Þjóðviljinn - 26.05.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1957, Blaðsíða 7
'r\ A £ L. ður en við kvöddum Peking, var okkur boðið að skoða herlegheitin í Sumarhöll- inni. Það var 2. október og mikið um dýrðir í Kína. Höll þessi stendur nokkuð norðvest- ur frá borginni og er heilt landslag, en þar er ógerlegt að greina milli hins náttúrlega og manngerða; þetta er marg- slungið listaverk ofið úr nátt- Úrufegurð og mannvirkjum; sumir lelja þetta fullkomnasta listavérk sinnar tegundar í heimi. Hér eru hæðir, djúpir dalir, veiðivötn, ár, lækir, vell- ir með blómaskrauti, heilir frumskógar og alls konar mannvirki, jafnvel brýr; ég held að sumar séu yfir hreint ekki neitt, einungis til augna- yndis. Garðurinn er talinn rúmar 800 ekrur eða eins og allstór ábýlisjörð á íslandi, og mig minnir, að hann sé stæl- ing á einhverjum fögrum stað í Suður-Kína. Auðvitað þurftu vestrænir Vandalar að brjót- ast hér inn og' brenna og eyði- leggja á síðustu öld, en þau spellvirki hafa verið lagfærð. Örnefni eru hér hlaðin kín- verskri rómantík: Jaðlindar- hæð, Höll gleði og langlífis, Vísdómshofsvatn, Höil afl- þrungins samræmis, Höll gæzku og langlífis; Höll sem teygir turna skýjum ofar, Garður samstilltrar hugðar og rnörg önnur svipaðrar merkingar. MARMARASKIP SÖFN OG FEGURÐARDÍSIR Okkur var sag't að ekkju- drottning á 19. öld hefði eytt öllu flotafé ríkisins til þess að fullkomna þennan töfraheim, og út í einu vatninu lét hún reísa marmarahöll í líkingu skips; það var allur flotinn sem hún lagði til landvarna. Japanir fóru með her á hendur Kínverjum og unnu lönd af þeim í norð-austri. en drottn- ingin dundaði við garðinn sinn eins og ekkert hefði í skorizt; hún iagði að vísu • sérstakan skatt á þegnana, því að þeir vildu verjast árásinni, en hér sér árangur skattheimtunnar. Við, Bingdátarnir, áttum varla orð til þess að lýsa hrifningu okkar á stjórnvizku drottning- ar. Brynjólfur vildi jafnvel reisa henni marmaralíkneski. Hefði hún látið smiða vopn og herskip væri það allt löngu fyrir bý og hefði aldrei komið að gagni, en listaverkin varð- veitast óbomum kynslóðum. Hvenær skyldu þjóðir heims verða svo gáfaðar og fullar sjáifstrausti, að þær breyti hemaðarútgjöldum í greiðslur til listsköpunar? Það þarf sennilega kínverskt hugarfar til slíkra hluta enn sem kom- ið er, sérstaklega til þess að nostra við lystigarða mitt í Stórstyrjöld. Ég held, að Kín- verjar séu sannfærðir um, að þeir séu ósigrandi, þótt hemaðarsaga þeirra sé fremur óglæsileg síðustu þúsund ár, að því er ég bezt veit. En nú telja þeir sig hafa unnið fræg- an sigur á öllum heimsveldum veraldar undlr forustu Banda- ríkjanna í Kóreustyrjöldinni, og mér virtust þeir vera dálít- ið undrandi á fyrirbrigðinu, þegar ég færði þetta í tal við þá. Áf því að við vorum svo á- Sunnudagur 26. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (t kafir unnendur hinnar fram- liðnu drottningar, sem hefur víst fengið fgemur slæm eftir- mæli, var farið með okkur um einkaherbergi hennar. Við fengum að setjast í hægindin, þar sem hún hvíldi sig við annan mann endur fyrir löngu og drakk te, og fengum einnig te. Eftir þá skoðunarferð var haldið um garðinn, þar sem grúi Kínverja spókaði sig og tugir þjóðerna úr fjörrum hlut- um ríkisins skörtuðu í furðu- legum þjóðbúningum. Sumir báru heljarmikia vefjahetti um höfuð, á öðrum stóð öfugt braggaþak upp af hvirfli, nokkrir virtust ætla á grímu- ball, en