Þjóðviljinn - 06.03.1957, Page 6
}£) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. marz 1957
0IÓÐVILJINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alpýOu — Sósíalistaflokkunnn
Burt með herinn
jlíorgimblaðið hefur gert
það að umtalsefni að
undanförnu að Einar Olgeirs-
son komst svo, að orði í blaða-
viðtali í Helsinki, að herstöðv-
armálið muni tekið upp að nýju
á íslandi og bandariski herinn
látinn hverfa af landi brott.
Talar blaðið um ,,hótanir“ í
þessu sambandi og segir;
„Þannig á sverð Einars 01-
geirssonar og flokks hans
stöðugt að hanga yfir höfðum
núverandi ríkisstjórnar“!
„Hótanir“ þær sem Morgun-
blaðið talar um felast í sjáifri
stefnuyfirlýsingu ríkisstjóm-
arinnar og „sverðið" er á-
I kvörðun mikils meirihluta al-
þingis. 28. marz í fyrra ákvað
Alþingi að endurskoða her-
| námssamninginn, þannig að
} herinn hyrfi af landi brott, sú
' ákvörðun var staðfest af meiri
1 hluta þjóðarinnar í almennum
! . þingkosningum og núverandi
stjórn hét því að framkvæma
' hana. Frá engu atriði stjórn-
arsamnmgsins er jafn tryggi-
1 lega gengið og brottför hers-
1 ins, og engin svik væru herfi-
: legri en ef út af því væri
brugðið, enda kemur það ekki
til greina.
m hitt er spurt hvenær
látið verði til skarar
skríða, og það er mjög slæmt
að endurskoðun samningsins
skuii hafa verið dregin fram
yfir það sem ákveðið hafði
veiið og um ótiltekinn tíma.
Þá ráðamenn Alþýðuflokksins
. og Framsóknarflokksins sem
. hugsa um utanrikismál virð-
ist mjög hafa skort dómgreind
■ og yfirsýn og sjálfstætt mat,
þegár þeir voru ófáanlegir til
þssa að semja um brottför
hersins á s.l. hausti, en þá
gerðu þeir blaðaæsingar og
áróður að sínum málstað.
Reyns'an hefur þegar sýnt að
allt tal þeirra um „yfirvofandi
styrja1darhættu“ var einber
markleysa, og sérstaklega
hafa ýmsir forustumenn Atl-
anzhafsbandalagsins gengið
. fram fyrir skjöldu til þess að
afsanna þá kenningu í verki.
|7*in helzta forustuþjóð
Atlanzhafsbandalags-
_ ins, Bretar, vinnur nú af kappi
að því að draga úr hervæð-
ingu sinni og minnka her-
styrkinn. Hefur brezka stjóm-
in ákveðið að fækka mönnum
\ undir vopnum um 165.000 á
þessu ári og því næsta. Á
þessi fækkun fyrét og fremst
að bitna á brezka hernámslið-
inu sem dvelst í Vesturþýzka-
landi, þár sem „hættan“ ætti
þó að vera einna stórfelldust,
' en sá her hefur verið undir
' stjórn AHanzhafsbandalagsins.
* Franska stjórnin hafði áður
met’ð .,hættuna“ á hliðstæðan
hétt. er hún flutti svo til all-
an herafla sinn frá meginlandi
Evrómi til Alsír og magnaði
þar fjöldamorð og pyndingar
til þess að reyna að brjóta á
bak aftur frelsiskröfur innbor-
inna manna. Einnig eru Frakk
ar að skera niður f járveiting-
ar til hernaðarþarfa og mun
það fyrst og fremst bitna á
þeim leifum hers sem eftir
eru í Evrópu. Þá hafa banda-
rískir sérfræðingar þegar lagt
tíl að Bandaríkjamönnum und-
ir vopnum verði fækkað um
800.000 á næstu þremur árum,
og þótt sú kenning mætti
nokkurri andstöðu telja fróðir i
menn að hún muni komast í!
framkvæmd að einhverju leyti
á næstunni.
