Þjóðviljinn - 19.11.1957, Side 12

Þjóðviljinn - 19.11.1957, Side 12
Bantaverndarlögin hala gilt aldarfjórðung Aibrotum barna fer lækkandi !■•■■■ Mikil þörf uppeldisheimilis fyrir stúlkur ,,Tala barna, sem í afbrotum hafa lent, er mikið lægri en ár- in næst á undan og hefur þó verið breytileg frá ári til árs“. Svo segir í skýrslu barnaverndamefhdar fyrir árið 1956. Á ' þessu ári hafa barnaverndarlögin verið í gildi í aldar- fjórðung. Á árinu 1956 fjallaði nefndin 'jum ,365 mál barna og unglinga. íQJábörnum voru útvegaðir dval- larstaðir, annað hvort á bama- heimilum eða einkaheimilum. Á- staeðurnar fyrir þvi voru þessar: Erfiðar heimilisástæður, slæm hirða og óhollir uppeldishættir 218 börn, þjófnaður og aðrir ó- kn’yttjr 31 barn og útivist, laus- ung og lauslæti 18 börn. Barnaheimili .: Bamaverndamefndin hafði og (eftirlit á barnaheimilum þeim sem starfrækt eru, en 200 börn dvöldu um 2 sumarmánuði á heimilum Rauðakrossins og um 80 á heimili Mæðrafép.agsins, Freyju og Framsóknar í Rauð- V---------------------\ í Ráðin gáta i tungu Etruska? ítalskur prófessor, Lugilia Ghlori, segist hafa leyst gát- una um tungu Etrúska, þjóð- ar þejrrar sem hæst bar á Ítalíu, áður en Rómverjar lögðu þá undir sig á 3. öld fyrir Krist. Tunga þeirra féll nær alveg í gleinnsku, aðeins örfá orð eru kunn af áletrunum þar sem þýðing þeirra er gefin. Prófessorinn segist nú þegar hafa ráðið um tíunda hluta allra etrúskra áletrana sem þekktar eru, m. a. á hjnni svonefndu Perugiasúlu, sem heilt vísindamannaþing fyrir nokkrum árum gafst upp á að ráða. í>essi frétt barst frá Róm í gær, en vísindamenn í öðrum löndum létu í ljós þá skoðun, að þeir tryðu henni ekki fyrr en þeir hefðu sannanir á i borðinu, þ\tí iað þetta er i ekki í fyrsta sinn sem menn hafa þótzt hafa ráðið hina miklu gátu, <y hólum. Þorkell Kristjánsson, fulltrúi nefndarinnár kom og á heimili utan bæjarins, sem hafa börn á vegurn nefndarinnar. Yf- irleitt fór vel urn börnin og virt- ust flest una hag sínum. Auk þessa eru svo barnaheimili Sum- argjafar og Reykjavíkurbæjar. Vantar heimili. fyrir stúikur Að Elliðahvammi starfrækir ríkið upptökuheimili fyrir ungl- inga, fyrst og fremst athugana- stöð. Þar dvöldu 52 böm. í Breiðuvík er vistheimjli fyrir af- vegaleidda drengi. Hlutverk þess heimilis er að bæta lifskjör þeirra drengja er þar dvelja, og búa þá undir fullorðinsárin með hagnýtu þroskandj námi. Þar dvöldu 20 drengir. Hinsvegar vantar mjög tilfinnanlega til- svarandi heimili fyrir stúlkur, en á árinu fékk nefndin tjl með- ferðar 21 stúlku fyrir ölvun og 27 stúlkur fyrir lauslæti og úti- , vist, og voru þær á aldrinum frá 13—16 ára. í skýrslu nefndariþnar segir svo m. a.: Ein kvikmynd hefur stundum . . . Ta'la barna, sem í afbrotum hafa lent, er mikið lægrj en ár- in næst á undan og hefur þó verið breytileg frá ári til árs. Erfitt er að gera sér grein fyr- ir þvi. af hverju það stafar, en þó eru sumar ástæður augljós- ar. Hugarfar barnanna er breyti- legt. Þau hrifast jafnt af illu sem góðu og getur hvort um s;g mótað barnið og varað langan tíma. Ein kvikmynd hefur stund-. um þau áhrif, að öll börn bæj- arins taka hana til fyrirmyndar í leikjum sinum. Því er það ekki til einskis að vanda til kvik- mynda. Krakki, sem hefur dreg- izt afturúr í skóla og lent í slæmum bekk, getur skarað fram Verkfall gegn kynþátta- mismunun í Suður-Afríku Tólf þúsund