urðsson). 18.50 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 19.10 Þingfréttir. 20.30 Erindi: Sæmundur fróði (Vilhjálmur Þ. Gislason útvarpsstjóri). 21.00 Erindi með tónleikum: Jón Þór- m’insson talar um ungverska tonskáldið Béla Bartók. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magtrússon kand. mag.). 22.10 ,,Þriðjudagsþátturínn“. — Jón- as Jónasson og Haukur Morth- ens hafa stjórn hans með hendi. 23.10 Dagskrárlok. Islandsmót í körfuknatileik Á sunnudaginn var klukkan átta hófst íslandsmót í körfu- knattleik í íþrótahúsinu að Há- logalandi. Við setningarathöfn gengu liðin sem keppa inn á leikvöllinn undir íslenzkum fána og síðan setti forseti ÍSÍ, Bene- dikt G. Waage, mótið með ræðú. Að því búnu hófst keppnin. Úrslit urðu þessi: ÍR vann Ármann, ÍKF vann KR, íþrótta- félag stúdenta vann Gosa. Mótið heldur áfram í kvöld klukkan átta og þá keppa eftir- talin lið: íþróttafélag' stúdenta og ÍFK, Ármann og Gosi, ÍR og KR. Strætisvagnar ganga frá Lækjartorgi að Hálogalandi klukkan 7,35. Ungverskt flótta- fólk hefur viðdvöl hér á landi Tvær bandarískar miliilanda- flugvélar, , fullskipaðar ung- versku flóttafólki, komu við á Keflavíkurflugvelli í síðdegis í gær á leið sinni frá Evrópu vestur um liaf. Þegar flugvél- arnar voru komnar hingað inn yfir land, var Keflavíkurflug- völlur lokaður vegna dimm- viðris og var þá vélunum snúið til Reykjavíkur. Ekki kom þó ■til þess að þær lentu liér á Reykjavíkurflugvelli, því að nægilega rofaði til á Keflavík- urflugvelli til þess að þar væri lendandi. Með flugvélunum munu hafa verið á annað hundrað Ungverjar. Eimskip Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum í gæ'rmörgun áleiðis til Rostokk. Dettifoss átti að fara frá Reykjavík í gærkvöld áleið- is til Hamborgar. Fjallfoss fór frá Hamborg sl. laugardag áleið- is til Reykjavíkur. Goðafoss kom til Riga 7. þm; fer þaðan til Hamborgar og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn sl. laugardag áleiðis til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Reykjavík 2. þm áleiðis til New York. Reykjafoss fór frá Vestmannaeyjum í fyrradag á- leiðis til Hull, Grimsby, Bremen og Hamborgar. Tröllafoss fór frá New York 4. þm áleiðis til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Hull 7. þm álgiðis -ti! Reykjavík- ur. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fór 9. þm frá Norð- firði áleiðis til Finnlands. ÁVfí- arfell er í Piraeus. Jökulfell' fer í dag frá Kotka áleiðis til Akureyrar. Dísarfell átti að fara frá Rostokk í gær áleiðis til Austfjarðahafna. Litlafell losar á Vestf jarðahöfnum. Helgafell er á Akureyri. Hamrafell er í Reykjavík. HEIMSBOKMENNTA- SACA Síðaia bindi heimsbóJcmennta- sögu Kristmanns Guðmundssonar er lcorhiö út. A Fæst hjá bóksölum og umboðsmönnum Sókaútgáfu Menningarsjóðs. Með útkomu þessa bindis er lokið útgáfu fyrstu almennu bókmenntasögunnar, sem út kemur á íslenzka tungu. Rit þetta fjallar um helztu skáld aJlra tíma. Þaö er prýtt fjölda mynda. Verð fyrra bindis: 75 kr. ób., 105 kr. í skinnlíki, 130 kr. í skinnbandi. Verð síðara bindis; 90 kr. ób, 125 kr. í skinnlíki, 155 kr. í skinnbándi. I I I I I Félagsmenn í bókaútgáfu Menningar- sjóðs: Minnizt þess, að þér fáið auka- bækur útgát'- unnar með afsiætti. — Efl- ið yðar eigið bókmenntafélag með