í sambandi við þessar at-
hyglisverðu staðreynd-
ir sem hafa verið að gerast
einmitt síðustu mánuðina hef-
ur miðstjórn þýzka sósíaldemo
krataflokksins komizt svo að
orði: „Þótt leitað sé með log-
andi Ijósi um öll vestræn lönd
er erfitt að finna nokkurn
stjórnmálamann, sem býst við
sovézlcri árás.“ Vesturþýzkir
sósíaldemókratar eiga hér að
sjálfsögðu við ábyrga stjórn-
málamenn, menn sem hugsa
sjálfstætt og raunhæft, en
ekki við áróðursblaður það
sem viss blöð telja boðlegt al-
menningi. Og væntanlega er
sízt að efa að sá flokksbróðir
þýzkra sósíaldemókrata sem
gegnir störfum utanríkisráð-
herra á íslandi taki staðreynd-
ir fram yfir áróður, þótt þess
sjái að vísu furðulítinn stað
I ummælum hans stundum.
að er þannig óvéfengj-
anlegt að einnig síð-
asta árið hefur dregið úr
þenslunni í alþjóðamálum,
þrátt fyrir hina hörmulegu at-
burði í Egyptalandi og,Ung-
verjalandi. Síðan Alþingi á-
kvað að láta herinn hverfa af
landi brott 28. marz í fyrra
hafa bætzt við fjölmargar nýj-
ar röksemdir, ekki sízt þau
fordæmi helztu þjóða Atlanz-
hafsbandalagsins sem áður
var vitnað til. Það hefur aldrei
verið nein röksemd fyrir því
að fresta brottför hersins, og
því fyrr sem ríkisstjórnin við-
urkennir þá staðreynd því
betra.
ótt þessi mál séu hér
rædd meS þeim rökum
sem Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur telja forsendu
stefnu sinnar, skal hinu ekki
gleymt að herseta á Islandi
verður aldrei réttlætt með
neinu „heimsástandi“. Hernám
er hættulegt á friðartímum,
en hættulegra á viðsjártímum
og lífshættulegt á ófriðartím-
um. Öryggi Islands verður
aðeins tryggt með því að berj-
ast fyrir friði og sáttum í
heiminum, og að afmá hersetu
og herstöðvar í öllum löndum
heims er einn mikilvægasti
þáttur þeirrar baráttu.
Menntaskólaleikir eru ævin-
lega nokkrum vandkvæðum
bundnir, þar sem hvorttveggja
er, að leikendur eru nýliðar í
listinni, svo og stunda þeir
erfitt nám. Af þeim sökum
fer ekki hjá því, að æfingar-
tíminn verði helzt til stuttur,
en langan tíma þarf „til að
finna sig í rullunni“. Leiksýn-
ingarnar geta að vísu varla
talizt til stórviðburða frá list-
rænu sjónarmiði, en gagnsemi
og glettni leikenda gera meir
en vinna það upp, sem á kann
að vanta. Áhorfendum kemur
sem sé aldrei til hugar, að
hér séu atvinnumenn á ferð-
inni. Einnig bera menntaskóla-
Ieikir með sér, að einhugur og
fómarlund ræður mestu um
árangurinn. Þeir eru gömul
tradisjón, sem ber að halda,
hefur sett svip sinn á skóla
og bæ um árabil og margir
mundu sakna, ef félli niður.
Þann 3. marz 1928 var
fyrsti sjónleikur menntskæl-
inga sýndur á Akureyri. Var
það söngleikurinn „Upp til
selja“, en Davíð Stefánsson
hafði stjóm með höndum.
Leiksvið var sett upp í í-
þróttahúsinu og er sýnt, að
það hefur kostað margan
svitadropa og mikla lipurð. Á
næsta ári var sýndur á skóla-
hátíð gamanleikurinn „Sálin
hans Jóns míns“ eftir vestur-
íslenzka konu, Mrs. Sharpe.
Vemharður Þorsteinnson
menntaskólakennari stjórnaði.
1 janúarlok 1930 var fyrst
sýnt í samkomuhúsinu, og var
það gamanleikurinn „Sveita-
strákur í álögurn" eftir Hol-
berg. Ágúst Kvaran mun hafa
annazt leikstjórn, en Vem-
harður Þorsteinsson flutti ýt-
arlegt erindi um höfundinn.
