Þjóðviljinn - 28.11.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Tvær sniábreytmgar fyrirhug-
aðar á lögunum um búf járrækt
Fmmvarpið til 2. umr. í neðri deild
Á fundi neðri deildar Alþingis var í fyrrad. á dagskrá
frunavarp um breytingu á lögunum um búfjárrækt, til'
2. umr. *
Framsögumaður landbúnað-
arnefndar, Ágúst Þorvaldsson,
lýsti málinu stuttlega, og lagði
nefndin einróma til að frum-
varpið yrði samþykkt. Það er
flutt af landbúnaðarnefnd efri
deildar.
breytt í það íiorf, að sveitar-
stjóm skuli kjósa forðagæzlu-
menn og jafnmarga varamenn
til 4 ára í sejin að afloknum
sveitarstjórnarkosningum.
Þá er umorðun á 66. grein
laganna, sem ætlað er að taka
af öll. ,,tvímæli um það, að skylt
sé að liafa gát á fóðurbirgðum
og meðferð á búpeningi í öllum
sveitarfélögum, þar sem um
einhverja búfjárrækt er að
ræða“.
★
Greinar frumvarpsins voru
samþykktar með samhljóða at-
kvæðum og málinu vísað til 3.
umræðu, einnig með samhljóða
atkvæðum.
Hveragerði sigrar Selfoss
Efni þess eru tvær smá-
vægilegar breytingar á búfjár-
ræktarlögunum frá síðasta
'þdngi.. Samkvæmt þeim „skal
kjósa forðagæzlumenn og jafn-
marga varamenn til 4 ára í peppnin á liaustánu um verð-i
senn, þegar hreppsnefndarkosn-
ingar fara fram. Gilda um
kosningu þessa s"mu reglur og
um hreppsnefndarkosningar".
Þetta hefur þðtt „óeðlileg skip-
an, einkum í þeim sveitarfélög-
um, þar sem mikiil hluti íbú-
anna leggur enga stund á land-
búnað né búfjárrækt og tel-
ur því kosningu forðagæzlu-
manna sér óviðkomandi", segir
í greinargerð frumvarpsins.
„Getur því sumsstaðar reynzt
';erfiðleikum bundið að koma
fram löglegri kosningu forða
gæzlumamis“.
I frumvarpinu er þessu
Selfossi 24. nóv. Frá
fréttaritara Þjóðviljans.
í gærkvöldi! fór fram liér
skákkeppni mtilli Selfoss og
Hveragerðis. Var það fyrsta.
launagrip, sem öll taflfélögl
innan sýslunnar liafa rétt tilí
að keppa um. Lauk þessaii
fyrstu með sigri Hvergerðinga,
7V2—2V2.
Undanfarin ár hafa 4 til 5
félög tekið þátt í keppni þess-
ari, Selfoss, Stokkseyri, Hvera-
gerði, Hraungerðishreppur og
einu sinni Hrunamannalireppur,
Mánudaginn 18. nóv. var
Lýður Guðmundsson bóndi og
hreppsstjóri í Sandvík 60 ára.
Minntust sveitungar lians og
vinir þessa merkisdags í lífi
hans með því að heimsækja
hann um kvöldið, og var þar
Frá Félagi ísienzkra organleikara
Tveir Euxtcluuie-Umleikar ákveðnir
Félagið heíur útgáíu tónlistartímarits
Aðaifundur F.Í.O. var lialdinn 14. október s.l. — Auk
venjulegra félagsmála var rætt um tónleikaflokk félags-
ins, „Musica sacra“ og útgáfu tónlistartímarits.
Nýtt bindi af Sögu íslendinga
Dr. Magnús Jónsson skriíar um lands-
höíðingjatímabilið
í fyrrad. kom í bókaverzlanir nýtt bindi af hinu mikla
riti, Sögu íslendinga, er Menningarsjóður gefur út. Hiö
nýja bindi fjallar um tímabiliö 1871—1903, landshöfð-
ingjatímabilið. Höfundur þessa bindis er dr. theol. Magn-
ús Jónsson.
fjölmenni mikið langt frameftir
nótt.
