Þjóðviljinn - 22.03.1957, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.03.1957, Blaðsíða 12
jóriir brezkra Miil’jón vélsmiÓJr leggja niSur vinnu i dag, samúSarverkfall hafnarverkamanna Á morgun leggur milljón brezkra vélsmioa ni'ö'ur vimiu .og tvær milljónir starfsfélaga þein’a munu bætast 1 hóp- inn innan skamms, ef ekki verður gengið að kröfum þeina. Rúmlega 200.000 skipasmiðir hafa verið í verk- falli síðan á laugardaginn og horfur eru á að tæplega 400.000 járnbrautarstarfsmanna leggi niöur vinnu. Margir fundir voru haldnir í £K>ndon í gaer til að finna lausn S deilunum, en talið að þeir Siafi borið lítinn árangur. Mac- leod verkamálaráðherra ræddi við vinnuveitendur og foringja verkamanna, en ekkert mun ’hafa miðað í átt til samkomu- íiags. Masleod sagði að vinnuveit- endur í vélaiðnaðinum hefðu ■lýst sig fúsa að leggja deiluna 5 gerðardóm, en verkalýðsfélög- ■in tækju það ekki í mál. Samúðarverkfall hafnarverkamanna Hafnarverkamenn South- ampton lögðu flestir niður vinnu :f gær í samúðarskyni við skipa- fsmiði. Orsök samúðarverkfalls- íins var sú, að dráttarbátar hrezka flotans voru látnir að- stoða stór&kipið Queen Mary ’VÍð útsiglingu úr höfninni í Southampton, eftir að verka- menn á dráltarbátum hafnar- Innar höfðu neitað því. í>eir héldu því fram að ár- legri viðgerð á Queen Mary hefði ekki verið lokið á hádegi •Ó laugardaginn var, þegar verk- fall skipasmiða hófst, og skipið væri því í banni. L.eiðtogar jámbrautarstarfs- manna ræddu í fjórar klukku- Kvikmyndasýning MÍR: Reykjavíkurdeild MÍR hefur 'kvikmyndasýningu í Þingholts- Btræti í kvöld kl. 9 fyrir félaga og gesti. Sýnd verður ævin- týramyndin hugnæma Maínótt, sem gerð er eftir sögu Gogols, og ekki spillir þar músík Rims- ki Korsakoffs. Aukamynd verð- nr íþróttamyndin fagra frá Dynamoleikvanginum. Féiagar eru minntir á að koma tíman- j henni til að fara með manni lega, því salurinn tekur ekki i sínum til Bandaríkjanna. Það >nema 80 manns. ! leyfi var veitt í gær. stundir við sir Brian Robertson, formann flutningamálanefndar brezku stjórnarinnar, í gær. Samtök þeirra höfnuðu í fyrra- dag tilboði stjórnar hinna þjóð- nýttu járnbrauta um 3% kaup- hækkun, en þeir krefjast 10% hækkunar, eins og skipasmiðir og vélsmiðir. Formaður sambands járn- brautarstarfsmanna, Campbell, sagði eftir fundinn, að ástandið væri erfitt. Föstudagur 22. matz 1957 — 22. árgangur — 68. föluhlað Fikotova og Connolly ganga í hjónaband í Prag í næstu viku Tékkneska stúlkan Olga Fikotova og bandaríski piltur- inn Harold Connolly, sem bæði hlutu gullverðlaun á ól- ympíuleikunum í Melbourne, verða gefin saman í hjóna- band í Prag á miðvikudaginn kemur. Þau hittust í fyrsta sinn í Melbourne, þar sem hún hlaut gullverðlaun í kringlukasti kvenna og hann í sleggjukasti karla, og felldu strax hugi saman. Connolly kom til Tékkóslóv- akíu fyrir um hálfum mánuði í stutta heimsókn og þá afréðu þau að ganga í hjónaband. Þau sóttu um leyfi til þess til Zapo- tocky forseta og leyfi handa Fikotova leggur stund á nám í læknisfræði, en Connolly er kennari að atvinnu. Viðræður Eisenhowers og Macmillans hófust í gær Samkomulag varð á íyrsta íundinum um að hætta öllum írekari brigslum á víxl Þeir Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, og Eisen- hower, forseti Bandaríkjanna, og utanríkisráðherrar þeirra, Lloyd og Dulles, hófu í gær viðræður sínar á Bermúda. Fréttamenn skýrðu svo frá að stjómarleiðtogarnir hefðu í upphafi viðræðnanna komið sér saman um eitt meginatriði: að hætta öllum brigslum vegna þess sem miður hefur farið í sambúð ríkja þeirra að undanförnu og um hvorir hafi átt sök á því. Á fyrsta viðræðufundinum voru tekin fyrir mál sem varða löndin fyrir botni Miðjarðar- hafs: -Gaza, siglingar um Ak- abaflóa og Súezskurð og hvern- ig greiða skuli gjöld fyrir sigl- ingar um skurðinn. Ennfremur var rætt um hvernig vesturveld- in geti tryggt sér ótruflaða olíu- flutniriga og í því sambandi rætt um að leggja nýjar olíuleiðslur frá löndunum við Persaflóa tij Miðjarðai-hafs. Á öðrum fundinum í gær- kvöld var viðræðum um þessi mál haldið áfram og ennfremur rætt um Eisenhoweráætlunina og ástandið í Sýrlandi. í dag verður rætt um