Þjóðviljinn - 06.09.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. september 1957 — ÞJÓÐVILJINN _ (7
MS
er <zð hofa lungur tvær"
Nýjasfa framlag Bjarna Benedikfsson-
ar fil islenzkrar sfjórnmálabaráffu
Gctt er að hafa tungur tvær
og tala sitt með hvorri, seg-
ir máltækið. Þetta orðtak hef-
ur verið leiðarstjarna Bjarna
Benediktssonar í stjórnarand-
stöðunni, og hann hefur raun-
ar ekki látið sér nægja að
hafa tvær tungur heldur hafa
þær oft verið býsna margar;
hann hefur reynt að halda
ölluin sjónarmiðum fram í
einu sem stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Það má vera að
Bjama Benediktssyni þyki
þetta ,,góð“ stjórnarandstaða
en þó mun hann nú þegar
haf; fundið óþyrmilega fyri r
því að flokksbræður hans
undrast stórlega hina marg-
klofnu tungu aðalritstjórans.
Hér skal minnt á nokkur
dæmi um þessa kynlegu iðju
Bjama Benedilttssonar síð-
ustu vikumar.
★ Farmannadeilan
1 íarmannadeilunni byrjaði
Bjarni Benediktsson á því að
eggja fulltrúa sína meðal
þeirra farmanna sem höfðu
hæst kaup og bezt kjör
til að hefja verkfall og setja
frano sem óbilgjarnastar kröf-
ur. 1 stjórn Eimskipaféíágs
Islands beitti Bjarni B.ene-
diktsson sér fyrir því að ekki
yrði tekið i mál að semja'ý
um kröfur farmanna. Og i
Morgunblaðinu heimtaði hann
að ríkisstjórnin leysti deiluna
tafarlaust. Þarna var stefna
Biarna sem sé sú í senn að
farmenn skyldu fá hámarks-
kauphækkun og að þeir skyldu
enga kauphækkun fá! Og síð-
an 'heimtaði hann að ríkis-
stjómin leysti deiluna í sam-
ræmi við bæði sjónarmiðin, eð
eða færi frá clla! Þegar svo
tókst að lokum að leysa deil-
una fyrir atbeina Lúðvíks
Jósepssonar, endurtók sama
sagan sig. I stjórn Eimskipa-
félags Islands heimtaði Biarni
Benediktsson að farmgjöldin
hækkuðu svo að þau bættu
upp allan kostnað Eimski"a-
féiagsins af deilunni, og þeg-
ar ríkisst iómin heimilaði að-
eins 'hélmingshækkun í saraan-1
burói við kröfurnar, tvinnaði
Bjami Benediktsson svívirð-
inga.i'nar í Morgunblaðinu
vegna þess að stjórnin væri að
hækka farmgjöldin og þar
með vöruverðið. Bjarni Bene-
di'ktsson heimtaði þannig í
senn að farmgjöldin hækkuðu
miklu meira en gert var og
að þau hækkuðu ekki neitt,
og síðan krafðist hann þess
að ríkisstjórnin leystí vand-
ahn í samræmi við bæði sjón-
armiðin!
★ Bakaradeilan
Morgunblaðið hefur farið
hamförum gegn ríkisstjóminni
út af bakaraverkfallinu. En
hva.ð hefur ríkisstjórnin til
saka unnið á því sviði, heríir
hún gert verkfall, hefur hún
neitnð meisturum um leyfi til
að semja? Nei, sök ríkisstjóm
arinnar er sú aö hún hefur
ne:ír ð um leyfi til að hækka
brauðverð. Morgunblaðio er
þannig að heimta hækkað
brauðverð, og enginn þarf að
vera í vafa um að verði brauð-
verðið hækkað mun sízt
standa á hinum þyngstu á-
fellisdómum Bjarna Benedikts-
sonar. Hærra brauðverð, ó-
breytt brauðverð er stefna
Sjálfstæðisflokksins í senn.
'fc Gialdeyrismáliii
Morgunblaðið hefur að und-
anförnu lýst því með hávær-
asta orðalagi hversu alvarleg-
ur gjaldeyrisskorturimi væri,
þjóðin væri sem sé að eyða
um efni fram. I sarna tíma
hefur verið óskapazt yfir því
í öðrum greinum í Morgun-
blaðinu að allt væri að verða
vörulaust, það væri allt of
lítið flutt inn. Minni innflutn-
ingur — meiri innflutning-
ur; minni neyzla — meiri
neyzla: þannig syngja tungur
Ðjarna Benediktssonar og
flækjast einatt saman í ákaf-
anum.
•fa Verðlagsmálin
Morgunblaðið talar mikið
um það að dýrtíð sé að auk-
ast í lanóinu og verðlag að
liækka — og þykist nú allt í
einu hafa áhuga fyrir kjörum
almennings. En á sama tíma
heldur Bjarni Benediktsson
þvi fram að rikisstjórnin sé
að gera út af við alla verzlun
í landinu, vegna þess hve
mjög hún haldi verðlaginu
niðri. Og hundruð íhaldsfor-^
kólfa hafa vaðið uppi hjá
verðlagsyfirvöldunum undan-
farna mánuði og heimtað verð
hækkanir á verðhækkanir of-
an. Ihaldið er þannig í senn
með og móti verðhækkunum,
hvitt og svart er hrópað í
einni síbylju.
