Þjóðviljinn - 06.03.1957, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 06.03.1957, Qupperneq 7
Miðvikudagur 6. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — 0» Stríðshetjan sem gerðist óbreyttur hermaður á er við höfðum unnið eiðinn og með þvi afsalað okkur réttimim til að lifa mörg af þeim æviárum, sem við gátum annars átt í vænd- um, fór liðsforinginn aft- ur með okkur til herskál- anna. — Þannig lýsir T. E. Lawrens því er hann gekk í brezka herinn 1922 í upphafi bókarinnar Myntin. f' Þetta var einkennilegur at- burður, og sá sem frá hon- um segir var enginn hvers- dagsmaður. Einhvern hinn fyrsta dag er hann sat í her- búðunum, sá hann að meðal myndanna á veggnum, sem annars voru af herskipum á fullri ferð, konunginum og hinum helztu hershöfðingjum, var mynd af honum sjálfum. (Honum tókst að ná í hana, svo enginn sá til, og stinga henni í eldinn.) Hann var sem sé liinn frægi Arabíu-Lawr- ence, einn af hinum nafn- kenndustu og ævintýralegustu persónum frá hinni fyrri heimsstyrjöld, en þó var hann þama eins og hver annar ó- breyttur nemandi í herskóla, og hlaut að sæta sömu kjör- um og atlæti og hinir, þola skammir af liðþjálfa sínum, hella úr skolpfötum, og læra vandasamar lieræfingar, sem ekki hæfðu aldri hans, en hann var þá 34 ára gam- all. Kynni við arabíska fursta. Fyrir styrjöldina var hann nýbakaður fornfræðingur, og sérfræði hans var menning Araba. Þá er hann árið 1914 . starfaði með fornfræðirann- sóknarleiðangri í Sýrlandi tókst náið samstarf með honum og brezkum hern- aðaryfirvöldum, eftir að heimsstyrjöldin hófst um sum- arið. Það þótti skipta miklu máli að fá arabiska þjóð- flokka, sem bjuggu dreift í landinu, til að ganga í stríð móti Tyrkjum, en þeir voru óvinir Englendinga í hinum nálægari Austurlöndum. Og nú hófust kynni milli hins unga Englendings og ara- bískra fursta, og tókst honum brátt að vinna hylli þeirra með því að tala um fyrir þeim í tjöldum þeirra og með háttvísri þátttöku í andspyrnuhreyfingunni, og ekki einungis það, heldur tókst honum að fá þá í lið með Eng- lendingum og að undirbúa og vinna glæsilegan sigur, sem lauk með töku Jerúsalem og Damaskus. Wavell lávarður, herforingi sagði síðar svo um þetta. af- rek Lawrence: „Engum cðr- um hefði tekizt þetta,r hvað miklu fé sem kostað hefði ■ verið til, og þetta var fram- ar öllu öðru andlegt afrek“. Þetta varð honum ánægjulegt ævintýri og hann kynntist þar fólki sem hafði ólík sjónarmið og hætti því sem hann hafði vanizt, en það varð einnig til að færa honum heim sann- inn um eðli og aðferðir heims- veldisins. Lawrence hét því vinum sínum aröbunum að stofnað skyldi verða ríki úr T. E. Lawrence í arabiskum búningi hinum sundruðu flokkum og þóttist njóta til þess stuðn- ings Englands, en eftir stríðið kom annað upp; hin kaldrifj- aða stefna að deila og drottna, en lagður steinn í götu þess að þessi mörgu og smáu ríki væru gerð að einu, því með því móti bjóst England við að geta haft ráð þeirra í hendi sér, og vegna vaxandi olíu- náms í þessum löndum, þótti þess þurfa við. Af þessu hlauzt það, að arabar litu á Lawrence sem eiðrofa og svikara gagnvart sér, en áður höfðu þeir trúað honum og treyst. Sjálfur fann hann að hann hafði verið hafður að leiksoppi af Englendingum, sem raunar voru hinir réttu svikarar. Hann lagði þá niður herforingjatitil sinn og heið- ursmerki, og eftir nokkurt millibilsástand með fjárhags- vandkvæðum og óvissu um hvað til skyldi taka, skipti hann um nafn, kallaði sig John Hume Ross og réð sig sem óbreyttan flugmann í hernum til sjö ára. Þetta mátti kallast furðu- legt tiltæki, en við það að lesa „Myntina", skilst manni, að Lawrence hafði hinar mestu . mætur á flugmennsku, svo að hélt við ofurást („það er sögulegt. hlutverk þessarar aldar að fullkomna flugið"), en auk þess hafði hann sterka hneigð til a.