Þjóðviljinn - 05.01.1957, Blaðsíða 10
2
I
Litið til baka
Nú árið er liðið í ald-
anna skaut og við skrif-
um ártalið 1957. Ef við
lítum til baka er margs
að minnast úr sögu þjóð-
arinnar. Við skulum nú
aðeins renna huganum
90 til 100 ár aftur í tím-
ann og stikla á tugunum.
Fyrir 10 árum, árið
1947, skeði sá náttúru-
viðburður, að Hekla tók
að gjósa eftir 102 ára
hvíld. — Það ár lézt
K'ristján X. Danakonung-
ur, en hann var hinn
síðasti konungur fslend-
inga.
Fyrir 20 árum, árið
1937, gerðust þau merk-
istiðindi, að rafmagns-
straumi frá Sogsvirkjun-
inni var í fyrsta sinn
Hesturinn ber
ekki það sem
ég ber
Það var fyrir löngu að
bóndi nokkur fór ríðandi
i kaupstaðinn. Þar keypti
hann talsvert af ýmis-
konar varningi og batt
saman í bagga. Kom
hann böggunum fyrir
aftan sig á hestinum, en
batt auk þess stóran
poka á bak sér. Við-
stöddum þótti karl leggja
nokkuð mikið á klárinn
og sögðu að hann níddist
á fararskjótanum. En
karli varð ekki svara-
fátt.
,,Hesturinn ber ekki
það, sem ég ber,“ sagði
hann og hélt bíspertur
úr hlaði.
hleypt á rafmagnskerfi
Reykjavíkur. Sogsstöðin
var þar með tekin til
starfa.
Fyrir 30 árum, árið
1927, var hin mikla
Flóaáveita tekin i notkun
og vatninu úr Hvítá
fyrst hleypt á engjalönd
Flóamanna. — Það ár
synti sundgarpurinn Er-
lingur Pálsson Grettis-
sundið svokallaða, úr
Drangey til lands.
Fyrir 40 árum, árið
1917, var skuggi hinnar
fyrri heimsstyrjaldar yf-
ir fslandi með stórhætt-
um fyrir siglingar lands-
manna. — Það ár var
höfuðskáldi Vestur-ís-
lendinga, Stephani G.
Stephanssyni boðið til ís-
lands.
Fyrir 50 árum, árið
1907, kom til landsins
fyrsti togarinn, sem ís-
lendingar létu smíða.
Hann hlaut nafnið Jón
forseti. — Það ár kom
Friðrik konungur VIII. í
heimsókn til fslands.
Fyrir 60 árum, árið
1897, komu út fyrstu
Loftvogin féll
ekki
Faðirinn segir við
Nonna 8 ára: Farðu inn
í stofu, Nonni minn, og
gáðu að, hvort loftvogin
hefur fallið.
Nonni (fer inn, en
kemur að vörmu spori):
Nei, pabbi, hún hangir á
veggnum eins og vana-
lega.
bækur þjóðskáldanna
Þorsteins Erlingssonar og
Einars Benediktssonar:
Þyrnar Þorsteins, og Sög-
ur og kvæði Einars.
Fyrir 70 árum, árið
1887, fóru fram einhverj-
ir mestu mannflutningar
frá íslandi til Ameríku.
Það ár fluttust um 2000
íslendingar af landi
brott.
Skoðanakönn-
unin
Höfundar dægurlaga og
laga.
Skoðanakönnunin um
höfunda dægurljóða og
dægurlaga stendur til 15.
janúar. Þátttaka hefur
verið heldur dræm til
þessa. Þó hafa nokkur
bréf um þetta borizt.
Þeir sem ætla að láta í
ijós skoðun sina í þess-
um efnum, sendi því iín-
ui sem fyrst. Tilnefna
rná 3 dægurlagahöfunda
og 3 dægurljóðahöfunda.
Málshættir
Ekki er ráð nema í
tíma sé tekið.
Mikið skal til mikils
vinna.
Sannleikurinn er sagna
beztur.
Syngur hver með sínu
nefi.
Mannfjöldi í nokkrum
bæjum, — Samanburður
1907 og 1955.
1907 1955
Reykjavík 10318 63856
Akureyri 1748 8108
ísaf jörður 1620 2675
Hafnarfj. 1351 5948
Akranes 783 3293
Vestmannaey. 711 4113
Enn af Berufjarðarströnd
Hvernig er
skriftin?
