Þjóðviljinn - 28.11.1957, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 28.11.1957, Qupperneq 7
Fimmtudagur 28. nóvember 1957 — ÞJÓÐVHJINN -r- (7 Félag verkamanna má aldrei verða leiksoppur fyrir sundrungartilraunir og skemmdarverk Frelsishugtak drottnaranna er )afnan andsfœtt frelsishugtaki verkalýSssamtakanna Á Dagsbrúnarfundinum í Iðnó, sem haldinn var 27. f.m. flutti Árni Ágústsson ræðu, sem á ekki aðeins erindi til allra Dagsbrúnarmanna, heldur einnig og engu síður til félagsmanna í öðrum verkalýðsfélögum landsins. Þjóðviljinn birtir í dag útdrátt úr þessari ræðu Áraa. „Viða eru vörður reistar á vegum sögu þessa lands“, segir skáldið. Svo eru einnig vörður, margar og merkar, sem risið hafa meðfram veg- xim þeirrar sögu sem verka- lýðssamtökin eiga að baki sér. Brautryðjendur verkalýðs- hreyfingar og uppbyggjendur, sem enn lifa, eiga sögu henn- ar í sjálfum sér. 1 blóði þeirra brimar enn af þeirri baráttu sem þeir voru virkir þátttakendur í á ofanverðri þessari öld. Baráttunni fyrir frelsi, hagsmunum og réttind- um hinna umkomulausu í þjóðfélaginu, sem vegna at- vinnuþróunar og breyttra þjóðfélagshátta öðluðust nú félagsleg skilyrði til samein- inlegra átaka um vandamál sín. Frelsishugtak drottnar- anna andstætt frelsis- hugtaki verkalýðssam- takanna Fyrir þessa menn er bar- átta fyrstu áranna, sem nú er orðin saga, lýsandi viti, sem logar á í þeirra eigin brjóst- tim. Þeir muna átökin og við liverja átökin voru. Þá var eins og oft endranær barizt um frelsi og rétt á báða bóga. Áður höfðu stórbændur og ríkismenn átt sjálfdæmi um kjör hins réttlausa og um- komulausa vinnufólks. — Frá sjónarmiði þeirra sem drottn- að höfðu yfir vinnufólkinu, dreifðu og vanmáttugu um strjálar byggðir Islands frá landnámsöld, var að þeirra skoðun vegið að frelsi þeirra og fomum rétti til drottnun- ar, með starfi verkalýðsfélag- anna. Viðleitni verkalýðssam- takanna til að afla alþýðunni frelsis og réttar til sjálfs- ákvörðunar um hennar eigið líf varð í augum drottnar- anna að árás á drottinfrelsi þeirra sjálfra og þau sjálf- sögðu réttindi að ráða öllum málum einir. !■ Af þessu má ljóst marka það, að frelsisliugtak drottn- aranna er jafnan andstætt frelsishugtaki verkalýðssam- takanna. Fyrir því verða allir verkamenn, sem ekki vilja verða stétt sinni óþarfir, að forðast það að láta glepjast af frelsisskrafi afturhaldssinnaðra áróð- ursmahná, sem meina állt annað með frelsi en verkafólk er leitar á frá j kúgun til frelsis og betra lifs, til meiri jafnaðar í þjóðfélaginu, og þá að meira eða minna leyti á kostnað þeirra sem setið hafa yfir hlut annarra með drottnandi aðstöðu gagnvart almenningi. Með ofbeldi og hnefarétti . . . Eldri menn verkalýðsfélag- anna muna eftir fyrstu bar- áttunni. Þeir muna t. d. sjó- mannaverkfallið 1917, þegar kaupmenn og aðrir stríðsþjón- ar hins gamla og nýja frelsis burgeisanna ætluðu með of- beldi og hnefarétti að brjóta niður hin ungu samtök sjó- manna í fyrstu lotu, en urðu þá að lúta í lægra haldi fyrir stæltum hnefum sjómanna sem guldu líku líkt, studdir öldu þeirrar ósigrandi frels- iskröfu útnesjafólks og af- skiptrar vinnustéttar, sem nú var risin. En á undanhaldinu undan samtökum verkafólks reyndu atvinnurekendur og í- hald að koma fram hefndum á þeim er vaskastir reyndust í brautryðjendastarfi verka- lýðssamtakanna. Þeir útilok- uðu þá frá atvinnu, og gerðu þannig margar tilraunir til að svelta þá til þagnar við ó- réttinn og ófrelsið. Mislagðar hendur um samúð með frelsis- baráttu