Þjóðviljinn - 05.06.1957, Side 7

Þjóðviljinn - 05.06.1957, Side 7
FLÐ komum til Shanghai \ / með lest að kvöldi ▼ þess 21. september. Nafnið minnir olikur þegar á ótal glæpareyfara, ópíum- smygl, sauriifnað, morð og ensku sögnina to shanghai, að ræna manni. Þetta er með stærstu borgum heims, íbúar rúmlega 7 milljónir (eða eni þær 8, ég man það ekki), hafnarborg inn í landi við fljót, sem nefnist Wang Pú og fellur í Jangtse, sem feilur hér breið eins og Faxaflói. Þetta er ung borg, múralaus, með 30 hæða skýjakljúfum, og hér var eitt frægasta glæpamannabæli veraldar. Við krefjumst þess þegar af túlkunum, að þeir komi okk- ur í kynni við glæpamenn, en slíkan lýð höfðum við aðeins séð á kvikmyndum. Það færð- ist hálfgerður vandræðasvip- ur á andlit hennar Tekönnu okkar; hún hélt, að engir glæpamenn fyndust framar í Kína. Hsieh staðfesti, að glæpamenn lægju ekki framar á glámbekk þar í landi, en exgangstera eða fyrrverandi glæpamenn gætum við fengið að skoða. Við urðum mjög hneykslaðir á þessu afreki stjórnarinnar, er við hugleidd- um alla þá þekkingu, hugvit, snilld og reynslu, sem færi forgörðum, þegar jafnágætum fagmönnum og kínverskum glæpamönnum væri útrýmt á fáum árum; og enn hneyksl- aðri urðum við, þegar það upplýstist í málinu, að stjórn- in 'hefur látið hjá líða að koma upp glæpamannasafni og ekkert skeytt um að safna þekkingu þeirra á bækur, svo að hún væri tiltæk, ef nauð- synlegt 'reyndist að endur- reisa stéttina. Hsieh tók allri okkar glæpamannaheimspeki með stóisku brosi og af- sökunum, því miður hefðu glæpamenn aldrei verið hon- um jafn hugleiknir og okkur, hann hefði verið feginn að losna við þá eins og fleiri í Kína, en exgangstera gæti hann sýnt okkur. Við urðum sumir stónnóðgaðir og lýst- um yfir því, að aldrei hefði Þorgeir Hávarðsson gerzt exgangster, uppgjafalegátar og stéttasvikarar væru fyrir- litlegir og við myndum aldrei virða þá viðræðna. En Hsieh lét sig ekki að heldur; við gætum ferðast hér um eins og við vildum án 'þess að eiga nokkuð á hættu; glæpalýður- inn væri endanlega úr sög- unni. Þá sættumst við að lok- um, og morguninn 25. sept. var dólg nokkrum boðið að heimsækja okkur á hótelið. En þá stóð okkur einnig til boða að hitta málvísindamenn í há- skólanum og skoða málverka- sýningu; þangað fór Magnús, en Jón og Jakob á fund mál- fræðinganna með Hsieh. Við hinir sátum uppi á hóteli og biðum skálksins ásamt Te- könnu. Kang Mias-Keng bófaloringi - Um tíuleytið vísuðu þjón- amir inn til okkar svörtum og ekki mjög svipljótum manni. Þetta var meðalmaður á kín- verskan mælikvarða, grann- holda og skarpleitur, klæddur gráum stuttbuxum og skyrtu, í hvítum Ieistum og með strigaskó á fótum. Hann Miðvikudagur 5. júni 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 um frá Hong Kong. Við not- uðum það aðallega á húsunum, okkar. Ég var vellauðugur, átti þrjár konur“. Kang tekur sér málhvíld og verður dálítið viðutan. ,',En nú er öldin önnur, öll auðæfi horfin. Eru umskiptin. ekki ömurleg?" — Tekanna