Þjóðviljinn - 07.12.1957, Page 6

Þjóðviljinn - 07.12.1957, Page 6
— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 7. desember 1957 ÞlÓÐVILJINN Útgefándi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — RltstJórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmunóur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfí Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. Alvarleg tíðindi 17'ins og rakið er á öðrnm stað 1 blaðinu hafa mjög a.lvarleg tíðindi gerzt í ís- lenzkum stjórnmálum. Al- þýðubandalagið hefur lagt til . að samningar verði þegar hafnir við Bandaríkjastjóm á nýjan leik um endurskoðun hernámssamningsins og brott- för hersins, en þingflokkar Framsóknarflokksins og AI- . þýðuflokksins hafa algerlega neitað og leggja á það megin- áherzlu að ísland verði her- numið u m óákveðinn tíma enn. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn neita . þannig enn að framkvæma eitt mikilvægasta fyrirheit stjórnarsáttmálans, það lof- orð, sem var slíkt úrslitaat- riði að „án þess hefði núver- andi stjórn aldrei verið mynd- uð“, eins og komizt er að orði í stjómmálaályktun 11. þings Sósíalistaflokksins.. I stæða er til að minna á ■ það, að það vom Al- þýðuflokkurinn og Framsókn- • arflokkurinn sameiginlega sem báru fram ályktun þá sem samþykkt var 28. marz í fyrra um endurskoðun her- námssamningsins og brottför hersins, en sósíalistar báru fram aðra ályktun sem ekki ■ náði samþykki. Alþýðubanda- ! lagið hefur þannig farið fram 1 á það eitt að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkur- :inn standi við þá ályktun, ,sem þeir báru fram sjálfir og ifengu samþykkta, sem fram- bjóðendur þessara flokka hétu hátíðlega að framfylgja fyr- ir kosningar í fyrra og varð meginatriði í samningnum um myndun núverandi stjórnar. Þess eins er krafizt að for- ráðamenn Framsóknar og Al- þýðuflokks hlíti þeirri lág- marksskyldu heiðarlegra manna :að standa .við orð sín. En það er auðsjáanlega erf- itt að gera hærri kröfur til manna en þeir gera til sjálfra sín. ' Tlyf álflutningur sá, sem fram ■ kemur í bréfum þing- flokka Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins er gerð- ur af þeim algeru vanefnum sem hæfa málstaðnum' Þing- flokkur Alþýðuflokksins seg- ir í bréfi sínu ,,að það sé ekki samrýmanlegt öryggi Is- lands að taka nú upp viðræð- ur um endurskoðun varnar- samningsins með brottför váfnarliðsins að takmarki“, enda muni „veiktar varnir Islands.. . .. . bjóða hættunni heim.“ Hefði mátt ætla að þeir ,menn fyrirfyndust ekki í, landinu sem dirfðust að nefíia „öryggi“ og „vamir“ í sambandi \nð hernámið, svo | frá,Ieitt sem það er orðið fyr- ir löngu að rökræða á þeim forsendum. Þeir menn eru ekki lengur til, utan stjórn- málamanna sem skortir rök til 'að réttlæta brigðmæli sín, sem skilja ekki að svo þjóð- hættulegt sem hernám er á friðartímum er það lífshættu- legt á styrjaldartímum, og það ekki sízt eftir að vitað er um nýjustu tækni á sviði herbúnaðar. Þeir menn, sem vilja hafa vighreiður í landi sánu á stríðstímum eru að- eins að búa til skotmark fyrir 1 helsprengjur og flugskeyti. Eða í hverju er „öryggið“ fólgið, hvernig birtist „vernd- in“? I bréfum beggja hemáms- flokkanna í ríkisstjórn- inni er það rakið að viðsjár hafi verið í heiminum að und- anfömu og séu víða enn. Eigi að beita þessari röksemd er hætt Við að íslendingum sé ætlað að una heraámi um mjög langan aldur, því eflaust verður þess langt að bíða að veröldin verði slíkur friðar- heimur að hvergi örli á átök- um. Á sömu forsendum væri einnig liægt að halda því fram að Islendingar hefðu aldrei átt rétt á óskoruðu full- veldi, því átök og styrjaldir hafa tíðkazt í heiminum jafn ]engi og saga þessarar þjóðar verður rakin. Jafnijóst er það að öryggi íslands er háð því, að friður haldist í heiminum en einnig það er röksemd gegn hemáminu. Hernám Is- lands er þáttur í kalda strið- inu, valdstefnu þeirri sem hvílir eins og mara á þjóð- um heimsins, magnar tor- tryggni og úlfúð og þær við- sjár sem leitt geta til styrj- aldar. Hernám Islands — og herseta í öllúm öðmm lönd- um — eykur styrjaldarhætt- una, en það væri friðartákn ef herinn færi héðan og myndi auðvelda sættir og samninga á alþjóðavettvar,gi. Kenningin um viðsjár í heiminum er rök- semd gegn hernáminu, eklci réttlæting á svikum hernáms- fiokkanna. Heraám íslands verður ekki varið með neinum rökum, afstaða hernámsflokkanna innan ríkisstjórnarinnar staf- ar aá, annarlegum sjónarmið- um. Með svömm sínum em þeir ekki að túlka vilja fylgis- manna sinna, heldur bregðast þeir honum einu sinni enn.