ð lítillækka sjálf- an sig og hverfa í fjcldann. í upphafi bókárínnar talar hann um þann fjölda manna, „sem fegnir mundu vilja heyra dauðadóm sinn fremur Pappírínn skal haía veríð gulur Örlztil hugleiðing um Alþýðublaðið og sannleikann en að sæta þeim kjör- um sem örlögin væru vís“, siðan lýsir hann í bókinni mjög nákvæmlega öllum þeim auðmýkingum, andleg- um sem líkamlegum, sem fylgja „uppeldi" til lier- mennsku. Engu mátti sleppa, kvöld eftir kvöld sat Ross uppi i rúmi sínu og færði í letur uppistöðuna í „Mynt- 5nni“. ,,Hvers vegna sögðuð þér það ekki strax?” Þar er ekkert að finna um tímabil það er Lawrence dvaldist í Arabíu, nema hvað kunnugir munu þykjast finna háðið í samtali hans við for- ingja þann, sem annaðist inn- ritun hans í herinn: Eg stóð frammi fyrir hon- um og tvísté og tókst að stynja upp nokkrum atriðum úr ævi minni. Að síðustu varð hann vondur og öskraði: „Hversvegna gerðuð þér ekk- ert á striðsárunum ?“ „Af því að ég var í haldi, herra, eins og hver annar óvinahennað- ur.“ „Og svo leyfið þér yður að koma til mín og sækja um upptöku í herinn, skárri er það óskammfeilnin. t hvaða fangelsi sátuð þér?“ „1 fang- elsinu í Smyrna í Tyrklandi, herra.“ „Hví þá það?“ „Sem brezkur þegn“. „Hversvegna sögðuð þér það ekki strax?“ Sambland aí andstyggð og aðdáun. Titill bókarinnar á að merkja að hermennskan móti hvern mann, eins og mynt er mót- uð, og af harðýðgi, enginn kemst undan, en takist mót- unin ekki er sá maður einskis nýtur í her. Afstaða hans til hermennskunnar er sambland af andstvggð og aðdáun, eins og lesa má í bók hins banda- ríska höfundar Jones: „Héðan til eilífðarinnar". í síðasta kafla bókarinnar er hann bú- inn að fara gegnum hreins- unareld herþjálfunarinnar, og orðinn vélfræðingur við flug- stöð sem tilheyrir flughem- um brezka, himinlifandi yfir því að vera sloppinn. (Áranna sem í hönd fóru eftir að það varð uppvíst að hinn óbreytti flugmaður Ross væri enginn annar en Lawrence, og hon- um var vísað úr hemum, og frá þessu sagt f blöðunum, er ekki minnzt, en á þeim árum vann hann í flutningaliðs- sveitum, m. a. i Indlandi.) Þá fj’rst finnst honum ævi sín fyllilega ánægjuleg, hann er ekki lengur svo einmana sem áður, hann kann vel við vinnu sína við vélarnar og félaga sina vélfræðingana, og alla aðbúðina. í frítímum sínum hefur hann það sér til skemmtunar að aka á mótor- hjóli, með 150 til 200 km hraða á klukkustund um þjóð- vegi Englands .......... „Á meðan vegirnir voru blásvart- ir af tjöru og beinir, fannst mér ég vera frjáls maður.. . “ Honum tókst að una sér við þetta starf og þennan leik til ársins 1935, en svo gerðist það að hann missti stjórn á hjólinu eitt andartak, og einni sekúndu siðar, var lokið lífi hins furðulega sigurvegara eyðimerkurinnar. Það var á þjóðvegi einum í Suður-Eng- Iandi, sem það gerðist. ★ Ef maður verður uppvís að því að ljúga vitandi vits, hörf- ar til nýrra ósanninda þegar upp kemst um þau fyrstu, held- ur síðan áfram að hoppa frá einum ósannindum til annarra og virðist aldrei geta sagt satt, kann ekki að skammast sín og biðst ekki afsökunar þótt hann standj uppi alstrípaður og varnarlaus — slíkur maður nýtur éinskis trausts, og eng- inn trúir nokkru orði sem hann segir. En hvað þá um dagblað sem hegðar sér þann- ig, málgagn heils stjórnmála- flokks, hver treystir því og trúir? ★ A þriðjudag i síðustu viku sagði Alþýðubiaðið að formað- ur Sósialistafélags Vestmanna- eyja, Sigmundur Ásgeirsson, hefði ságt sig úr flokknuni. Blaðinu var sagt að þetta væri fleipur eitt, enginn Sigmundur Ásgeirsson fyrirfyndist í Vest- mannaeyjum og enginn maður hefði sagt sig úr Sósíalista- flokknum