Þjóðviljinn - 02.11.1957, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1957, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 2. nóvember 1957 við höfum henzt og dengzt um allan sjó, en hvergi orðið varir að telja, utan nokkurra blóðnæla á stærð við mannsfingur, svo við kipptum inn í þarann. Þetta var í stórstraum, en þá er helzt von á honum þar, en hann vildi eklci bekenna og ekki állt'úr biblíunni, sem ég rausaði. Aftur á móti var gamling- Hann kom með tvo. Þeir voru fagurrauðir og sprettharðir cins og lax og ýldu/i þegar liann skar þá. Ekki'er hann Ijótur, blessað- ur. Svona var hann hcrna á árunum, allt kubbafiskur. Og þar renndi hann sér á dauða- snærið. Þeir voru tveir og maga- gleyptir. Eg blótaði dálítið. MAGNÚS JÓHANNSSON, frá Hafnamesi: inn hinn þolinmóðasti, snúss- aði sig, skók og skók. Hann er stundum lengi að átta sig hér, sagði hann. Það er ekki á vísan að róa. En hann lét ekki á sér kræla og gamling- inn farinn að dofna í trúnni á þánri rauða. Alveg er þétta merkilegt. Hvað er merkilegt? spurði ég önugur. Hér á árunum var alls stað- ar nógnr fiskur, hvar sem reynt var, hvort heldur grpnnt eðaídjúþt. Nú verður hvergi vart. Merkilegt. Og svo sagði hann mér sög- una, sem hann reyndar oft hafði sagt mér, þegar þeir fundu Krærnar. Krærnar voru nokkurs konar uppurinn fiski- banki í augum hans, ámóta og Halinn og Selvogsbankinn í augum togaraskipstjóra. Þeir höfðu bætt við hálfri línu og náðu þess vegna sunn- ar en venjulega. Það stóð á hverju járni. Boltáfiskur. Fylltu þið ekki kænuna? spurði ég. Fylltum! Við tvísóttum. Og þarna lá hann allt sumarið, fullir bátar dag eftir dag. Þá var gaman að lifa. Eg lagðist langsum vfir þóftuna og lét hött minn slúta. Það var sterkjuhiti og svekkjandi að fáann ekki. Gamlinginn skók. Báturinn reri mjúklega í lognöldunni og keiphljóðið í vaðbeygju gamlingjans sVæf- andi. Eg var við það að gleyma mér, þegar keiphljóðið breytt- ist, og litlu síðar buldi í botn- þiljunum. Eg rauk upp með andfæl- um. Fékkstann? Hann er að gefa sig til, sagði gamlinginn og hljóp hastarlega á hann. Eg var að rífa ofan af honum þar- ann. Eg sá það á höndum hans og titringnum á færisstrengn- um, að hann hafði sett í vænt, renndi. num Litlu síðar varð hann óður og stóð ekki á cðru en liönd- unum, enda hækkaði ört í bælinu. Maður var kominn í kónga- skap. Kannski hann sé kominn héma á Krærnar eins og í gamla daga. Veit ekki, sagði gamlinginn. Hann virðist vera til nú, sagði ég, enda tólc hann í grunnmálinu og skjannahvít- ur og göngulegur í bland. Það er ekki alltaf hann gef- ur sig, sagði gamlinginn og strauk svitann af enninu. Hendur hans voru stórar og þrútnar og siggrónar. Hann dró alltaf berhendur. Það var stundum baks þeg- ar maður var að þamba hérna á úrunum, sagði hann upp úr þurru. Maður var feginn stór- straumnum. Uppi í landi skarkaði mokstursvél og sunnangolan bar daufan benzínþef að vit- um okkar. Kannski þeir geti sótt til okkar þessa titti næsta sumar. Kannski. Það glampar á veginn hvar hann bugðast með fjallinu, ljcsbrúnn í sólinni. Það er kominn kúfur á bælið. Hann er farinn að tregðast, einn og einn með löngu miili- bili, líkt og þeir komi langt að og smærra í bland. Það er tekið að síga á seinni hlutann á beitunni, lúka eftir og sólin komin á vestriö. - Það hafa orðið fallaskipti og. dáj.