Þjóðviljinn - 15.10.1957, Side 7
Þriðjudagrur 15. október 1&57 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Niðurlag.
Klukkan er hálf tvö á mánu-
dag, og við erum komin á
bílunum austur að Blautukvísl,
en yfir hana verður ekki farið
á bíl. Snemma í morgun fór
Páil með nokkra röska menn
imeð sér þangað, sem bíllinn
festist í Hnifá í gærkvöldi,
og þeir náðu bílnum upp eft-
ir iTiokkuÁ b'ardús. Og nú
stöndum við liér á bakka
Blautukvíslar og búum okkur
út í gönguna inn að Arnar-
felli. Og klukkan tæplega tvö
leggjum við af stað frá bíl-
unum, 14 manns á ýmsum aldri
og af ýmsum þjóðum; austur-
i-ískur prófessor og kona hans
(hann flutti fyrirlestur um
glímu hér í sumar), þýzkur
unglingspiltur, svissneskur
maður, sem hafði dvalið hér í
ellefu mánuði og talaði ís-
Ein. jökulkvíslin að baki.
ur nautin skort haglendi þama.
Áður en við komumst í
Nauthaga, urðurn við að vaða
aðra jökulkvísl, allvatnsmikla:
Miklukvísl. Hana óðum við
þannig, að tveir eða þrír vön-
ustu vatnamennirnir lóssuðu
Böðvar Guðlaugsson:
réttaleiðum
lenzku allvel, tvær norskar
stúlkur, og svo við landarnir,
átta talsins, aldursforseti Jón-
as læknir Kristjánsson, maður
meira en hálfníræður að aldri.
Fyrsti áfangi þessarar göngu
var að vaða yfir Blautkvísl.
Sumir óð'u í klofsf.ígvélum,
aðrir berfættir. Eg fór úr skóm
og sokkum og óð berfættur yf-
ir kvíslina, en hét þvi að slíkt
skyldi ég aldrej gera aftur;
jökulvatnið var hræðilega kalt,
og ég var sárfættur á botn-
mölinni.
Frá Blautukvísl var tekin
stefna í Nauthaga, en það er
graslendi sunnan undir jökl-
inum, milli kolmórauðra jök-
ulkvíslanna, unaðsleg vin í
eyðimörk öræfanna. Á einum
stað í Nauthaganum eru volg-
ar uppsprettúr, og umhverfis
þær er fádæma mikill gróð-
ur. Nafnið Nauthagi var mér
sagt, að væri þannig tiikom-
ið: Þegar Jón Guðmundsson,
sýslumaður og ritstjóri Þjóð-
ólfs fluttist úr Skaftafellssýslu
til Reykjavíkur með búsmala
sinn struku tvö eða fleiri naut
úr hjörðinni og vildu komast
austur aftur, en fundust seint
um haustið á þessum stað, sem
síðan heitir Nauthagi. Eiga
leitarmenn að hafa fund;ð
nautin og talið fyrst, að þar
væru hestar. En er þeir komu
nær og sáu hverjar skepnurn-
ar voru, á einum þeirra að
hafa orðið að orði: Það eru
þá bara andskotans kýr! Ekki
okkur í smáhópum yfir, leiddu
óvanasta fólkið á milli sín og
leiðbeindu öðrum. Urðu þeir
að vaða 3—4 sinnum fram og
til baka. í Nauthaga áðum
við um stund, en ekki var til
langrar setu boðið, löng og
ströng leið framundan.
Nú var tekin stefna á Amar-
fellsmúlana, suðaustan i Hofs-
jökli. Ef við litum á kortið,
sjáum við, að á þessari leið
eru víða kölluð -ver, t. d.'í'
Oddkelsver, Illaver, Eyvind-
arkofaver, Arnarfellsver. Hér
erum við sem sé i ríki heiða-
gæsarinnar, og í daglegu tali
er hér kallað einu nafni Þjórs-
árver. Ekki sjáum við þó nein
ósköp af gæsum, en þeim mun
meira af gæsafjöðrum. Jökul-
kvíslarnar, sem við þurfum að
vaða yfir, virðast óteljandi og
ef ég hefði ekki séð Svisslend-
inginn setja eitt strik i vasa-
bókina sína fyrir hverja kvísl,
sem við fórum yfir, þá hefði
ég áreiðanlega gizkað . á, að
þær væru miklu fleiri en raun
var á; en þær urðu samtals 50
áður en göngunni lauk. Það
þýðir, að við urðum hundrað
sinnum að vaða yfi.r jökul-
kvíslar á þessar 13 tíma
göngu.
