Þjóðviljinn - 10.02.1957, Síða 7

Þjóðviljinn - 10.02.1957, Síða 7
Sunnudagur 10. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þórbergnr I'órðarson: Stein- amir tala — 315 blaðsíður. — Helgafell, K\ák 1956. • OTEINARNIR TALA kvað ^ vera fyrsta bindið af sjálfsævisögu Þórbergs Þórð- arsonar, og hefur hann þó áður ritað veigamikla kafla hennar: íslenzkan aðal, Of- vitann. Vitaskuld er ótal- margt fjarskavel um 'hina nýju bók, ýmsir þættir henn- ar eru ritaðir af mikilli dýrð; en allmjög stendur hún að baki þeim bókum sem nefndar voru. Og ennþá oftar hefur Þórbergur Þórðarson gert bet- ur en að þessu sinni. Bókin hefst á frásögn af „góðu strandi“ franskrar skonnortu á Suðursveitarfjör- um vorið 1886 — það er nokk- urskonar forleikur að tveim- ur næstu köflum er lýsa af töfrum harla kátlegri brúð- kaupsveizlu: „Þetta fallega strandvor ætluðu þrenn trú- lofunarpör í Suðursveit að gifta sig. Það voru Þórður faðir minn og Anna móðir mín og Þórarinn föðurbróðir minn og Guðleif móðursystir mín og Ketill á Gerði frændi minn og Ragnhildur systir föður míns og Þórarins, allt frómar manneskjur með heið- arleg andlit“. Slógu öll pörin í eina veizlu sem hófst með rausnarlegu áti og höfðing- legri drykkju og lauk með gráti og hárreytingum. Síðan líða nærri þrjú ár að næsta kafla, er segir frá hinni erfiðu inngöngu höfundar í þennan heim. Þá víkur sögunni að fyrstu minningum hans, en þær hef jast á útmánuðum 1891 þegar hann er réttra tveggja ára. Nú segir af heilsuleysi sem þjáði barnið og entist þvi lengi. í 7. kafla er drepið sem snöggvast á fólkið á Hala, síðan vikið að nafni bæjarins: einni af „fyrstu ráðgátum lífsins“, þvínæst að himinhvelfingunni og sólinni. t 8. kafla er byrjað að lýsa húsaskipan á Hala, sagt frá streitu vinds og reyks, æ-inu í viðarhríslunum þegar þær brunnu. Níundi kafli greinir enn frá húsaskipan og húsa- gerð, Ijósfærum, landslag- inu í baðstofunni, Mörsu. Tíundi kafli fjallar um kýrn- ar; í þeim næsta segir enn frá húsum á Hala, en hinn 12. er helgaður smiðju og hlöðu og kanu-i. Hinn 13. fjallar um önnur útihús, um hlöðin og um andlát Jarps. Þá kemur frásögn af því er Bergur á Hala gekk með hatt í kirkju og varð sér til háð- ungar; þar segir enn af hug- myiKluini er snáðinn tengdi vissum orðum og orðasam- böndum: „Þegar einhver sagði „það er meiningin," þá sá ég mánn sitja álútan á rúmi, með olnboga á lærunum rétt fyrir ofan hnén........“ Nú er komið að 15. kafla, og segir þar frá fyrstu landmæl- ingum Bergs á Hala. Hinn næsti fjallar um „fyrstu fang- brögð mín við alheimsvíðátt- urnar“ og um Lónið neðan við bæinn. Þá er veraldarhaf- ið og eyjar þess fyrir landi. í 18. kafla segir frá hófadyni, hrökkálum, huldum verum, örnefmim og bæjum austur af Breiðabólstaðarhverfi. 1 19. til 22. kafla er greint frá stórum klettum er blöstu við heiman frá Halá, sagt frá sveltum í klettunum ög leiðöngrum Suð- ursveitunga í þau. Og að lok- um fjallar 23. kafli um „nokkra stóra steina" fyrir ofan Breiðabólstaðarbæi og hugarglímu drengsins við þá — þetta eru 315 blaðsíður samanlagt. Höfundur hefur af ásettu ráði aukið bók sina menningar- sögulegu efni af ýmsu tagi. Frásögnin af brúðkaupsveizl- unni miklu er t. d. meira en afbragðsgamanið einbert — þar getur einnig að lesa furðu nákvæma lýsingu á matargerð fyrir þvílíkan mannfagnað, og mundi hún víðar standa heima en í Suðursveit. Hinn ágæti þáttur um viðureignina við áðurnefnt Lón opnar nýja sýn inn í skaftfellska (og ís- lenzka) baráttu við haf og vötn. Og þótt greinargerðin um húsaskipan á Hala