Þjóðviljinn - 08.06.1957, Blaðsíða 1
VILJINN
Laugardagur 8. júní 1957 — 22. árgangur — 127. tillublaá
mn
kemur næst út á mi&*
vikudaginn, 12. júní
Sambúð Finnlands og Sovét-
ríkjanna öðrum fyrirmynd
Krúsíjoff og Kekkonen Finnlandsforseti
minntusf Paasikivis forseta i gœr
■— Þaö eru engar ýkjur að halda því fimn aö sambúð j
ríltja okkar er nú á þann veg aö hún ætti aö vera öðrum
þjóðum til fyrirmyndar á þeim viösjárveröu tímum sem
við lifum nú.
Kelckonen Finnlandsforseti
mælti á þennan veg í sam-
kvæmi sem hann hélt þeim
Krústjoff og Búlganín og fylgd
arliði þeirra í gær.
Hann minntist Paasikivis,
fyrirrennara síns, sérstaklega
og sagði: Paasikivi lagði grund-
völlinn að nýrri stefnu Finn-
lands í utanríkismálum,' en
hún byggist á gagnkvæmum
skiiningi, sámvinnu og varan-
legri vináttu Finnlands og
Sovétríkjanna,
Þrjár nefndir skipaðar.
Sovézkn leiðtogarnir sátu á
Samið um brott-
flutnmg hers
Breta á Ceylon
í gær var undirritaður
Colombo, höfuðborg Ceylons,
samningur um brottflutning
alls herliðs Breta frá landinu.
Brottflutningurinn á að hefjast
í október í haust og vera lokið
innan þriggja ára.
Ceylonsstjórn skuldbindur
sig samkvæmt samningnum til
að greiða Bretuni 1.650.000
sterlingspunda fyrir hemaðar-
mannvirki þau sem hún fær
við brottför brezka herliðsins
Drengur drukknar
við bryggju á
Siglufirði
Siglufirði í gær. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Það hilrmulega slys skeði hér
s.1. mánudag að 8 ára drengur,
Sigurður (xislason, drukknaði
við bryggju.
Sigurðar var saknað að
heiman á mánudag og var þá
farið að grennslast um hann.
Þegar hann var ekki þar sem
hans var von, var farið að
spyrjast fyrir um hann og að-
stoðar lögreglunnar leitað um
kvöldið. Var hafin leit að hon-
um, sérstaklega á bryggjunum,
í bátum og liúsum þar, því að
síðast hafði hann sézt þar að
leik. Á þriðjudagsmorgun
fannst lik hans í sjónum við
bryggju Bátasmíðastöðvarinn-
■ ar. Sigurður var sonur hjón-
anna Sigríðar Guðlaugsdóttur
og Gísla Hallgrímssonar, en
: þau voru fyrir skömmu fiutt
til bæjaríns. Var hann eitt af
fjónim börnum þeirra ihjóna.
fundi með finnskum ráðherrum
í gær. Eftir fundinn var gefin
út tilkynning. Þar var sagt að
sambúð rikjanna væri nú með
mestu ágætum og báðir aðilár
lýstu yfir að þeir myndu gera
sitt til að svo yrði áfram.
Sovézku leiðtogamir tóku
fram að hlutleysisstefna Finn-
lands stuðlaði að friðsamlegri
sambúð allra þjóða, og einkum
þjóða Norður-Evrópu.
I tilkynningunni var sagt að
þrjár nefndir hefðu verið skip-
aðar, ein til að fjalla um al-
menn málefni sem varða bæði
löndin, önnur til að fjalla um
viðskiptamál og sú þriðja um
menningarsamskipti.
Sveigiir lagður á gröf
Passikivis.
Fj'rr um daginn hafði Krást-
joff lagt blómsveig á gröf
Paasikivis, fyrrv. forseta Finn-
lands. Ekkja Paasikivis var við-
stödd þá athöfn.
Þeir Krústjoff og Rúlganín
og fylgdarlið þeirra skoðuðu í
gær ýmsar stofnanir í Helsinki,
þ.á.m. barnaspítala og eitt nýj-
asta íbúðahúsahverfi bórgar-
innar.
Mvndar Bourges-
Maunoury stjórn?
Nú eru taldar miklar líkur
á þvi að Bourges-Maunourj7,
landvarnaráðherra. í fráfarandi
stjórn Guy Mollet, muni tak-
ast að mynda nýja stjórn.
Ástæðan er sú að þingflokk-
ur sósíaldemókrata. samþykkti
i gær með 51 atkvaiði gegn 33
stefnuskrá þá sem Bourges-
Maunoury' hefur samið fjuir
væntanlega stjórn sína. Ka-
þólski flokkurinn og Róttæki
flokkurinn hafa heitið honum
stuðningi sinum. Bourges-
Maunoury er foringi þess arms
R,óttæka flokksins sem vill fyr-
ir alla muni halda áfram stríð-
inu í Alsír.
