Þjóðviljinn - 08.11.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Leck Fischer:
UZ,
* <»
Við komum neim klukkan fimm og frú Baden var
farin út. Ebba var líka horfin. Ég leitaði fyrir mér
og fékk loks fréttir hiá Eilersen. Hún hafði tekið hjól-
ið sitt og farið rétt á eftir mér. Hann gat séð á herrni
að hún haföi verið að gráta.
Og nú í kvöld hef ég setið í þrjá tíma niðri í herberg-
inu hennar, þangað til hún kom. Það fór hrollur um
hana þegar hún sá mig sitja eins og skugga á rúm-
stokknum. og hún hörfaði undan snertingu handa
minna eins og ég væri vofa sem ekki væri hægt að
særa burt.
Hún hafði farið burt. vegna bess að henni fannst sem
ég hefði svikið sig. Hún hafði verið svo fegin að ég
hafði lofað að tala við móður hennar. Það var eins
og allar áhyggjur leystust upp og hyrfu. Þegar ég fór
tii bæjarins, fékk hún þá hugmynd að ég hefði svikið
hana.
__ já en hamingjan góða. barn, það var ekki annað
en heimsókn. Ég var svo djörf að strjúka henni umhár-
ið. Hún titraði við snertingu mína og ég fékk ekkert
svar að ráði. Hx'm ga.t ekki sagt frá neinu í samhengi.
Hún í talaði slitróttum setningum og orðum. sem ég
varð sjálf að setja saman til að fá innihaW í. Hún
hafði farið til Haraldar síns og bau höfðu setið á skurð-
bakka súan daginn. Þau höfðu ekki sagt neitt. Þau
höfðn bara verið saman.
Éff er svo óvön að vera móðurleg vinkona. a.ð það
leið löng stund áður en mér tókst að róa hana. Þaö var
kveikt liós í glugganum hjá frú Badén meðan við vor-
um. að t-ala samp.n, en áður en ég fór var slökkt þar
aftur Ebba grét, og hélt í höndina á mér eins og barn.
Allt í einu var hún sofnuð. Og ég gat læðzt út.
Og nú veit1 ég hvað ég þarf að gera á morgun. Að
vissu leyti er þetta ekkert sumarleyfi. Ég er vön því að
fara á gistihús og láta mér líða vel. Það hefur ekki
alltaf verið skemmtilegt, en ég hef haft frið. Hvað kem-
ur þetta fólk mér við?
Og það er ég sem hef lofað að greiða afborgun af
skuld.
Þegar ég hugsa mig betur um, var eitthvað rauna-
legt \dð s\dp ungu konunnar, sem tók á móti binum
kvulega gesti 1 dag. Einhver þreyta og taugaóstvrkur,
sem hreinn kjóll og vandleg hárgreiðsla gat. ekki .leynt.
Hvernig var Hálfdán, þegar hann kom heim í g.ærkvöldi. ^
Á morgun verð ég fertug. Ég hef ekki haft tíma til
að hugsa um afraælisdaginn minn og ég ætla að halda
upp á hann í kyrrþey og láta- mér nægja að fara í rauða
kjólinn minn.
Þegsr mamma varð fertug, klæddi hún sig í svart
og grátt Síðasta myndin sem tekin var af henni var
frá. þeim tíma. Hún situr í svörtnm kjól með hvítan
pípukraga um hálsirnn. Maður get.ur orðiff þungíyndur.
af nð horfa á þá myud. Það er svo rnikjl uppgjöf í
heuni.
Er nú komið að mér; kominn tími til að ég verði
xhóðurleg vinkona með uppgjöf í sýipnum? Er það svo
fiarri öllu lagi að mér finnst vndislegt að klæöast
raúðu?
XII
Loksins losnaði ég við kvenfólkið.
Maður getur tekið ákvörðun uro að gera ekkert veður
út af afmæbsdegi sínum, en hún ev óframkvæmanleg
þegar fnVBaden er anna.rs vegar. Ef það liefði ekki ver-
ið of dýrt befffi ég sennilega verið vakin með lúðra-
þyt og sörg, nú varð ég a.ð láta méf nægja stimamýkt
Ejlersen, sem í tilefni dagsins bafði sett á. sig flibba og
•kom með yönd af giiilum öp’ rauðum rósum og náðt mér
í rúmi Annað eins og þetta á að gera mann snortinn,
þót.t maðim sé einn þeirra sem helzt vilja. fára. á fætuiv
í friði, oof ép- varð líka svo snortin að bað munaði
minnstu að ég rétti honum krónu. Sem betúr. fer gerði
ég bað ekki Ejlersen tilheyidr , fjöiskjddunni. Þaö er
Shetra. virði en að fá krónu endrum. og eins.
