Þjóðviljinn - 05.06.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1957, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 5. júni 1957 Dátítil glæpasaga Framhald af 7. síðu. „Við fórum stundum í banka, lögðum inn falskar á- vísanir og tókum út góða seðla; við fölsuðum seðla, en við ræntum ekki banka, það er of áberandi. Hins vegar Iiöfðum við mikið fé út úr Síaupmönnum; þeir háðu grimmilega styrjöld sín á xnilli, samkeppnin var svo hörð. Shanghai var óskaland hins frjálsa framtaks“. Hann glottir og einhver gefur hon- um að reykja. i ^ „Frelsunin” „Borgarastyrjöldin geisaði" ■heldur hann áfram eftir , nokkra málhvíld, „kommún- istar unnu hvern sigurinn af öðrmn og að Íokum tóku þeir Shanghai. Þá gerðist tilveran -iheldur ótrygg. Bræður mínir fluttu, sumir til Hong-Kong, aðrir til Japans, en ég flýði upp í sveit. I sveitinni frétti ég, að kommúnistar væru ekki svo bölvaðir, en ég trúði 1 því ekki. Hvaða stjórn segist ekki vera góð og vilja allt fyrir alla gera? Sérstaklega vilja allar stórnir efla hag lítilmagnans! Er það ekki á skóla ókeypis. Þegar þriðja konan kom næst i heimsókn, hugðist ég reyna sannleiks- gildi sögunnar og bað hana að selja húsgögnin, sem hún gæti við sig losað, og senda fyrstu konunni andvirðið upp í ógoldin meðlög. Hún sagði mér, að það væri óþarfi, af því að stjórnin sæi henni far- borða. Þá fyrst fór ég að skilja, að eitthvað óvænt hefði gerzt, og í fyrsta skipti á ævinni lá ég andvaka í tvo sólarhringa. Þið skiljið ekki það sálarstríð. Þetta var ó- hugsandi í Gamla-Kína. Ég átti að játa, ganga stjórninni á hönd. Ég þybbaðist við. Fyrsta konan mín sýndi nú, hvern mann hún hafði að geyma. Hún heimsótti mig stöðugt og talaði um fyrir mér, og að lokum gat ég ekki annað en látið sannfærast. Nýtt skeið var runnið upp í Kína, og ég átti kost á að hjálpa til við en'durreisnar-; starf, skápa nýtt og betra þjóðfélag. Ég lét undan og játaði í ágúst 1951 og tók að sækja flokksskólann í fangels- inu. Það var allt auðveldara en ég hafði haldið“. — ,,Og hvað svo, var þér sleppt ?“ ,,Nei, en ég hlaut aukið frelsi og fékk að vinna eftir því sem ég þoldi. Það urðu mikil réttarhöld; stjórnin náði öllum bófunum". — „Eftir þánni tilvísun?“ — „Að nokkru leyti, sumir gáfu sig fram af fúsum vilja og aðrir höfðu verið teknir áður“. — „Og sumir voru rétt- aðir ?“ — „Nei, engir; þeir játuðu og vinna nú þjóðnýt störf. Ég kunni dálítið til húsabygg- inga og varð flokksstjóri yfir 36 manna vinnusveit í nóv- ember 1951, en var lengi ekki til mikilla átaka; ég var of máttfarinn eftir langvarandi óreglu og ópíumreykingar. Þriðja konan skildi við mig 1952 og fór burt með tvö börn sín og það, sem eftir var af eigum minum“. „Voru eignirnar ekki gerð- ar upptækar við st jómar- skiptin?“ — „Nei, en þær fóru að miklu leyti í súginn. Vændis- húsin voru gerð upptæk og stúlkunum veitt frelsi, sendar á sjúkrahús eða upp í sveit. En fyrsta konan frelsaði mig, ég á henni allt að þakka“. Hann segir þetta svo blátt á- fram og uppgerðarlaust, að ég hrökk við. Var þetta ekki sjónarspil, sem hér var leikið fyrir okkur, helaur raunsann- ur reyfari? — ,,í desember 1952 var ég settur yfir 200 manna hóp byggingaverkamanna; við reistum leikhús. I janúar 1953 gáfu félagar mínir mér það vottorð, að ég væri gjör- breyttur maður og mætti fara úr betrunarhúsinu. Nýja stjórnin hafði gert mig að öðrum manni; leitt mig til hamingjuríkara lífs“. — „Og nú eruð þér ham- ingjusamur einnar konu eigin- maður og æruverðugur borg- ari á góðum launum". —„Já, ég fæ 57.76 yen á mánuði, en konan 60 yen; ég hef ekki enn þá fengið fulla heilsu. Við búum á hóteli". — „Er það ekki nokkuð dýrt fyrir fólk með ekki hærri tekjur? Hvers konar hótel er þetta?“ spyr Ólafur efabland- inn. ; rétt?“ Við erum á svipuðu máli, þess vegna er jafnfriðsælt í heiminum og við eigum að venjast. Hann hristir höfuð- ið. j „Ég fór aftur til Shang- hai, en var þá orðinn svo J farinn af opíumreykingum, að j ég varð að leggjast á sjúkra- hús; — það var 1949. Þá ' Bkildi ein konan við mig; — • hún var nr. 2; henni leizt ! ekki á framtíðarhorfurnar; ; stakk auðvitað af með rífleg- í ar eignir. Þegar ég kom af 1 sjúkrahúsinu, var veröldin ’ snjög breytt og erfitt að : stunda fyrri iðju. Ég hélt þó '! áfram að selja opíum og j reykja, en var tekinn 1951 og j -sendur I skóla. Þá urðu erfiðir dagar hjá fjölskyldunni". j „Hvers konar menntastofn- j un var þetta? Var hr. Kang ekki stungið í fangelsi?" — ! tekst okkur að skjóta inn í. J „Betrunarhús, fangelsi, skóli?