Þjóðviljinn - 24.02.1957, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. febrúar 1957
ÞlÓÐyiUINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alpýðu — SósíalistaflokJcunnn
Vetrarbað
Bidstrup teikjaði
Asrentar íhaldsins
o
IVegar núverandi ríkisstjórn
* var mynduð var augljóst
mál að vinstri menn færðust
mikið í fang. Samtök auð-
manna á íslandi eru mjög
sterk, hafa safnað auði og
áhrifum á langri valdatíðí,
gagnsýrt embættismannakerfið
og smalað saman miklu fylgi í
skjóli þessarar aðstöðu með
linnulausu lýðskrumi og full-
komnu áróðurskerfi. Eitt meg-
inverkefni vinstri stjórnar
hlaut að vera að gera upp við
auðmannaflokkmn, færa þjóð-
inni aftur fjármuni og völd
sem hann hefur sölsað undir
sig. En t:l þess að ná árangri
í þeirri baráttu þurfti einlægni
og órjúfandi samheldni vinstri
flokkanna; þeir þurftu að láta
ágreiningsmál sín víkja fyrir
þeirri sameiginlegu nauðsyn að
lægja hrokann í auðmanna-
stéttinni; þeir þurftu í verki
að fylgja því gamla kjörorði
að allt er betra en íhaldið.
Ij’n því. miður hefur komið
eftirmmnilega í ljós að
auðmannaflokkurinn átti ag-
enta innan þeirra flokka, sem
sækja fylgi sitt til vinstri
manna, og þá fyrst og fremst
innan Alþýðuflokksins, og hef-
ur bað að undanförnu birzt á
ósvífnastan hátt í kosningun-
■um í verklýðsfélögunum. Al-
þýðublaðið hefur reynt að
halda því fram að það fram-
ferði sé aðeins afleiðing af
framkomu Alþýðubandalags-
manna á síðasta þingi A.S.Í.,
en þar er um algera fölsun að
ræða. Agentar íhaldsins í Al-
þýðuflokknum greiddu atkvæði
gegn myndun vinstri stjórnar.
þeir fluttu tillögu um að sam-
starfinu yrði slitið áður en Al-
þýðusambandsþing var haldið.
Sú reynsla sannar bezt að einn-
ig í stjóm Alþýðusambandsins
hefðu þeir orðið íhaldsagentar,
og það sem síðar hefur gerzt
staðfestir þá ályktun gersam-
lega. Það verður ekki hjá því
komizt að líta á hægri klíku
Alþýðufloksins sem handbendi
íhaldsins, er æfinlega sé reiðu-
búin til að torvelda störf og
stefnumið núverandi ríkis-
stjómar.
¥jegar svo er ástatt verður
samheldni vinstri flokk-
anna óhjákvæmilega á annan
veg en nauðsynlegt hefði verið
og einnig árangurinn af stjórn
þeirra. Ef agentum íhaldsins
tekst að vaða uppi með árangri
hlýtur það að hafa áhrif á
stjórnarsamstarfið; það var
sannarlega ekki tilgangurinn
með því að efla völd íhaldsins,
hvorki í verklýðshreyfingunni
né annarstaðar.
Verndarar milliliðagróðans
¥^að er þess vert fyrir al-
* þýðu manna að veita því
athygli hvernig blöð Sjálf-
stæðisflokksins hafa brugðizt
við þeirri sjálfsögðu og nauð-
synlegu ráðstöfun verðlagsyf-
irvaldanná að draga verulega
úr milliliðakostnaði við verzl-
un og vörudreifingu. Það er á
ailra vitorði að gróði heild-
verzlana og ýmissa annarra
raiililiða hefur verið gífurleg-
ur á undanförnum árum. Hin
ftjálsa og eftirlitslausa 'á-
lagning sem sigldi í kjölfar
þess að svo að segja allt verð-
lagseftirlit var afnumið að
frumkvæði íhaldsins hefur ver
ið notuð út í æsar af ýmsum
ófyrirleitnum bröskurum og
milliliðum. Allur almenningur
Hefur verið ofurseldur gróða-
fíkn braskaranna.
Afleiðing þessa hefur orðið
**■ sú að fjármagn og vinnu-
afl hefur sótt óeðlilega út í
verzlunina. Hver heildverzlun-
in hefur hafið starfrækslu af
annarri og virzt hafa ótrú-
lega greiðan aðgang að fjár-
magni lánastofnananna á
sama tíma og fáum hefur þótt
álitlegt. að gefa sig að sjálfri
framleiðslunni sem er undir-
staða að lífi og tilveru þjóð-
arirmar í landinu, enda henni
búinn annar og þrengri kost-
ur en þeim sem verið hafa á
þönum eftir hinum fljóttekna
verzlunargróða. Óeðlilegur
milliliðakostnaður í verzlun-
inni hefur einnig átt sinn af-
drifaríka þátt í að auka dýr-
tíð og verðbólgu sem kemur
af mestum þunga niður á vinn
andi fólk og útflutningsfram-
leiðslunni. Á þessu þarf að
verða gagnger breyting og að
henni er stefnt með þeirri
lækkun á álagningu á vöru-
verðinu sem framkvæmd hef-
ur verið að undanfömu.
