Þjóðviljinn - 05.01.1957, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. janúar 1957
ÞióÐViumH
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Einasta hálmstráið
■ffhaldið er nú í slíkri aðstöðu
eftir aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar í efnahagsmálunum að
það á ekki margra kostá völ.
1 samráði við stéttarsamtök
verkamanna og bænda hefur
ríkisstjórnin leyst þann vanda
sem að útflutningsframleiðsl-
unni steðjaði eftir öngþveitis-
tímabil íhaldsins. Hafa þessi
fjölmennustu samtök vinnu-
stéttanna aldrei fyrr verið
kvödd til ráða þegar leysa
hefur þurft slík vandkvæði.
Hér hefur því orðið gagnger
foreyting á sambúðarháttum
ríkisstjórnar og vinnustétta
með hinum æskilegasta ár-
angri fyrir þjóðarheildina: Ó-
hindruð framleiðslustarfsemi
er tryggð í stað stöðvunarinn-
ar og tjónsins sem vinhuað-
ferðir íhaidsins hafa leitt yfir
sjávarútveginn við mörg und-
angengin áramót.
¥jessu er nú veitt athygli um
allt land og hlutur íhalds-
ins er svo vesall og lítilmann-
legur sem hugsazt getur. Þjóð-
in hefur enn einu sinni orðið
vitni að ábyrgðarleysi þess,
lýðskrumi og yfirdrepsskap.
Forkólfar íhaldsins neituðu að
skýra 'frá „úrræðum" sínum í
vandamálum framleiðslunnar
en snerust öndverðir gegn að-
gerðum ríkisstjórnarinnar og
meirihluta alþingis. Þeir stóðu
uppi sem úrræðalausir og á-
byrgðarlausir gasprarar án
þess að gera minnstu tilraun
til að benda sjálfir á leiðir til
lar.snar á vandamálunum. Þó
veit öil þjóðin að það sem
íhaldsforingjana dreymdi um
var ný gengislækkun og bann
við kauphækkunum. Þá skorti
aðeins kjark til að kynna ai-
.menningi þessi „bjargráð" sín
,en sízt af öllu vilja til að
veita afleiðingum óstjórnar
sinnar yfir á herðar vinnandi
fólks í nýrri og stórkostlegri
kjaraskerðingu en nokkru
sinni áður.
¥»essi afstaða hefur sett íhald-
” ið í þann vanda að það
á ekki neínna góðra kosta völ
í útskýringum á frammistöðu
sinni. Otvegsmenn og sjómenn
og raunar öll þjóðin hafa
kveðið upp þunga dóma yfir
þeirri ábyrgðarlausu fram-
komu sem íhaldið sýndi á Al-
þingi þegar málin voru rædd
þar og þeim ráðið til lykta.
Árangurinn af föstum tökum
ríkisstjórnarinnar og stétta-
samtakanna liggur líka ljós
fyrir öllum almenningi. I
fyrstá skipti í mörg ár getur
öll framleiðslustarfsemin haf-
izt við áramót af fullum
krafti. Aðgerðir ríkisstjómar-
innar tryggja blómlegt at-
vinnulíf og bjarga miklum
verðmætum fyrir þjóðarbúið,
sem á undanfömum ámm hafa
farið í súginn fyrir óstjórn og
handvömm íhaldsins.
einu raddarinnar úr stjómar-
flokkunum sem lagt hefur því
lið í áróðrinum gegn ráðstöf-
unum ríkisstjórnarinnar. Áki
Jakobsson gat ekki stillt sig
um það við afgreiðsluna á
efnahagsmálafmmvarpi rikis-
stjórnarinnar í neðri deild að
taka í „fyrirvara" undir mál-
flutning íhaldsins og votta
því þannig í annað sinn á
stuttum tíma tiltrú sína og
hollustu. Þessi afstaða Áka er
nú orðin einasta hálmstrá í-
haldsins eins og sjá má af
Morgunblaðinu í gær þar sem
hún er gerð að uppistöðu í
fomstugrein og farið mörgum
og f jálglegum viðurkenningar-
orðum um „samvizku" Áka,
„þekkingu" og „sannleiksást".
jF^essi tilraun íhaldsins til að
rétta hlut sinn eftir ófar-
ir þess og augljóst ábyrgðar-
leysi hrekkur skammt þegar
allar aðstæður em nánar skoð-
aðar. Áki Jakobsson hefur
fyrir skömmu gert það lýðum
ljóst að hann á það áhugamál
sameiginlegt með íhaldinu að
fella núverandi rikisstjóm og
lyfta forkólfum auðmanna-
stéttarinnar aftur í valdastóla.