<j>. Það er fullvíst að allur þorri af kjósendum Alþýðuflokksins og Framsóknar krefst þess að staðið sé við loforðin um brottför hersins undanbragða- ’laust. En þá er það verkefni þeirra að bindast samtökum við aðra hemámsandstæðinga um að berjast fyrir brottför hersins..(Það hefur alltaf ver- ið Ijóst að til þess þyrfti lát- lausa og einarða baráttu að knýja- núvérandi stjóm til að Bréf um hernámsmálirs Framhald af 1. síðu. þingis frá. 28. marz 1956 stæði sjálf í fullu gildi. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins álítur, að nú sé tími til kominn að hefja þegar samninga við Bandaríkja- sljórn um endurskoðun samn- ingsins frá 1951 nieð það fyrir augtim að hcrinn hverfi úr landi, cn til þess þarf aðeins yfirlýsingu ríkisstjómar ís- lancls gagnvart ríkisstjórn Bandarikjanna nm að hún óski endurskoðunar, og þar- nteð byrji þeir frestir að líða, sent áskildir eru í samningn- um. Leggjum vér tíl, að ríkis- stjórnin gefi slíka. yfirlýsingti nú fyrir nóvemberlok, en nú þegar sé sett nefnd af hálfu ríkisstjórnarinnar, skipuð full- trúunt allra stjórnarnokk- anna, til þess að hafa samn- ingana við Bandaríkjastjóm og undirbúning þeirra með höndum“. Svar Framsóknar- ílokksins „Reykjavík, 5. desember 1957 Þingflokkur Framsóknar- manna hefur móttekið bréf yðar, dags. 1. nóv. þ.á., sem fjallar um varaarmálin. Út af því vill þingílokkur- inn taka eftirfarandi fram: Þegar ályktun Alþdngis um varnarmálin var gerð 28. marz 1956, var það skoðun okkar og stjórnmálamanna víða um heim, að ástandið í heimsmál- unum hefði breytzt svo til bóta, að friðvænlegra væri 1 heiminum en verið hefði, og að horfur væm á því, að þró- unin héldi áfram í þessa átt, m.a. í framhaldi af Genfar- fundinum, svo að timabært væri að ákveða, að vamarlið- ið færi úr landi. Eins og kunnugt er, ger- hreyttist ástandið til hins verra haustið 1956 í sambandi við árásina á Ungverjaland og átökin um Súezskur$inn. Við þá óvæntu atburði bár- ust friðarmálin skyndilega á fremstu nöf, svo að sjaldan hafa þau tæpar staðið, að áliti manna bæði 1 austri og vestri. Var þá ekki rétt, eins og sakir stóðu, að halda áfram framkvæmdum samkvæmt á- lyktuninni frá 28. marz, enda í samræmi við ályktunina sjálfa. Hins vegar var ákveðið, að fram færi á vegum íslenzku og bandarísku ríkisstjórnanna sérstök athugun á framtíðar- skipan varnarmálanna, og að skipuð yrði -fastanefnd í því skyni. Því miður er alls ekki hægt að sjá, að horfur í alþióða- málum hafi tekið slíkum stakkaskiptum til bóta eftir þá atburði, sem gerðust í fyrra haust, að telja megi þær hliðstæðar því, sem þær voru í marzmánuðí 1956. framkvæma róttæka og virka vinstristefnu á þessu sviði sem öðm, og því aðeins fær núverandi stjórn staðizt að sú barátta beri árangur. Her- námsstjórn og vinstristjórn em andstæður, því er það skylda allra vinstrima.nna ax5 leiða baráttuna gegn hernám- inu til sigurs, knýja Fram- sóknarflokkiim og Alþýðu- flokkinn til þess að standa við sin -eign loforð. I þessu sambandi koma m.a. til greina ný viðhorf vegna hinna nýju viðburða á sviði tækninnar. Hafa íslenzk stjómarvöld ekki haft aðstöðu til að kynna sér þau viðhorf til nokkurrar hlítar. Af öllum þessum ástæðum telur Framsóknarflokkurinn ekki tímabært að gera. nú nýj- ar ráðstafanir til þess að varnarliðið hverfi úr landi, en vill leggja megináherzlu á að kynna sér sem bezt hin nýju viðhorf og einnig á það, að þær viðræður fari fram um varnarmálin og sú endurskoð- un