Þjóðviljinn - 05.12.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.12.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. desembar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (S Til þess að almenningur eigi auðveldara með að fylgjast með vöruverði, birt.ir skrifstofan skrá yfir útsöiuverð nokkurra vöru- tegunda í Reykjavík, eins og það var hinn 1. þ.m. Verðmunurinn, sem fram kem- ur á nokkrum tegundanna, staf- ar af mismunandi tegundum og -eða mismunandi innkaupsverði. Nánari upplýsingar um vöru- verð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fyrir, ef því þykir ástæða til. Upplýsingasími skrifstofunnar er 18336. Verðið á eftirtöldum vöruteg- undum er miðað við 1 kg. nema annað sé tekið fram: MaU orur og nýlenduvörur: Hveííi Rúgir.jöl Hafrsmjöt Hrísgrjón Sagógrjón Kartoflúmjöl Te 100 gr. Kakó 250 gr. Súkkulaði Moia'ykur Strásykur“ Púðursykur Rúsínur Sveskjur 70/80 Kaffi br. og malað Kaffibætir Fiskibollur 1/1 ds Kjötfars Þvottaefni: Rinsó pr. 350 gr. Sparr pr. ,250 gr. Perla pr. 250 gr. Geys’r pr. 250 gr. Lægst kr. 3,20 2,75 3,25 5,00 4,95 5,70 8,45 11.20 4,5Q 19,00 19.10 7,50 3,60 3,00 Hæst kr. 3,35 2.75 3,80 5.10 5,30 5,85 10,45 14,05 76,80 6,20 5,55 6,60 22.50 25,30 44,40 21,00 12,75 16.50 8.10 3.75 3,65 3,05 Jólakort Bamakjálpar SÞ Kvenstúdentafélag íslands hef- ur nú eins og að undanförnu tekið að sér sölu jólakorta Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF), og er það í fimmta sinn. Mjög margir kaupa nú orðið þessí kort til þess að senda vinum sinum á jólunum, og má geta þess, að á síðastliðnu ári var ísland annað í röðinni af löndum heims um sölu jólakort- anna, miðað við fólksfjölda. Bamahjálp Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur starfað síðan 1946, eru viðtækustu alþjóða- samtök, sem vinna að aukinni heilbrigði og bættum kjörum mæðra og bama. Barnahjálpin hefur þegar hjálpað milljóna- tugum barna og færir stöðugt út verksvið sitt. Sjóðum barna- hjálparinnar er varið til sjúkra- hjálpar, bólusetninga gegn far- sóttum og kaupa á matvælum, t. d. mjólk, til barna og mæðra, sem þjást af næringarskorti. Eín aðalfjáröflunarleið stofn- unarinnar er sala korta, og er leitað til almennings með því að hvetja fólk til þess að kaupa þau. Kortin eru teiknuð af á- gætum listamönnum og eru mjög smekkleg og falleg. Þau eru til sölu í bókaverzlunum í Reykja- vík og úti á landi. i Það er ástæða til að minna fólk á, að með því að senda þessi jólakort getur það hjálpað bágstöddum bömum víða um heim. Landbúnaðarvörur o.fl.: Kiridakjöt' (Súpu. 1. f 1.) 24,65 Kartöflur (1. fl.) 1,40 Rjómabússmjör, niðurgr. 41,OÖ óniðurgreitt 60,20 Samlagssmjör, niðurgr. 38,30 óniðurgreitt 57,30 Heimasmjör, niðurgr. 30,00 óniðurgreitt 48,80 Smjörlíki, niðurgr. 6,30 óniðurgreitt 11,30 Egg, stimpluð 31,00 Egg óstimpluð 28,00 Fiskur: Þorskur, nýr, hausaður 2,95 Ýsa, ný, hausuð 3,40 Smálúða 8,00 Stórlúða 12,00 Saltfiskur 6,00 Fiskfars 9^0 'j, pr •; .* Ávextir, nýir: Appelsínur (Sunkist) 16,80 — (Seald Sweet) • 15,20 Sítrónur 17,75 18,55 Grape fruit 16,35 18,20 Epli (Delicious) ‘ 17,00 — (Winesaps) 18,10 — (Jónatan) 18,85 Tómatar 1. fl. 17,70 Ýmsar vörur: Olia til húsa pr. Itr. 0,86 Kol, tonn 650,00 Kol, ef selt er minna en 250 kg. pr. 100 kg. 66,00 Sement 50 kg. pk. 31,25 31,45 Sement 45 kg. pk. 28,10 28,30 Reykjavík, 4. des. 1957 Verðla gsstjórinn. Hafnfirðingar ræða um vanda- mál áfeiígis- og tóbaksnautnar N.k. sunnudag kl. 4 e. h. efnir áfengisvarnarnefnd Hafnarfjarð- ar til almenns fundar í Góð- templarahúsinu um áfengis- og tóbaksmál. Á fundinum flytja er- indi prófessor Níels Dungal, sem ræðir um tóbaksmál og Ezra Pétursson, læknjr, sem talar um áfengismál. Að erindum þeirra loknum verða frjálsar umræður, þar sem fundarmönnum gefst kostur á að láta skoðanir sínar í Ijósi í stuttu máli og