Þjóðviljinn - 20.08.1957, Síða 5
Þriðjudagur 20. ágúst 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Síðan ég kom heim frá
Póllandi hef ég einatt
verið spurður að því
hvernig lífskjör almenn-
ings séu þar í landi, og því
er fljótsvarað: Lífskjör í Pól-
landi eru mun lakari en þau
sem fólk býr við í norðan-
verðri Vesturevrópu, einnig
eru þau talsvert rýrari en í
Austur-Þýzkalandi og miklu
lakari en í Tékkóslóvakíu.
Pólskur almenningur virðist
að vísu hafa sæmilega í sig
og á en ýmiskonar munaður
sem orðinn er hversdagslegur
á Norðurlöndum er næsta
sjaldgæfur þar. Það er auð-
velt að semja óhagstæða skrá
um kaupmáttinn með því að
bera saman verðlag í verzlun-
um og laun; þannig eru með-
allaun verkamanna talin 800-
1200 zlótý á mánuði en sæmi-
leg karlmannaföt kosta í
verzlunum 2-3000 zlótý. Engu
að síður vekur það athygli
manna hversu vel og smekk-
lega fólk er klætt; einhvern-
veginn endast launin til að
kaupa dýran fatnað; skýring-
in er sú að verkafólk nýtur
auk kaupsins ýmisskonar fríð-
inda og sumt er ákaflega ó-
dýrt í Póllandi, einkanlega
húsaleiga; hún nemur aðeins
örfáum zlótýjum á mánuði —
en þess ber þá einnig að geta
að húsnæðisskortur í borgun-
um er mjög mikill og fólk
býr ákaflega þröngt. Lífsbar-
átta almennings er þannig
hörð, og háværar kröfur um
bætt kjör hafa mjög mótað
þjóðlífið í seinni tíð; sósíal-
isminn er annað og meira en
stál og steinsteypa, segja
verkamenn. Stjórnarvöldin
líta þá einnig á það sem eitt
meginverkefni sitt nú að bæta
lífskjörin, en almenningur er
óþolinmóður og hefur það
birzt í ýmsum verkföUum sem
gerð hafa verið i Póllandi á
síðasta ári, nú síðast í Lodz.
★ Örlög Pólverja á
styrjaldarámnum.
Það er létt verk og löður-
mannlegt að setja sig upp á
háan hest og kveða upp á-
fellisdóm yfir pólsku stjóniar-
fari og sósíalisma á þeim for-
sendum að lífskjör séu miklu
rýrari þar eystra en í norðan-
verðri Vesturevrópu. En þeir
dómarar sem þannig hegða
sér eru annaðhvort fáfróðir
eða illgjarnir, nema hvort-
tveggja sé. Engin þjóð heims
beið jafn skelfilegt afhroð í
síðustu styrjöld og Pólverjar;
aftur og aftur flæddu dauði
og tortíming yfir landið: fyrst
innrás þýzku nazistanna, síð-
an harðvitug átök við þá á
hernámsárunum, t. d- í Var-
sjáruppreisninni 1944 þegar
barizt var í 63 daga í borg-
inni, loks hrakti rauði herinn
Þjóðverja heim til sín yfir
Pólland, og þau stórfelldu á-
tök skildu eftir sig tortím-
ingu og dauða um land allt.
1 stríðslok voru sumar borg-
ir Póllands samfelldar rústir,
aðeins eitt hús af hverjum
fimm var uppistandandi í
Varsjá, Szczecin var jöfnuð
við jörðu, hvarvetna í landinu
voru sprengdar og brunnar
verksmiðjur, búpeningurinn
hafði hrunið niður, allt efná-
hagskerfi þjóðarinnar var í
molum. Á hernámsárunum
ihöfðu Þjóðverjar myrt sex
milljónir Pólverja, en hálf
önnur milljón var örkumla.