■Jr Kaupgjaldsmálin
Það þarf ekki að lýsa því
hvernig íhaldið hefur ævin-
lega snúizt gegn öllum kjara-
bótum vinnandi fólks, verið
á móti hverri kauphækkun og
átt þau úrræði helzt að lækka
raunverulegt kaup verkafólks.
Þessi afstaða er ekki breytt,
en á sama tíma er því nú
haldið fram í Morgunblaðinu
að sjálfsagt sé að hækka
kaupið, og Bjarni Benedikts-
son hefur reynt að beita öllum
áhrifum sínum til að fá launa-
fólk til að gera verkföll, eink-
um þá sem hæst höfðu launin
fyrir. Hærra kaup — lægra
kaup, þannig kveða tungur
Bjarna Benediktssonar, og
með því þykist hann hafa sett
undir hvern leka, fullnægt
öllum sjónarmiðum.
★ Alger nýung
Þetta er kynleg stjórnar-
andstaða, og hún hefur vakið
almenna furðu Sjálfstæðis-
flokksmanna um land allt. Það
er ekki hægt að segja að
Sjálfstæðisflokkurinn sé
stefnulaus, hann boðar allar
stefnur í senn, hann er með
og móti öllum verkum í senn.
Þetta. er alger nýung í ís-’
lenzkum stjórnmálum, o*
raunar trúlegt að ‘ erlendar
hliðstæðar séu vandfundnar.
Þessi stefna er við það mið-
uð að almenningur hugsi eldd,
það sé hægt að bjóða honum
hvað sem er, þar á meðai
kjósendum Sjálfstæðisflokks-
ins. En þekking hans á eítir
að aukast.
Gömul skammsýni rifiuð upp
Viðtal við Zantovský sendifulltrúa
Tékkóslóvakíu sem nú er að hverfa
af landi brott.
Sendifulltrúahjónin tékk-
nesku, Zantovský og kona
lians, eru nú að hverfa af
landi brott, en hér hafa þau
dvalizt um tveggja ára skeið,
og eignazt marga vini sem
munu sakna þeirra. lason Ur-
ban sendiherra Tékkóslóvakíu,
sem hefur fast aðsetur í
Osló, hefur dvalizt hér á landi
að undanförnu, og hann hefur
skipað nýjan sendifulltrúa,
Vlastislav Kraus, sem einnig
er kominn til landsins og er
að hef ja störf sín hér.
Jaroslav Zantovský sendi-
fulltrúi hefur sem kunnugt er
átt hinn bezta þátt í að auka
menningartengsl og viðskipti
íslendinga og Tékka á undan-
förnum árum. í tilefni af
brottförinni átti fréttamaður
Þjóðviljans tal við hann:
— Já, nú er ég að fara,
segir Zantovský kíminn. Það
er svo með okkur sem störf-
um í utanríkisþjónustunni að
við megum helzt ekki dvelj-
ast lengur en tvö ár í hverju
landi. Fyrra árið notum við
til þess að kynnast landi og
þjóð, síðara árið höfum við
svo aflað. okkur það mikillar
þekkingar að við getum starf-
að að gagni. En þriðja árið
viturn við oi’ðið of mikið og
verðum að fara!
— Það er alkunna að þér
vitið orðið mikið um ísland
og Islendinga.
— Ég hef gert mér far um
að kynnast sem flestum; til
þess að skilja vandamál þjóð-
ar verður maður að þekkja
fólk. Áður en ég kom hingað
reyndi ég að lesa sem mest
um sögu Islendinga, menningu
þijóðarinnar og raunir þær
sem hún hefur orðið að þola
á liðnum öldum; ég dáði þá
þegar hugrekki íslendinga og
þolgæði, og sú aðdáun hefur
ekki breytzt við nánari
ltynni. Ég minnist þess oft
sem tékkneska skáldið Karel
Capek sagði um aðra norræna
þjóð: Það þarf enga styrjöld
til að þetta fóllc sanni í verki
að það er hetjur. Það hafa
íslenzkir sjómenn og bændur
sýnt kynslóð eftir kynslóð í
baráttu við erfið náttúruöfl,
einangrun og harðrétti.
