Þjóðviljinn - 15.10.1957, Page 9
Þriðjudagiir 15. október 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (9
r
A
þ*
niTSTJÓRi FRtMANN HELGASON
NefíMÍarkosniiigar á Alþingi
Um síðustu mánaðamót
munu handknattleiksæfingar
hafa byrjað víðast hvar og mun
þess skammt að bíða að þær
verði komnar í fullan gang hjá
öllum sem vilja og ætla að
vera virkir í vetur.
Það virðist sem í vetur verði
mikið um að vera í hand-
knattleiknum, utanfarir fleiri
en eins félags og svo ekki sízt
þátttáka okkar í heimsmeist-
arakeppninni í Austur-Þýz'ka-
landi.
Það verður að álíta að æft
verði með meiri ákafa en
nokkru sinni -fýrr. Allir hand
knattleiksmenn sem eru þess
umkomnir verða að gera: sitt
til þess að þessi þátttaka verði'
handknattleiknum hér til eins
mikils gagns og hægt er og
þeir sem sendir verða standi
sig sem bezt í þeirri hörðu við-
ureign sem þeirra bíður þár.
Lantlsliðsnefnd fylgist
ineð æfingum manna.
Iþróttasíðan hefur hlerað það
að ekki verði nú þegar valdir
sérstakir menn sem æfa eigi
sérstaklega undir képpnina. —
Hinsvegar er þess vænzt og því
treyst að ’þetta verði tekið
mjög alvarlega og menn æfi
með mun meiri kostgæfni en
venjulega. Stjórnum félaga
mun hafa verið falið að halda
skrá yfir þær æfingar sem fram
fara og skrá yfir hverjir mæti
þar. Verður að sjálfsögðu tek-
ið tillit til þess þegar endan-
lega verður valið í liðið.
Að taka þátt í heimsmeist-
arakeppni er verkefni sem verð-
ur að taká mjög alvarlega og
til þess duga engar 2x50 mifi
á viku, og þó ekki séu slík
stórverkefni þá er það líka of
lítið, ef árangur á að nást.
Það er því von þeirra sem að
undirbúningi fararinnar til
Austur-Þýzkalands vinna, að
leikmenn aimennt leggi meira
að sér og bæti 30 mín við
þær 50 mín sem hægt er að
vera inni og hlaupi úti áður
og æfi þannig upp þol og sprett
sem er krefjandi í hinum stóru
sölum sem leikið verður í. —
Þannig mætti fá 1 klst. og 20
mín hverju sinni, og gæti það
mikið hjálpað til að undirbúa
frekari þjálfun, sem verður að
sjálfsögðu tekin upp eftir ára-
mótin, á þeim mönnum, sem
valdir verða til þeirra æfinga.
Sennilega verður henni skotið
inn á milli en þess krafizt að
þeir æfi áfram með félögum
sínum.
Iþróttasíðan mun reyna að
fregna hversu handknattleiks-
menn æfa og undirbúa sig und-
ir þau verkefni sem þeirra bíða.
Tíminn til stefnu er iskyggi-
lega st Vtur, mótið byrjar 27.
febráar og brátt er kominn
miður október síðan kemur
kemur jólamánuðurinn með ö.ll-
um þeim töfum sem honum
fyigja.
Það sjá því allir að hér duga
engin vetlingatök, og tíminn
nemur ekki staðar fremur en
fyrri daginn.
ísland leikúr \ið Tékkóslóvakíu
27. febrúar.
Þátttökulöndunum er skipt
niður í fjóra hópa og tvö efstu
löndin í hverjum lióp komast
í úrslitin. Dregið hefur verið
um það hverjir leiki saman
forkeppninni en það eru:
27. febfúar:
Hópur A. Svíþjóð — Spánn;
Pólland' Finnland.
Hópur B. Þýzkalánd — Lúx-
émborg; Noregur — Frakk-
land;
Hópur C. Tékkólsóvakía —
Island; ' Ungverjaland — Rúm-
enía.