Inflúenzufaraldur sá er herj-
að hefur hér undanfarið virð-
ist nú vera í rénun þó að ekki
sé honum nærri því lokið enn. I ingjatímabili8. KemUr það út
Einna lakast er hvað fólk,
sem fengið hefur veikina, er
lengi að ná kröftum eftir að
það kemst á fætur.
Tíðarfar hefur verið milt og
gott núna undanfarið, en ákaf-
lega rigningasamt.
Stórbyggingum Mjólkurhús
Flóamanna miðar vel áfram, en
ekki get ég sagt um hvenær
þeim verði lokið. Eins er með
hinar nýju verkstæðisbygging-
ar Kaupfélags Árnesinga, þær
eru að komast undir þak og
verða að líkindum teknar
notkun með vorinu. Selfoss
hreppur er einnig að reisa mik-
ið hús skamt frá mjólkur-
búinu. Þar mun eiga að verða
slökkvistöð, skrifstofur, funda
salir og eitthvað fleira.
Rit þetta er 30 arkir að stærð,
prýtt rúmum 80 myndum. Að-
alfyrirsagnir segja til um efni
þess, en þær eru Stjórnarskrár-
baráttan, Blöð og blaðamenn,
Sveitarstjórn og félagsmál, Fjár-
hagsmál, Samgöngumál, Land-
búnaður, Sjávarútvegur, Verzl-
un, Iðnaður.
Magnús Jónsson er nú að
leggja síðustu hönd á síðara
hluta rits síns um landshöfð-
á
næsta ári. Verður bar fjallað
um kirkjumál, heilbrigðismál,
skólamál, skáldskap og aðrar
;stT, vesturheimsferðir o.fl.
í formála kemst höfundur svo
að orði:
„Ura bók þessa ér bað helzt
að segja, að ég hef leitazt við
að gera hána að eins mikilli
námu fróðleiks um þessa tíma
og ég gat samrýmt nokkurnveg-
inn lifandi frásögn. Ég hefj forð-
azt sem mest að þenja fákinn á
sprettinum á þessum ritvelli og
lagt meiri áherzlu á að gefa les-
andanum mynd af söguefninu
en sjálfum mér. Vafalaust þyk-
ir nútíma sagnfræðingum full
mikill mannaþefur í þessum
helli, en ég get ekki að því gert.
Ég er af þeim gamla skóla, sem
vildi fá að vita um menn og
viðburði ekki síður en hagfræði
og þróun, einstaklinga ekki síð-
ur en múginn. Ég hefi samt sem
áður enga oftrú á mætti ein-
staklingsins og veit vel að líf
þjóðanna sígur áfrarn i stórum
sjávarföllum, sígandi og fallandi.
En þessar löng'u öldur skapast
þó af átökum einstaklinganna,
og í fyllingu tímans koma ein-
staklingarnir, sem miklu valda.
Ég hefi reynt að iýsa hér hvoru
tveggja, rás sögunnar í heild
og þeim einstaklingum, sem ým-
ist hafa skapað þessa rás eða
borízt með h^nniU.. ui..%
Þrennir tónleikar voru á-
kveðnir á þessu ári og auk
þess ráðgert framliald á þeim
síðari hiuta vetrar.
Tónlistartímárit
Félagið hefur lengi haft hug
á útgáfu tónlistartímarits, sem
birti almennt tónlistarefni auk
þess að vera málgagn organ-
leikara. Ráðgert er, að blaðið
komi út 3—4 sinnum á ári og
að hverju hefti fylgi eitt sér-
prentað lag, Ritstjórn annast
stjórn félagsins, en hana
FisMfiing hafið
Fiskiþing var sett kl. 2 í fyrrad.
af fiskimálastjóra Davíð Óláfs-
syni. I upphafi þingsins minnt-
ist fiskimálastjóri tveggja gam-
alla fiskiþingfuHtrúa, er látizt
höfðu frá síðasta Fiskiþingi,
þeirra Steingríms Jónssonar,
sýslumanns og bæjarfógeta, er
sat sem fulltrúi Norðlendinga
á Fiskiþingi, og iBjarna Sig-
urðssonar, siðar skrifstofu-
stjóra, er sat sem fulltrúi
Austfirðinga á f yrsta Fiski-
þinginu.
