Þjóðviljinn - 21.12.1957, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.12.1957, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. desember 1957 —N WILIINN Útgefandl: Sameiningarflokkur all>ýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmunáur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Augiýs- ingastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 & mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja ÞJóöviljans. Afleiðingar óreiðunnar p'járhagsáætlun Reykjavíkur- bæjar fyrir árið 1958 var iögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í fyrra- dag. Verður síðari umræða ekki fyrr en að loknum bæj- arstjórnarkosningum í janúar og kemur því í hlut hinnar nýju bæjarstjórnar að ganga endanlega frá fjárhagsáætlun- inni. ! / 'Víiðurstöðutölur fjárhags- " ’ áætlunarinnar eru að þessu sinni 224 millj. kr. eða 21 millj. kr. hærri en í fyrra. Út- svörin, sem eru megintekju- stofninn, eiga að hækka um 18 millj. kr. frá fyrra ári. Nemur sú hækkun 10%. Það er hins vegar athyglisvert að sú vísitöluhækkun sem orðið hefur frá fyrra ári. nemur að- eins 5 stigum, eða 2,8%. Eðli- leg hækkun af þeim sökum hefði því átt að nema 3 millj. kr. en fjárhagsáætlunin á að hækka um 21 millj. kr. og er þó eftir meðferð hennar við síðari umræðu sem jafnan þýðir nokkra hækkun umfram upphaflega áætlun. ! Þjetta er síðasta fjárhags- *■ áætlunin sem núverandi hæjarstjórn fjallar um og því ekki úr vegi að gefa því gaum hver þróunin hefur orðið í fjármálum bæjarins á liðnu kjörtímabili. Árið 1954 nam heildarupphæð f járhagsáætl- unarinnar 105 millj. 178 þús. kr. 1958 er gert ráð fyrir að heildarupphæðin nemi 224 millj. 179 þús. kr. Heildarút- gjöldin hafa því liækkað um 113% á kjörtímabilinu. T Ttsvörin, sem eins og fyrr segir eru aðaltekjustofn- inn, hafa verið hækkuð gífur- iegar á þessum síðustu árum en nokkur dæmi eru til um áður. Árið 1954 námu útsvör- in samkvæmt áætlun 86,4 millj. kr. 1955 voru þau áætl- uð 101,4 millj., 1956 145,3 millj., 1957 181,3 milij. og á næsta ári eiga þau enn að hækka um a. m. k. 18 millj. kr. og verða þá 199,3 millj. kr. TÁessi hækkun útsvarsupp- ’ hæðarinnar síðan 1954 nemur hvorki meira eða minna en 131%! Og þó hefur Sjálf- stæðisflokkurinn ekki látið sér þetta nægja í álögunum á bæjarbúa. Til viðbótar hefur verið notuð fyllsta heimikl um álagningu fyrir vanliöldum og eru þannig teknar af bæjar- búum í ár um 18 millj. ofan á útsvarsupphæðina. En ekki nægði það heldur íhaldinu. Ofan á þessa gífurlegu út- svarsinnheimtu seildist það með ólöglegum hætti eftir sjö millj. kr. úr vasa bæjarbúa og vildi einnig nefna þá á- . lagningu útsvötr, þótt fyrir henni væri engin lagastafur eða bæjarstjórnarsamþykkt! Er þessi fjárheiinta algert einsdæmi, enda vakti liún mikla athygli og almenna and- úð og neyddist viðkomandi stjórnarvöld til að grípa í tauinana. Var útsvarsálagning íhaldsins úrskurðuð ólögleg, þótt það reyndi síðar að fara í kring um úrskurðinn með handahófslegum lækkunum á nokkrum liluta gjaldenda en neitaði öllum þorra þeirra um réttmæta leiðréttingu mála sinna. Tjótt verðbólgustefna íhalds- * stjórnar Ólafs Thors á undanförum árum eigi vitan- lega sinn þátt í útgjaldahækk- unum og auknum álögum Reykjavíkurbæjar nægir ekki sú skýring ein. Stjórnleysið í bæjarrekstrinum á þar einnig sinn stóra og afdrifaríka þátt. Þar rekur hvert hneykslið annað sem orðið hefur skatt- þegnunum þungt í skauti, þvi í þeirra vasa er kostnaðurinn sóttur. Útþenslan og vöxtur skrifstofubáknsins er eitt dæmið af mörgum. Á kjör- tímabilinu hefur kostnaður við stjórn bæjarins vaxið úr 7,7 millj. kr. 1954 í 12,7 millj. kr. 1958, eða um 64,4%. Lög- gæzlukostnaðurinn hefur vax- ið úr 5,6 millj. kr. 1954 í 11,2 millj. 