Þjóðviljinn - 24.02.1957, Side 12
Um þessar mundir dvelst hér
á landi sænskur blaðamaður
Harry Hjörne, aðalritstjóri
Götéborgs-posten .
Göteborgsposten er eitt af
fjöllesnustu blöðum Svíþjóðar,
kemur út í 230—240.000 ein-
tökum daglega. Það fylgir
Þjóðflokknum að málum og
Hjörne hefur verið aðalrit-
stjóri þess um þriggja ára-
tuga skeið; einnig hefur hann
lengi haft forustu í bæjarmál-
um Gautaborgar. Hjörne hefur
lengi birt mikið efni um í'sland
í blaði sínu, og sérstaklega
studdi hann Loftleiðir í hinni
kunnu deilu þeirra við SAS.
SðOVUJIN
Sunnudagtir 24. febrúar 1957 — 22. árgangur — 46. töiublað
iiiMiaiu aiiiKi■ >aaunusataiaa uuuuk
í if»BÍB*A Forsetar Egyptalands og Sýr-
i fmáiSí0 lands, forsœtisráðherra Jórdans
og konungur Saudi-Arabíu koma í dag saman á fund í
Kaíró. Leiðtogar pessara ríkja hafa hitzt oft að undan-
förnu og er myndin hér að ofan tekin á síðasta fundi
þeirra: Saud konungur (til vinstri) heilsar Sabri Assali,
forsœtisráðherra Sýrlands, en Nasser, forseti Egypta-
lands, stendur á milli peirra brosandi.
Nehru með sovéttillögunum um
löndin við botn
Vinnum öll í dag að
sigri A-listans í Iðju
Segir að þær séu í rétta átt og ráðleggur
vesturveldunum að haína þeim ekki
Nehru, forsætisráðherra Indlands, lýsti yfir í kosninga-.
ræðu í gær aö’ hann væri samþykkur tillögum sovét-
stjórnarinnar um lausn deilumála í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
í tillögum sovétstjórnarinnar
sem sendar voru stjórnum allra
vesturveldanna var m. a. boðið
samkomulag um bann við öllum
vopnasendingum til landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs og
lögð áherzla á að þessum lönd-
um yrði veitt efnahagsaðstoð
sem ekki yrði bundin neinum
skiiyrðum. Vesturveldin hafa
enn ekki syarað þessum tillög-
um.
Miða í rétta átt
Nehru sagði í ræðu sinni að
þessar tillögur sovétstjórnarinri-
ar miðuðu í rétta átt og enda
þótt hugsanlegt væri að gera
mætti á þeim minni háttar
brcytingar. myndi það vera óvit-
ur'egt af vesturveldunum að j næsta mánuð. Kosningabaráttan
liafna þeim. | s'enduv f.yrst o° fremst milli
Mehru beindi einnig orðum i Kongressflokksins og flokka sósí-
símim tii Eisenhowers forseta1 alista og kommúnista.
sem hann kallaði mann friðar-
. ins og sagði að hann skyldi gera
sér ljóst að beiting hervalds
hefði ekki borið árangur áður,
og væri ólíkleg til þess í fram-
tíðinrn.
Brottfiutning'Ur liers
úr öðruni lönduni
Nehru sagði að á Sovétríkjun-
um hvíldi einnig mikil ábyrgð að
varðveita friðinn og hann sagð-
ist vona að þau eins og öll önn-
ur riki myndu smám saman
flytja burt allt herlið sitt úr
öðrum löndum.
Kosningar til sambandsþings-
ins í Delh; og til einstaki’a fylk-
isþinga hefjast á morgun og
munu standa fram í miðjan
lefiir til undanhalds
Vonast þó til að geta komizt að einhverri
málamiðlun við Bandaríkjastjórn
Kvikmyndasýning
hjá MÍR
1 dag verður kvikmyndasýn-
ing í MÍR-salnum kl. 3 eins og
venjulega á sunnudögum. Að-
almyndin í dag er frá Burma,
hún er tekin um sama leyti og
Búlganin og Krústjoff voru
I heimsókn þar fyrir tveimur
árum, og koma þeir að sjálf-
sögðu fram í myndinni, ann-
ars fjallar hún um þjóðlíf þar
í landi, trúarbrögð og musteri,
þjóðdansa, atvinnuhætti, menn-
ingu og listir. Myndin er ákaf-
lega fögur, í Agfalitum. Auka-
myndin er um börnin í Stai-
íngrad. 1 lok stríðsins voru
munaðarleysingjar frá borginni
óteljandi, en myndin sýnir að-
búnað þessara barna í hinu
nýja þjóðfélagi sósíalismans.
Sýningin hefst kl. 3 stund-
víslega.
Fram
starfa fyrir A-lisf-
ann í iðfte
Iðjufélagar sem styðja lista stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs, A-listann, svo og aliir vinstri menn sem
vilja viima að sigri iians þurfa að liafa sainband við
kosningaskrifstofuna í Tjarnargötu 20 strax fyrir há-
degi í dag. Allir, sem geta mæti þegar kl. 9 f.h.
Þeir sem geta aðstoðað við að keyra fyrir A-listann
eru einnig beðnir að mæta á sama thna.
Alþýðubandalagsfóik, vinstri meiiii! Látið ekki ykkar
eftir liggja í baráttunni fyrir sigri A-listaus. Komið
í kosningaskrifstoíuna og veitið þá aðstoð er þið megið
til að hrinda herlilaupi íhalds og atvinnurekenda á
verkalýðssaintöldn,
1 dag er tækifæri til að greiða afturhaldinu högg
sem það verðskuldar.. Sameinizt lun að tryggja A-
listanum sigur.