Leiðin yfir Amarfellsmúlana
reyndist fremur seinfarin,
þreytandi plamp upp og niður
grýttar melöldur, vasl yfir
jökulkvíslar í öllum lægðum.
En fallegt er þarna; ýmiskon-
ar gróður, eins og hvönn og
veit ég neinar sönnur á þessu, burnirót, undi sér þama hið
en víst er urn það, að ekki hef- bezta rétt niður undan aurlit-
Vaðið Miklakvísl
um skriðjöklinum, og eyrarnar
austur af Múlunum virtust al-
þaktar eyrarrós. Jökulkvíslarn-
ar, sem falla þarna undan
skriðjöklinum heita, að mér
var sagt, einu nafni Múlakvísl-
ar. Engin þeirra var mjög
vatnsmikil, og engir erfiðleikar
á að komast yfir þær.
Sagt er að í Arnarfellsmúlum
hafi Fjalla-Eyvindur, Halla og
Arnes hafzt vjð í nokkra vet-
ur. Eitt haustið heimtu
Hreppamenn svo illa fé sitt af
afréttinúm, að ekki þótti ein-
leikið. Var þá gerður út flokk-
ur manna í eftirleit á afréttin-
um. Komust íeitarmenn á fjár-
slóð og röktu hana til kofa út-
laganna, sem sátu að húslestri,
er byggðamenn bar að. Þau
Eyvindur komust undan upp á
jökulinn, naumlega þó, en
byggðamenn létu greipar sópa
um vetrarforða þeirra og bú-
slóð og brenndu hreysið. Öm-
urlegt hefur það verið fyrir
útlagana að koma að rústum
hreysis síns og standa uppi
bjargarlaus með öllu, er vetur
fór í hönd. En víst var byggða-
mönnum nokkur vorkunn, þótt
þeir sýndu harðýðgi og ómann-
úðlegar aðfarir í garð þeirra
Eyvindar.
En nú erum við komin að
kolmórauðu vatnsfalli, sem
beljar undan skriðjöklinum, ó-
árennilegt mjög. Skammt
handan vjð það blasir Arnar-
fellsbrekkan við, þessi sérstæð-
asti gróðurblettur landsins. Við
gerðum árangurslausar tilraun-
ir til að komast yfir Arnar-
fellskvíslina; okkur reyndist
hún kvikófær. Jónas læknir
þrammaði fram og aftur á
bakkanum og undi því illa að
komast ekki yfir. Sennilega
hefði verið hægt að komast
fyrir kvíslina á jökli, en ekki
þótti okkur þó ráðlegt að
freista þess að komast þá leið,
svo óvön stórræðunum sem
flest okkar voru. Þess vegna
sitjum við nú á mosaþembunni
á bakka kvíslarinnar og horf-
um yfir til Arn.arfells. Það er
um okkur eins og Móses forð-
um: við verðum að láta okkur
nægja að sjá fyrirheitna land-
ið, en komumst ekki þangað.^
Svo borðum við nestið okkar
og hvílum okkur um stund,
áður en við leggjum af stað
heim aftur sömu leið og við
komum. Og þegar við loks náð-
um þangað, sem v.ið höfðum
skilið vjð bílana, voru um 13
klukkustundir liðnar frá því
við lögðum upp í gönguna.
Aldursforseti ferðarinnar, Jón-
as læknir, lét engin þreytu-
merki í Ijósi, og Svisslending-
urinn, sem vaðið hafði allar
jökulkvíslarnar berfættur, var
hinn hressasti. Þegar við Björn
vorum búnir að koma okkur
fyrir inni í jöklatjaldinu hans,
sagði hann sem svo: Ojæja,
einhvem tíma hefði maður nú
ekki nennt að labba í 13 tíma
til_ þess eins að sitja stundar-
korn á mosaþembu og maula
tvær brauðsneiðar!
Við stefmun á Arnarfellsmúla.
Ungt lólk í vanda
Joliannes Allen: Ungar
ástir. Skáldsaga. — 161
blaðsíða. — Gcir Krist-
jánsson íslenzkaði. —
Heimskringla 1957.
Sá mjkli skálkur Schopen-
hauer segir á einum stað að
karlmaðurinn sé að eðlisfari ó-
trúr í ástum, en konan dygg.
Frá þeirri stundu, sem karl-
maður nær valdi yfir konu,
þyki honum allar aðrar eítir-
sóknarverðari; en þá fyrst taki
konan að unna honum að
marki. Aumingja litla sögu-
hetjan í Ungum ástum reynir
þessa heimspeki á sjálfri sér.