Leikstarfsemi hófst þó ekki
að fullu fyrr en hugmyndin
um skólasel í Hlíðarfjalli
komst til framkvæmda. Þar
heitir í Utgarði. Þá var sýnd-
ur leikþátturinn „Ferð á Súl-
ur“, tekinn úr skólalífinu.
Steinþór Sigurðsson annaðist
að mestu undirbúning skemmt
unarinnar. 1936 var Útgarður
reistur, en fyrirtækinu varð
févant og gripið til þess ráðs
að hefja sýningu á „Andbýl-
ingunum" eftir Hostrap í þýð-
ingu Indriða .Einarssonar.
Leikstjórn annaðist Árni
Jónsson nemandi úr skólan-
um, hann lék og eitt aðalhlut-
verka og verður ævinlega
minnzt sakir dugnaðar og
hæfni, þegar leikstarfsemi MA
ber á góma. Jón Þórarinsson,
sem þá var líka nemandi,
samdi lög við leikinn, 13 að
tölu. 14. janúar vora „Verm-
lendingamir“ éftir Dahlgren
leiknir. Leikstjóm var enn 1
höndum Árna Jónssonar, kom
hann frarn í einu hlutverka og
þýddi leikinn. Hermann Stef-
ánsson, þá nemandi, samdi
dansa og æfði, auk þess sem
hann lék. Næstu stykki vora
„Hermannaglettur, Frænka
Charleys, Spánskflugan, Sak-
lausi svallarinn, Ærsladraug-
urinn, Dvölin hjá Schöller
(Geðveikrahælið) og Sund-
garparnir“. Jón Norðfjörð sá
um leikstjóm allra leikjanna,
en hann hefur ávalt verið ó-
eigingjam stuðníngsmaður
MA, er sífellt reiðubúinn að
koma upp í skóla, hvort held-
ur ,,á sal“ eða skemmtanir.
Þess má geta, að árið 1942
skorti fé til píanókaupa.
Sömdu þá 5. bekkingar revíu,
en aðalhvatamaður og stjórn-
andi var Hörður Helgason.
Starfsemin féll niður um
nokkur ár, en 1956 var tekið
til þar sem fyrr var frá horf-
ið.
Sá leikur, sem nú er til með-
ferðar, „Enaras Montanus", er
eftir Holberg ,en þýddur af
Lárusi Sigurbjörnssyni. Breyt-
ir Láras allmjög sviði og per-
sónum, staðsetur söguna á
Álftanesi, íslenzkt bændafólk,
útblásinn Skálholtsskólasveinn
og hálfdanskur sýslumaður,
blekkjaður Bessastaðafangi og
latínusprækur djákni valda
því, að enginn granar leikrit-
ið um erlent ætterni. Jón A.
Hjaltalín hefur og prjónað á-
varp Þalíu framan við upphaf-
ið á skrúðyrtum hexamgter,
en það mun verða stytt í
þetta sinn. Leikurinn er í
fimm þáttum, senurnar tvær,
annarsvegar baðstofan á
Brekku, heimili Enarusar,
hinsvegar útisvið í fjöruborði
á Álftanesi, bátur, net hang-
andi til þerris, kofar, blátt
baktjald.
I fyrra var „Æðikollurinn"
færður upp af menntskæling-
um hér nyrðra, fór Björn Jó-
hannsson þar með aðalhlut-
verk og þótti takast með af-
brigðum vel. Jónas Jónasson
var leikstjóri. Meðal annars
var farið til Húsavíkur og
Skjólbrekku í Mýrarsveit við
góðar undirtektir.