koma með fyrir- spurnir til frummælenda. í fund- arlok verður kvikmyndasýning. Tilgangur áfengisvamamefnd- ar Hafnarfjarðar með fundi þessum er að veita almenna fræðslu um tóþaks- og áfengis- mál í von um að það mætti verða til leiðbejningar í þessum alvarlegu vandamálum. Tónlistarskólinn í Kefla- vík liefur störf Sunnudaginn 17. f.m. var hinn nýstofnaöi Tónlistar- skóli Keflavíkur settur í barnaskólanum af skólastjóran- um Ragnari Björnssyni. Frú Vigdís Jakobsdóttir for- maður Tónlistarfélag Keflavíkur, sem einnig var stofnað á þessum vetri fluttj stutta ræðu, þar sem hún lýsti aðdraganda að stofnun tónlistarfélagsins og helztu á- hugamálum þess og viðfangsefn- um á komandi starfsári. Hún gat þess meðal annars að stofnendur hafi verið 21 að tölu, hvatti bæj- arbúa til þess að gerast styrktar- félagar og efla þetta menningar- fyrirtæki með ráðum og dáðum. Aðaláhugaefni Tónlistarfélagsins væri vitanlega tónlistarskólinn og væri aðsókn að honum nú þegar orðin rneiri en þeir bjart- sýnustu hefðu þórað að vona. m Guðmundur Norðdahl söng- stjóri lýsti starfstilhögun skól- ans og kynnti tilvonandi kenn- Nýtt Melkorkuhefti komið ut Þriöja hefti Melkorku, tímarits kvénna, er nýkomiö út og flytur aö vanda fjölbreytt efni. Heftið hefst á kvæði eftjr Halldóru B. Björnsson og nefnist það Dagínn þann. Birt er viðtal sem Drífa Viðar hefur átt við Júlíönu Sveinsdóttur og fylgja Nauðsynlegt að vöruvöndun í fiskiðnaði sé aukin Ályktun frá Fiskiþingi Á Fiskiþingi í gær var fjöldi mála á dagskrá alls 15, komust nú öll mál til nefnda. Ýmsar tillögur frá nefnd- um eru komnar fram. Voru eftirgreind mál tekin fyrir á Fiskiþingi í gær til fullnaðarafgreiöslu. Síldartilraunir Álit fiskiðnaðar- og tækni- nefndar, Framsögumaður Ágúst Pálsson. Svofelld ályktun samþykkt: Fiskiþingið leggur áherzlu á að haldið verði áfram tilraun- um með að veiða síld í flot- vörpu og botnvörpu, bæði á togurum og mótorbátum. Á mótorbátum verði lögð áherzla á tilraunir jafnt með einum og tveimur bátum. Til tili-aun- anna verði valin þau tímabil, sem fengin reynsla bendir til að muni gefa beztan árangur. Fiskmat Álit laga- og félagsmálanefnd- ar. Svofelld áskorun samþykkt: 1. Að allir fiskimenn kosti kapps um samvizkusamleg vinnubrögð við undirbúnings- vinnu að all’ri verkun. 2. Að kaupmaður fisksins eða eigendúr bregðist ekki mik- ilvægum skyldum sínum, að því er þennan þátt varðar. 3. Að eigendur, og fiskmat rikisins skoði sig samstarfs- menn og jafnábyrga aðila á þessum mikilvæga vettvangi í þjóðnýtu starfi. 4. Að ríkið fjölgi fyrirmats- mönnum svo, að aukið eftirlit verði auðvelt, og mætti m.a. leiða til meira samræmis, þar sem ósamræmis kann að gæta. 5. tltgerðarmenn og fiskkaup- endur gæti fyllsta hreinlætis á skipum, í húsum og tækjum þeim sem nota þarf í sambandi við framleiðsluna. 6. Að yfirmatið fyrirskipi — ef nauðsyn þykir til bera — mat á vörum á einu eða fleiri stigum framleiðslunnar, enda þrjóti ekki að mati loknu eftir- lit — í einu eða öðru formi — fyrr en varan er seld og afhent til útflutnings. 7. Að fiskmatið gefi út — svo oft sem þurfa þykir — fræðslurit — skýringar og leið- beiningar — um eitt og annað sem verða má til hvatningar og leiðbeiningar um almenna vöru- vöndun. Sé þessum ritum dreift til allra þeirra sem málið varð- ar. 8. Að Fiskimálasjóður greiði verðlaun eða veiti þeim viður- kenningu, sem skara árlega fram úr í vöruvöndun. Ekki aðeins eigenda eða útflytjanda vörunnar, heldur og þeim ein- staklingum — einum eða fleiri, t.d. skipshöfnum—sem af bera í þessu efni. I þessu sambandi mætti og vel hugsa sér, að lánastafnanir lánuðu þeim sem fram úr skara í þessu efni, ríf- legri rekstrarlán en þeim, sem engu láta sig varða slíka sam- eiginlega hagsmuni alþjóðar. Grænlandsmál Álit allsherjamefndár. Fram- sögumaður Hólmsteinn Helga- son. Sagði