Henni geðjast vel að ungum
pilti; og þegar valdataka hans
hefur farið fram, veit hún ekki
betur en hún elski hann. En
þá aísalar hann sér umráðum
yfir hjarta hennar og líkama
og brýzt til valda á nýjum
stað. Aumingja litla söguhetj-
an verður ósköp sorgbitin. Þó
tekur hún það til bragðs í
hefndarskyni að gefast öðrum
pilti eina stund — og fram-
lengir þannig heimspeki gamla
jnannsins lítið eitt. Siðan taka
sárin að gróa, og söguhetjan
verður ástfangin öðru sinhj.
En það fer á sömu leið: pilt-
urinn heldur senn sína leið,
eins og Schopenhauer spáði
honum. Litlu síðar skilja for-
eldrar veslings Lenu, eftir ít-
rekaðar og gagnkvæmar fram-
hjátökur; og dóttir þeirra er
um það bil að verða götudrós.
En þá kviknar ljós; og þegar
hún segir sögu sina, tveimur
árum eftir að hún gerðist, lít-
ur hún „aftur til þessara átta
mánaða“ í lífi sínu „með um-
urðarlyndu brosi.“ Henni er
borgið. Eða er ekki svo?
Nú eru hverflyndir tímar,
sem spegla ófullnægju kyn-
slóðarinnar í atlasvöðva- og
kynbombutignun hennar. Sag-
an er rituð af næmleik á sál-
arlíf ungs fólks nú á dögum.
Um leið og þessar litlu stúlk-
úr fara úr fermingarkjólnum
láta þær heillast af tóbaki, á-
fengi og strákum. Það er
hvergi þurrð á þessum vörum,
en þó er veröldin eig.i að síð-
ur á hverfanda hveli: gleði
stúlknanna og tryggð piltanna.
Að lifa er eins og að renna
færi í botnlaust djúp. Höfundi
lánast sjaldgæfilega vel að
lýsa ótryggum heimi æisku-
fólks nú um stundir; eng'nn
mun væna hann um ýkjur í
lýsingum. Það eru raunar eng-
in smáræðis drykkjugildi sem
þessi fermingarbörn halda, og
því síður er hálfkák á laus-
lætinu þeirra; en lesandinn
leggur fullan trúnað á frásögn-
ina. Listsefjun'n er svikalaus.
Sálnæmi höfundar var nefnt.
En sannferð sögunnar markast
ekki síður af stilnum, svo yfir-
lætislausum og innilegum sem
hann sé ætlaður til þess eins
að segja sannleik. Hann er
vitaskuld bæði út undir sig og
inn undir sig, eins og allur
góður stíll; en höfundur fer
svo vel með ritleikni sína, að
lesandinn veit ekki af henni
fyrr en lokjð er. Stílgáfa Jo-
hannesar Allens er eins og
súrefnið: ósýnilegt lífsskilyrði.
Mannlýsingar sögunnar eru
skarplegar margar hverjar; t.
d. lýsing kuldakerlingarinnar
Bertu og vinnustúlkunnar
Nellýjar, sem er ímynd heil-
brigðrar og náttúrlegrar mann-
eskju — að Benna ógleymdum,
þessum gáfaða pilti sem emjar
allur af vaxtarverkjum. Lak-
ar tekst höfundi með foreldra
Lenu; þeir eru sveipaðir ein-
hverju hálfljósi. Endurtekin á-
tök þeirra og dótturinnar eru
sviplítill skáldskapur.
Á kápusíðu segir að þýðandi
hafi „leyst það vandaverk
snilldarlega af hendi“. Það er
ofmælt; þýðingin er svona í
góðu meðallagi. Hún er t. d.
of bó.kleg í einstökum atriðum.
Stúlka spyr móður sína hvort
friðill hennar sé „kvæntur".
Strákur spyr stelpu: „Hefurðu
bcrðað morgunverð?11 ÞA er
, þýðandi alltaf að burðast við
að leggja sögnina „kunne“ út:
.... get ég heyrt einhvern
spyrja“; „. . . og ég gat heyrt
til hans alveg út á götu“. Það
er vitaskuld ekki gott að vera
„þungur í höfðinu“; en þegar
slík höfuðsótt er komin á
prent, er hún þar að auki
lj’ót. En að vísu er þýðngin
í heild miklu snotrari en þessi
dæmi, þau benda aðeins til
þess sem lakast fer. B.B.