Við bregðum okkur niður í
leikhús, tveir ímyndaðir blaða-
snápar, göngum inn á sviðið,
þar sem allt er á tjá og tundri,
leiktjöld, trolldruslur, liálfir
kofar og bátar, allt í einum
graut. „Einn er að smíða
ausutetur“, sumir sauma lit-
skrúðug klæði, aðrir hampa
tinstaupum, nokkrir lesa
frönsku og latínu, enn aðrir
spinna á rokk. Ráðskonan
stendur innan um koppa og
kirnur og hitar kaffi leikend-
um og aðskotadýrum. Okkur
er tekið með kostum og kynj-
um, að svo miklu leyti, sem
starfsmenn gefa sér tíma til
að líta upp úr önnunum. Við
hefjumst handa um að draga
•hvern einstakan fram í skúkk-
elsi nokkurt bak öðrum her-
bergjum o,g tökum að rekja
garnir. Björg Baldvinsdóttir
færir upp leikritið, hefur
aldrei fyrr fengizt við slíkt,
er á hinn bóginn öllum Akur-
eyringum kunn fyrir óeigin-
gjamt, vel heppnað starf á
sviðinu um árabil. Hún er
Menníaskólaleik -
urínn á Akureyrí
komin hér fram til okkar cg
býðst til að svara.
,,Er langt siðan þú hófst
starf þitt sem leíkari?"
„Ég hef unnið hjá leikfélag-
inu síðan ’43, annars fór ég
fyrst á svið 9 ára og var oft-
lega statisti síðan, unz raun-
veraleg leikstarfsemi mín
hófst.“
„Hvað viltu segja okkur um
leikstarfsemina og leikimi ?“
„Reglulegar æfingar hófust
20. janúar. Á.hinn bóginn vor-
um við búin að lesa ofurlitið
saman fyrir áramót, svo og
hafði verið valið í öll hlutverk
þá þegar. Við höfum haft
fimm æfingar á viku, og jþær
hafa gengið mjög vel. Flestir
eru byrjendur bæði við leik-
tjöld og leik. Kristinn Jó-
hannsson hefur verið okkur
hjálplegur ,málað tjöld og
stuðlað að sviðsetningu á ýms-
an hátt, einnig hefur hann
kynnt sér maska fyrir okkur,
sérstaklega. Það má segja að
hann sé hvalreki á fjöram
oklcar. Árni Kristjánsson hef-
ur og veitt okkur ómetanlega
hjálp, hlaupið út og suður,
einskis látið ófreistað, sem
málinu mátti verða til fram-
dráttar, jafnvel setið uppi um
nætur við að sauma sauð-
skinnskó á leikendur."
„Ertu ekki ánægð með leik-
enduma?"
„Þeir hafa verið alveg ó-
þreytandi og geysi áhugasam-
ir. Ég fæ ekki betur séð, en
að þarna séu mjög efnilegir
krakkar innan um, og hafa
þeir margt til branns að
bera.“
„Hvað viltu segja um leik-
ritið sjálft?"
„Valið á leikritinu gekk í
miklum brösum, við lásum
f jöldan allan af leikritum, en
ekki mátti sviðsetningin verða.
of kostnaðarsöm, né heldur of
vandmeðfarið stykki verða
ofan á. Og ég held, að valið
hafi tekizt vel.“
„Finnst þér undirbúningur
hafa verið nægur?“
„Ég hefði gjarnan viiiað
æfa þetta lengur, en okkur er
ákvarðaður naumur tími. Við
megum rétt smeygja okkur
inn á milli leikrita leikfélags-
ins í hálfan mánuð. Aðeins
sjö æfingar hafa farið fram
á senu, svo að fjöldi þeírra
er enn ekki kominn í eðlilegt
horf. Á því má sjá, að þetta
er afar vel af sér víkið hjá
krökkunum."
Við þökkum frúnni fyrir á-
gætar viðtökur og bjóðum
Oddi Kristjánssyni inn í her-
bergið.
„Hefur þú unnið lengi að
leiksviðsstjórn ?“
„Ég hef fengizt við leik-
tjöld í 13 ár ,byrjaði á „Guilna
hliðinu", en verið leiksviðs-
stjóri í átta ár“.
,,Er ekki meira umstang
við menntaskólaleiki en
aðra?“
„Það er nú þannig með mig,
að ég hef lang mesta ánægju
af ungdómnum, hefði líkiega
átt að verða bamaskólakenn-
ari, annars er mikið fyrir
þeim haft, en timanum, sem
fer þeim til hjálpar, sé ég
aldrei eftir.“
„Hefur þú átt hlut að svið-
setningu margra stykkja"?
„Allra leikja á þessum 18
árum, en þeir era ca. 40, og
nú finnst mér ég ekki getað
Framhald á , 10. síðu. .