“ Tekanna lítur báðum gleraugunum á Kang. 3 „Þetta var botrunarhús og j þaö var mikil kennsla þar; ekki venjulegt fangelsi", stað- | hæfir gangsterinn. f „Og leiðinlega sveitakonan i ©g sú skemmtilega úr borg- I inni lentu á vergangi?" j „Við seldum allt, en gátum < ekki kostað börnin á skóla; J>au skrimtu. Ég var mjög reiður stjórninni og ætlaði að reyna að strjúka, en þá kom fyrsta konan mín í heimsókn. Ég hélt, að hún ætlaði að sækja um skilnað, en svo var ekki. Hún kom einungis til að telja mér hug- hvarf, hvetja mig til þess að verða nýtur maður í nýju jrjóðfélagi, sagði mér að læra ©g kynnast nýjum siðum. Ég trúði henni ekki, en lét á engu bera. Ég hélt hún væri fengin til þess að blekkja mig. Hún sagði mér einnig þá ótrúlegu sögu, að stjórn- in styrkti sig, veitti sér vinnu og hrísgrjón handa börnunum og þau voru komin Aðeins lítið eitt nægir... því rakkremið er frá Það freyðir nægilega þó lítið sé tekið. Það er í gæðaflokki með Bláu Gillette Blöðunum og Gilletfe rakvélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það freyðir fljótt og vel. . . og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandi efni, sem einnig varðveitir mýkt húðarinnar. Reynið eina túpu í dag. Gillette „Brushless” krem, einnig fáanlegt. Heildsölubirgðir: Globus h/f. Hverfisgötu 50, símí 7148 Kang og Tekanna ræðast eitthvað við, og að lokum seg- ir hún okkur, að herra Kang sé enn þá í haldi. —„Ég sótti um að mega vera áfram í stofnunínni", bætir hann við, af því að ég taldi mig verða þar að mestu liði við það að leiðbeina ung- um mönnum, sem lent hafa á villigötum. Árið 1955 var ég útnefndur fvrirmyndan/erka- maður“. Við höfum ætlað að fcynn- ast einum fremsta glæpa- manni heims, en gripum í. tómt; e.t.v. var slíkur maður ekki til nema í blóði fólks í rangsleitnu samfélagi. Sum- ir okkar höfðu ætlað að leiða honum fyrir sjónir, hversu hörmulegt hlutskipti það væri fyrir frægan gangster að verða einungis exgangster, eins konar uppgjafaglæpa- maður, sem viðrar sig upp við stjórnarvöld. Hver ber snefil af virðingu fyrir slík- um manni? En bófinn er dáð- ur, af því að hann þorir að hætta einhverju. Við ætluð- um að fá hann til þess að játa, að hann væri hundleið- ur á smáborgaralegum lifn- aðarháttum, en þráði ævratýri og áhættu. En okkur féllust hendur. Þótt Ölafur foeitti allri lögkænsku sinni, fékkst Kang ekki til að játa neitt, sem hann hafði ekki áður tíundað kínverskum stjórnar- völdum, en fyrir mér tók hann á sig mynd gamals drykkjumanns, sem hefur gengið í stúku á vissu aldurs- skeiði. Og hann tók að flytja ræðu um ágæti ríkisstjórnar- innar. Við reyndum að snúa hann út af laginu, og að lok- um flutti hann okkur hjart- næmt þakkarávarp. Hann, sem hafði verið aumastur allra og rænt ferðamenn, var hingað kominn til þess að tala við höfðingja, sem áttu heima hinum megin á jarðkringlunni, og við höfðum hlustað á hann eins og jafningja. „Ég vissi ekki hvað það var að vera maður og umgangast heiðar- legt fólk, áður en ég var tekinn. Þið skiljið það ekki. Ég er eltkert hrakmenni framar, sem börnin þurfa að skammast sín fyrir“. Það liggur við, að hann klökkni, og við kveðjumst með inikl- um virktum og frukti, og maðurinn sem missti glæpinn skundar aftur í betrunarhús- ið. Það er sem fargi sé létt af Tekönnu; hún kiprar kinn- arnar, svo að gleraugun ýt- ast ofar á ásjónuna og segist eiga fri fram að hádegi. Þegar þeir Jón skiluðu Hsieh aftur, trúðum við hon- um fyrir því, að við hefðum gjörsamlega misst áhugann á kínverskum glæpamönnum; þetta eintak, sem hann útveg- aði okkur, hefði reynzt vera rómantískur glópur. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt þess getið, að Kang þjáðist af rómantík, við annað hafi hann verið orðaður hingað til. „En kínverskt fólk hefur orð- ið að þola ýmislegt, þess vegna er vafasamt, að það skilji ykkur til fulls og geri sér grein fyrir því, hvert þið eruð að fara“. Útbreiðið Þjóðviljaim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.