Þjóðviljinn - 20.08.1957, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. ágúst 1957
IOÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón
Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon,
ívar H. Jónssoru Magnús Torfi Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs-
ingastjóri: Guðgeír Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent-
smíðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á
; mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
„The american way of life”
Tímabært mál
til íhugnnar
Morgunblaðið birti s.l. laug-
ardag mjög ýtarlega frá-
J sögn um „The american way
' óf life“. Segir blaðið að
1 morðöld unglinga sé nú eitt
; versta vandamál sem banda-
rísk yfirvöld hafa við að etja:
„Afbrotaaldan meðal unglinga
I New York hefur aukizt gíf-
urlega síðustu tvö árin. Segja
lögregluyfirvöldin, að nú horfi
til stórvandræða í borginni.
Hér er einkum um að ræða
I hóp ungra manna, 12-18 ára,
I sem berjast sín á milli, oft
með skotvopnum, og drepa
hverir aðra þegar því er að
skipta. Það er ekki heldur ó-
aigengt að þessir óaldaflokk-
! ar unglinga fremji morð að
! ástæðulausu (!), að því er
virðist, eða bara til að svala
einhverri frumstæðri dráps-
fýsn.“
Blaðið heldur síðan áfram að
lýsa ýmsum hræðilegum
morðum sem framin hafa ver-
ið síðustu vikumar í New
York af 15-17 ára unglingum
og skal hér nefnt sem dæmi:
„1 afskekktu homi „Central
Park“, sem er helzti Iystigarð-
iur New York, réðst hópur
ungra manna á 74 ára gamlan
rithöfund og drap hann, eftir
að gamli maðurinn hafði var-
izt þeim í klukkustund. Þeir
frömdu á honum andstyggi-
! lega og ótrúlega glæpi.“ Og
folaðið leggur áherzlu á að hér
sé ekki um að ræða einstök
: atvik, einangraða glæpi, held-
1 ur sé óöldin svo víðtæk a£j,
! undrum sæti. Það segir:
»,T fyrra voru 42% af öllum
-L alvarlegum glæpum í
Bandaríkjunum (morð, mann-
dráp, vopnuð rán og nauðgan-
Ir) framin af piltum og stúlk-
um undir 18 ára aldri. Helm-
ingur unglinganna sem hand-
teknir voru fyrir þessi afbrot
var undir 15 ára aldri. Ef
jiessi þróun heldur áfram (og
■ menn vita að í ár muni talan
fara upn fyrir 50%), þá
munu verða í Bandaríkjunum
árið IftOO um 2 milljónir 18
ára unglinga, sem hafa verið
dæmdir eða ákærðir fyrir al-
varlega glæpi. ... Margur 16
ára unglingurinn, sem hand-
tekinn er fyrir morð, hefur
h vra EINA skýringu á verkn-
aði sínum: „FOR THE
THRIEE OF IT“ — bara til
gamans.“
Blaðið víkur aðeins lauslega
að . orsökum þessarar
skelfilegu þróunar. Það minn-
ist á húsnæðisskort, upplausn
í þjóðlífinu, „ömurleik hins
; daglega lífs“, og glæpabylgj-
una sem magnazt hefur í
! New York síðustu vikurnar
1 skýrir það á þennan fátæklega
hátt: „Að líkindum má setja
það í samband við hitabylgj-
una, sem hefur gengið jrfir í
sumar"! Hætt er þó við að
vert sé að horfa á fleira en
hitamæla til þess að öðlast
| ekilning á þeirri ömurlegu þró-
un sem á sér stað með æsku-
lýðnum í Bandaríkjunum.
IBandaríkjunum stendur
auðvaldsskipulagið á
hæsta stigi; hvergi í víðri ver-
öld hefur kapítalisminn fengið
að leika eins lausum hala,
hvergi hefur hann haft jafn
víðtæk áhrif á landsfólkið og
mótað það eins í sinni mynd.