Þingsályktunartillaga ílutt á Alþingi
um málið
Þrír þingmenn, Karl Guöjónsson, Björgvin Jónsson og
Sigurvin Einarsson flytja tillögu til þingsályktunar um
athugun á björgunarbeltum í íslenzkum skipum.
Er tillagan þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni aö látá nú þegar fram fara athugun á not-
hæfni björgunarbelta í íslenzkum skipum.
Ef sú athugun leiðir í ljós, aö einhverjum þessara
öryggistækja sé illa treystandi, leggi ríkisstjórnin fyrir
skipaefth-litið aö banna hin vafasömu björgunarbelti og
krefjast öruggra tækja í þeirra staö“.
1 greinargerð segir:
Fregnir hafa borizt umþað,
að danskar prófanir á björgun-
Engar líkur eru taldar á því aö stjórn ísraels muni
tilleiöanleg til aö breyta í nokkru afstöðu sinni til kröfu I
allsherjarþings SÞ um að hún flytji burt her sinn frá |
Egyptalandi.
Eban, fulltrúi Israels hjá SÞ,
er væntanlegur til Bandaríkj-
anna í dag. Hann kemur frá
Jerúsalem þar sem hann ræddi
við stjórn sína og mun ræða
við Dulles, utanríkisráðherra
Banda ríkjanna, þegar eftir
komuna vestur.
Hann er talinn hafa meðferð-
is tilboð um að fsrael afhendi
SÞ stjórn í uokkr-
um hluta Gazahéraðs að því til-
skildu, að Egyptar fái alls ekki
yfirráð yfir því aftur. Slíkt1
skilj'rði er talið algerlega óað-
gengilegt, bæði fyrir Banda-
ríkjastjórn og fyrir allsherjar-
þing SÞ, enda munu ísraels-
menn ekki búast við að að því
verði gengið.
Dulles utanríkisráðherra hef-
Frnmhald á 5. siSu
Miimisblað iðnverkafóiks
ÖII afskipti íhaldsins af verkalýðsmáluin hafa þann einn
tilganga að lama samtökin og draga úr mætti þeirra
til sóknar og varnar í liagsmunabaráttii verkalýðsins.
í hverri einustu kjarádeilu sem verkalýðssamtökin hafa
háð hefur íhaldið staðið með atvinnurekendum og látið
blöð sín níða alþýðusamtökin og affl>rtja inálstað þeirra.
Fyrir rúmum hálfum öðrum áratug tókst íhaldinu með
aðstoð hægrikrata að ná undir sig völdunum í Verka-
mannafél. Dagsbrún. Samstjórn þessara „lýðræðissinna"
tókst að koma félagimi i ótrúlega niðurlægingu og þegar
verkamenn ráku ])á af liöndum sér kom í ljós að þeir
höfðu farið ófrjálsri liendi um alla sjóði félagsins.
Þegar Iðja átti í eluni hörðustu vinnudeilu í allri sögu
félagsins, árið 1944, og iðnverkafólk liafði staðið í tveggja
mánaða verkfalli fyrir réttniætiim kröfum sínum, krafðist
Alþýðublaðið þess að Iðja yrði Higð niður og meðlimum
hennar skipt milli annarra félaga! Iðnrekendur og íhaldið
fögnuðu nijög þessu liðsinni hægri krata en iðliverkafólk
svaraði með því að fylkja sér einliuga um réttlætiskröfur
félagsins og tryggja því sigur í deilunni.
Nú þykist þessi ógæfulýður íhalds og hægrikrata
til þess kjörinn að taka vjð forustu í Iðju og biðlar ákaft
til iðnverkafóiksins í ]»ví skyni að lama félagið og leggja
það raunverulega undir atvinniirekendur. Ekki er til
nema eitt s»ar vjð slíkri óskammfeilni: Að allt iðnverka-
fólk sameinist um að verja hagsmunasamtök sín og reki
sendimenn íhalds og liægrikrata svo rækilega af höndum
sér að eftir því verði lengi munað.
fhaldsandstæðingar! Vinnið allir að
sigri A-listans!
Kosningaskrifstoían er í Tjarnargötu 20,
símar 7510, 7511 og 7512
artækjum hafi leitt í ljós van-
hæfni björgunarbelta af ákveð-
inni gerð. Með þvi að líklegt er,
að björgunarbelti einmitt af
þeirri gerð, sem þar er um að
ræða, séu algeng hér í skipum,
þykir flutningsmönnum nauð-
syn til bera, að rannsókn sú,
sem tillagan gerir ráð fyrir,
fari fram hið bráðasta.
Ef réttar reynast fregnirnar
um ófullkomleika þessara
björgunartækja, ber að sjálf-
sögðu að fella niður allar við-
urkenningar skipaeftirlitsins á
þeim í íslenzkum skipum og
setja útgerðarfyrirtækjum á-
kveðinn frest til að búa skip
sín björgunarbeltum, sem
treysta má að fullu“.
—í þessu sambandi er rétt að
minna á nýlegar upplýsingar
skipaskoðunarstjóra, að Danir
hafi ákveðið að banna capok-
björgunarbelti, en Norðmenn og
Hollendingar mótmæli skoðun
Dana eindregið. Á morgun
hefst í London ráðstefna er
fjallar um öryggi á sjó m.a.
umrædd björgunarbelti. Skipa-
skoðunarstjóri situr ráðstefnu
þessa.
ÞIÓÐVILJANN
vantar röska unglinga
til að bera blaðið til
kaupenda í:
Laugarnes
Kársnesbraui
og Sigtún
Afgreiðslan
Sími 7500