i Við diskinn minn var vöndur úr blárri lóbeííu og gul-
um og ryðlituðum flauelisblómum, sem undarleg lykt
var af og ég varö að ýta burt. Konurnar komu ein af
annarri og óskuðu mér til hamingju, og nú er ég í mikl-
um vafa um, hvort þaff er skylda- mín að gefa kökur
með kaffinu í dag. Það var venja okkar á skrifstof-
unni, og rjómabolla getur hæglega varpað Ijóma á
hversdagslegan þriðjudag, ef maður er þá ekki sjálfur
hinn hamingjusami sem á afmæli og verður að borga.
Ég geri ráð fyrir að frú Baden haíi séð fæðingardag
minn á skýrslunni sem ég gaf þegar ég kom, og því varð
að gera eitthvaö. Við eigum að fá kótelettur í matinn
til hátíðabrigða. Ég hef innilega samúö með slátraran-
um sern leggur til kjötið.
Nú þekki ég Friðsældina balcvið tjöldin og tek þátt
í að borða mat auötrúa fólks.
Ebba litla kom með vasaklút meö kniplingum. Hún
stakk því í lófann á mér við morgunverðarboröið og
hljóp svo burt. Hann er dálítið gulnaöur, og ég er næst-
um viss um að þetta er fermingargjöf. Hún er þakklát
sál. Það er bara ég sem hef ekki nógu stórt hjarta til
að gleöjast yfir trausti hennar.
Og ég fékk bréf og blóm. Hálfdán sendi hvítar nellik-
ur. Já, en þetta er stórkostlegt. Þær eru tuttugu. Ung-
frú Schwartz taldi þær þegar þær komu og frú Sewald
aðgætti hvort gæöin væru eftir því. Einhverja hugmynd
hefur hann sjálfsagt um að ég sé hrifin af nellikum.
Hann man sennilega ekki hvenær hann gaf mér þær í
fyrsta sinn. Ég man það.
Við höfffum talaff um það, að við þyrftum endilega að
gifta okkur. Hálfdán hafði nokkra nemendur og hann
bjóst líka við að geta fengið atvinnu á skrifstofu. Hún
var í sambandi við fræverzlun og hann gæti stundáð
námið jafnfi-amt því. Þetta var allt svo ágætt, og þaö
var bara ég sem var í dálitlum vafa. Ég var aö velta
fyiir mér hvernig ég gæti sagt upp starfinu án þess áð
valda Tómasi alltof miklum óþægindum. Fyrst í staö
ætlaði ég að halda áfram að vinna, og Tómas hafði þörf
fyrir mig. Hvernig átti ég að hitta á réttan tíma,
Ég hefði ekki þurft að gera mér neinar áhyggjur.
Hálfdán var á skrifstofunni í þrjár vikur. Svo sagði
hann upp. Það var ekki til neins. Þaö hefur aldrei verið
neitt starf sem var við hæfi þess manns, og nú er hann
oröinn of gamall til að byrja neðanfrá. Ég hefði getað
sagt mér það sjálf að hann hlyti að kaupa tóbaksbúð
einn góðan veðurdag.
Það má vel vera að ég hafi veriö dálítið ströng
þegar hann kom og sagði mér frá uppsöpminni. Hann
hafði fengið lánaða peninga hjá mér og bað um meira.
Sama kvöldið mætti hann upp með hvítar nellikur. Þú
sagðir að þetta væru eftirlætisblómin þín, hvíslaði
hann. Nú langaöi hann til að gleðja mig.
Hvítar nellikur fyrir mína peninga, Eins og hann
kæmi með þær að jarðarför, enda gerði hann þaö í
rauninni. Eftir það töluðum við ekki meira um hjóna-
band.
Q^eimÍU
sþáttur
mnmmmmwmmm&'
Ef heiliim á að starfa eðlilega — þá
notið ekki of þröega flibba
Gömlu „föðurmorðing’jamir"
vekja alltaf fcgnuð í revýum
og gamanleikjum, en þeir em
ekki einungis kyndugir á að
líta, heldur voru þeir einnig
óþægilegir og óhoilir. Flibb-
amir sem notaðir em i dag
eru óneitanlega álitlegri, en
hégómlegir karlmenn á öllum
aldri vilja samt sem áður af
einhverjum ástæðum hafá þá
eins þrönga og unnt er, og
það er óhollt. í hálsinum er
skjaldkirtillinn og raddböndin
auk stóru æðanna sem ná til
lieilans. Ef heilinn á að starfa
eðlilega þarf hann helzt að fá
ríkulegt og reglulegt súrefni
gegnum blóðið. Gætið þess því
að 'hafa ekki of þröngt um
hálsinn! Það er ekki að á-
stæðulausu að vanlíðan hverfur
oft ef losað er um hálstau,
Kvenfóildð > f jölsbjidunni
skyldi sýna þá háttvísi að
nota ekki þessa læknisfræði-
legu aðvörun sem tilefni til
að beina eitruðum aðdrótt-
unum til karlmannanna í
húsinu. Skýringin getur
nefnilega líka verið önnur.