þeldökkir verka- menn af afrískum og imdversk- 25 fulltrúar í stað ellefu Fulltrúar vesturveldanna á iþingi SÞ sögðu í gær að þeir gætu fyrir sitt leyti fallizt á iþá tillögu Svía, Júgóslava og Indverja að fjölgað yrði um 14 fulltrúa í afvopnunarnefnd SÞ, úr 11 í 25. Meðal þeirra ríkja sem þá myndu fá sæti í nefnd- inni eru Pólland og Egypta- land. Sovétríkin sögðu sig úr af- vopnu narnef nd inni fyrir skömmu og lögðu til að öll aðildarríki SÞ ættu fulltrúa í Jxenni. I um uppfuna í vefnaðariðnaði Suður-Afriku hófu í gær viku verkfall til að mótmæla síðustu kynþáttaofsóknum stjómav Strij- doms. . Fyrir nokkru gaf stjómin út fyrirmæli þar sem ákveðið er að aðeins menn af evrópskum uppruna megi gegpa verkstjórn- arstöðum og öðrum betur laun- uðum störfum í jðnaðinum. Þessi siðasta ofsóknaraðgerð hennar gegn þeldökku fólki sem er yfirgnæfandi meirihluti lands- manna hefur vakið óvenju ein- dregna andstöðu, vegna þess að verksmiðjuejgendur og vinnu- veitendur hafa einnig talið hag sinn i hættu ef hún yrði fram- kvæmd, og hafa margir hverjir lýst yfir samstöðu með þeldökku verkafólki sínu. Verkfall larnar atvinnulíf Frakka í 2. sinn á mánuði Meira en milljón opinberra starfsmanna leggur niður vinnu í einn sólarhring Atvinnulíf Frakklands er í lamasessi 1 dag í annað sinn á rúmum mánuði vegna verkfalls meira en míllj- ónar opinberra starfsmanna. úr í óknýttum og verið dáður fyrir það. Hann dregur með sér hóp barna ekki aðeins úr sínum eigin skóla heldur einnjg öðr- um. Hann er hetja dagsins. Hans áhrifastaður er ,,sjoppan“, og þar getur hann látið ljós sitt skína. Breytt lög Áður náðu töflur um mis- ferli bama til 18 ára aldurs, en nú aðeins til 16 ára aldurs. Á- stæðan er breytjng á lögum. Áð- ur voru nefndinni sendar skýrsl- ur um afbrot unglinga frá 16 ára aldri og þess farið á leit að nefndin segði til um, hvort rétt- lætanlegt væri að fella niður saksókn eða ekki. Þetta fyrir- komulag var mjög gott, að því leyti, að bá var talað við ungl- inginn, allar ástæður athugaðar, reynt að hafa áhrif á lifsviðhorf hans og fylgzt með honum nokk- urn tíma á eftir, og um leið lögð áherzla á, að hann yrði að sýna góða hegðun, ef nefndin ættj að geta gert tillögur um niðurfall saksóknar. Nú eru undantekn- ingarlaust felldar niður sakir, ef urn fyrsta brot er að ræða, hjá unglingi innan 18 ára aldurs. Þetta lækkar tölu þeirra af- brota, er nefndin hefur fjallað um allverulega. Auka þarí eítirlit með sjoppunum Árið 1955 var hærra að brota- tölu en nokkurt annað ár, enda voru þá skemmdarverk og minni háttar óknyttj óvenju mikil. Mikið vantar á, að framfylgt sé ákvæðum lögreglusamþykktar Reykjavíkur hvað snertir útivist barna og er algengt, að barn fremji afbrot eftir að þau tíma- Framhald á 3. siðu. Verkfallið hófst á miðnætti í nótt og á það að standa í sól- arhring. Það er gert til að knýja fram kröfur opinberra starfsmanna um launahækkun sem nemi a.m.k. tæpum fimmt- ungi núverandi launa. Ríkisstjórnin héfur algerlega hafnað þessum kröfum og bor- ið við lélegum fjárhag ríkis- sjóðs, sem nú má heita tómur. Vísindafundur hef st í Bangkok í gær liófst í Bangkok í Thailandi níunda vísindaráð- stefna Kyrrahafsþjóða. Um 400 fulltrúar frá 4Ö löndum taka þátt í henni, þ.