sé heldur en ekki langdregin, og lítill listrænn fögnuður að henni með köflum, þá munu unnendur íslenzkrar menning- arsögu kunna að meta hana; þeim mun þykja fengur að svo ýtarlegri lýsingu á húsa- kynnum meðalbæjar á ofan- verðri 19. öld. Allt þetta og Bergur litli á Hala innlifun í sína eigin bernsku. Á ýmsum stöðum koma st-yttri þættir og lengri brot sem manni finnst að allmarg- ir aðrir höfundar hefðu klár- að álíka vel; og er það lítið lof um höfund sem langa hríð hefur ekki átt nema einn jafningja. Nokkrum sinnum spinnur höfundur lopa af litlu efni, eins og hann sé einvörð- ungu að lengja bókina. Eg nefni þáttinn um kýrnar, sem að verulegu leyti er ofurhvers- dagslegt skrif — hver hefur t.d. samið málsgreinina sem byrjar ofarlega- á 109. blað- síðu ? Ósköp er það fánýt. frá- sögn. Eða hvar er þetta and- ríki upprunnið: „Ofan við efra bæinn á Reynivöllum er dálítil lág, sem kölluð er Árnalág. Þangað gekk Árni til kukks. Svona gera menn nöfn sín ódauðleg með mis- munandi verkum“. Sumum. kynni að finnast spekin ó- smekkleg, en það er ekki til- fellið — hún er andlaus. Og það er þó nokkuð um hlið- stæða vizku í bókinni. Á það: má enn minna að þótt hin ýtarlega lýsing húsaskipanar í Hala sé í sjálfri sér góðra' gjalda verð, eru ýms atriði í þeim köflum hálfgert torf: Jiaður ruglast í öllum þessum endalausu áttatáknunum, og sannast enn einusinni að það er ekki fossahljóð í landa- fræði. Eða hver treystir sér til að rata um vesturhlaðið á Hala eftir landafræði máls- sitthvað fleira ber að virða rétt og þakka vel. Hitt er þó vitaskuld megin- mið bókarinnar að segja frá höfundi sjálfum, gera grein fyrir því hvernig hann vaknar til vitundar um veröldina og lífið, lýsa ungum hugmyndum hans um heim og tilveru. Fyr- irfram mætti sú frásögn þykja þeim mun fróðlegri sem Bergur á Hala varð síðar aldaskiptamaður í íslenzkri bókmenntasögu og einhver merkilegasti rithöfundur með þjóðinni langa hríð — frum- legur persónuleiki, sérstæður maður. Og sá sem hlakkar til skrítinna tiðinda af þroska- sögu Þórbergs Þórðarsonar á þessum blöðum, hann les þau án vonsvika. Það er vissulega engin furða þótt ýmsum hafi stundum fundizt nóg um ímyndunarafl þess rithöfund- ar er í blábernsku heyrði orðið gustuk aldrei svo nefnt að honum birtist ekki í hug- sýn „hægri handleggur á karl- manni með stúku á, sem sást undan jakkaerminni, en langa- töng vinstri handar og hand- arjaðarinn ofan við þumal- fingur gripu um stúkuna fremst og reyndu að kippa henni svolítið fram, en árang- urslaust“. Smápattinn, sem tók að stunda landmælingar, var sannarlega efni í frumleg- an persónuleika: „Eg náði í kvarða, sem var til á Hala. Eg vissi, að hann var álnar- langur, og að það voru þrjár álnir í einum faðmi. Eg laum- aðist með kvarðann norður á balann bak við bæinn og mældi þrjár álnir. Svo glennti ég mig tvö skref yfir álnirnar. Eg þurfti að glennæmig anzi mikið. En ég gat þó stigið faðm í tveimur skrefum .... Og nú mældi ég túttugu og eina alin með kvarðanum og glennti mig þær síðan til að vita, hvernig glennunum bæri saman við kvarðamálið á svona langri leið. Svona hélt ég áfram að æfa mig, alltaf þjófskjótandi augunum, allur á nálum, þangað til ég var búinn að ná viðunandi festu í glennurnar og þeim bar orð- ið nokkurnveginn saman við kvarðann .......