hemað- arsamstarf Breta og Bandaríkja- manna. Brezkir læknar héte verkidii i hmist Ríkisstjórnin heíur neitað kröíu sjúkra- samlagslækna um 24% þóknunarhækkun Samtök brezkra lækna tilkynntu í gær aö læknar myndu hætta aö vinna fyrir brezku almannatryggingarn- ar í haust, ef ríkisstjórnin hefði ekki fyrir þann tíma gengiö að kröfum þeirra um 24% hækun á þóknunum sem þeir fá fyrir störf sín. Ætlunin er að þessar aðgerð- ir komi til framkvæmda 2. októ- ber. Læknar í vissum héruðum munu þá hætta að sinna sjúkra- samlagsstörfum sínum. Þeir munu hins vegar halda áfram Íhaldið viðurkeimir að illa hafi verið búið að sjómönnum \ en þykist vilja bæta hag þeirra þegar það er oltið úr ríkisstjórn! Stjórnarfrumvarpið um skattfrádrátt sjómanna var til 2. umr. í efri deild í gær. Varð umræðunni ekki lokið. Eins og í neðri deild klufu íhaldsþingmennirnir nefndina sem málið hafði til meðferðar, Og héldu þeir um það hjart- •næmar ræður. Lýstu þeir Sig- urður Bjarnason og Jón Kjart- ansson hve hraksmánarlega hafi verið búið að sjómönnum á. undanförnum árum, í stjórn- artíð Ólafs Thors og annarra íhaldsstjórna. Væri svo komið að íslendingar vildu ekki fram- ar sækja sjó og yrði nú að bæta fyrir það sem misfarizt hefði í að bæta kjör sjómanna. Eggert G. Þorsteinsson lýsti ánægju sinni með sinnaskipti íhaldsþdngmanna í málum sjó- manna. Einmitt þeir Sigurður og Jón, og raunar allur Sjálf- stæðisflokkurinn, hefði dyggi- lega barizt gegn tilraunum sem gerðar hefðu verið á Alþingi á undanförnum árum að bæta hag sjómannastéttarinnar. Keppendur eru 32, meðal þeirra flestir beztu glímumanna landsins Tíunda Landsfloklfaglíman verður háð í kvöld kl. 8.30 í íþrótfahúsinu að Hálogalandi. Keppt verður í þrcinur þyngd- arflokkum fullorðinna., drengjaflokki og unglingafloklú og eru keppendur 32. í 1. flokki fullorðinna (80 kg og þyngri) eru 6 keppendur: Ármann J. Lárusson, Gunnar Ólafsson, Hannes Þorkelsson og Kristján H. Lárusson úr UMFR og Benedikt Benedikts- son og Njáll Guðmundsson úr Ármanni. Islandsmeistari í þess- um flokki í fyrra varð Ármann J. Lárusson, en keppt er um bikar sem Glímufélagið Ár- mann gaf. Er búizt við að keppni í þessum flokki geti orð- ið jöfn og skemmtileg. I 2. flokki (72—80 kg) eru keppendur 9 og þeirra á meðal Trausti >ÓIafsson Á, meistari 1956. Keppt er um bikar gefinn af KR. Keppendur í 3. flokki (allt að 72 kg) eru aðeins þrír, allir úr UMFR. 1 drengjaflokki (eldri en 16 ára) eru keppendur 7 og í unglingaflokki (yngri en 16 ára) einnig 7. Þess má geta að tveir keppenda í drengjaflokki eru synir gamalkunnra glímu- kappa, þeir Kristján sonur Tryggva Gunnarssonar og Þór- ir sonur Sigurðar Greipssonar. Mun marga vafalaust fýsa að sjá syni þessara kunnu glímu- kappa glíma. Landsflokkaglíman var háð i fyrsta sinn 28. marz 1947, en sigurvegari í hverjum þyngdar- flokki hlýtur Islandsmeistara- tign í glímu í sínum flokki. Glímumóti þessu var komið á að tilhlutan ISl til þess að auka áhuga á glímuíþróttinni og gefa öllum aðilum innan vé- banda sambandsins kost á þátt- töku í glímumóti þar sem kepp- endum er skipt niður í flokka eftir IfkamsþyngdL að annast sjúklinga sína í mán- aðartíma án þess að krefjast borgunar. Hafi ekki samizt áður en sá tími er iiðinn munu þeir taka fimm til sjö shillinga fyr- ir hvert viðtal, og gefa sjúkling- unum kvittun sem þeir geti síð- an krafizt að fá endurgreidda hjá almannatryggingunum. Þeim verður þó heimilt að taka enga borgun, ef sérstaklega stendur á. Láti ríkisstjórnin sér ekki segjast við þetta, munu lækn- arnir krefjast fullrar borgunar af sjúklingunum, hvernig svo sem ástæður þeirra eru. Fæð’ng- arhjálp og vissa aðra aðstoð og aðgerðir munu þeir þó iáta í té ókeypis. í Moskvcs Þegar tefldar höfðu verið sex skákir í einvígi þeirra Bot- vinniks og Smisloffs í Moskva um heimsmeistaratitilinn í skák voru þeir enn jafnir, með þrjá vinninga hvor. Fimmtu skákina vann Botvinnik, en Smisloff þá sjöttu. Vukmanovic kom- imi til Kaíró Vukmanovic, varaforseti Jú- góslavíu og formaður áætlunar- nefndar júgóslavneska ríkisins, kom í gær til Kaíró í hoði eg- ypzku stjórnarinnar. Hanu mun dveljast þar f vikutíma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.