Hin köldu lögmál frumskóg-
arins ríkja þar óheft, gróð-
inn er hin æðsta hugsjón og
endalaus keppni um að sýnast
sem mestur og traðka til þess
á náunganum. Þótt banda-
ríska þjóðin sé dugmikil er
það mál manna að hvergi eigi
húmanismi erfiðara uppdrátt-
ar og hvergi sé grynnra á fá-
fræði og skilningsleysi um
mannleg verðmæti. Allt er virt
til peninga; þannig hefur
glæpaáróður verið ein mesta
gróðalind þar í landi um langt
árabil: glæpir í kvikmyndum,
glæpir í bókum og blöðum,
glæpir í sjónvarpi — og kunna
uppeldisfræðingar að segja frá
áhrifum þeirrar menningar-
starfsemi, sivaxandi rudda-
skap og köldum hjörtum. Og
yfir öllu svífur stríðsstefna
Bandaríkjanna, oftrúin á vopn
og vígvélar og vald, fyrirlitn-
ingin fyrir „frumstæðari“
þjóðum sem ekki hafa öðlazt
trúna á gróðann og vopnin.
Utanríkisstefna Bandaríkj-
anna hefur verið hótun um
milljónamorð, alla tíð síðan
Truman forseti mælti svo fyr-
ir að kjarnorkusprengjum
skyldi varpað yfir varnarlausa
Japani, eftir að fullur sigur
var unninn í heimsstyrjöld-
inni.
Hvert þjóðskipulag mótar
mannfólkið, og ekki sízt
æskulýðinn, í sinni mynd. Þær
tvær milljónir 18 ára unglinga
sem talið er að búið verði að
dæma fyrir þyngstu glæpi árið
1960 eru skilgetin afkvæmi
auðvaldsskipulagsins, óvé-
fengjanleg sönnun þess að það
er rotið og mannskemmandi,
þeim mun sjúkara sem það
fær að þróast á hömlulausari
hátt. Fávísir menn kunna að
hugga sig við það enn um
skeið að allt sé heita veðrinu
að kenna, en sú staðreynd
verður ekki umflúin að auð-
valdsskipulagið hefur runnið
skeið sitt á enda, það er mann-
skemmandi og eyðandi afl í
heimi sem. umfram allt þarf
á samvinnu og mannúð að
halda.
Skammsýnir menn hafa feng-
ið Bandaríkin til að
„vernda" Islendinga og ís-
lenzka menningu, og þeir gera
allt sem þeir megna til að
auka áhrifavald bandarískra
lífshátta hér á landi. Þó mun
miklu meiri ástæða til að biðja
forsjónina að vemda okkur
fyrir vemdurunum; stafi Is-
lendingum hætta af, nokkmm
em það Bandaríkin og „The
american way of life.“
Það er sannarlega freistandi
þegar byrjað er að ræða um
skipulagsmál verkalýðssam-
taka, að halda áfram. Gagn-
rýnt var hér í blaðinu, fyrir
skömmu, það tiltæki eins fé-
lags eða félagsstjórnar að
vera, á eigin spýtur og á bak
við heildarsamtökin, að vasast
í stofnun „landssambands sjó-
manna". Gagnrýnd var og sú
óhæfa í skipulagsmálum að
heill skari landmanna gæti, ef
svo bæri undir, tekið fram fyr-
ir hendur sjómönnum og borið
þá ráðum í þeirra eigin stétt-
arfélagi, og það var ekki tal-
ið geta samræmzt hugmynd-
um manna yfirleitt um lands-
samband verkalýðsfélaga, eft-
ir starfsgreinum, að þannig
samansett félag yrði einskon-
ar miðdepill sjómannasam-
bands.
Þótt dæmið um samsetningu
Sjómannafélags Reykjavíkur
hafi verið tekið og þá í sam-,
bandi við ákveðin afskipti fé-
lagsstjórnar af skipulagsmál-
um Alþýðusambandsins ber
ekki svo að skilja, að þetta
félag sé algert einsdæmi um
óheppilega samsetningu. Hér
á landi er víða pottur brotinn
að þessu leyti, þótt ekki sé í
svo ríkum mæli sem raun hef-
ur verið á í Sjómannafélagi
Reykjavíkur. Það eru talsverð
brögð að því víðar að verka-
lýðsfélög hafi á félagaskrá
með fullum réttindum menn,
sem ekki tilheyra lengur vinn-
andi stéttum eða menn, sem
löngu eru komnir í allt önn-
ur störf en þau, er heyra und-
ir kaup- og kjaraafskipti fé-
lagsins, en hafa einhvem
tíma endur fyrir löngu unn-
ið eitthvað á félagssvæðinu. —
Og hvernig lítur svo þetta út
í framkvæmd?
