Þjóðviljinn - 11.12.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.12.1956, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Það eru rangar hugmyndir, sem hœstvirtur utanrikirráð- herra hefur gert sér um á- standið í veröldinni. Það er ekki rétt metið hjá honum, þegar hann lagði höfuð- áherzlu á, að það væri svo al- varlegt ástand í veröldinni, svo mikil stríðshætta, að þess vegna væri rétt að breyta um frá því sem ákveðið var í vor og fresta af þeim orsökum framkvæmd á samþykkt Al- þingis frá 28. marz. Hvernig sem menn annars líta á það, sem gerzt hefur í veröldinni á hinum síðustu mánuðum, þá mun vart nokkur maður verða til þess að álíta, að t. d. Var- sjárbandalagið sé sterkara í dag eða færara til árása, ef menn ætluðu því slíkt, heldur en það hafi verið 28. marz. Flestir munu líta svo á, að það muni vera veikara. Og ef við ætlum að athuga hins vegar Atlantshafsbandalagið, sem við erum í og ættum að spyrja ná- grannaþjóðir okkar, Breta og Frakka og þeirra ríkisstjómir til ráða, þá á ég a. m. k. bágt með að skilja það, að brezka ríkisstjórnin og franska ríkis- stjómin hafi álitið það, þegar þær réðust á Egyptaland, að yfirvofandi væri hætta á árás á Vestur-Evrópu að austan. Eg á þess vegna bágt með að trúa því, að þeir menn, sem þama fjalla fyrst og fremst um og ættu ,að fylgjast einna bezt með að trúa því, að þeir menn, sem þama fjalla fyrst og fremst um og ættu að fylgjast einna bezt með, a. m. k. af hálfu þeirra, sem stjórna í Atlantshafsbandalaginu, gangi út frá því, að það sé yfirleitt meiri hætta, þó að kaldar blási í heiminum heldur en í vor. Eg veit ekki betur en meira að segja sjálfur yfirhershöfð- ingi Atlantshafsbandalagsins, Laurits Norstadt, hafi fyrir nokkrum dögum látið hafa það eftir sér, að hann teldi, að það væri litil hætta á, að til styrjaldar kæmi, og utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hafi lýst því yfir, þegar hann kom af fundi Eisenhowers forseta, að friðarhorfur væru nú góðar. Ef við viljum reyna að fá stuðning einhverra annarra um okkar mál, fram yfir okkar eigin skynsemi, þá má kalla til vitnis ýmsa menn, sem þeir sem hlynntir eru Atlantshafs- bandalaginu, telja mæta, um að ekki sé meira hættuástand í veröldinni nú en það, að ef við ættum að taka það gilt til að fresta framkvæmd áætl- unarinnar frá 28. marz, þá muni lengi mega leita að for- sendu til að fresta. Eða hvort var ekki stríð í Alsír í vor, 28. marz, þegar Alþingi ákvað, að það væru góðar friðarhorfur í heiminum. Meira að segja var það eitt Atlantshafsríki, sem í stríði átti. Það voru fleiri ríki en við, sem tóku svipaðar ákvarðanir í vor: að reyna að losa sig við herstöðvar. Annað eyríki all- langt frá okkur, en þó held ég nær þeim hluta jarðar, sem ut- anríkisráðherra taldi hættuna mesta í, sem sé nær Súez- skurðinum, Ceylon, sagði líka upp samningum í vor og vildi losa sig við brezkar herstöðv- ar. Og ég veit ekki betur en forsætisráðherra Ceylons sitji nú þessa dagana á fundi í London til þess að ganga frá samningum við Bretastjóm um að losna við herstöðv-ar og að það sé talið öruggt, að þeir Ceylonbúar, samkv. ályktun þjóðarþings síns og rikisstj., losni við herstöðvar þar. Þessi forsætisráðherra Ceylon kveðst að vísu reiðubúinn til þess að lofa brezkum skipum að koma þar í höfn til þess að taka kol og annað slíkt á friðartímum, en á ófriðartimum vilja þeir ekki iáta þau koma nokkurs staða.r nærri. Þær hugmyndir, sem utan- rikirráðherra gerir hér að íor- sendum sínum fyrir þvi, að hann álítur rétt að fresta framkvæmd ályktunarinnar frá í vor, eru rangar. Hins vegar vil ég taka það fram, að það er skoðun, sem ég hef oftar látið hér í Ijós, að