1958, eða um 100%. Skrifstofa fra&slufulltrúa kostaði 160 þús. kr. 1954 en á að kosta 465 þús. kr. 1958, | og er það 190% liækkun. Skrifstofukostnaður borgar- læknis hefur hækkaðum87%, framfærzluskrifstofunnar um 47%, Vatnsveitunnar um 114%, Hitaveitunnar um 46%, Rafmagnsveitunnar um 54%, Strætisvagnanna um 65% og hafnarskrifstofunnar um 69%. Mætti lengi halda áfram slíkri upptalningu um útþensluna og ofvöxtinn í bæjarkerfinu. l^essu til viðbótar eru svo * kostnaðarsöm og óhag- kvæm vinnubrögð sem ihaldið heldur dauðahaldi í ár eftir ár, þrátt fyrir endurteknar á- bendingar og harða gagnrýni minnihlutaflokkanna. Engu má breyta og allt verður að hjakka í sama farinu, einkum það sem snertir liagsmuni gæðinganna og innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Öll sú ó- reiða í rekstri bæjarins og einstakra bæjarstofnana, sem allir vita um og viðurkenna, fær að þróast án þess að fyr- ir hana sé tekið. Auðvitað kosta slík vinnubrögð bæjar- félagið sjálft stórar fjárfúlgur sem sóttar eru ofan í vasa skattþegnanna og eiga sinn mikla þátt í útsvarshækkun- um undanfarinna ára. En yfir þessum vinnubrögðum heldur Sjálfstæðisflokkurinn verndar- hendi meðan hann má ráða. Það vita Reykvíkingar af langri reynslu . En nú er Stjérnarfrumvarpið m upps frest og veikindadaga tí vikukaupsmanna Æ2I! Hér er birt frumvarpið „uin rétt verkafólks til upp- sagnarfrests frá störfum og um rétt til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla“, sem skýrt var frá í blaðinu í gær. Eru lesendur hvattir til að kynna sér ákvæði þessa merka fruinvarps, er tryggir framgang einu af baráttumálum verkalýssam- takanna. 1. gr. Nú hefur verkamaður eða verkakona, sem fær iaun sín greidd í tíma- og vikukaupi, unnið hjá sama atvinnurek- anda i eitt ár eða lengur, og^ ber honum þá eins mánaðar uppsagnarfrestur frá störfum. Tíma- eða vikukaupsmaður telst hafa unnið hjá sama at- vinnurekenda í eitt ár, ef hann hefur unnið hjá hon- um samtals a.m.k. 1800 klukkustundir á síðustu 12 mánuðum, þar af a.m.k. 150 stundir síðasta mánuðinn fyr- ir uppsögn. Jafngildar unn- um klukkustundum teljast í þessu sambandi fjarvistir vegna veikinda, slysa, orlofs, verkfalla og verkbanna, allt að 8 klst. fyrir hvern fjarvist- ardag. Launþega, sem rétt á til uppsagnarfrests samkvæmt þessari grein, skal skylt að tilkynna með eins mánaðar fyrirvara, ef hann óskar að hætta störfum hjá atvinnu- rekanda sínum. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót. 2. gr. Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaaf- greiðslu, fyrirtæki verður fyr- ir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skip- tapa, og verður atvinnurek- anda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 150 klukustundum á mánuði, enda missa launþegar þá eigi upp- sagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir. 3. gr. Fastir starfsmenn og tíma- og vikukaupsmenn, sem rétt eiga á uppsagnarfresti sam- kvæmt 1. gr. laga þessara, skulu eigi missa neins í af launum sínum í hverju, sem þau eru greidd, fyrstu fjórtán dagana eftir að þeir forfall- ast frá vinnu sökum sjúk- dóma eða slysa. 4. gr. Nú vill launþegi neyta rétt- ar síns samkvæmt 1. og 3. grein og skal hann þá ef at- vinnurekandi óskar þess, af- henda honum vottorð læknis um veikindin eða slysið, er sýni, að hann hafi verið ó- vinnufær vegna veikindanna eða slyssins. 5. gr. Ákvæði laga þessara hagga elcki samningum milli sam- taka atvinnurekenda og laun- þega um greiðslu atvinnurek- enda á sjúkrapeningum til starfsmanna sinna, hvort sem þeir eru greiddir til styrktar- sjóða, stéttarfélaga eða beint til þeirra sjálfra. 6. gr. Ákvæði samnings milii at- vinnurekanda og launþega, sem brjóta í bág við lög þessi eru ógild, ef þau rýra rétt launþegans. Haldast skulu þau réttindi, sem veitt eru með sérstökum lögum, samningum eða leiða af venju í einstökum starfs- greinum, ef þau eru launþega hagstæðari en ákvæði þessara laga. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi 86. gr. laga nr. 24 29. marz 1956, um almannatryggingar. Guðmundar Eggerz minnzl á Hlþingi skammt undan tækifæri til umskipta sem óliklegt verður að telja að bæjarbúar láti ganga sér úr greipum eftir reynsluna af íhaldinu á liðnu kjörtímabili. í byrjun fundar sameinaðs þings í fyrradag mælti forseti (Emil Jónsson): Áður en gengið er til dag- skrár, vil ég minnast nokkrum orðum látins fyrrverandi al- þingismanns. Guðmundar Egg- erz fyrrum sýslumanns, er and- aðist á heimili sínu hér í bæ síðastliðinn mánudag, 16. des- ember, 84 ára að aldri. Guðmundur Eggerz fæddist á Borðeyri 30. september 1873, sonur Péturs Eggerz verzlunar- stjóra þar og konu lians Sigríð- ar Guðmundsdóttur bónda á Kollsá í Hrútafirði Einarsson- ar. Hann brautskráðist úr lærða skólanum í Reykjavík 1894 og lauk lögfræðiprófi við Kaup- mannahafnarháskóla 1902. Að námi loknu var hann um skeið fulltrúi í embættisskrifstofum í Danmörku. Árið 1905 var hann settur málaflutningsmaður við landsyfirréttinn, settur sýslu- maður í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu um hrið á ár- inu 1906, settur sýslumaður i sömu sýslu í annað sinn 1908 og skipaður sýslumaður þar á sama ári. 1911—1917 var hann sýslumaður í Suður-Múlasýslu, varð sýslpmaður í Árnessýslu 1917, en fékk lausn frá því embætti sökum heilsubrests síðla árs 1920. Síðan var hann um fimm ára skeið starfsmaður Áfengisverzlunar ríkisins í Reykjavk, fulltrúi bæjarfóget- ans í Vestmannaeyjum 1927— 1931, fulltrúi sýslumannsins í ísafjarðarsýslum og bæjar- fógetans á ísafirði 1932—1934, en varð 1934 fulltrúi sýslu- mannsins i Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Akureyri og gegndi því starfi fram um 1950, er hann lét af störfum sökum aldurs. Hann var þingmaður Sunnmýlinga 1913—1915, sat á þremur þingum. Á þingmannsárum Guðmund- ar var róstusamt á þingi og skip un manna í landsmálaflokku að riðlast. Hann lét þar að sér kveða og tók mikinn þátt í um- ræðum. Hann átti sæti í rnilli- þinganefnd i vatnamálum, svo- refndri fossanefnd, á árunum 1917—1919 og stóð að minni- hlutaáliti ásamt Sveini Ólafs- syni í Firði, þótt þá greindi á um sum atriði. Guðmundur Eggerz ólst upp á höfðingssetri og var settur ung- uj: til mennta. Hann átti sér langan starfsaldur og kynntist mönnum og málefnum í öllum fjórðungum landsins. Hann kunni frá mörgu að segja og var gæddur góðri frásagnar- gáfu, eins og fram kemur £ minningabók þeirri, er hann samdi, eftir að hann lét af opin- berum störfum. 1 Eg vil biðja háttvirta alþing- ismenn að minnast hins látna fyrrverandi alþingismanns, Guðmundar Eggerz, með því að rísa úr sætum. Jólalieííi Birtiitgs Tímaritið Birtingur, 4. hefti 1957 er nýkomið út, og er það lokahefti þessa árgangs. Fremst í heftinu er Ávarp til íslenzku þjéðarinnar, undirritað af 100 listamönnum og stúdentum, og er þar heitið á þjóðina að krefjast brottfarar bandaríska hersins frá íslandi. Isleifur Sigurjónsson ritar greinina „... . ég þarf að tala við kóng- inn í Kína. .. .“, endurminning- ar um samvistir höfundarins og Halldórs Kiljans Laxness í Framhald á 7. síðu. ILeiðréítfæig Sérstök óheppni má það teljast, að í greinarstúfinn „Svar viÓ fyrirspurn" á 8. bis Þjóðviljans í gær skyldi þurfa að slæðast' prentvilla, sem er þess eðlis, að hún ónýtir að heita má meginhugsunina I svari mínu. Þarna stendur sem sé orðið „innihaldslaus" í upphafi 2. málsgreinar, þar sem á að vera „andlaus", og verður ekki hjá því komizt að leiðrétta þetta. Að réttu lagi á málsgreinin að vera þannig: „Sjálfsagt hefur Jakob ó- tal sinnum heyrt orðin „sál- arlaus“ og „andlaus“ höfð um kvæði, stólræður o. s. frv„ jafnvel Hka tónverk. Ekkt mun það hvarfla að honuni að vilja ógilda svo algenga. og ágæta málvenju sem þá. að tala um ,,anda“ ljóðs eða lags. En er þá ekki líka ó- þarft að vera að hneykslast á því, er orðið ,,sál“ er notaö á sama hátt og í mjög svip- aðri merkingu?" líjörn Franzsora.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.