ítil áferð á færunum. Það ætlár að síga fljótt í, suðurfallið, segir gamlinginn. Kannski maður fái sér bita. Við setjum fast um vað- beygjurnar í þeirri von að hann taki meðan við snæðum. Eg hef með mér tvo kaffi- geyma, gamlinginn einn. I gamla daga höfðu þeir ekkert með sér, utan sýrukút, sem þeir drukku þó ekki úr nema í sárustu neyð, enda urðu þeir þyi-stari og þyrstari eftir þvi sem j>eir drukku meira, að sögn. Voru þið ekki oft svangir? spurði ég því ég skil ekki hvernig menn gátu verið mat- arlausii daglangt á sjó. Ójú, það gauluðu oft í manni garnirnar, sagði hann. En var nógur fiskur. Þið hafið gleymt hungrinu, sagði ég. Fiskurinn liefur ver- ið ykkur allt. Maður var ungur þá, sagði hann, og hraustur. Hvernig var það þegar kaupmennirnir fóru sem verst með ykkur? spurði ég. Þeir fóru ekki illa með okkur, sagði hann. Fiskurinn féll á heimsmarkaðinum. O, vertu ekki að bera blak af þeim, bölvuðum, sagði ég. Þeir kúguou ykkur. Hvernig fór með skuldirn- ar ? Bankinn keypti þær, sagði hann. Var þet.ta mikill fiskur? spurði ég. Tvö hundruð skippund, sagði hann. Svo hafa þeir auðvitað neit- að ykkur um lífsnauðsjmjar, bölvaðir? Hvernig fóru þið að lifa? Það var ekkert líf, þó lifað væri, sagði hann. Maður át það sem tönn á festi. Það hefur verið eins. og í móðuharðindunum, sagði ég. Já, fólk nú til dags, æti ekki það sem lagt var sér til munns þá, sagði hann. Það var ekki alltaf kræsið. Hann gaf sér varla tíma til að kingja, gamlinginn, skvetti í sig standandi úr stút, dró færið upp við hvern sopa, beitti og renndi, enda var beitan þrotin þegar snæðingi var lokið og tolldi ekki orðið á bælinu. Við kipptum upp stjóranum, renndum beru, en hann merkt- ist ekki. Eg ræsti vélina, skipti í gír og sneri stcfni til lands. Það var um sólsetur og mokstursvélin uppi í móunum þögnuð. Magnús Jóhannsson Hafnarnesi, Fáskrúðsii r ði. Tnnguíoss Fcr frá Reykjavík þriðju- daginn 5. nóv. til Vestur- og Norðurlandsins. Viðkomustaðir: Bíldudalur Þingeyri Flateyri ísaf jörður Skagaströnd Siglufjörður Vörumóttaka á mánudag. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. Saumanámskeið hefst 7. nóvember. Þátttakendur tali við mig sem fyrst Bryithiidur Jngvarsdóttir Mávahlíð 49. ! Markás í } | Svartagili | | vill kaupa nothæft timbur j j til gripahúsabygginga. Upp- j i lýsingar í sima 10 2 12 og i j 323 03. ! Köflóttar barnaulpur j B > hlýjar, sterkar og ódýrár. j B m Tóledó, | B B ' B Fiscliersundi j Laugavegi 2. .ÍFSÍtlYNSU • KANNRWNIR,-í FIMTÝRI Nóveraber blaðið et ■ . . cj' . komið úf. ÚRVAL AF PlPUM VerO frá Jcr. 21.00 til Jcr. 75.00 SENDTJM 1 PÓSTKRÖFU SÖLUTURNINN við Arnarhól ann vantar röska unglinga til að bera blaðið til kaupenda í j eftirtöldum hvenfum: Skerjaíjörður Hveríisgata, Höíðahveríi, i Kvisthagi, j Laugarnes, Vogar og Teigar Aígreiðsla ÞJÖDVILJANS Sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.