Þessi pólitíski lukkuriddari og
farandmaður skýrði Morgun-
blaðinu frá því I viðtali fyrir
nokkmm vikum að hann hefði
lagt það til í flokki sínum að
stjórnarsamstarfinu yrði
sundrað og íhaldinu þannig
greidd leiðin til valda á ný.
Þessi framkoma Áka sýnir
svo ljóst sem verða má að
milli hans og íhaldsins liggja
traustir leyniþræðir og því
ekki að undra að hann reyndi
að hefna ófara sinna og getu-
leysis í sundmngarstarfinu
með því að vitna með sam-
herjum sínum við afgreiðslu á
samkomulagi ríkisstjómarinn-
ar og stéttasamtakanna á Al-
ain.
'17n þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst, hugsar íhald-
ið og gerist þá hlýtt í ginni til ins.
I»að hefur því engan hval
* rekið á fjömr íhaldsins
þótt Morgunblaðið geti vitnað
í þennan hrjáða þjáningar-
bróður. Hann hafði áður sýnt
að hann stendur við dyragætt
íhaldsins og er reiðubúinn að
ganga inn þegar henta þykir
fyrir báða. Áka Jakobssyni
þykir ekki sigurstranglegt að
eiga pólitíska tilvera sína und-
ir völtu samstarfi tveggja
flokka. Hann notar því hvert
tækifæri til að tjá íhaldinu
hollustu og sýna því að hann
er reiðubúinn til að setjast í
sæti hins fallna íhaldsfram-
bjóðanda á Siglufirði. Vitnis-
burður slíks manns er sízt til
þess fallinn að rétta hallan
hlut íhaldsins. Hann er að-
eins veikburða hálmstrá sem
gripið er til þegar allt annað
hefur bmgðizt og engin fram-
bærileg rök finnast til að
skýra uppgjöf íhaldsins og al-
gert ábyrgðarleysi þess í við-
horfum til mestu vandamála
framleiðslunnar og þjóðfélags-
Herra forsætisráðherra!
Svo sem alþjóð er kimnugt
flutti Ásgeir Ásgeirsson, for-
seti Islands, útvarpsræðu til
þjóðarinnar á nýársdag, Ræð-
an hefur einnig verið birt í
mörgum blöðum, þar á með-
al í aðalmálgagni yðar, dag-
blaðinu Tímanum, í dag.
Þó að sumt í þessari ræðu
sé allvel mælt og annað e.t.v.
meinlaust, þá er aðalefnið og
gmnntónninn þannig að eigi
verður hjá því komizt að gera
hana að umtalsefni opinber-
lega, og þá jafnframt að beina
til yðar, herra forsætisráð-
herra, nokkmm fyrirspurnum
í sambandi við ræðuna.
Þessi áramótaræða hefur án
alls efa valdið mikilli undran
hér innanlands. Hún hefur
einnig skapað réttihæta
gremju. Ekki vegna þess að
neinn byggist við því að nú-
verandi forseti væri allt í einu
orðinn óskeikull, né af hinu
að sú krafa yrði með réttu
til hans gerð að hann væri
orðinn frjálslyndur umbóta-
maður eða stuðningsmaður
núverandi stjómarstefnu. Við
slíku mun enginn maður hafa
hvíli á ráðimeytinu. Og þó að
áramótaræða forsetans sé
ekki talin upp beinlínis á með-
al þeirra skylduverka sem
honum em falin í stjórnar-
skránni, er tvímælalaust vel
viðeigandi að slíkt ávarp sé
flutt árlega, enda hefur um
þetta skapazt allföst venja.