hann frá stofnun Framhald á 10. því myndir; einnig er forsíðu- mynd heftisins eftir Júlíönu. Ása Ottesen skrifar um ferð til Ceyl- on, þar sem vagga menningar- inn stóð fyrir 2000 árum. Æðri menntun í nýju þjóðskipulagi nefnist grein eftir Nönnu Ólafs- dóttur. Tvö kvæði eru eftir Maríu Bjarnadóttur, Grethe Benediktsson skrifar hannyrða- þátt, birtar eru þýddar greitiar, bakstursleiðbeiningar o. m. fl. Útgefandi Melkorku er Mál og menning og eru ritstjórar Nanna Ólafsdóttir og Þóra Vigfúsdóttir. Samkvæmt útboði Hitaveitunnar Á laugardaginn birtist grein í Þjóðviljanum um steypu á lokum fyrir Hitayeitu Reykja- víkur, er Steingerði h.f. í Hveragerði annast. Af því tilefni vil ég biðja Þjóðviljami vinsamlegast að skýra frá eftirfarandi: Niels Dungal prófessar er ekki lengur formaður stjórnar fyrirtækisins, heldur hefur sá heiður hlotnazt undirrituðum. Því kemur það í minn hlut að skýra frá því, að verksmiðj- an tók að sér steypu lokanna samkvæmt útboði Hitaveitunn- ar dags. 8/8 1956. Efnistaka verksmiðjunnar er öll austanfjalls, þegar undan er skilin viss tegund af muln- ingi (nr. 1), sem flutnings- bíll verksmiðjunnar tekur, þegar haTrn hefur ekki annan vaming austur. Vegna aðstöðu verksmiðj- unnar til gufuherzlu á öilum steypuvörum er framleiðsla hennar svo eftirsótt, að hún er ekki aðeins keypt um allt suð- urland, hddur selzt hún bæði vestur og norðurum land allt tii Skagafjarðar. iReykjavík 4. des. 1957 Hákon Bjamason ara: Skólastjóri verður Ragnar Björnsson söngstjóri; hann kenn- ir píanó- og orgelleik. Vigdís Jakobsdóttir mun einn- ig kenna píanóleik. Björn Guðjónsson mun kenna á ýmis blásturshljóðfæri. Guðmundur Norðdahl verður framkvæmdastjóri félagsins og mun kenna á klarínett, svo og tónfræði og tónljstarsögu. Að skólasetningunni lokinni kvaddi Valtýr Guðjónsson bæj- arstjóri sér hljóðs og árnaði skólanum heilla. Sýnd var örstutt kvikm.vnd þar sem leikið var á trompet a£ mikilli tækni. Tónlistarstarf hefur lönguru verið heldur rislítið í Keflavík eins og því miður víðar. Það er fyrst þegar Guðm. Norðdahl flyt- ur t;l Keflavíkur árið 1954 að svolítið fer að rofa til í þeim máium. Fyrir hans forgöngu var þá þegar .stofnaður kari'akór. sem hann hefur stjórnað frá upphafi og hvergi til sparað fyrirhöfn og margþætta vinnu. Árið 1956 gekkst hann svo fyr- ir stofnun lúðrasveitar og hefur æft hana og stjórnað. Stofnun tónlistarskóla hefur lengi verið honum mikið áhugamál og nú hefur sá draumur hans rætzt með tiistilli nokkurra áhuga- samra borgara. Ekki skal því að óreyndu trúað að Keflvíkingar kunni ekki að meta og virða á- huga Guðmundar og ósérplægni, og þá ekki síður að færa sér í nyt starfskrafta þessa unga tón- listarunnanda. Þeir Keflvíkingar sem tónlist unna vænta þess — og eru þess reyndar fullvissir að tónlistar- skólanum er vel borgið með því ágæta kennaraVði, er hann nefur fengið strax á fyrsta á'ri. Sig'. N. Brynjólfsson. Undanþágubif- reið íhaldsins I blaði yðar 30.11. s. 1. er þeiiri fyrirspurn beint til yfir- manna sorphreinsunar bæjar- ins, hvort það sé með þeirra vilja og vitund, að bæjarbif- reiðinni R-7214 er ekki skilað að afloknum vinnudegi til geymslu í Áhaldahúsinu. Enn- fremur er gefið í skyn, að- bifreið þessi sé ekki merkt bænum, eins og aðrar bifreiðir bæjarins. Vegna þessa skal eftirfar- andi tekið fram: Ástæðan fyrir því, að um- rædd bifreið er ekki sett inn að kvöldi, eins og aðrar bif- reiðir sorphreinsunarinnar, er sú, að grípa þarft oft tii henn- ar fyrirvaralaust eftir vinnu- tíma eða um helgar, svo sem þegar slökkva þarf eld í sorp- haugunum, eðá þegar lögreglan þarf að kalla út vinnuflokk í slæriiu veðri vegna jámplötu- foks o. þ. h. Er í mörgum tilfellum nauðsynlegt að bíl- stjórinn hafi bílinn við hendina Framhald á 10. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.