segir eitthvað, hefur e.t.v. þýtt spurninguna, en hann gefur því engan gaum. „Ég giftist ungur heiðar- legri sveitastúlku. Mér þótti hún leiðinleg, hún var of ó- spillt handa mér. Ég stndi hana aftur upp í sveit. En fékk mér tvær konur á hús«; unum okkar. Ég keypti börn og ungar stúlkur af fátækum bændum; þær voru ódýrar, — fögur stúlka kostaði um mJlj- ón yen, en það var hægt að ná inn verðinu á einni nóttuí og selja þær aftur með góð- um hagnaði, jafnvel á ,.gift- ingamarkaðinn“. „En stáluð þið ekki mönn- um? — Shanghaiuðuð þið ekki fólk?“ spyr Ólafur og viil) ekki meiri lýsingar á vændis- konum í svip. „Nei, við shanghaiuðumt aldrei; við beittum miklu mildari aðferð. Við ferðuð- umst með járnbrautum, flug» vélum og skipum með tínu fólki og vorum fínir m :nts jafnvel í offíserabúningum ‘. Honum verður litið á f' ta- búnað sinn. „Þá var herra Kang bors“, hlær Tekanna. „Félagar mínir voru sr.ill- ingar að láta farangur ferða- manna glatast, sumir los’ðu þá við úr og skartgripi, aðrif Fra Shangliai ---- „Tókuð þið að ykkur lög- gæzlu borgarinnar?“ spyr Ól- afur lögfræðiprófessor háðsk- ur. „Það væri of mikið sagt, en ég lagði á það höfuðáherzlu að flækja lögregluna í glæpa- málin; við borguðum henni um 40% 5 skatt af tekjum okkar og komum góðum fé- lögum i aðalstöðvar hennar, svo að allt vatri tryggt. Shanghai var paradís ævin- týramanna, eins og þið kann- izt sjálfsagt við. Við höfðum heyrt þess get- ið, en vildum fá nánari vitn- eskju um störf bófaflokkanna. Ólafur færðist í aukana og tekur að spyrja í þaula um einstök atriði í skýrslu þessa herra Kang, og Tekanna skýt- ur inn samborgara sínum til aðstoðar, að manndráp hafi aldrei sannazt á hann. „Sveit mín var sterkasti bófafIokk\irinn í Shanghai”, heldur Kang áfram, „þess vegna liöfðum við málin í hendi okkar og gátum því ráð- ið, hve langt var gengið. Við græddum mest á vændiskon- um. Það voru rúmlega 10 þús. vændiskvennahús í Shanghai fyrir frelsunina, þ.e.a.s. skrá- sett hús, en við þurftum ekki að skrá okkar hús, því að við vorum svo sterkir, við réðum hverfunum auðvitað með að- stoð lögreglunnar. Við grædd- nm óhemju á ópíum, rændum því og smygluðum og keypt- Teikning' eftir Bidsl. up töskur og veski. Við sátum sérstaklega um ferðamenn á brautinni milli Shanghai og Kanton. Við vinguðumst við þá, hjálpuðum þeim, en gáf- um þeim stundum róc.ndi vindlinga og tókum ómrlcs- laun, meðan þeir fengu sér blund. Eitt sinn náðum við 25 þús. bandarískum dölum frá> herra Sung Tze-wen“. „Sung Tze-wen var einn af fjórum æðstu herforingjum Sjang Kai-sjeks“, segir Te- ganna til skýringar og er .auðsæilega stolt af afreki iu. „En banka, ræntuð þið ekkl bankana hans Sjangs?“ spyr sakamálaprófessorinn okkar. Framhald 6 10. síðu. sýningarglæpamanns. „Þið rænduð, stáluð, smygl- uðuð, mútuðuð, en hvaða tækj- um beittuð þið?