CJú neyðarráðstöfun að þurfa
^ að leggja á þjóðina nýja
tolla til að mæta hallarekstri
sjávarútvegsins gerði að
sjálfsögðu alveg óhjákvæmi-
legt að taka álagninguna til
gagngerðrar endurskoðunar. ^
Hefði það ekki verið gert
hlaut hækkað vöruverð að
koma af langtum meiri þunga
niður á almenningi en raun
verður á. Verulegum hluta
þessarar millifærslu til sjávar-
útvegsins verður velt yfir á
milliliðina með lækkun álagn-
ingarinnar o g almenningi
þannig hlíft við ríflegum hluta
álaganna. Enginn efast um að
þessir aðilar eru borgunar-
menn fyrir því sem þeim er
ætlað að gjalda til þess að
famleiðslan geti gengið með
eðlilegum hætti og brauðfætt
þjóðina. En gegn þessu fer
Sjálfstæðisflokkurinn hamför-
um og lætur blöð sín hamast
JOHANNESCARL
sjötagur
Sjötugur verður í dag Jo-
hannes Carl Klein kaupmað-
ur, Baldursgötu 14. Hann er
fæddur í Kaupmannahöfn
1887, ættaður frá Svíþjóð að
langfeðgatali. Hann stundaði
nám við verzlunarskóla í
Höfn, réðst ungur til sjós, og
gerðist bryti á strandferða-
skipinu Sterling og Austra,
sem hingað sigldu upp úr
aldamótunum. Einnig var
hann um skeið á kaupskipum,
sem sigldu til Ameríku. Þeg-
ar elzti Gullfoss var keyptur
hingað til lands, varð Klein
„restauratör" á skipinu, rak
þar veitingar á eigin reikning.
Síðan tók stjórn Eimskipafé-.
fyrir hönd heildsala og milli-
liða. Öll þau skrif eru bein
krafa um að gróði heildsal-
anna verði ekki skertur en öll-
um byrðunum velt yfir á al-
menning.
T* *essa afstöðu þarf þjóðin að
* festa sér í minni til skiln-
ingsauka á eðli og tilgangi
Sjálfstæðisflokksins. Forkólf-
ar hans hafa enn einu sinni
sannað svo ekki verður um
villzt að þeir eru umboðs-
menn braskaranna og vernd-
arar milliliðagróðans en
skeyta í engu um hag almenn-
ings.
lagsins að sér rekstur veit-
inganna, og varð Klein þá
fyrsti bryti á íslenzku milli-
landaskipi. Á Gullfoss-árum
sínum kynnist Klein fyrri
konu sinni, Elínu Þorláksdótt-
ur, ættaðri frá Bygggarði.
Þau eignuðust fjögur b;'rn,
misstu fyrsta bam sitt, en
þrjú eru á lífi: Carl Georg
Klein og Jens Christian Klein,
sem rekur verzlunina með
föður sínum, og Huldu Ing-
er, sem er gift Jóhanni
Kristjápssyni kaupmanni, á
Borgarholtsbraut, Kópavogi.
Eftir giftinguna hætti J. C.
Klein millilandasiglingum og
gerðist bryti á björgunarskip-
inu Geir, sem var hér við; land
í mörg ár, en réðst síðan til
Helga Bergs, forstjóra Slátur-
félags Suðurlands, sem verzl-
unarstjóri að Matarbúð Slát-
urfélagsins við Laugaveg 42.
Árið 1927 stofnaði hann svo
kjötverzlun sína, sem fyrst
var að Frakkastíg 16, en
flutti að Baldursgötu 14 árið
1930. Kjötverzlun hans á því
þrjátíu ára afmæli á þessu
ári; Verzlun hans óx snemma,
og á árunum milli 1930 og
’40 setti hann upp útbú inni
í Laugarneshverfi (Hrísateig
14) og Leifsgötu 32.
Elínu, fyrri konu sína missti
Klein 1925, en giftist síðar
systur hennar, Sylvru, sem þá
var ekkja með tvo unga syni.
Þau eignuðust einn son, sem
dó á fyrsta ári. Sylvía lézt í
ágúst 1954.
Klein er einn af þeim Dön-
um, sem hefur fest djúpar
rætur í íslenzkum jarðvegi án
þess að bera Islendinginn í
sjálfum sér á ytra boifii.
Hann er lítt mælandi á ís-
lenzka tungu, talar sitt einka-
tungumál, sem er stundum
öðrum en kunningjum hans
torskilið, en hann móðgast ef
Islendingar tala við hann
dönsku. Hann hefur fellt of-
urást við íslenzkt afdalakot
og íslenzka sveit og unir sér
hvergi betur en upp við ræt-
ur Heklu. Hann er ekki ís-
lenzkur ríkisborgari, en að
lokum vill hann hvergi liggja
nema í íslenzkri mold. Hann
hefur horft á þessa þjóð vaxa,
lifað með henni ævintýraleg
Framhald á 10, síðu.