Er t.d. enginn vafi á því að
fyrirrennari Ásgeirs Ásgeirs-
sonar í embætti forseta (og
rikisstjóri sem staðgengill
konungs) gerði sér mikið far
að gæta fyllstu háttvisi í
þessu efni og mun hafa haft
fullt samráð við ráðuneytið
um efni og orðaval í nýárs-
ræðum sínum. En þar sem
flutningur nýársboðskapar til
þjóðarinnar hefur frá önd-
verðu verið eitt af helztu
embættisverkum forseta ís-
lands er einsætt að sú at-
höfn sé í einu og öllu látin
lúta sömu lögmálum og önn-
ur störf hans. Má í því efni,
ef vafi léki á, hafa hliðsjón
af þeim reglum sem gilda í
öðmm löndum um athafnir
tilsvarandi embættismanna.
En hafa verður þó í huga
yfirleitt að vald forseta Is-
Þorvaldur Þórarinsson, lögíræðíngur:
Aramótaboðskapur
forseta íslands
Opið bréf til Herraanns Jónassonar,
forsætisráðherra
búizt. Hinsvegar vita allir að
embætti forseta íslands er
með þeim hætti, að honum
er ekki fengið vald til þess
að ganga opinberlega í ber-
högg við yfirlýsta stefnu þess
ráðuneytis sem að réttum
lögum fer með völd í land-
inu. En það gerði forsetinn
vissulega að þessu sinni, fyrst
og fremst með því að gera
beint og óbeint tortryggilega
þá meginstefnu ráðuneytis
yðar að létta erlendu hernámi
af þjóðinni á friðartímum.
Hætt er við að ræða þessi
kunni að hafa ennþá óheppi-
legri áhrif erlendis, því að
hún hlýtur sumart að verða
túlkuð sem vottur um upp-
gjöf og undirlægjuhátt gagn-
vart þeim þjóðum sem hafa
undanfarin ár beitt okkur
yfirgangi og rangsleitni, og
við höfum smám saman verið
að manna okkur upp í að
rísa gegn. En á hinn bóginn
verður ekki komizt hjá því
að lesa út úr ræðunni beina
ögrun og svigurmæli í garð
þjóða sem hafa jafnan látið
okkur ná réttum lögum í
hverju máli og gert við okk-
ur alla samninga á jafnrétt-
isgmndvelli í hvívetna. Loks
má gera ráð fyrir að hin
hljóðbæra þögn ræðunnar um
hinar norrænu bræðraþjóðir
muni vekja hvað mesta at-
hygli erlendis.
Nú em lögkjör forseta ís-
lands svo sem kunnugt er
með þeim hætti að menn
hljóta að telja að öll ábyrgð
á orðum hans og verkum sem
framin em í embættisnafni
lands er nú mun minna sam-
kv. stjómarskrá islenzka lýð-
veldisins 17. júní 1944 heldur
en vald konungs samkv.
stjómarskrá konungsrikisins
Islands 18. maí 1920. Enn-
fremur mun vera heppilegast
að líta svo á að upptalning
stjómarskrárinnar á verk-
efum forsetans sé tæmandi, en
fái hann hingsvegar í reynd
önnur verkefni sem ekki era
ákveðin og bundin með
stjómarskrá eða sérstökum
lögum, þá fari um þau sem
aðrar stjómarathafnir for-
seta, að ráðuneytið beri á-
byrgðina, enda er forseti á-
byrgðarlaus á stjómarathöfn-
um samkv. 11. gr. stjórnar-
skrárinnar. Rétt er að benda
á að eina verk sem forseta
er heimilað án atbeina ráð-
herra er veiting fálkaorðunn-
ar, sbr. forsetabréf nr. 42, 11.
júlí 1944. Þó styðst forseti
þar stundum við nefnd manna.
Þetta er eina undantekningin.
Má einnig segja að hætt sé
að skipta máli fyrir löngu
hvar fálkaorðan kemur niður,
enda eins og nú er komið
eðlilegast að kylfa ráði kasti.