Fimmhurarnir í
Afríku dóu allir
Fimmþurarnir sem 27 ára
gömul 'kona í portúg/'Isku
Austur-Áfriku ól í fyrradag
Iétust allir í gær. Konan hafði
áður alið tvíbúra, þríbura og
fjórbura., sem lifa allir.
Attlee lávarður, fyrrum leið-
togi brezka Verkamannaflokks-
ins, ræddi við Titó, forseta Júgó-
slaviu, í Belgrad í gær.
Pólverjar fá lán í
Bandarikfiinum
Tilkynnt var i Washington í
gær að Bandaríkjastjóm hefði
heitið að lána Pólverjum 95
milljónir dollara í landbúnaðar-
afurðum og vélum.
Samkvæmt samningi sem und-
irritaður var i Washington í gær
fá Pólverjar u. þ. b. helming
þessarar upphæðar í búsafurð-
um og vélum til námugraftar.
Hitt eiga þeir að fá í offram-
leiðsluvörum bandarísks land-
búnaðar, en Bandaríkjaþing hef-
ur enn ekki samþykkt þann
hluta lánsins.
Vatnl dælt á eldinn í undirgangliium við Bankastni'ti 10. — (Sjá fréti
á 12. síðu). — Ljúsmynd: Sigurður Guðmundsson.
Laxness ráðgerír Bandaríkjaför i boði
American Scandinavian Foundation
Hlakkar til að hitta vini sína vestra, sjá æskustöðvar
í Kaliforníu og íslendingaslóðir í Utah
Halldór Kiljan Laxness heíur þegið boó Amerísk-
skandínavísku stoínunarinnar um Bandaríkjaíör í
naust og mun hann fara m.a. til New York, Wiscons-
in, Suður-Kaliforníu og Utah.
Þjóðviljinn átti stutt viðtal
í síma við Halldór í tilefni af
fréttatilkynningu frá American-
Scandinavian Foundation, er
blaðinu barst í gær. —
— Þér hefur verið boðið til
Bandaríkjanna ?
— Já, það he.fur komið til
tals að ég færi vestur í boði
American Scandinavian Foun-
dation, og hef ég tekið vel í
það, hefði gaman af að heilsa
upp á góða vini i Bandaríkjun-
um. Hins vegar var birt sú
frétt í blaði nýlega að Banda-
ríkjastjórn hefði boðið mér,
vestur. Mér vitanlega hefur
ekkert slíkt komið til tals og er
mér ráðgáta liver hefur komið
af stað þeirri frétt.
í fréttatilkynningunni;
segir að þú ætlir að koma við
í New York, Wisconsin, Suður-
Kaliforníu og Utah.
Það hefur verið talsverð-
ur áhugi fyrir þvi hjá ýmsum
hópum, menntamönnum og öðr-
ttm sem eru í sambandi við
American Scandinavian Foun-
dation a.ð fá mig vestnr til að
tala við sig, og i þeirra hópi
er vinur minn Einar Haugen
prófessor við háskólann í Wis-
consin, og hefur hann lengi
tmnið að þeim hugmynd. að iir
þessari för yrði. Eg nefndi lika
sérstaklega að mig langaði til
að koma á æskustöðvarnar i
Kaliforníu Líka hefur mig lang-
að til Utah að hitta þar mor-
móna, sem ég held að séu bezta
fólk. Það er í sambandi við
ýmis inenningarsöguleg atriði
úr sögu Islcndinga á 19. öld,
sem ég vildi gera mér ljós,
varðandi flutninga Islendinga
til mormóna.byggða. Eg hef að-
eins einu sinni komið til Utah,
og hafði þá ekki samband við>
neina heimamenn og sá allt ut-
an frá sem venjulegur ferða-
maður.
— Og þig langar að kynnast
mormónum nánar ?
—- Já, ég minnist þess að eitt
frægasta bók sem íslendingur
! hefur skrifað er skrifuð: í Ut-
' ah, og aðallega fræg fyrir það
að hún mun vera eina isílenzka.
bókin, prentuð á Síðustu
mannsöldrum, sem ekki er hægt
: að hafa upp á í neinu bóka-
1 safni sem menn vita af I heim-
inum og hún mun heita „Að-
Framhald á 3. siðu.
Handtökur Serkja í París.
harðir bardagar í Alsír
Ixigreglan t Frakklamli hélt í gær áfrani leit sinni að
niönmnn sein hún grunar um þátttöku í þjóðfrelsis-
hreyfingu Serkja í AJsír og vóru marglr menn hand-
teknir.
I París liófst leiiin að venju í hverfum þeim, sem
Serkir halda einkum til í, snemnia morguns, áður en íbú-
aniir voru komnir á fætur. Uni 70 meim voru haudteknir
og var þá tala haiidtekinna á einum sólarliring komin
upp í rúm 200. Tilkynnt var að fangarnir yrðu fiuttir
til Algeirsborgar og yfirheyrðir þar.
Um 1500 nienn af serkneskum uppruna voru hand-
teknir af lögreglunni í Marseille og Bordeaux í Suður-
Frakklandi í gær.