Þeir, sem þetta muna, munu einnig skilja hversvegna í- haldinu eru enn mislagðar hendur og hugur með frelsis- baráttu eftir því hver hún er, og algerlega sneyddir henni ef sxi barátta er háð við það auðvald, sem íslenzkum verkalýðsandstæðingum er skyldast og þeir binda helzt framtíðarvon sína við á liinni grýttu undanhaldsleið sinni undan máttugri sókn verka- lýðssamtakanna, sem nú er orðin sterk og búin því réttlætissverði sem alþýðan sjálf hefur búið sér til með því að tileinka sér sem kjör- orð i verki þessar ljóðhend- ingar skáldsins: „Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og réttlætis þjón- ustugerð“. Ég veit að hinir gömlu góðu Dagsbrúnarmenn skilja þetta allt, sem hér hefur verið sagt, og vita þetta allt mun betur en ég, því að þeir eiga sögu þessa félags og baráttu í brjóstinu, ef svo mætti að orði komast. En það eru ungu félagarnir, synir, dætra- og sonarsynir brautryðjendanna, sem þurfa að læra þessa sögu, skilja hana og meta rétt, þvi að við hvert fótmál þessarar sögu loga vitar reynslunnar, sem lýsa fram á veginn og varpa birtu yfir átök dagsins í dag. Fáum greint vini frá óvinum Við ljósið frá þessum vitum fáum við greint vini frá óvini. Vér vitum að þeir koma ekki eins og fyrrum niður að höfn með uppbrettar ermar til þess að berja á verkamönnum. Nú koma þeir með vinmælum, klæddir sauðargærum, og jafnvel þeir sem allt fram á þennan dag hafa talið verkföll nánast til glæpsamlegra at- hafna og hinna mestu óheilla fyrir alla, ráðleggja oss nú að ganga til verkfallsbaráttu, Árni Ágústsson — sem þeir geta og ætla að sjá um að verði löng, því að í hugum þeirra búa ekki frem- ur en fyrr áhyggjur út af kjörum launafólks, heldur óskadraumur nokkurra íhalds- forsprakka um endurheimt pólitískra valda. Á eyðimörk valdleysis sækja þungir draumar að íhaldsbroddunum og flest fer í taugar þeirra. Allt hringsnýst fyrir augum þeirra eins og rússneskt geim- far, svo að þeir tala annar- legum tungum í áróðri sínum, sem jafnvel fyrri fylgismenn þeirra geta ekki skilið. Orð sem þeir eignuðu, auðvitað ranglega, eitt sinn kommún- únista úti á landi: „Hvað varðar mig um þjóðarhag“, verður nú kjörorð ihaldsins, dáð í verki, og virðist því. langt seilzt til að bjarga strandskútu þess í íslenzkum þjóðmálum. Svona illa fer fyrir þeim .... Þetta, sem hér hefur verið sagt, er ekki sagt til að hryggja þá verkamenn sem kunna að hafa íhaldssamar skoðanir. Það hafa alltaf ver- ið til verkamenn frá því verkalýðssamtökin uxu úr grasi, sem hafa verið undir áhrifum atvinnurekenda, og átt bágt með að rifa sig upp frá úreltum skoðunum sam- timans. Þeir voru til þegar Dagsbrún vann sinn stærsta félagslega sigur, er hún fékk því framgengt, undir eftir- minnilegri forustu Héðins Valdimarssonar, að atvinnu- réttur verkamanna væri bund- inn þvi skilyrði að þeir væru félagsbundnir. Þessir verka- menn töldu það ofbeldi og á- rás á frelsi sitt, að skylda þá til að vera bundnir í félags- skap, sem var þó eini vörður- inn um hagsmuni þeirra, rétt- indi og raunverulegt frelsi. Svona fer illa fyrir þeim verkamönnum sem skilja frelsi á sama hátt og stéttarand- stæðingurinn. En augu margra þessara manna hafa opnazt fyrir því, að villt var um þá, og gerzt síðan djarfir tals- menn og ötulir baráttumenn félags síns. Að haldí uppi lifandi fræðslu- og menningar- starfi Á þessu sviði er sífellt verk- efni fyrir hendi í Dagsbrún; verkefni sem mér hefur þótt slælega af hendi leyst undan- farið: að halda uppi sífellt lifandi fræðslu og menningar- starfi