Við höfum birt tals-
vert efni frá Berufjarð-
arströndinni, svo sem
lesendur kannast við. |
Hefur af þessu orðið
hin bezta skemmtun og
margir orðið þátttakend-
ur, t.d. botnað vísur og
lagt orð i belg. Sending-
arnar höfum við fengið
frá Addý og afa hennar
á Beruf jarðarströnd. Nú
höfum við fyrir nokkru
fengið bréf frá annarri
stúlku en Addý á Beru-
f jarðarströndinni, svo að
nú kemur nýtt innlegg.
En bréfið er svona:
„Kæra Óskastund.
Það liggur nú svo í
máli, að önnur stúlka
hér á heimilinu er búin
að iýsa umhverfinu, svo
Heitstrenging
Framhald af 1. síðu.
liðu frá því hann lagðist
til sundsins, þar til hann
hafði fast land undir fót-
um. Var fremur kalt i
sjónum. Þótti afrek þetta
hið frækilegasta. — Er
enginn vafi á því, að
Lárus hafði mikil áhrif
á eflingu sundíþróttar-
innar með afreki sínu og
starfi sem sundkennari.
Lárus Rist er nú nálega
78 ára. Hann logar enn
af áhuga fyrir ýmsum
þeim málum, sem hann
hreifst af á yngri árum.
Hann hefur gefið æsku
landsins gott fordæmi.
— Hver eru heit ykkar
til dáða og drengskapar,
kæru Iesendur?
að ég sé ekki ástæðu til
að fara að skrifa um
sama efni.
Mig langar til að biðja
þig um að birta fyrir
mig vísuhelming og biðja
lesendur þína um að
botna hann. Vísuhelm-
ingurinn er svona:
Búlandstindur býsna fagur
Berufjarðar prýðir sveit.
Ég ætla að skrifa mig
undir dulnefninu „Gili-
trutt".
Já, við sendum þetta
áleiðis og væntum þess,
að Gilitrutt fái einhverja
áheyrn. Hún sendi einn-
ig annan vísuhelming,
en vill ekki birta hann
fyrr en síðar. —
'En heyrðu, Gilitrutt,
— hvað segir þú um að
koma til mannheima, —
við erum nú ekkert
hrifnir af Gilitruttar-
nafninu, þó að það sé
vel þekkt úr þjóðsög-
unni. — Vonandi heyr-
um við eitthvað frá þér
seinna.
Ráðning um
klukkurnar þrjár
Eftir 360 daga slá all-
ar klukkurnar aftur 12
högg samtímis.
Gáta
I»ú mimt geta þreifað á
því við vinnu sína,
allan claginn er að slá
aldrei þarf að brýna.
Hvernig er. skriftin?
Nokkrir spyrja um álit
okkar á skriftinni sinni.
Við höfum stundum svar-
að, en í fæstum tilfellum
vitum við, hvort svör
okkar hafa verið nokkuð
nálægt sanni. Við ætlum
nú samt að svara lítilli
vinkonu okkar, sem
stundum hefur sent okk-
ur efni, og kallar sig
Gunnu Dalamær. Hvern-
ig lizt þér á skriftina
mína? segir þú. — Okk-
ur þykir ekki ósennilegt,
að þú hallir svolitið und-
ir flatt þegar þú situr og
skrifar; skrift þín bendir
til vandvirkni, þó að í
einstöku tilfellum slakir
bú á eftirtektinni. Það
er t. d. eftirtektarvert,
að þú gerir því nær eng-
an mun á punkti eða
kommu yfir stöfum. En
hver stafur heimtar sín
sérkenni: punktur yfir
ú-i, komma yfir i-i ó. s.
frv. Þú skrifar marga
stóru ^tafina vel t. d. D,
enda skrifarðu sennilega
oft Dalasýsla, einnig G,
H, K og Ó, en okkur
finnst stóra N-ið og M-
ið ekki vel dregið. Þú
ættir að velja þér annað
lag á N og M. Einnig
verðurðu að athuga bet-
ur suma litlu stafina, t.d.
að æ líkist ekki of mikið
a, e líkist i og fleira
þessu líkt. Annars spáum
við því, að þú fáir fagra
rithönd, þegar þú hefur
athugað gaumgæfilega
samræmið milli staf-
anna.
r
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. janúar 1957
f*
Skordýr hugsa ekki
Framhald af 7. síðu
binum miklu herferðum. Til
að sanna það voru ungmaur-
arnir eitt sinn fjarlægðir.