þó að stríðshætta væri meiri nú í veröldinni en hún var i vor, þá álit ég einnig rangt að hafa hér her eða herstöðvar, og ég vil að það sé munað i öllum þeim umræð- um, sem fram fara um þessa liluti, að svo illt sem það er að hafa her og herstöðvar á fslandi á friðartímum, þá er það ennþá verra á stríðstím- um. Það er hætta af þeim her- stöðvum sem hér starfa, margs konar hætta fyrir þjóðerni okkar og efnahag og annað slikt- á friðartimum, en það er tortimingarhætta fyrir þjóðiua af þeim á styrjaldartímum. Við skulum alveg gera okkur það ljóst að þjóðir eins og Bandaríkin fara ekki fram á herstöðvar hér á íslandi vegna okkar íslendinga, heldur vegna sjálfra sín. Herstöðvar á ís- landí' eru aðeins útvörður fyrir Bandaríkin, en ekki varnar- stöðvar fyrir ísland. Herstöðv- ar og her á íslandi er ekki til þess að verja ísland, heldur til þess, að Bandarikin og þeirra þjóð geti orðið fyrr við- búin, ef til striðs kemur. Yfir íslandi vofir tortíming- arhætta af þeim herstöðvum, sem hér eru; slæm á friðar- tímum. verri á stríðstímum. Og við skulum alveg gera okk- ur það ljóst, að við erum eins og hver annar skjöldur, sem brugðið er fyrir Bandaríkin og sem þess vegna tekur fyrst og fremst á móti því höggi, sem greitt yrði. Eg hef sagt það hér áður, og ég skal segja það enn, að það álít ég beztu varnarráðstöfun okkar, ef til styrjaldar væri að koma, að sprengja herstöðvarnar allar saman upp, þannig að land okkar væri sem minnst eft- irsóknarvert fyrir nokkra styrjaldarþjóð — og helzt að það væri hvergi hægt að lenda hér flugvélum. En það er ekki út frá umhyggju um það, hver eða hverjir myndu sigra í því stríði, heldur út frá því, að þaft yrði þá reynt að forða einhverjum íslendingum lif- andi ef til slíkrar styrjaldar kæmi. Og ég' held að það sé nóg verkefni íslenzkra stjórn- málamanna á hverjum tima þegar hætta vofir yfir, að til styrjaldar komi í heiminum, að hugsa um að eitthvert fólk verði eftir lifandi í þessu landi, þegar því striði væri lökið, heldúr er hitt að vera að leggja fram'sinn skerf til þess, hvor muni standa betur að vígi í slíkum hildarleik. . Við skulum horfast í augu við þá hluti af alvöru þeirra sem þekkja það, hvað þáð er að standa í stríði og lifa í borgum sem sprengjuregn dyn- ur yfir, en ekki af gáleysi þeirra sem hvergi hafa komið nærri nema kannski til að græða á stríði. Eg held, að það hefði meira að segja, eins og nú standa sakir, verið full ástæða til fyrir utanríkisráðherra að bæta því við ályktunina frá i vor, að það mætti endur- skoða Atlantshafssamninginn. Eg veit, að þeir þingmenn, sem samþykktu þennan samning, muna nokkurn veginn, hvemig hann byrjar. 1. gr. hans hljóðar svo: „Að- ilar takast á hendur, svo sem segir í sáttmála hinna Sam- einuðu þjóða, að leysa hvers- konar mUliríkjadeilumál, sem þeir kunna að lenda í, á frið- samlegan hátt, þannig að al- þjóðafriði, öryggi og réttlæti sé ekki stofnað í hættu og að beita ekki hótunum né valdi í milliríkjaviðskiptum á nokk- urn þann hátt, sem ósamrým- anlegur er markmiðum Sam- einuðu þjóðanna“. Þetta er fyrsta greinin í Atlantshafssáttmálanum og megingrein hans, og það var víst þessi grein, sem tvö af fylgiríkjum Atlantshafssamn- ingsins voru að framkvæma, þegar þau réðust á Egyptaland. Það hefði verið ástæða til þess að taka þennan samning til endurskoðunar, þegar það var sýnt, hvað á bak við bjó, eftir allar þær fullyrðingar, sem hér hafa verið þuldar yfir okkur um það, að Atlantshafs- bandalagið væri ekki árásar- bandalag. Hins vegar ætla ég ekki að fara út í þessa sálma. Við höf- um svo oft deilt um það, að þess er ekki þörf og ekki bein ástæða í sambandi við það, sem hér liggur fyrir. Hitt