því að kaupa Menningar- sjóðsbækur til jólagjafa. Keykvíkingar: Vitjið féiags- bókanna að Hverfisgötu 21: 1 Rókaútgáfa Mennmgarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Ríkisslcip Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Herðubreið er væntan- leg til Reykjavikur í dag frá Austfjörðum. Þyrill er í Reykja- vík. Oddur er á leið frá Vest- fjörðum til Reykjavíkur. Baldur á að fara frá Reykjavík á morg- un til Snæfellsness og Hvamms- fjarðar. Skaftfellingur á að fara frá Reyk.iavík fil Vestmannaeyja í dag. Frétt frá orðuritara „Forseti íslands hefur í dag sæmt Jörgen Bukdahl, rithöf- und, riddarakrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu. Reykjavík, 8. des 1956 — Orðu- ritari“ Jólasöfmin Mæðrastyrksnefndar Jöklar h.f. og starfsfólk kr. 1000. 00. Sonur úr Norðurlandi kr. 100.00. H. Ólafsson & Bernhöft kr. 300.00. Helgi Magnússon & Co kr. 500.00. Starfsfólk hjá H. Magnússyni & Co kr. 300.00. Starfsfólk í útibúi Búnaðarbank- ans kr. 200.00. Garðar Gíslason h.f. kr. 400.00. Bílaiðjan h.f., starfsfólk, kr. 295.00. Starfsfólk Almennra trygginga kr. 360.00. Kexverksmiðjan Esja og starfs- fólk kr. 720.00. A.B, kr. 100.00. Starfsfólk Búnaðárbankans kr. 835.00. Veiðarfæraverzlunin Verðandi kr. 1000.00. Björgvin & Óskar kr. 200.00. Gilly Skúladótt '106, og Bjarni Seljalandí við Laugardaginn 1. desember síð- astliðinn opin- beruðu trúlofun sína ungfrú ir, Langholtsvegi S, Þórarinsson, Seljalandsveg. HJONABAND Síðastliðinn laugarclag voru gef- in saman í hjónaband af séra Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Lilja Guðrún Guðmundsdóttir og Sígurður Jónsson kaupmað- ur. Heimili þeirra er að Kapla- skjóli 5. Orð um Bélca Bcsrtók Kl. 9 í kvöld flytur Jón Þórar- insson „erindi með tónleikum" um ungverska tónskáldið Béla Bartók, og skulum við áðeins vekja athygli á því. Béla Bartók fæddist árið 1881 í bænumf?) Nagyszentmiklos í Ungverjalandi. Hljómiistargáfa hans kom snemma i ljós, og tiu ára að aidri kom hann fram sem píanóleikari og tón- skáld. Hann stundaði tónlist- arnám í Búdapest 1899—1903, en 1907 varð hann kennari i píanóleik við tónlistarskólann þar í borg; og það starf hafði hann á hendi um rösklega 30 ára skeið. Hann var á unga aldri undjr miklum áhrifum af Liszt; en Brahms og Strauss og jafnvel Debussy orkuðu einiiig fast á liann. Um 1905 tók Bartók að fá. á- huga á ungverskum þjóðlög- um, og upp úr því ferðaðist hann um landið þtvert og endilangt og safnaði þeim. Til þess að fá úr því skorið að hve mildu leyti eða að hvaða leyti ungversk þjóðlög' væru sjálfstæð, safnaði hann einnig lögutn í Slóvakíu, Rúm- eníu, Serbiu, Búlgaríu og enn- þá viðar; og hefur hann ritað margt um þá tónlist er hann viðaði þannig að sér. Alls safnaði hann um 6000 ungverskum þjóðlögum, nokkru með vini sínum skáldinu Zoltan Kodaly; kom það á daginn að hann hafði uppgötvað miklu sjálf- stæðari og frumlegri tónlist en menn grunaði almennt að tiL væri í Ungverjalandi. Þótt Bála Bartók hefði aldret gert annað en safna hinum ungversku þjóðlögum, væri það eitt gild ástæða til að minnast hans ævinlega með virðingu í menningarsögunni. En hann var líka mikið tón- skáld, eitt hið mesta á síðari tímum; og' naut tónlist hans að mörgu góðs af þjóðlegri ung'verskri alþýðutónlist, Kunnur tónlistarmaður sagði um