“ „Vopn okkar voru hnífar og kylfur“ ; hann sýnir okkur ör á handlegg. „Svo að þið hafið þá einnig myrt og drepið?'1 „Nei“, Kang kippist dálít- ið við. „Ég hef aldrei drýgt morð; það borgar sig ekki. Dauður maður er einskis virði“. „En hvernig komust þið hjá þvi? Lentuð þið aidrei 1 vörn, þurftuð að sleppa frá ofbeld- isverkum ?“ „Ég var 10 sinnum settur inn fyrir ,,frelsunina“, en ég var alltaf öruggur að komast strax út aftur. Við börðumst ekki við lögregluna; mann- dráp eyðileggja atvinnuna. Við lentum stundum í skærum við aðra bófaflokka; þá getur verið, að einhver hafi látizt, en ég hef aldrei myrt, við myrtum aldrei", staðhæfir sveit. Bófaflokkarnir skiptu borginni í áhrifasvæði sín á milli, sumir höfðust að við höfnina, aðrir við jámbraut- arstöðvar og stunduðu þar rán og þjófnaði, en í mið- borginni ráku flokkarnir að- allega hóruhús, spilavíti og ópíumknæpur, og þarvarvett- vangur herra Kangs. Hann skipti liði sínu í 25 sveitir allar harðskeyttar, „það voru piltar, sem hvergi bliknuðu". Kang fyllist eldmóði og harðnar á brún eins og skag- firzkur hestamaður, sem minn- ist ólmra gæðinga, þar sem hann situr við jeppastýri. Stórbrotið starí „Og þeir komust í lögregl- una“, segir Tekanna og reyn- ir að höggva á orðaflaum glæpamannsins. Gleraugun voru nærri dottin framan af nefbroddi hennar við skrift- irnar, en hún færði þau ofar á sinn sérkennilega hátt með því að kipra kinnarnar. BJÖRN ÞORSTEINSSON; Dálítil gJæpti - saga Exgnngsterinn í Shanghai minnti mig við fyrstu sýn á enskan tennisleikara, en kynnti sig sem Kang Mías- Keng byggingarverkamann. Við færðumst í hraukana eins og Agnar og Steinn, þegar þeir ræddu við Erinburg í fyrra, og hr. Kang var hinn Ijúfmannlegasti, en það var Erinburg ekki nema við Hall- dóru B. Björnsson. Nú kom okkur einnig að notum, að við höfðum lesið nokkra glæpa- reyfara um dagana, jafnvel frá Shanghai og meðal okkar var prófessor í lögfræði, en þeir félagar höfðu 'helztu þekkingu sína á rússneskum bókmenntum af framhalds- sögum í Tímanum. Kang reyndist með öðrum orðum al- úðlegur og bráðmælskur. Te- kanna veslingurinn hafði ekki við að þýða og skrifdði nu án afláts, til þess að sem minnst færi milli mála. Og hér kem- ur stutt ágrip af sögu þessa ágæta glæpamanns. Kang Mias-Keng er verka- mannssonur frá Shanghai. Hann var heima og vann með föður sínum til 17 ára aldurs. Þá hófst styrjöld við Japana, og faðir hans gat ekki séð fyrir fjölskyldunni, sex son- um og einni dóttur. Hann gifti þá dótturina bamunga, sendi piltana burt, en strauk svo sjálfur að lokum. Kang reynd- ist erfitt að sjá fyrir móður sinni, svo að hún giftist aft- ur, en hann fór í herþjónustu. Eftir þrjá mánuði var han-n laus og gerðist þá götusalí, en gekk illa. Þá kyimtist hann bófaflokkum sem höfðu fullar hendur fjár, og slóst í hóp þeirra. Fyrst var hann smáglæpa- maður, stundaði hnupl og gripdeildir, en vann sig upp, sérstaklega komst hann inn undir hjá lögreglunni, mútaði henni vel, svo að hvert fyrir- tæki hans tókst, og eftir tvö ár í starfi var hann orðinn glæpamannaforingi, hafði að lokum um sig 300 manna

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.