stúlkurnar frá Sinki- ang, norðvesturhéruðum Kína, báru af öllum í baldiraðri treyju og íslenzkum möttli. Sjú Enlæ að svipast um eftir höfðlngjum og sér Jörund Brynjólfsson. fiðrildi á mórberjablaði eða margra álna skrollur með fólki og hestum á stjákli, og það er allt kappklætt. Menn eru ávallt dúðaðir á kínverskum lista- verkum frá upphafi vega; ber B j ö r n Þorsteinsson: Höfðingjar a glámhekk Guðni Jónsson skólastjóri sagði mér í fyrra, að það væri satt sem stæði í Landafræði Karls Finnbogasonar, að fegurst kvenfólk á þessari jörð væri í Grúsíu. Nú veit ég betur. Hér þreyttu menn tqningskast á miðju stræti, stigu þjóðdansa af gáska, en á þremur torgum var dansað að vestrænum sið. Einhverjir Hofs-Lákar þöndu dragspil, en fólk var þar hátíð- legt og stíft eins og á fundi í Alliance Francaise. Það var vítt siðferðisbil milli dansenda nema stúlkna, sem dönsuðu saman, og umferðarlögreglan var ailsporglöð. Við læki og vötn stóðu menn að stangveiði, en engan fisk sá ég þá draga; hins vegar var önglinum gjamt að festaðs í trjákrónum í grennd við veiðistaðinn, en hjálparsveitir úr slökkviliði ferðuðust um svæðið með brunastiga og losuðu færin úr þessari frumlegu veiðistöð. Um vatnið sigldu víkingaskip með gapandi höfuð og gínandi trjónu eins og þau kæmu úr úr nýbrotnum haug í Noregi. En þau fluttu ekki með gunn- reifa víkinga, heldur glaðværa veizlugesti; þau voru fljótandi veitingahús. j Höllum garðsms hefúr verið breytt í söfn. Við komum þar m.a. á mikið málverkasafn, sem okkur þótti fagurt og kostuglegt. En það er ekki mín sterka hlið að ræða málaralist, kínverska hesta, sem varla tylla fæti á jarðríki, enda um- hverfið mjög stílfært, heiftúð- uga hana, sem skutu okkur Jóni Helgasyni skelk í bringu, silki- mannslíkami sést þar hvorki á málverkum né höggmyndum. ÓVÆNT ÁRÁS Á göngu okkar um garðinn bar okkur að opnum leikvangi með allstóru sviði. Við settumst þar til þess að hvílast um stund. Á sviðinu var hljómsveit og lék þjóðlög, þegar við kom- um, en brátt birtust þar söngv- arar með jafndásamlegar eng'laraddir og Ásmundur bisk- um heyrði austur í Rússlandi. Fimleikaflokkar leystu söngvar- ana af hólmi, og þeir sýndu alls konar jafnvægiskúnstir af enn meiri leikni en íslenzk ríkis- stjórn, þegar henni tekst bezt í efnahagsmálum. Menn léku þama listir standandi á höfði náungans eða upp í átta til tíu hæðum af skökkum stólum, sem stóðu á flöskum, léku að prikum, sem virtust gædd þeirri náttúru að vilja helzt svífa í lofti. Að lokum þeytt- ust hjólreiðarkappar inn á sviðið og hringsnerust þar í ofboði. Þeir skrúfuðu framhjól undan gangvaranum á fullri ferð og fleygðu þeim. Þá kom í ljós, að framhjól eru öidung- is óþörf reiðhjólum, því að kempumar skeiðuðu miklu liprar um sviðið eftir að þær höfðu losnað við þau. Meðan við störðum á þessi furðuverk, varð ég var við ó- kyrrð utarlega á áhorfenda- svæðinu. Þar þyrptist fóik saman og gaf ekki gaum að hjólreiðasnillingum, Ég komst að því, að herra Liú Shao-chin, ritari Kommúnistaflokks Kína og margfaldur ráðherra, væri þar umkringdur rithandasöfn- urum. Ég hef aldrei safnað rithöndrlm, en hef dálítið gam- an af því að taka myndir. Ég axlaði því veiðitösku mína, sem ég keypti eitt s nn hjá H. Petersen, og fór á stúfana, en komst ekki í færi. Ég náði mér því í stói, og gerði nýtt áhlaup á þvöguna kringum herra Liú og tókst að lokum að skjóta á hann ofan af stólnum. Ég hoppaði niður hinn hróðugasti, en