Þessi ógnarlega blóðtaka
hafði fyrst og fremst bitnað
á menntamönnum og sérfróð-
um verkamönnum, því fólki
sem hefði átt að hafa forustu
fyrir endurreisn Póllands í
stríðslok. Og enn urðu Pól-
verjar að koma sér fyrir á
nýju landi; Sovétríkin endur-
heimtu lönd þau austan Cur-
son-línu sem Pólverjar höfðu
rænt eftir byltinguna, en Pól-
verjar endurheimtu í staðinr
fom lönd sin í vesturvegi allt
að ánum Oder og Neisse, en
þangað hafa 8 milljónir Pól-
verja flutzt búferlum síðan í
styrjaldariok; þessi breyting
á landamærum Póllands og
þjóðflutningamir sem henni
fylgdu ollu að sjálfsögðu
mjög miklum örðugleikum.
★ Frumstætt efnahags-
líf.
Þetta er stuttorð upptaln-
ing á vandamálum sem máttu
virðast lítt yfirstíganleg, og
skyldi jþó enginn ætla að
nauðsyn Pólverja hafi verið
sú ein að græða styrjaldarsár-
in og tryggja hliðstæða undir-
stöðu í efnahagsmálum og
fyrir strið. Fyrir styrjöldina
var Pólland mjög fmmstætt
land efnahagslega, yfirgnæf-
andi meirihluti Iandsmanna
stundaði landbúnaðarstörf. —
Borgarastéttin var mjög veik
og hafði reynzt þess ómegnug
að tryggja eðlilega iðnþróun i
landinu; mörg mikilvæg fyrir-
tæki voru í eigu útlendinga
sem fluttu arðinn úr landi
burt. Fátæktin var óvíða sár-
ari í Evrópu, milljónir manna
flýðu land, og samt töldu hag-
fræðingar að átta milljónum
manna væri „ofaukið í land-
inu“ skömmu fyrir styrjöld-
ina; þetta fólk flakkaði um
sveitir Póllands og til ná-
grannalandanna í snöpum eft-
ir vinnu. Fimmti hver maður
í landinu var ólæs. Það var þvi
Pólverjum ekkert keppikefli
að endurreisa það efnahags-
kerfi sem mótaði landið fyrir
stríð; verkefni þeirra var að
framkvæma á sósíalistískan
hátt þá iðnbyltingu sem hafði
reynzt auðmannastéttinni of-
viða og breyta Póllandi í ný-
tizkt þjóðfélag á sem skemmst-
um tíma-
^ Stóríelld nýsköpun.
Pólverjar unnu að endur-
reisn lands sins með þriggja
ára áætluninni sem lauk 1949,
og nýsköpunina hófu þeir þeg-
ar með sex ára áætluninni
sem lauk 1955. Þau tólf ár
sem liðin eru síðan stríði lauk
eru tímabil mikillar umbylt-
ingar í pólsku efnahagslífi;
nú þegar er svo komið að
meirihluti íbúanna í þessu
forna landbúnaðarlandi vinn-
Magnús Kjartansson:
Bætt lífskjör,
helzta vandamál pólskra
stjórnarvalda
I
Þannig tóku Pólverjar við landi sínu í styrjaldarlok, ag poldi engin pjóð önnur jafn
hörð örlög. Myndin er tekin í gyðingativéffinú'i Varsjá, en pað jöfnuðu nazistar al-
:''veg við jöröu.-----------------------------------------------
Á tólf árum hafa Pólverjar breytt landi sínu úr frum-
stœðu búnaðarlandi í iðnaðarríki. Myndin sýnir nýbygg-
ingar í Ncnva Huta, stœrsta stálveri Evrópu utan
Sovétríkjanna
ur að iðnaði. Á sex árum hef-
ur iðnaðarframleiðslan næst-
um því þrefaldazt. Þróun ým-
issa undirstöðuiðngreina hef-
ur verið örari en í nokkru
öðru landi heims. í kolafram-
leiðslu eru Pólverjar nú
komnir fram úr Frökkum og
Japönum, í koksframleiðslu
eru þeir komnir fram úr
Belgum, Tékkum, Hollending-
um og Japönum, í hrájáms-