á.m. 100 frá Bandarikjunum Qg 22 frá Sovétríkjunum. Ekki eftirvinna í brezkum spítölum 40.000 starfsmenn í sjúkra- húsum í Bretlandi hafa ákveð- ið að vinna enga eftirvinnu vegna þess að ríkisstjórnin hefur neitað að veita þeim 3% kaupliækkun, sem sam- komulag hafði þó tekizt um milli sarrítaka þeirra og spít- alastjórnanna. Reiknað hefur verið út að ef kaup væri hækkað sem kröf- unum nemur myndi það kosta franska ríkissjóðinn um 200 milljarða franka árlega, en sú upphæð er um helmingur þeirra útgjalda sem stríðið í Alsír kostar hann á ári. Ríkisstjórnin he.fur gert í- trekaðar tilraunir til að koma í veg fyrir þetta verkfall og síðast í gærkvöldi, skömmu áð- ur en verkfallið átti að hefj- ast, lét hún það boð út ganga að opinberir starfsmenn í mik- ilvægum stöðum myndu geta átt uppsagnir á hættu ef þeir mættu ekki til vinnu. Flestum skólum verður lok- að vegna verkfallsins í dag. Aðeins allra nauðsynlegustu störf verða unnin í sjúkrahús- um og búizt er við að lokað verði fyrir gas og rafmagn nema til sjúkrahúsa og ann- arra slíkra stofnana. Allt flug mun sennilega stöðvast vegna verkfalls veðurfræðinga, eng- in bréf verða borin út og bú- izt var við að tollþjónar myndu einnig leggja niður vinnu. Starfsmenn Air France hafa sjálfir boðað verkfall á marg- un. Steppueldar í Suður-Ástralíu v Hver er stefna Sjálf* stæðisflokksíns? í 16 mánuði hefur hann ekkert hafa fram að færa nema neikvæit naxt. í sextán mánuði hefur íhaldið nú verið í stjórnar- andstöðu. Á því tímabili 'ltafa verið leyst mörg fjöl- þætt vandamál, og ekki hefur skort gagnrýni stjórn- andstöðunnar. En eitt er einkennandi fyrir allt þetta tímabil: íhaldið hefur ekki borið fram neinar til- lögur til lausnar á nokkru vandamáli. Miklir steppueldar geisa nú í nágrenni Bláfjalla í Suður- Ástraliu, um 80 km. fyrir vestan Sydney. Eldarnir hafa geisað í tæpa viku og valdið miklu tjóni. Fjölmörg býli hafa brunnið, en önnur hefur tekizt að verja. Óttazt er að j eldarnir kunni að breiðast til j bæjanna Faulconbridge og Springwood. Aðalfundur Sósí- alistafélags Kópa- vogs Þegar efnahagsmálin voru leyst fyrir siðustu ára- mót hafði íhaldið ekkert jákvætt til málanna að leggja, flutti ekki eina einustu tillögu. Allt þetta ár hefur íhaldið talað um gjaldeyrisskort og vöruþurrð, en það hqíur ekki borið fram eina einustu tillögu um það hvemig ætti að leysa þann vanda. Nú segir íhald- ið að framundan séu stórfelldir erfiðleikar í efna- hagsmálum, en enn sem fyrr hefur það ekkert til málanna að leggja að öðru leyti, enga tillögu, enga stefnu. Það var skiljanlegt að íhaldið væri ráðþrota í stjómarandstöðunni fyrst, svo vanir því sem gæðing- arnir vom að stjórna öllu. En nú er komin 16 mánaða reyúsla og hún sannar á eftirminnilegasta hátt að Sjálfstæðisflokkurinn er stefnulaus; stærsti flokkur landsins og stærsta blað landsins hafa ekk- ert til málanna að leggja nema neikvætt nart. Sósíalistafélag Kópavogs hélt aðalfund sinn s. 1. þriðjudag, Fundurinn var vel sóttur og mikill áhugi rikjandi fyrir fé- 'agsstarfinu. Að loknum venju- legum aðalfundarstörfum urðu fjörugar umræður um stjóm- málaástandið og Sósíalista- flokkimi; framsögumaður var Ásgeir BLöndal Magnússon og svaraði hann jafnframt fyrir- spurnum. í stjórn félagsins voru kosnir: formaður: Páll G. E jarnason; ritari: Tryggvi Benediktsson; gjaldkeri: Ás- grímur Albertsson. — Fulltrú- ar á 11. þing Sósíalistaflokks- ins voru kjömir: Ásg. Blöndal Magnússon, Ólafur Jónsson og Páll G. Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.