Risu Fiskiþingsfulltrúar úr
sætum ti! minningar um þessa
tvo fulltrúa og sjómenn þá, er
látizt hafa við skyldustörf á
■höfum út' frá því síðasta Fiski-
þingi lauk.
Fiskíbingið sitja 25 fulltrúar
frá öúum landsfjórðungum.
Fundarstióri var kosinn Ólafr
ur B. TRiömsson, varafundar-
stjóri' Amí Vilhiáimsson. Rit-
Framhald á' 8. síðu.
Leiðbeiningar um fólin
Von er á nýjum leiðbeininga-
bæklingi frá Neytendasamtök-
unum, sem að öllu leyti verður
helgaður jólunum, og þeim
vandamálum, sem þeim fylgja.
Verður bæklingurinn sendur út
10. desember.
Upplag hans verður 10.000
og hið stærsta þeirra bæklinga,
sem Neytendasamtökin ihafa
gefið út, en þetta er hinn 11.
í röðinni. Bæklingarnir eru
sendir meðlimum samtakanna
og eru innifaldir í árgjaldinu,
sem er þó aðeins 25 krónur.
Jólabæklingurinn verður þó
sendur fleimm, meðan upplag
endist, eftir að meðlimum hef-
ur verið sendur bæklingurinn.
Leiðbeiningar bæklingsins
varða: Meðferð á jólatrjám,
skipa: dr. Páll Isólfsson, for-
maður, Páll Kr. Pálsson rítari
og Páll Halldórsson, gjald-
keri.
Buxteliude-tónleikar
Tvennir þeirra tónleika, sem
áður em nefndir, verða helg-
aðir Dietrich Buxtehude, en á
þessu ári em 250. ártíð hans
Hinir fyrri vom á mánudags-
kvöldið 8. þ.m. í Hafnar-
fjarðarkirkju. Flutt vora ein-
göngu verk eftir meistarann.
Páll Kr. Pálsson lék orgel-
söng einsöngskantötu með
aðstoð strengjahljóðfæra og jóiagjafir, jólamat, jóladrykki,
orgels. Á undan tónleikunum
minntist dr. Páll ísólfsson tón-
skáldsins í stuttu erindi. —
Hinir síðari Buxtehude-tón-
leikar verða um næstu mán-
aðamót í Kristskirkju, og
mun dr. Victor Urbancic ann-
ast þá. —■
Þriðju tónleikarnir, sem á-
kveðnir em, áttu raunar að
vera hinir fyrstu í röðinni og
fara fram í október s.l., en
vegna influenzufaraldurs og
annarra orsaka varð að fresta
þeim, og em þeir væntanleg-
ir í þessum mánuði. Þessir,
tónleikar fara fram í dóm-
kirkjunni, og annast dr. Páll
Isólfsson þá. Honum til að-
stoðar verða: Þorsteinn Hann-
esson, söngvari og Einar Vig-
fússon, cellóleikari. Flutt
verður gömul kirkjutónlist.
Síðar mun vcrða sagt nán-
ar frá tónleikum dr. Urban-
cic og dr. Páls Isólfssonar.
Árshátíð Stúd-
entafélags
Stúdentafélag Reykjavíkur
gengst fyrir fullveldisfagnaði 30.
nóvember svo sem venja er
til.
Séra Bjaml Jónsson, vígslu-
biskup heldur hátíðarræðuna.
Óperusöngvaramir Guðmundur
Jónsson og Kristinn Hallsson
skemmta með einsöng og glunta-
söng og fleira verður til skemmt-
unar. Að lokum verður stiginn
dans.
Að kvöldi 1. desember minnist
Stúdentafélagið fuUveldis ís-
lands í Ríkisútvarpinu. Formað-
ur félagsins fíytur ávarp, Sig-
urður. Bjarnason alþingismaður,
flytur ræðu, en að því loknu
verður útvarpað frá hátíðinni i
Sjálfstæðishúsinu.
jólakort, o.s.frv., en auk þess
verða þar upplýsingar um ferð-
ir strætisvagna um jólin og
afgreiðslutíma verzlana o.fl.