I félagi sjómanna, svo dæmi
sé tekið, er það alþekkt, þeg-
ar kjósa skal í félagsstjóm
eða fulltrúa á sambandsþing,
að sóttur er fjöldi landmanna
úr ýmsum þjóðfélagsstéttum,
á kjörstað, til að greiða at-
kvæði um mál, sem sjómönn-
um einum ber réttur til að
afgreiða. — Hins vegar vinna
þessir kjósendur kannske ára-
tugum saman sem gestir á
öðmm félagssvæðum á taxta
verkalýðsfélaga, sem þeir em
ekki í, en ættu að réttu lagi
að vera. Þannig getur það bor
ið til að landverkamaðurinn
við höfnina í höfuðstað lands-
ins láti sig engu skipta fund-
arboð félags landverkamanna
á staðnum, Dagsbrúnar, þegar
ræða skal og marka stefnu
í kjaramálum hans sjálfs, því
hann er „aðkomumaður“ á fé-
lagssvæðinu ævilangt. Hins
vegar mætir hann á fundum í
Sjómannafélagi Reykjavíkur
til að hafa áhrif á það, hvaða
menn leiða hagsmunabaráttu
sjómanna!!
Þetta er vitanlega hin mesta
fjarstæða frá skipulagslegu
sjónarmiði séð og hreinasta
skrípamynd af félagslegu lýð-
ræði í verkalýðssamtökum.
Þetta á heldur ekki neitt skylt
við hina algildu reglu innan
verkalýðssambanda um gagn-
kvæm vinnuréttindi sam-
bandsfélaga, því að hún mið-
ast einkum við ráðstöfun til
skamms tíma, eins og þegar
um árstíðavinnu er að ræða
og flutninga verkamanna frá
einu félagssvæði til annars yf-
ir takmarkaðan tíma, en ekki
það stjómleysi og þann glund-
roða sem af hinu hlýzt.
Hér skal ekki farið út i
það að rekja ástæður fyrir
þvi að framangreindar skipu-
lagsveilur hafa ekki enn verið
leiðréttar né heldur sækja
neinn til saka fyrir, að sinni.
Hitt skiptir meira máli að
ráðin sé bót á þessu. En það
verður ekki gert nema sú
meginregla, sem verkalýðs-
samtök verða yfirleitt að
fyigja í skipulagsmálum, sé
látin gilda í verki, sem sé það,
að hver einstaklingur sé í því
verkalýðsfélagi, er hefur með
höndum kjarasamninga í
starfsgrein hans.
Það er að sönnu og verður
svo hér á landi um ófyrirsjá-
anlegan tíma, á mörgum stöð-
um, að einstaklingar flytjast
á milli starfsgreina svo títt, t.
d. milli bátsins og eyrarinnai',
að illt er að koma við yfir-
færslu milli félaga eftir hendi,
en þar sem svo hagar til, væri
hins vegar eitt sameiginlegt
verkalýðsfélagi lausnin og
deildaskipting, eftir atvikum.
Aftur á móti þar sem skil-
yrði eru fyrir tvö eða fleiri fé-
lög, ætti það ekki að vera
neinum annmörkum bundið að
yfirfæra menn milli sambands-
félaga hér um bil um leið og
þeir skipta um starfsgrein eða
félagssvæði, samkvæmt á-
kveðnum reglum. Eftirlit með
framkvæmd slíkrar yfirfærslu
virðist geta legið í verkahring
trúnaðarmanna á vinnustað,
um leið og félagsskírteini eru
rannsökuð, eða félagsstarfs-
manna, eftir atvikum.
Rétt er að taka það fram,
að ofanritað ber að skilja
fyrst og fremst sem ábendingu
til athugunar fyrir áhuga-
menn um skipulagsmál verka-
lj&ssamtaka, og þó einkum þá,
sem hafa þessi mál þar með
höndum. — Skýrari greining
félagssvæða og einstaklinga í
félög, eftir starfi, ætti að vera
þeim mun tímabærara íhugun-
arefni sem skipulag landssam-
banda eftir starfsgreinum er
einmitt nú .mikið á dagskrá
innan verkalýðssamtakanna.
XX
Fótaíerð — Ámbassadorar — Dýrðlegir dagar —
Krossfesting í leyni — Var Hoffmann mættur?