innan félagsins á sem fjölbreyttastan hátt. Það er fleira en kaupgjaldið eitt sem máli skiptir fyrir Dagsbrúnar- menn. Dagsbrún er voldugt félag, sem getur nú farið fleiri leiðir '1 áður að því marki að ver ja hag félaga sinna. Hún getur m. a. eins og nú haft þýðing- armikil áhrif á stefnu löggjaf- ans, verkamönnum til ómetan- legra hagsbóta um langa framtíð, án tíKinnanlegra fóma. Til þess þarf hún að- eins að sýna samhentan vilja sinn og stjórn félagsins þarf á hverjum tíma að hafa svo virka samstöðu með félags- mönnum, að ályktanir hennar og yfirlýsingar séu lifandi orð, stigin beint frá brjóstum félagsmanna. 1 sambandi við þetta er vert að geta þess, að það steðja ýmsar liættur að verkalýðs- hreyfingunni í dag. Það sækir her manns að henni úr fylgsn- um andstæðinganna. Ekki með linefahöggum eins og í garnla daga, heldur með slæg\itm smjaðri; þvi nú á að svíkja með kossi. Aí íjandsamlegum öílum er reynt . . . Ungir menn eru eltir uppi og látnir lesa sögu verkalýðs- félaganna öfugt við sannleika og staðreyndir. Af fjandsam- legum öflum er reynt að draga forustu verkalýðshreyf- ingarinnar úr höndum sam- takanna sjálfra, og það getur tekizt ef áhrifamenn Dags- brúnar og annarra félaga láta reka á reiðanum í þessu efni. Völd og áhrif eiga ekki að byggjast á öðru en vöku og starfi; lifandi samstarfi með sem flestum einstakling- um hverrar félagsheildar. — Dagsbrúnarstjómin þarf að þekkja óskir og þarfir verka- manna á hverjum einstökum vinnustað og veita þeim allan hugsanlegan stuðning og leið- scgn til þess að koma í fram- kvæmd smærri og stærri um- bótum, sem óskir þéirra standa til. Slíkar umbætur lcunna verkamenn að meta, engu síður en kauphækkun. Dagsbrúnarlandið Ég vil minna á það hér, að fyrir mörgum árum keypti Dagsbrún land austur í Bisk- upstungum. Var það um svipað leyti og orlofslögin gengu í gildi. Það var byrjað að vinna í landinu og byggt bráða- birgðaskýli. Um þetta ; land Dagsbrúnar hefur verið hljótt síðari árin og eftir því sem ég veit bezt engar ferðir Dagsbrúnax-manna skipulagð- ar þangað á sumrin, eins og ætlunin var. Þetta eru döpur afdrif góðs máls, sem áhugi var fyrir á sínum tíma. Og vissulega hefði verið æskilegra að stjórnin hefði skipulagt ferðir þangað á sumrin og gefið félagsmönnum tæki- færi til þess að bjóða konum sínum og börnum, og m. a. á þann hátt tengt heimili sín og vaxandi æsku starfi Dags- brúnar og áhugamálum. Kveikjum á kyndlum íélagslíísins Lifrænt félagsstarf hefur verið of lítið. 1 skugga skrif- stofustarfs þrífast ekki heilla- dísir þessa félags, en þar geta þrifizt þau öfl, sem allt frá byrjun hafa viljað þetta félag feigt. Það er því sannarlega kominn tími til að kveikja á kyndlum félagslífsins og hefja áróður fyrir verkalýðshrejT- inguna, stefnu hennar og hugsjónum, innan hennar sjálfrar, veita xnigum og ó- reyndum Dagsbrúnarmönnum rétta fræðslu um starf og á- hugamál verkalýðshreyfingar- innar, og kenna þeim að meta sögu hennar og reynslu rétt. Slíkt yrði þeim ómetanlegur leiðarvísir um ókomin ár, og félaginu sjálfu aflvaki um langa framtíð. Má aldrei verða leik- vangur íyrir sundrung- artilraunir Ihaldið nærist á dáðleysi, deyfð og sundning félagslífs- ins. Það lifir bezt í straum- lausu vatni og styrkir sig í gnigginu sem í það safnast. Þeir sem kunna að ganga und- ir árabui-ð þess hætta sér ekki út í tært straumvatn. Fyrir því þurfum við að halda vötnum Dagsbrúnar hreinum með árvekni fyrir hagsmun- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.