Hinsvegar er áramótaboðskap-
ur þjóðhöfðingjans í raun og
sannleika stórpólitískt mál.
Um það geta ekki verið skipt-
ar skoðanir.
n.
Ekki var ætlun mín að gera
á þessu stigi efnislegar at-
hugasemdir við nýársræðu
forsetans umfram það að mót-
mæla þeim grunntón hennar
og bersýnilegum megintil-
gangi að rétt sé eða nauð-
synlegt að tjóðra Island um
ófyrirsjáanlegan tíma við þau
árásarsinnuðu herveldi sem
flekuðu þjóðina af braut
hefðbundins ævarandi hlut-
ieysis með tilstyrk nokícurra
misviturra og miðlungi þjóð-
legra stjómmálamanna.
Ég tel með öllu fráleitt að
forseti Islands rísi í orði eða
verki gegn skýlausum vilja
meirihluta alþingiskjósenda.
Niðurstaða kosninganna s.l.
sumar sýndi ótvírætt að
meirihluti íslendinga vildi að
hér yrði ekki herseta á frið-
■ artímum, hvað sem liði á-
greiningi um annað. Sami
kjósendahópur ætlaðist bein-
línis til þess að íslenzkt vinnu-
afl, íslenzkt hugvit og fram-
tak, væri fyrst og fremst not-
að til eflingar atvinnuvegum
okkar sjálfra og til nýrra úr-
ræða og nýrra framfara. Sóun
auðs og vinnuafls í þágu út-
lends herliðs samrímist ekki
þessu sjónarmiði. Menning
okkar þolir ekki til lengdar
erlenda hersetu. Því síður það
herám hugans og þjóðlegs
metnaðar sem forsetinn virð-
ist vera að boða hvað ein-
dregnast í ræðu sinni. Á
grundvelli þess þjóðarvilja
sem kosningamar sýndu var
núverandi ríkisstjórn mynduð.
I sambandi við það vil ég láta
í Ijós undmn mína á orðalagi
forsetans, þar sem hann tal-
ar um stjómarskiptin s.I.
sumar: „Úr þjóðlífinu minn-
umst vér allmikilla átaka,
kosninga óg stjórnarskipta,
sem jafnan orka tvímælis á
líðandi stund“. Voru nokkrir
stjómskipulegir meinbugir á
myndun þessa ráðuneytis yð-
ar, herra forsætisráðherra ?
Getur orkað tvímælis að virða
beri þjóðarviljann í þingræð-
islandi ? Stuðningsmenn núver-
andi ríkisstjórnar • ætlast á-
reiðanlega ekki til þess að
æðsti embættismaður landsins
sé að gera lítið úr viðleitni
þeirra eða sýna henni óvirð-
ingu í áramótaboðskap sínum
til þjóðarinnar og umheimsins.
III.
Án efa má deila lengi um
það hvaða málaflokkum eða
einstökum málum beri að gera
skil í áramótaboðskap þjóð-
höfðingja og á hvem hátt,
enda verkið einmitt þessvegna.
jafnan falið nefnd mknna.
Hinsvegar er auðvitað kostur
að þjóðhöfðingi sé þeirri gáfu
gæddur að færa boðskap sinn
í letur af smekkvísi og með
virðulegum hætti. Núverandi
forseti hefur við allmörg tæki-
færi flutt ávörp og ræður sem
hafa verið þjóðinni allri og
honum persónulega til mik-
illar sæmdar. Einmitt þess-
vegna er réttmætt að gera til
hans fyllstu kröfur, enda
frýr honum enginn vits.
Áramótaboðskapur þjóð-
höfðingja hlýtur af eðlilegum
ástæðum að skiptast í tvo
meginþætti, í fyrsta lagi eins-
konar a.nnál liðins árs og
mat á aðgerðum þjóðar og
stjórnarvalda, í öðm lagi um-
ræður um þau verkefni sem
bíða komandi árs, viðleitni
þjóðarinnar, vonir og getu. 1
þriðja. lagi er eðlilegt að for-
setinn minnist á ýmis önnur
atriði, menn og málefni, sem
með sérstökum hætti snerta
í
Framhald á 8. síðu.