þar árum saman. Ef allt hefði verið með felldu hefði Alþýðublaðið síðan ieið- rétt frétt sína og beðizt afsökun ar og málið hefði gleymzt sem mistök sem einnig geta kornið fyrir grandvara menn. ★ En Alþýðublaðið baðst ekki afsökunar, því fór eins og manni þeim sem grípur til nýrrar iýgi þegar uppvíst verð- ur um þá fyrri. Það sagði að „prentvilla“ hefði komizt inn í fyrstu fréttina; það hefði átt við Sigmund Andrésson sem ekki væri formaður Sósíalista- félags Vestmannaeyja; bann hefði þó sannarlega sagt sig úr flokknum. En það fór eins og fyrr, Sigmundur birti þegar í stað yfirlýsingu, sagði að því færi fjarri að hann hefði sagt sig úr flokknum; þvert á móti vildi hann vinna honum allt hið bezta. ★ Og enn hafði Alþýðublaðið tækifæri til að biðjast afsökun- ar og leiðrétta ósannindi sín, þótt það væri orðið meira sál- fræðilegt átak. En því fór fjarri að blaðið væri í þeim ham. Næsta staðhæfingin var sú að Sigmundur Andrésson hefði sagt sig úr flokknum en vaeri genginn i liann aftur. Birtist hún í blaðinu s.l. laug- ardag, og mátti segja að allt það eintak væri helgað þessu sérkennilega vandamáli. Kom Alþýðublaðið er í gær ákaf- íéga hneykslað á ummælum frá Alþingi sem það hefur eftir í- haldsþ; ngmanxrinum Jóni Páimásyni. Birtir biaðið frétt af ummælum Jóns undir fyrir- sögninni „Liingum grunnt á f jandskap íhaldsins í garð verkalýðs og opinberra starfs- manna, Launahækkun til opin- berra starfsmanna og fé í at- þar heljarstór rammi á öftustu síðu, fimm dálka grein undir nafni um málið eftir Áka Jak- obsson, og yfrlýsing frá öllum blaðamönnum um að enginn. þeirra hefði ijóstrað því upp að Áki Jakobsson hefði verið heimildarmaður að hinni upp- haflegu frétt! ★ En ekki einu sinni þessi varnariina hélt. Sigmundur skýrði Alþýðubiaðinu frá því umbúðalaust að hann hefði álls ekki sagt sig úr flokknum, hvorki nú né áður. Og hvað mátti nú til varnar verða, þvi auðvitað kom ekki til mála frekar en fyrr að biðjast afsök- unar á frumlilaupjnu öllu. .iú, Alþýðublaðið á sunnudag birti um það stóran ramma á for- síðu að yfirlýsing S'gmundar Andréssonar hefði verið skráð ,,á alþingispappír". Lýsir biað- íð síðan pappírnum nánar: „Vakti það athygli Alþýðu- blaðsins, að yfirlýsingin var rituð á pappír frá Alþngi. Var það greinilegt að um Al- þingispappír var að ræða, þar eð pappir sá er alþingi og stjórnarráðið notar er gulur að lit og skorinn nokkuð á ann- an veg en venjulegur vélritun- arpappír." ★ Ekki er Ijóst hvað þessar lýsingár á pappírslit og papp- írsstærð koma við lygafréttun- um um úrsagnir úr Sósíalista- félagi Vestmannaeyja, enda skiptir' samhengið ekki máli. Alþýðublaðið hefur aðeins þann hátt óforbetranlegra, sykkópatiskra lygara að hefja ný hróp þegar þau fyrri hafa verið kveðin niður, og skiptir þá minnstu hvað hrópað er. Þjóðviljinn hefur ekki hug'- mynd um hvernig pappír sá var á Iitinn sem Aiþýðublaðinu barst með yfirlýsingu Sigmund- ar, en reynist pappírinn hvítur en ekki gulur, er enginn efi á því að Alþýðublaðið heldur því næst fram að hann hafi verið blár, síðan rauður og þannig koll af kolli meðan litrófið end- ist. Og síðan er hægt að taka til við stærðina í desímetrum og sentímetrum og millimetr- um. ★ Vér endurtökum: Hvað um dagblað sem hegðar sér þann- ig, málgagn heils 'stjórnmála- flokks, hver treystir því og trúir? vinnuleysistryggingar finnst honum misráðid“. Síðan sþýrír . Alþýðublaðið frá . því ,að á, Alþ.iþgi hafi Jón Pálmason talið mjög eftir launabætur til opinbevra starfsmanna og fundið að því að á fjárlögum séu áætlaðar rúmar 20 miíljón'r krána í ?!- vinnuleysistryggingarnar „til Framhald á 9. siðu. Ummæli Jóns Pálmasonar og hneykslun Alþýðublaðsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.