Samstundis kom leti og ró
yfir maurafylkinguna, eins og
einkennandi er fyrir hvildar-
tímann, þegar drottningin á
20 þús. — 30 þús. egg og
þau eru að ungast út, en hin
fyrri lirfukynslóð er jafn-
framt að ummyndast á púpu-
Tlt
LIGGUB LEIDIN
* UTBREIÐIÐ I* *
stiginu í dugmikla vinnu-
maura, sem láta sér nægja
stuttar birgðaferðir þar til
starfsemin verður á ný svo
áköf að allur sægurinn leggur
í langferðalag á ný.
Mauraherinn á ferð er
furðuleg sjón. Oft komast þeir
um 35 m á klukkustund, og
stundum eru fylkingarnar um
300 m iangar. Fremstir ganga
sterkir forystumaurar, þá
koma vinnumaurar dragandi
feitar lirfur, og loks kemur
drottningin, sem borin er og
jafnframt næstum hulin af
hjálpsömum þegnum sinum.
Talið er að lyktin úr spor-
um forystumauranna leiðbeini
þeim sem á eftir koma. Sé
vökvinn er þeir gefa frá sér
fjarlægður af brautinni,
stanza fylkingarnar snögglega
og standa þar til nógu marg-
ir forystumaurar eru á ný
komnir í fararbroddinn til að
mynda ný lyktandi spor.
* £ hTrinVTT.JAVIV 0 *
.................
|
Pfjj.fisuiimundij
Pípur
Pípuhreinsarar
Kveikir
Kveikjarar
Steinar í kveikjara
j Söluturninn
í við ArnarhóL
Schneirle, bandariski vis-
indamaðurinn segir frá athug-
un sem hann gerði. Hann
sá maurafylkingu á leið yfir
steypta gangstétt. Þá skall á
hellirigning. Öll „lyktarspor“
skoluðust burt og maurarnir
tóku að ganga í hring, loks
skiptist fylkingin í tvo „sjálfs-
morðshringi“, á stærð við
grammófónsplötu. Sólarhring
síðar voru aðeins fáir maurar
lifandi. Hinir lágu dauðir eða
deyjandi á gangstéttinni.
Smávaxnar maurategundir
voru önnum kafnar að bera
burtu líkin, en 20—30 maur-
ar héldu áfram hringgöngu
sinni. Hinir höfðu gengið sig
til dauðs.
★ FKAMTÍJ) UNGVIÐISINS
ÁKVÖRÐUÐ AF VAKA 1
UIKAMA FULI.OBÐINNA
Kunnur svissneskur dýra-
fræðiprófessor, Martin Liisch-
er, skýrir frá rannsóknum á
öðru félagsdýri, termítunum.
Samfélagi þeirra er furðulega
fyrirkomið, það greinist t.d. í
ýmsar stéttir, m.a. hermaura
og vinnumaura. Deyi drottn-
ingin, sem er sannnefnd
eggjaframleiðsluvél, kemur í
ljós, að úr nokkrum af púp-
unum koma dýr, sem fær eru
um viðhald kýnstofnsins, enda
þótt öll hin verði ófrjó.
Bandarískur dýrafræðingur,
nú látinn, S. F. Light, sann-
aði ásamt nokkrum starfsfé-
lögum að allar lirfur termíta-
samfélagsins væru eins, það
er að segja að hver þeirra
gæti þróazt í vinnumaura, her-
maura, eða í uppbótarkónga
og drottningar, allt eftir því
sem samfélagið þarfnaðist.
Benda nýrri rannsóknir til.
að ,,jafnvægi“ stéttanna í ter-
mítasamfélaginu sé viðhaldið
af sérstökum vaka, sem mynd-
ast í líkama „fullorðinna dýra,
er fundið hafa stöðu sína í
samfélaginu“, og orkar á ó-
þroskaða*- lirfurnar.
Termítarnir eru sjálfir
frumstæð dýr — hvert ein-
stakt þeirra. En einstakt dýr
meðal termíta er nærri ó-
hugsandi, þeir lifa ekki einir,
heldur í marggreindu sam-
félagi. Hjá engri þeirra ter-
mítategunda sem menn þekkja
eru færri en þrjár samfélags-
stéttir. Nokkrar tegundanna
greinast í 6—8 stéttir. En allt-
af eru lirfurnar upprunalega
eins, þó þær þróist eftir mis-
munandi leiðum, eftir þörfum
samfélagsins.
(Laus. þýtt)
Herma-urar á ferðalagi, dragandi feitar lirfur og éltir af
fjölda sníkjicskordýra sem vœnta sér matar af bráðum
peirra.