“ Og það er sízt undrunarefni þótt sá drengur yrði sérstæður mað- ur, sem þegar frá upphafi „fannst allir hlutir vera með lífi og einhverju viti. Eg vissi ekki, hvernig á því stóð, að mér fannst þetta. En það var svo náttúrlegt í mér, að mér kom aldrei til hugar að brjóta neitt heilann’ um það. Það kom aldrei annað í þanka minn en þetta fyndist öllum. Eg heyrði samt engan segja það. Alveg öfugt. Eg heyrði allt kallað dauða náttúru, sem ekki þyrfti að éta .... En það sat fast í mér, frá því að ég mundi eftir mér, að allt væri lifandi og með vissu viti. Eg þekkti enga ástæðu fyrir því, og ég hafði hvergi lesið það og aldrei heyrt aðra lesa um það. Það var eins og þetta væri meðfædd þekking í mér, alveg ómótmælanleg eins og andardrátturinn* ‘. Áhugi manna á þessari bók binzt því annarsvegar að þeir geti haft áhuga á talsvert einkennilegum dreng, sem er að vakna til vitundar um tals- vert einkennilegan heim; hins- vegar ræðst hann af því að bókin sé vel skrifuð. Það er ekki á valdi höfundar að ráða neinu um fyrra atriðið, en á stílnum ber hann einn alla á- byrgð. Sá ókunnur höfundur, sem hefði látið þessa bók á þrykk út ganga, hefði á skammri stund orðið víðfræg- ur um landið. Jafnvel á háan mælikvarða Þórbergs Þórðar- sonar eru gullvægir þættir I bókinni; glitrandi lýsingar, gneistandi fyndni, leiftrandi athuganir. En í heild er hún ekki eins vel rituð og beztu bækur höfundarins. Við skul- um láta það gott heita að sveifluhi'aði og snerpa stíls- ins sé minni en löngum fyrr — það gæti ráðizt af sjálfu efninu: minningum um lítinn dreng milli vita. En við mund- um kannski vilja biðja um eitt- hvað annað i staðinn: rikari varma, lýrískara hreimfall. En sannleikurinn er sá að bókin er merkilega köld — ég segi að höfundinn bresti æðioft I frásögn Alþýðublaðsins á föstudaginn af hrakfallasögu hægri kratans í bæjarstjórn gætir margvíslegra missagna. M.a. er því haldið fram að Alfreð Gíslason og Þórður Björnsson hafi stutt kosningu Bárðar Danielssonar í bæjar- ráð 1955. Það rétta er að sameiginlegur listi Sósialista- flokksins og Þjóðvarnar fékk þá 4 atkv. þ.e. 3 sósíalista og Þjóðvamarmannsins. Listi Al- þýðuflokksins fékk þá 2 atkv. og var Bárður því kjörinn með hlutkesti milli hans og Magnúsar Ástmarssonar. Það var ekkert leyndarmál að Al- freð greiddi Magnúsi atkvæði í þetta skipti þrátt fyrir mik- inn ágreining út af framkomu hans við þá samninga er fóru fram um nefndakjörið. Þórð- ur Bj "rnsson skilaði auðu við þessa kosningu. greinarinnar sem hefst neðar- lega á 151. blaðsíðu? Það er auman að Þórbergur Þórðar- son skuli ekki vera teiknari; sú list hefði nú getað sparaö okkur mikið ómak. Fæstar þessar athugasemda snerta sjálfa innviði bókarinn- ar; og er að síðustu ekki annað en vænta þess að sög- unni verði fram haldið, Þór- bergi Þórðarsyni auðnist að ljúka þvi æviverki sem lýsing hans sjálfs er. Fjölmargar bækur hans hafa, verið upp- sprettur óforgengilegrar dýrð- ar í máli, stíl og hugsun; enn vildum við fegin mega krjúpa þar að streymandi lindum. B.B. Við nefndakjörið í febrúar 1956 höfðu allir fulltrúar í- haldsandstæðinga samvinnu — nema Magnás Ástmarsson sem hafnaði öllu samkomu- lagi. Sama sagan endurtók sig að þessu sinni. Eru næsta tor- skildar ásakanir Alþýðublaðs- ins í garð Framsóknar fyrir að hafna samvinnu við Al- þýðuflokkinn. Alþýðuflokkur- inn vissi vel að samkomulag vinstri fulltrúanna var í gildi út kjörtímabilið. Öskir hans hnigu að því að Framsókn ryfi gerða samninga og segir það sitt um siðferðisstig ráða- manna Alþýðuflokksins. Auk þess hefði slík samvinna engin áhrif haft á kosninguna þar sem 2 atkvæði nægja ekki til að fá fulltrúa. kjörinn í bæj- arráð eða aðrar .fástanefndlr bæjarstjórnar. Ranghermi Alþýðublaðsins

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.