vil ég aðeins taka fram að ég tel það rangar hugmyndir, sem utanríkisráðherra hefur gert sér um ástandið í veröldinni sem stendur og sem liggja til grundvallar fyrir frestuninni sem forsenda frá hans hálfu. Hins vegar er það rétt, að þeg- ar slíkar hugmyndir sem þess- ar eru ekki aðeins hjá honum heldur einnig, býst ég við, hjá ráðherrum Framsóknarflokks- ins, þá er óheppilegrur tími til aó ætla að knýja fram end- urskoðim á samningnum á meðan, og þess vegna á- lít ég að það hafi verið al- gerlega rétt af ráðherrum Al- þýðubandalagsins að fallast á að fresta um nokkra mánuði því að ’ endurskoðun hæfist, einmitt með tilliti til þessara innri aðstæðna, með tilliti tij þessa huglæga ástands hjá meiri hluta ríkisstjórnarinnar. Eg þykist að \úsu vita, að stjómarandstaðan hefði gjarn- an kosið það, að einmitt við slíkar aðstæður færi endur- skoðun fram. En slíkt hefði að mínu áliti ekki aðeins verið óheppilegt, heldur beinlínis háskalegt. Það gat þýtt, að ým- islegt hefði ef til vill tapazt af því, sem nú vinnst þó. Eg er því fyllilega sammála, að það er rétt með tillitj til þessara innri aðstæðna, að fresta um nokkra mánuði að hefja endur- skoðunina, en hinsvegar viður- kenni ég ekki þær forsendur, sem ut.anríkisráðherra færði fram af sinni hálfu fyrir þsirri frestun. Síðan ræddi Einar m. a. myndun hinnar nýju „fasta- nefndar" og mótmælti skipan hennar,, en lauk máli sínu með þessum orðum: Það er ekkert ánægjulegt, þó að við álitum það rétt sem stendur, út frá öðrum for- sendum en okkar samherjar, að fresta um nokkra mánuði fram- kvæmd þeirrar samþykktar, sem Alþingi gerði í vor. En við gerum það til þess að tryggja þjóð okkar réttinn til þess að knýja þessa endur- skoðun fram, knýja það fram, að samþykktin frá 28. marz verði að fullu í gildi og 18 mánaða tíminn, sem samning- urinn frá 1851 ákveður uin, hefjist. Það er á valdi þjóðar- innar og allra þeirra samtaka hjá henni, sem áhuga hafa fyrir þessum málum, að knýja þetta fram. Alþýðusambands- þing hefur þegar samþykkt fyrir sitt leyti ákveðna og djarfa. áskorun í því efni, og ég efast ekki um, að meirihluti Alþingis muni á sínum tíma standa einhuga um að fram- fylgja þeirri ályktun, þó frestur sé á henni ger nú. Hitt skulum við svo jafnan hafa í huga. hver hætta er á ferð- um. Það hlakkar bókstaflega í Sjálfstæðisflokknum, ef liann heldur, að það sé liægt að framlengja hernámið á Islandi. Það er alveg eins og honum finnist sérstök ánægja að því. Og ég efast ekki um, að öllum áróðri hans mikla blaðakosts muni verða beitt að því að í'eyma að skapa það álit hjá þjóðinni, að hernáms sé þörf. Á móti þessu er það sem þjóð- in þarf að vinna. Við þurfum að halda áfram á þeirri braut, sem Alþingi fór inn ó 28. marz og þótt ég hafi deilt á ýmis- legt í þessum orðsendingum þá gleður það mig að það er hvergi hopað frá þeim og að engu leyti ógiltar þær ákvarð- anir sem þar voru teknar og ég hef þá trú á þeirri þjóð, sem komið hefur í veg fyrir það, að við stæðum nú með herstöðvar hér til 99 ára, að hún muni Hka bera gæfu til þess að losa okkur við þess- ar herstöðvar, sem við burð- umst hér með. | Nauðungaruppboð j | sem auglýst var í 90., 92. og 93. tbl. Lögbirtingablaðs- j I ins 1956, á hluta í Barmahlíð 32, hér í hænum, efri hæð j j og hluta af rishæð m.m., eign Ólafs Ólafssonar, fer ; | fram eftir kröfu Magnúsar Árnasonar hdl. og Guð- [ | mundar Péturssonar hdl., á eigninni sjálfri laugardag- j j inn 15. desember 1956, kl. 2 síðdegis. ■ Borgarfógetinn í Reykjavík ■ Hffittd á ferdum Kaflar úr ræðu Einars Olgeirssonar um frestun á endurskoðun heritámssamningsins Einar Olgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.