Tilgangurinn með bæklingn-
um er að safna í einn stað sem
mestum upplýsingum, sem að
haldi mega koma um jólin.
Auglýsingar verða teknar í
bæklinginn, og skulu þær vera
upptalning á þeim vörum, sem
viðkomandi hefur á boðstól-
um og vill sérstaklega minna á,
ásamt upplýsingum um verð.
Auglýsingarnar eiga fyrst og
fremst að veita lesendum raun-
hæfar upplýsingar, eftir því
sem kostur er. Þeir, sem hefðu
hug á því að auglýsa þannig
í bæklingnum, skulu snúa sér
til skrifstofu Neytendasamtak-
anna, Aðalstræti 8, síma 19722,
fyrir 30. nóv. Er hún opin dag-
lega milli kl. 5 og 7. Þá er
einnig tekið á móti nýjum
meðlimum og nægir í því skyni
að hrin |ía til skrifstofunnar.
(Frá Neytendasamtökunum).
Sendiherra Kúba
afhendir forseta
trúnaðarbréf sín
Hinn nýi senóiiíerra Kúbu á
Islandi, Dr. Rafael Montoro y
de la Torre, afhenti í gær for-
seta Islands tríinaðarbréf sitt
við hátíðlega athöfn að Bessa-
stöðum, að viðstöddum utan-
ríkisráðherra.
Að lokinni athöfninni snæddi
sendiherrann hádegisverð i
boði forsetahjónanna, ásamt
utanríkisráðherra og nokkram
öðrum gestum.
Dr. Montoro er fyrsti sendi-
herra Kúbu á Islandi. Hann er
jafnframt sendiherra lands
síns í Hollandi og hefur aðset-
ur í Haag.
Grænland
Framhald af 12. síðu.
að boða til stofnfundar sam-
bandsins í Iðnó kl. 2.30 síð-
degis sunnudaginn 1. desember
n.k.
1 boðsbréfi sínu um, stofn-
fundinn leggur undirbúnings-
nefndin aðaláherzlu á að það
sé „metnaðarmál þjóðarinnar
að endurheimta rétt sinn til
Grænlands og lífsnauðsyn
fyrir Islendinga að nytja
sem bezt fiskimiðin við
Grænland og reisa þar útgerð-
arstöðvar í landi“. Félagsdeild-
ir Grænlands-áhugamanna hafa
þegar verið stofnaðir á Akur-
eyri og Isafirði og unnið er að
stofnun deilda í Bolungavík, á
Akranesi og Selfossi.
Ný Loftleiðaskrifstofa í Khöfn
Skrifstofur Loftleiða í Kaup-
mannahöfn hafa að undanförnu
verið í stórri byggingu, sem
Centrumgaarden heitir og er hún
við Vester-Far'jmagsgötu. Með
vaxandi starfsemi varð húsnæð-
ið of þröngt og tók félagið þá
á leigu stærri salarkynni í sama
húsi, og voru skrifstofumar opn-
aðar þar 8. þ.m. oð viðstöddum
mörgum gestum, er félagið hafðj
boðið í þessu tilefni.
- Afgreiðslusalurinn nýi er
skreyttur teikningum lista-
mannsins Ib Antoni og sýna þær
hina nýju og gömlu farkosti
mjlli Ameríku og Evrópu. Eru
skreytingar þessar mjög smekk-
legar.
Rúm 11 ár eru nú liðin siðan
fyrsta Loftleiðaflugvélin lenti í
Kaupmannahöfn, en síðan hefur
félagið haldið uppi nær óslitið
áætlunarferðum milli Danmerk-
ur og íslands. Flutningamir hafa
farið mjög vaxandi að undan-
förnu.
Forstjóri Danmerkurdeildar
Loftleiða er nú H. Davids Thom-
sen, en áuk hans vinna 7 manns
við skrifstofu og afgreiðslustörf
norrænna manna á leiðunum hjá félaginu i Kaupmannahöfn.