framleiðslu eru þeir komnir
fram úr ítölum, Tékkum
Kanadamönnum, Svíum og
Saarhéraðinu; í sementsfram-
leiðslu eru þeir komnir fram
úr Þýzka lýðveldinu; i papp-
írsframleiðslu eru þeir komnir
fram úr Tékkum og Belgum;
í sykurframleiðslu em þeir
komnir fram úr Tékkum og
suðrænum löndum svo sem
Porto Rico, Hawai og Indónes-
íu — en fyrir styrjöldina vom
Pólverjar eftirbátar allra
þeirra landa á þessum svið-
um. I landinu hafa risið upp
stórglæsileg iðnfyrirtæki, svo
sem stálverið fræga Nowa
Huta sem er stærsta stálver
Evrópu utan Sovétríkjanna
og á fullgert að framleiða
hálfa fjórðu milljón tonna á
ári — en fyrir styrjöldina var
heildarframleiðslan í Póllandi
öllu 1,2 milljónir tonna. Að
visu hafa. ýms mistök verið
gerð í iðnvæðingunni á þessu
tímabili, einkum að því leyti
að einatt var hermt í blindni
eftir reynslu Sovétríkjanna,
þótt það ætti alls ekki við
pólskar aðstæður, en þau mis-
tök geta engan veginn skyggt
á þau stórvirki, sem umiin
hafa verið. Pólvérjar geta
þannig hrósað miklum sigr-
um, þeir hafa unnið afrek
sem eiga sér fáar hliðstæð-
ur; en á þessu tímibili þró-
uðust einnig veilur sem eru
undirrót þeirra erfiðleika sem
nú ber hæst í landinu.
^ Lífskjörin stóðust
ekki áætlun.
Það er ekki hægt að nota
sömu upphæðina í senn í ný-
eköpun og bætt lífskjör, og
þessi öra fjárfesting hafði ó*
hjákvæmilega þær afleióingar
að lífskjörin þróuðust miklil
hægar. Ætlunin var þó að-
bætt lífskjör og iðnvæðing
héldust í hendur; þannig gerði
áætlunin sem samin var 1948
ráð fyrir því að lífskjörirs
bötnuðu um 40% á næstu sex
ámm. Sú áætlun stóðst þ<S
engan ^veginn; hagfræðingar
telja að lifskjör hafi aðeins
batnað um 12-13% á. þessu
tímabili, og það er mjög lítit
aukning í landi þar sem lífs*
kjör vom jafn léleg og í Pól-
landi. Ein meginástæða þess
að áætlunin stóðst ekki var
kalda stríðið, hervæðingarkappl-
hlaupið; ráðamenn Póllands
töldu óhjákvæmilegt að Pól-
land kæmi upp hergagnaiðnaði-
og her eftir að Atlanzhafs-
bandalagið hafði verið stofn-
að. Þess vegna var sex ára
áætlunin endurskoðuð 1951 og
hervæðingunni bætt ofan á án
þess að dregið væri úr annarrl
fjárfestingu. Breytingin bitn-
aði þvi beinlínis á lífskjömn-
um, og það svo mjög að næstrn
tvö árin, 1951-’53, skertust
lífskjör pólskrar alþýðu hrein-
lega.
★ Mistök í landbúnaði*
Önnur meginástæða þess að
áætlunin um bætt lífskjör'
stóðst ekki vom mjög víðtælc
mistök í landbúnaði. Eftir •
styrjöldina var stórjarðeign-
um skipt milli bænda, og
var þeirri aðgerð mjög fagnað •
og skiót þróun varð í landbún
aði. En jafnframt iðnvæðing- •
unni hóf Verkamannafl. bar- ■
áttu fyrir samyrkjubúskap í:
sveitum. Skilningur á þeim >.
búskaparháttum var hinsveg- -
ar mjög takmarkaður meðat’
bænda. Þá var gripið til þess
ráðs að neyða bændur til þess
að stofna samyrkjubú og með
harðfylgi tókst að stofna 10.
000 samyrkjubú í landinu og
spenntu þau yfir 6% af pólsk-
um landbúnaði. Jafnframt var
kreppt mjög að einkabændum,
hert á skyldu þeirra til að af-
Framhald á 6. siðu