hann að hann væri; ef tiL vill lúnn eini, sem tekizt hefði að skapa samræmda heild af frumstæðum og hálistrænum túlkunaraðferðum í tónlist. Béla Bartók hélt til Banda- ríkjanna árið 1940, þar eð and- rúmsloftið í ríki Ilorthys var orðið honum óþolandi. Hann kom þangað sjúkur og með tvær hendur tómar, ■ en skap- aði þó eftir það ýms beztu verk sín. Hann andaðist árið 1945. Hann var mikill pers- ónuleiki. Skrifstofa Vetrarlijálparinnar er í Thorvaldsenstræti 6, húsa- kynnum Rauðakrossins, sími 80785, opin alia virka daga kl, 10—12 árdegis óg 2—6 síðdegis. styðjið Vetrarhjálp- að tón- Styrkið og og' ina. Gjafir til Dvalarheimilisins Gjáfir til Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna hafa borizt frá eftirtöldum: Frú Halldóra Han- sen Þórshöfn við Langanes, til minningar um mann hennar Hans M. Hensen skipstjóra frá Sörvogi í Færeyjum og tvo syni þeirra kr. 1600,00. Frá Jóni Haraldssyni og konu hans vegna vinnings í happdrætti D. A. S. kr. 5000,00. Sveinn Þorkelsson áheit kr. 150,00. Sigurður Björnsson kr. 5000,00. Anton Bjarnason kr. 5760,00. Jón Magnússon Kanada kr. 10000,00. Býst hann við að flytja heim til íslands innan skamms og hefur beðið um vist á Dvalar- heimilinu. Alþýðuhúsið Iðnó kr. 1000,00. Áheit frá NN. kr. 50,00. Jóhanna Eii-íksdóttir Mið- túni 8 vegna vinnings í happ- drætti D. A. S. kr. 1000,00. Árni Sigurjónsson Vestmannaeyjum vegna vinnings í happ- drætti D. A. S. kr. 5000.00. Börn Einars heitins- Þorsteins- sonar fyrrv. skipstjóra kr. 10000,00, er bætist við herberg- isgjöf, er þau gáfu við lát hans. Einnig voru heimilinu gefnir margir góðir munir úr dónarbúi þeirra hjóna, svo sem hæginda- stólar, málverk, bókaskápur og margar ágætis bækur og margt fieira. Allar þessar gjafir og þær óskir, sem þeim fylgja, sýna ljóslega áhuga og velvilja til þessa málefnis hjá fólki hvaðanæva af landinu og' einnig hjö löndum erlendis. AHir óska að heimilið verði sem fyrst full- búið og getí tekið við þeim mörgu, sem eftir því biða. Við sem stöndum fyrir þessum framkvæmdum, vonum að þess- ar heillaóskir rætíst sem fyrst og munum gera allt til þess að heimilið verði opnað í náinni framtíð. Svo þökkum við öllutn gefendum góðar gjafir og' all- an hlýhug til heimilisins. — F.h. Dvalarheimilisins — Þorvarður Bjömsson. DAGSKRÁ Alþingis þriðjudaginn 11. des. kl. 1.30 Efrideild: 1. Tollskrá o.fl., frumvarp. Frh, 2. umræðu. 2. Eignarskattsviðauki, frv. 2. umræða. 3. Eftirlit með skipum, frv. 2. umræða. 4. Skipakaup o.fl., írv. Fram- hald 2. umræðu. 5. Verðlag og' kaupgjald, frum- varp. 2. umræða. 6. Kosningar til Alþingis, frv. 3. umræða. Neðri deild: 1. Bifreiðaskattur ó.fl., frum- varp. 1. umræða. 2. Vöruhappdrætti fyrir Sam- band íslenzkra berklasjúk- linga, frv. 1. umræða. 3. Afnot íbúðarhúsa, frv. 2. urnr. 4. Orlof, frv. 2. umræða. Garðs apótek er opið daglega frá kl. 9 árdegis til kl. 20 síðdegis, nema á laug- ardögum lcl. 9—16 og sunnu- dögum kl. 13—16. Málverkasýning' Ragnars Lárussonar í Listvina- salnum við Freyjugötu er opin daglega kl. 10—22. Sýningin hefur verið allvel sótt, og skemmtilegar myndir hins unga málara hafa vakið athygli. Sýn- ingirt er opin til næstu helgar. V0 !R tmi Næturvarála er í íngólfsapóteki í Fiseher- sundi, sfmi 1330.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.