á skipan þeirra, sem síð- astliðinn vetur var ákveðið að efna til með slrpun sérstakr- ar nefndar í því skvni. Virðingarfyllst, f.h. þing- flokks Framsóknarmanna Evsteinn Jónsson Til þingflokks Alþýðubanda- Iagsins“. Svar Aiþýðuilokksins „Þingflokkur Alþýðuflokks- ins hefur móttekið bréf yðar varðandi endurskoðun varnar- samnings íslands og Banda- rikjanna og vill í því tilefni taka fram: Ályktun Alþingis frá 28. marz 1956 um endurskoðun varaarsamningsins var byggð á þeirri trú, að viðhorf í al- þjóðamálum hefði breytzt svo til batnaðar frá 1951, að a.m.k. mætti jafna við ástand- ið á árinu 1949, þegar ísland gerðist aðili að Atlantshafs- bandalaginu og allir vora á einu máli um, að hér væri ekki þörf varnarliðs. Þessi trú átti meðal annars rætur sin- ar að rekja til fundar ráða- manna Sovétrikjanna og Bandarikianna i Genf 1955 og þess friðvænlega andrúms- lofts. sem við þennan fund virtist skapast i lieiminum. Atburðírnir í Ungverjalandi í október 1956 leiddu hinsveg- ar í ljós, að þrátt fyrir fög- ur orð skorti mjög á, að horf- ið væri frá ofbeldi og vfir- gangi á viðskiptum ríkja á milli. Verður vart um það deilt, að ekki hafa aðrar að- gerðir verið hættulegri friðn- um í Evrópu síðan seinustu heimsstyrjöld lauk en innrás- in í Ungverjaland og meðferð sú, sem ungverska þ.ióðin varð að þola. Á meðan slíkt. ástand ríkti í alþjóðamálum vildi AI- þýðuflokkurinn ekki eiga að- ild að því að gera ráðstaf- anir til brottfarar varnarliðs- ins frá íslandi og átti flokk- urinn því sinn þátt í því, að endurskoðun vamarsamnings- ins var ekki haldið áfram á s.l. ári. Ennfremur má minna á at- burði þá, sem gerzt hafa við austanvert Miðjarðarhaí, og hið uggvænlega ástand. sera ríkt hefur og rikir enn í ná- lægum Austurlöndum. Á því ári, sem liðið er síð- an endurskoðun vamarsamn- ingsins féll niður, hafa -engir atburðir gerzt, sem yakið gæti hjá mönnum réttmætar vonir um friðvænlegri horfur í ai- lyjóðamálum. Reynslan hefur sýnt, að þótt menn tali um friðsamlega lausn ágreiiiíngs- mála, þá iætur öfbeldið ekki á sér standa. þegar það sér leik á borði. Það hiýtur einnig að vekja efa og tor- trvggni í hngnm manna. að þótt allir þykist fýlgjaniii af- vopnun og samningum um bann við ægile'mstu morð- tækjtim, bá er -öllum -kröfum lýðræðisbióða um eftirlit með he’ðnrlep'ri fvamVvæmd slíkra samninga skilyrðisiaust itafn- að. Tækniþróun sú. sem orðið hefur seinustu mánuðina og svo mi"g virðist tengd hern- aðarmálunum, er vissuiega ekki heldur til þess failiu, að auka trú manna ’á friðvæn- legar liorfur. Það er skoðun Alþýðu- flolcksins, að það sé ekki sam- rýmanlegt öryggi tsland.3, að taka nú upp viðræður um end- urskoðun vamarsamningsins með brottför varnariiðsins að takmarki. Telur flokkurínn, eins og nú er ástatt, að veitet- ar varnir tslands myndú auka ófriðarhættu og því þjóna heim tilgangi einura að bjóða liættunni heim með ófyrirsjá- anlegum afleiðingúm fyrir íslendinga og ba.ndalagsriki beirra innan At'antsháfs- handalagsins. Alhyðuflokkur- inn hafrar hví tilmæluni yð- ar um að taka nú unp endur- skoðun varnarsamningsins með b”ð fvrir aúgitm, að vavnarliðið liv°rfi úr landi. F h. þingflokks Aiþýðu- flokksins Emii Jónsson.“ Herinn burt Framhald af 1. síðu. Einar Braea, Eldflaugar og vetn- isvopn á ísiandi, Bréf til þih eft- ir Stefán Jónsson, Opið bréf til ríkisstjómar íslands, frá Guð- mundi Böðvarssyni. Menn þjóð- arinnar, eftjr Drífu Viðar og Arfurinn eftir Jón. Sapisonarsoií. Kvæði eru eftir Snorra. Hjartar- son, Halldóru B. Björnsson, og~ Jón Oskar. Frá Heilsuverndarstöðinni Sú breyting verður á viðtalstíma bamadeildar Hcilsu- vemdarstöðvarinnar í Langholtsskóla, að framvegis- verður opið: Flnuntudaga kl. 1—2 e.h. (en ekki 9—10 f.h.) HeilsuverndarsKöð Reykjavíkur Mænusóttarbólusetning í Reykjavík Fyrst um sinn verður opið fyrir mæimsóttarbólu- sytningu alla rírka daga nema laugarda.ga klukkan 2—4.30 eftir-hádegi. • ý Heilsuverndarstöð Reykjavíkur d.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.