rakst þá á gamlan og grettinn náunga, sem stóð ut- arlega í hópnum. Mér til undr- unar og dálítillar skelfingar sá ég að þetta var Sjú The, aðal hersnillingur kínversku bylt- ingarinnar. í gamla daga var hann mandaríni, átti níu kon- ur og reykti ópium, en gekk í bindindi, setti konurnar á eft- irlaun og fór að stríða með Maó. Ég reyndi að stynja upp afsökunum og flýði í sæti mitt til þess að launa ekki lieimboð- ið með því að steypa stjórnarherrum í svaðið. En þar var enginn griðarstaður; ég var varia setztur, þegar ég sé, hvar sjálfur forsætis- og ut- anríkismálaráðherrann, Sjú Enlæ kemur steðjandi upp svæðið með forseta Indónesíu, Sukamo, forsætisráðherrann í Himalaja og mágkonu Chiang Kai-sheks á Formósu eða Tai- Sjú Enlæ tigna vini sína, sendl þá inn í höll að baki áhorf- endasvæðis, en tók upp háttu íslenzkra bænda í skilaréttumf, klofaði yfir hvað, sem fyrir var, unz hann náði að fagna langt að komnum stórmennum, þar á meðal Jörundi Brynj- ólfssyni og Jakobi Benedikts— syni. Ég tók upp hætti forsæt- isráðherrans og klofaði yfir háttvirta leikhúsgesti meSt skjóðuna og skaut á tignarfólk- ið eftir beztu getu. ÞYRNIRÓSAR- IIÖLL Þegar ríkisstjórnin var öíl á burt, voru hjólreiðakapparn- ir horfnir af sviðinu bæði meðl fram og afturhjólin, en þangað kominn karlskröggur, sem kunni fuglamál og mælti a tungu þrasta, hrafna, lævirkja, páfugla, hrossagauka, hænsna og ótal fugla, sem ég kann ekki að nefna, en auðheyrt var, að allar þær tungur voru náskyld- ar kínversku. — Skömmu síð- ar héldum við áfram skoðun- arferð um garðinn. Eftir nokkra göngu korpunii við þar, sem menn þreyttu blindingsleik, reyndu að klippa niður alls konar smávarning, sem hékk á þráðum, og voru með bundið fyrir augu. Skammt þaðan skyldu menn; setja blindandi munn á mál- verk af barni. Við gengum tH leiks við lítinn orðstír, en vegn- aði skár við það að kasta hringum inn í dýragarð mfeð gervikvikindum. Og við héld- um áfram göngu um friðsæla skógarstíga niður með silungs- læk. Það var að verða kvöld- sett og dansað í rjóðri í skóg- inum, en engir elskendur ieið- ast á villigötum milli trjánna. Skammt frá rjóðrinu séti skyggja í hallarrústir um- slungnar frumskógi og vafn- ingsviði. Mér fannst, að hirt kínverska þymirós mundi sofa þarna einhvers staðar inni í rústunum. Ég skundaði þangaS og tók að klifra upp molnuf? » !»j Marmaraskip. wan sér við hlið og í slóða þeirra komu ýms önnur stór- menni og stúlkur frá Sinkiang. Hr. Súkarno minnti mig á hráblaut múrsteinsþrep, vaxirt illgresi. Uppi á virkisveggnúrrt stöðvuðu verðir mig og sögðu, að mér væri ráðlegt að farA mjóíkurbílstjóra, sem ég þekkti- ekki lengra. Þyrnirós fékk því eitt sinn hjá Flóabúinu. Hann vár í marskálksbúningi og með svipuskaft í hendi, en slíka múnderingu átti mjólkurbíl- stjórinn auðvitað ekki. Þetta svipuskaft mun nefnast mar- skálksstafur og er senni- lega leif af veldissprota sem marskálkar beittu, þegar þeir voru yfirmenn í hesthús- um endur fyrir löngu. Þegar fylkingin kom gegnt sætum okkar Bingdátanna, yfirgaf að sofa í friði mín vegna inn- an um gapandi rústirnar, eu e.t.v. er hún vöknuð fyrir nokkrum árum. Menn þóttust alls hugar fegn- ir, þegar ég birtist aftur í rjóðrinu, því að sumir nefnd- armanna voru haldnir þeirri firru, að ég myndi týnast á þessu ferðalagi. Á leið út úr garðinum bar okkur að nýju að útileiksviðinu. Þar stig,v» Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.