„BRÉFIN til þín, Póstur sæll,
um vinnutíma skrifstofu-
manna, eru athyglisverð. En
þyki einhverjum í þeirri stétt
tillagan um að þeir hefji vinnu
á sama tíma og algengir
verkamenn harkaleg, hvað má
segja um meðferð á börnum,
i t.d. 10 ára, sem rifin eru á
fætur kl. 7 f.h. meirihluta
ársins og það í svartasta
skammdegi og verstu veðr-
áttu ársins ? Mundu fílefldir
skrifstofumenn ekki treysta
sér til að hefja starf til jafns
við 8-9 ára börn? Nei, ætli
forstjórar og fulltrúar treysti
sér til slíkrar fótaferðar?
Haldið þið t.d. að nýju amb-
assadorarnir okkar í Osló og
Kaupmannahöfn séu ekki
sprettharðir fram úr bólinu
kl. 7 á morgnana — svona af
gömlum vana ? En vel á
minnzt: Þessa sýnilega nýortu
ambassadorsvísu lærði ég ný-
lega.
Útsvar margur illræmt hlaut,
íhaldsbyrði meiri en nóg.
En lögð var mönnum líkn
með þraut:
að losa þá við Stebba Jó.
MENN tala um, að forseti
okkar lifi nú í dýrðlegum'®’
fagnaði dag hvern. Sl. vor brá
hann sér á fund nokkurra
stéttarbræðra ítem kon-
unga suður í Evrópu. Síðan
komu hingað í boði hans kon-
ungur og forseti sem kunnugt
er. En á milli samvistanna við
drottningar, kónga og forseta
hefur liann snarazt út á lands
byggðina og setið veizlur
hreppa og sýslufélaga, þar
sem tilkoma hans hefur verið
tilkynnt og boðuð. Er og von-
andi að honum endist lengi
heilsa og kraftar til þvílíks
erfiðis — og skattþegnunum
geta til síns ætlunarverks.
EN YFIR einum hlut í þessu
sambandi hefur ríkt — aldrei
þessu vant — hin mesta
leynd. Það er útdeiling „heið-
ursmerkja“. Af öllu sem við-
kemur hinu hávirðulega for-
setaembætti, á almenningur
allra bágast með að taka
krossaútdeilingunni með til-
hlýðilegri alvöru. Og það er
sem einhver eimur af þessum
forstokkaða gáska alþýðunnar
hafi borizt suður á Álftanes.
Nú eru menn krossaðir í þögn
og verðleikar lítt auglýstir.
Við komu hins sæla Svíakon-
ungs gengur sú saga, a.ð
krossamergðin hafi verið því-
lík, að ekki varð tölu á komið
og í staðinn hafi krossar allir
verið vegnir í einu lagi og
stóðu rösk þrjú kíló — en.
fengu þó færri en vildu, sem
vonlegt var. Önnur fullyrðing
er sú, að í konungsveizlum
forseta hafi enginn fengið til
borðs að sitja ókrossaður,
Hvort Pétur Hoffmann hefur
mætt þar með sinn kross, er
ekki vitað. En fáir munu þar
betur að sínum krossum
komnir en Pétur, því hann
sótti gripinn í haug sem sið-
ur var mestu kappa fornald-
ar um dýr vopn og aðrar ger-
semar. Og hvað segir þú nú
við þessu, Pétur sæll? — Al-
vörugefinn."
Aðalf. Rauða krossins
Framhald af 8. síðu.
þjóða Rauði krossinn sæmdi
hana 12. maí sl. fyrir störf henn-
ar að mannúðarmálum.
Samþykkt var 20 þús. króna
framlag til Hafnarfjarðarcíeildar
Rauða krossins til stofnunar
heimilis til sumardvalar fyrir
börn í Hafnarfirði.
Þorsteinn Scheving Thorsteins-
son var endurkjörinn formaður
R.K.Í.
í framkvæmdaráð R.K.f vora
kosnir auk formanns R.K.Í dr.
Gunnlaugur Þórðarson, Ámi
Björnsson, lögfræðingur, Guido
Bemhöft, stórkaupmaður, séra
Jón Auðuns, dómprófastur, Ó3i
J. Ólason, kaupmaður, Jón
Mathiesen, kaupmaður.