Mér virðist frelsisþráin og
sjálfstæðisvitundin hafa ver-
ið og vera sterkasti þátturinn
í fari Islendinga, og ég skil
nú baráttu íslendinga fyrir að
halda máli sínu hreinu, fyrir
því að varðveita og efla þjóð-
menningu sína og tryggja sér
fullt sjálfstæði á öllum svið-
um, menningarlegt og stjórn-
málalegt. Ég dái þessa bar-
áttu þjóðarinnar, með henni
hefur hún þegar sýnt í verki
Framsóknarmönnum geng-
ur erfiðlega að játa ranga
afstöðu sína til nýsköpunar-
stjórnarinnar, og fengu þeir
þó eftirminnilegan dóm fyrir
hana hjá þjóðinni í kosning-
unum 1946. I gær hefur Tím-
inn gamalkunnan s"ng og seg-
ir: „Eitt fyrsta verk nýsköp-
unarstjórnarinnar var að
hætta við byggingu áburðar-
verksmiðju, en undirbúningur
þeirrar framkvæmdar var þá
vel kominn á veg fyrir for-
göngu Hermanns Jónassonar
og Vilhjálms Þórs. Nýsköpun-
arstjórnin ctakk jafnframt
sementsverksmiðjumálinu und-
ir stól. Hún hófst heldur ekki
handa um neinar meiriháttar
rafvirkjanir. Undir forustu
hennar var stríðsgróðanum
eytt án þess að nokkuð af
honum væri notað til að
byggja upp stóriðju."
Áburðarverksmiðja sú
sem Timinn talar um var al-
gerlega vanhugsuð. Hún átti
aðeins að framleiða brot af
því magni sem notað er i
landinu og hefði verið orðin.
úrelt um leið og hún komst
upp. Það átti að koma henni
upp við Akureyri án þess að-
nokkuð hefði verið hugsað-
fyrir rafmagnsþörfum hennár.
Allur sá málatilbúningur var
svo skammsýnn að Tímamnrt
mun hollast að gleyma hon-
um. Nýsköpunarstjórnin und-
irbjó hins vegar raunhæfar
framkvæmdir á þessu sviði og
öðrum, og hefur sá undir-
búningur síðan verið hagnýtt-
ur.
Nýsköpunarstjórnin ,,eyddi“
stríðsgróðanum í nýja togara,
stóraukinn bátaflota og skipa-
kost og umfangsmikinn fisk-
iðnað, þ. e. í þann atvinnuveg
sem aflar þjóðinni gjaldeyr-
is. Þessar framkvæmdir eru
undirstaða velmegunar þjcð-
arinnar í dag og allra þeirra
athafna sem þjóðin fæst nú
við. Svo nytsamar sem áburð-
arverksmiðja, sementsverk-
Framhald á 10. síðu.
Zantovský
að hún er þess megnug að lifa
sjálfstæðu menningarlífi og
leggja fram sinn sérstaka
skerf til heimsmenningarinn-
ar.
— Samskipti Islendinga og
Tékka hafa aukizt mjög síð-
ustu árin.
— Já, og mér er það mikið
ánægjuefni. Ég held að við
Tékkar vitum nú meira um
Islendinga en nokkru sinni
fyrr, og einnig hefur vitn-
eskja íslendinga um Tékka
aukizt til muna. Þar hafa
blöðin lagt fram gcðan skerf.
Þegar ég kom til íslands
var ég þess fullviss að unnt
myndi að auka viðskipti land-
anna, enda hefur reynslan
sannað það. Frekari þróun á
því sviði er háð því að sam-
vinna þjóðanna verði enn
nánari; við þurfum að hag-
nýta þá staðreynd að Tékkar
þurfa á fiski að halda og ís-
lenzkar fiskaíurðir njóta sí-
vaxandi vinsælda í Tékkóslóv-
akíu, og eins að Tékkar fram-
leiða fjölbreýttan iðnvaming
sem íslendingar þurfa á að
halda.
— Þið lijónin hafið ferðazt
mikið um landið.
— Já, það er margs að-
minnast. Við höfum í feroum
okkar lent í ýmsum æfin-
týrum sem óhugsandi væru
heima', komið að geigvænleg-
um, óbrúuðum ám og fengið
að vita að hægt var að láta
bílinn ösla yfir þær með lagi.
Ég minnist laxveiðá í Laxá og
silungsveiða í Þingvallavatni
og útreiðatúra á íslenzkum>
hestum. Þá munu sumarkvöld-
in íslenzku alltaf lifa í minn-
ingu okkar, þegar sólin vairp-
aði síðustu geislum sínum á
fjöllin og litirnir urðu svo>
æfintýralegir að þeir hefðir
ekki verið teknir trúanlegir
á neinu málverki. SkógleysiA
hér hefur einkennileg áhrif
á mann, sem vanur er að leita
sér .hvíldar í skógum, en brátft
fannst mér þetta tæra loft og
skíra útsýni, einkum á kvöld-
in, koma í stað skóganna, og
ég hætti að sakna þeirra. Ég
minnist staðanna sem þið sýn-
ið ferðamönnum, Gullfoss,
Geysis, Heklu, og þó minnisfc
ég fyrst og fremst fólksins
í landinu. Ég hafði mikið
gagn af því að ég kunni
norsku þegar ég kom hingað,
ég gat gert mig skiljanlegan
við bændur sem ég hitti út um.
landið, ra.unar lærðt ég
það mikið í islenzku að ég
skil einfalt mál, þótt ég tali
það ekki,
— Þið farið utan með Gull-
fossi.
— Við komum hingað með
Gullfossi og við förum með
honum aftur. Ég gat ekki
hugsað mér að yfirgefa land-
ið með flugvél. Mér fannst
ég verða að kveðja það af hafi
eiga þá minningu síðasta er
fjöllin hverfa.