Hópur D. Danmörk — Bras-
ilía; Júgóslavía —- Austurríki.
1. marz:
Hópur A. Svíþjóð — Pólland;
Spánn — 'Finriland:
Ilópur B. Lúxemborg — Nor-
egur; Þ3'zkaland ■— Frákk-
land.
Hópur C. Island — Rúmen-
ía; Tékkóslóvakía — Ung-
verjaland.
Hópur D. Brasilíá — Austur-
ríki; Danmörk —• Júgóslavía.
2. marz:
Hópur A. Finnland —» Sví-
þjóð; Pólland —- Spánn.
Hópur B. Frakkland — Lúx-
emborg; Noregur — Þýzka-
land.
Hópur C. Ungverjaland —
Island; Rúmenía — Tékkóslóv-
akía.
Hópur D. Júgóslavía —
Brasilía; Austurríki — Dan-
mörk.
Að því er séð verður mætir
ísland stérkasta liðinu í fyrsta
leiknum, því Tékkar hafa sýnt
að þeir eíga mjög gott landslið"
og komú mjcg a óvart í síð-
ustu heimsmeistaraképpni. ’Sví-
af líta' á Tékkana sem siná'
aðalkéþpinauta í keppni þess-
ari.
Því má bæta hér við að þau
átta lönd sem komast í úr-
slitakeppnina mynda tvo lióþa
sem leika einn við alla og allir
víð einn, og svo kepþa sigur-
vegararnir til úrslita.
Fi-amhakr n'í 3. "Síðu.
Björgvin Jónsson,, Björn Jóns-
son, Eggert Þorsteinsson. Af b-
lista: Jóhann Þ. Jósefsson, Sig-
urður Bjarnason.
Heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd: Af a-lista: KarlKristjáns-
son, Alfreð Gíslason, Eggert Þor-
steinssön. Af b-lista: Friðjón
Þórðars'on, Sigurðiif Ó. Ólafsson.
Iðná'ðarnefnd: Af a-lista:
Björgvi'ri Jónsson,' Eggert Þor-
steinsson, Björn Jónsson. Af b-
lista: Gunnar Thoroddsen, Jó-
hann Þ. Jósefsson.
Memitámálanefnd: Af a-lista:
Sigurvin Einarsson, Friðjón
Skafphéðínsson, Fjnnbogi R.
Valdimafsson. Af Ulista: Gunn-
ar Thoroddsen, Sigúrður Ó. Ól-
afsson.
AHsherjarnefnd: - Af a-lista:
Páll Zóphóníássón, Friðjón
Skarþhéðinsson, Alfreð Gisiason.
Af b-lista: Friðjön Þórðarson,
Jón Kjartansson.
Neðfi deild:
F.iárhagsnefftd: Af a-listá
'Skúii Guðmundssön, Einar Ol-
jgeirsson; Emil Jónss'on. Af b-
Jista: Jóhann Hafstein, Ólafur
BjöfnssóTi.
Samgöngmnálanefnd: Af a-
lista: Eiríkur Þorsteiiisson, Kar'
GuSjónsson, Páll Þorsteinsson.
Af b-Iista: Jón Pálmason, Ingók"
ur Jónsson,
Landbúnaðarnefnd: Af a-lista:
Ásgeir Bjarnason, Gunnar Jó-
hannsson, Ágúst Þorvaldfcson.
Af b-lista: Jón Sigurðsson, Jón
Páimason.
Sjávarútvegsmálanefnd: Af á-
lista: Gisíi Guðmundsson, Áki
Jakobssóiþ Karl Guðjóilsson. 'Ai'
b-lista: Pétur Ottesen, Sigurður
Ágústsson.
Iðnaðarnefnd: Af a-lista: Ágúst
Þorsteinsson, Emil Jónsson, Pét-
u-r Pétursson. Af b-lista: Bjarni
Benediktsson, Ingólfur Jónsson.
Heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd: Af a-lista: Steingrímur
Steinþórsson, Gunnar Jóóhanns-
son, Benedikt Gröndal. Af b-
iista: Ragnheiður Helgadóttir,
Kjartan J. Jóhannsson.
Menntamálanefnd: Af a-lista:
Páll Þorsteinsson, Benedjkt
Gröndal, Einar Olgeirsson. .Af
b-Iista: Ragnheiður Helgadöttir,
Kjártán J. Jóhannsson.
Allsherjarnefnd: Af a-lista:
Gísli Guðmundsson, Gunnar
Jóhannsson, Pétur Pétursson. Af
b-lista: Bjarni Benediktsson,
Björn Ólafssön.
heimsmef &
5000 m.
SOVÉZKI hlauparinn Vladi-
mir Kuts setti nýtt heims-
met í 5000 metra hlaupi á
frjálsíþróttamóti, sem liáð
var í Róm um heigina. Hljóp
hann vegalengdina á 13.35,0
mínútum og bætti fyrra met-
ið, sem Englendingurinn
Gordon Pirie áttl, um 1,4
sek.
29 löndum hefur verið boðið að senda
keppendur á EM að sumri og 11 hafa
þegar tilkynnt þátttöku
Eins og frá hefur verið sagt,
fer Evrópumeistarakeppnin í
frjálsum íþróttum fram að
sumri í Svíþjóð, eða nánar til-
tekið í Stokkhólmi dagana 19.-
24. ágúst. Gert er ráð fyrir
að mót þetta verði stórt i snið-
um og hafa boð verið látin
ganga tii 29 landa um þátt-
töku. 11 bafa tilkynnt að þau
muni koma, en það eru: Belg-
ía, Bretland, Sviss, Noregur,
Lúxemborg, Þýzkaland, Sovéc-
ríkin, Finnland, Holland, Spánn
og Svíþjóð. Gert er ráð fyrir
að um miðjan þennan mánuð
verði línurnar skýrari og Sví-
ar gera ráð fyrir að ekki færri
en 25 lönd sendi keppendur á
mótið.
Þýzka frjálsiþróttasambandið
hefur óskað eftir að fá komið
fyrir 60 körlum og 30 konum,
og Sovétríkin hafa einnig ósk-
að eftir að fá inni fýrir 100
manna hóp og. fylgdi sú ósk að
þeir fengju að búa í skóla þar
sem íþróttavellir væru nálægir.
Þeir munu koma um 5. ágúst
til að venjast aðstæðum og eins
til að æfa sig.
Þýzkaland og Finnland hafa
pantað fjölda aðgöngumiða fyr-
ir áhugasama áhorfendur sem
vilja fara til Stokkhólms og
horfa á. Einnig munu margir
koma frá Noregi, Danmörku,
Hollandi og Frakklandi sem
áhorfendur. Frá þvi segir einn-
ing að áhorfendur muni koma
alla leið vestan úr Kaliforníu,
og frá því hefur verið sagt
áður að ÍR hefur áætlanir um
að koma á hópferð sem getur
orðið nokkuð fjölmenn. Að-
göngumiðasala að mótinu byrj-
aði í þessum mánuði. Þessa 6
daga er gert ráð fyrir að seld-
ir verði um 200 þús. aðgöngu-
Framhald á 2. síðu.
Kaupið SHELLZONE-frostlög
tímanlega!
Gleymskan getur orðið yður dýrkeypt!
Ef þér viljið vera öruggir um kælikerfið í
blíreið yðar í frostum vetrarins þá notið
Shellzone frostlög.
Fæst í gallon og lk gallon dósum á sölu-
stöðum vorum um land allt.
Einnig í lausu máli á „SHELL"-stöðvunum
við deykjanes- og Suðurlandsbraut.
MUNIÐ: Ein áfylling veitir kælikerfinu
örugga frostvernd allan veturinn.
Olíufélagið
Skeljungur h.f.