Slétt hár — hrokk-
Eldflaugar
Framhald af 1. síðu.
hvíta húsinu að ræðan héti: -Vís-
indi og öryggi. Það var látið
fy'gja tilkynningunni, að þetta
væri einhver hinn örlagaþrungn-
asti bbðskapur, sem Eisenhower
hefði nokkru sinni flutt banar,-
rísku þjóðinni.
Butler, öldungadejidarmaður
úr fiokki .Eisenhowers, lagði til
í gær að forsetinn skipaði Dougl-
as MacArthur hershöíðingja yi-
ir alíar eidflaugarartnsóknir cg
eldilaugasmíðar. Það myndi
lægja kvíða Bandaríkjamanna
út af sigurvinningum Rússa, því
að MacArthur nyti virðingar og
trausís allra Bandaríkjamanna.
Breyttar aðstæður
Gervitungl Sovétríkjanna Og
eldfiaugarnar, sem flutíu þau út
í geiminn, bar á góma í mn-
ræðum um landvamamál i
brezka þinginu í gær. George
Brown, tilvonandi landvamarácí-
herra Verkamannaílokksins,
kvað vjðræðurnar eiga sér stað
„i skugga rússnesku spútnik-
anna“.
— Við verðum að endurskoða
landvarnastefnu Bretiands í ljós
þessa stórkostlega afreks, sem
hefur greinilega breytt hemað-
araðstæðum í þýðingarmikluro
atriðum, sagði Brown.
Hann kvað nú konúð á
dagimi, að Bandaríkin væru
orðin jafn berskjölduð fyrii’
eldflaugaárásunx og Bretlanél
hefðí verið undanfarið, og
afrek Rússa gæfu til kynna,
að þeir hefðu leyst fjölda
vandamála, seni samfara
væru eldflaugahernaéí.
Væri heimskulegt
Duncan Sandys landvamaráð-
herra svaraði ræðu Browns.
Komst 'nann svo að orði, að
heimskulegt væri að vanmeta
það afrek, sem Rússar hefðo
unnið. Að vísu hefðu gervl-
tunglin sjálf ekki beina hernað-
arþýðingu að svo stöddu, en
þungi þess seinna sannaði að
Rússum hefði tekizt að fram-
leiða eldsneyti, sem þeytt. gæti
eldflaugum meginlandanna á
milli.
Það væri óvjturlegt að gera
ekki ráð fyrir að Rússar geti
komið eldflaugum ósködduðurn
aftur niður í gegnum gufu-
hvolfið, eins og þeir geta komið
þejm út úr því, sagði Sandys.
S þróttir
Framhald af 9. síðu.
Miðskóli Sauðárkróks 100
Menntask. að Laugavatni 100%
Héraðsskólinn, Skógum 99.0%
Miðskóli Stykkishólms 97.6%
Alþýðusk. að Eiðum 96.6%
Gagnfr.sk. á Akureyri 96.6%
Mennask. á Akureyri 92.7%
Gagnfræðaslc. Neskaupst, - 79.0%
Húsmæðrask. Löngumýrí!76.9%
Héraðssk. Laugarvatni ,;;75.0%
Slétthærðar konúr fara á
hárgreiðslustofur til að fá
permanentliðun,ren margar
konur af löðrum þjóðérnum
hafa þveröfug áhugamál — þær
óska þess að fá fallegt, slétt
hár.
Nú hefur franskur efnafræð-
ingur fundið upp hársléttun'
arefni til áð bæta úr þessurr,
vanda.
Barnaskólar:
Barnask. Ólafsfjarðar. 100 %
Barnask. Seyðisfjarðar 100%
Barnask. Siglufjarðar 100%'
Barnask. Neskaupst. 86.8%
Barnask. Glerárþorps 76.5%'
(Margir fleiri bamaskólar
munu hafa 100% þátttöku, lík-
ast til alls um 30, en vegna
þess að upplýsingar um nem-
endafjöida vantar, var eigi
hægt að reikna út hundraðs-
tölu).