Þjóðviljinn - 05.01.1958, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN —Sunnudagur 5. janúar 1958
(MÓÐVIUINN
Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — 8Ó8Íall8taflokkurinn. — RitstJórar
Maanús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón
Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmuntiur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfusson,
ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs-
ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent-
Bmíðja: Skólavörðustíg 19. — Símri: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á
mán. i Reykjavík os nágrennl; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr- 1.50.
Prentsmiðja ÞJóðviljana.
s!--------------------------✓
Listi Alþýðubandalagsins
IT'ramboðslisti Alþýðubanda-
lagsins til bæjarstjórnar-
kosninganna í Reykjavík hefur
nú verið birtur. Hann kemur
fram síðastur af listunum hér
í bænum, af þeirri ástæðu að
Alþýðubandalagið taldi það
skylöu sína að leita allra ráða
til þess að sameina vinstri
menn í höfuðborginni, svo að
þeir gerðu íhaldinu ekki þann
óvinafagnað að dreifa kröftum
sínum í þeim mikilvægu á-
tókum sem framundan eru.
Héldu þær tilraunir áfram al-
veg fram að síðustu heígi. Það
var hægri klíka Alþýðuflokks-
ins sem af mestu ofstæki hafn-
aði fyrirfram þeirri hugmynd
að vinstri flokkamir hefðu með
sér nokkra samvinnu, og einnig
urðu sundrungarmenn Fram-
sóknar og Þjóðvarnar ofan á
að lokunj, þótt vitað sé að inn-
an allra þessara flokka sé mik-
511 áhugi á sameiginlegri sókn
gegn íhaldinu. En það úrlausn-
arefri er nú í höndum kjós-
enda sjálfra, þeirra sömu kjós-
enda sem í síðustu þingkosn-
•ingum gerðu Alþýðubandalag-
ið að næst stærsta flokki þjóð-
arinnar.
¥ isti Alþýðubandalagsins er
■*■* skipaður góðum fulltrúum
þeirrar 'alhliða samvinnu
vinstri manna sem tekizt hef-
ur ínnan þessara nýju sam-
taka. í tveimur efstu sætunum
eru Guðmundur Vigfússon,
sem var aðalfulltrúi Sósíalista-
flokksins í bæjarstjóm Reykja-
víkur á síðasta kjörtímabili,
og Alfreð Gíslason, sem var
kjörinn aðaifulltrúi Alþýðu-
flokksins í síðustu kosninguni.
Þeir Guðmundur og Alfreð
beittu sér fyrir vinstri sam-
yinnu innan bæjarstjórnarinn-
ar með mjög góðum árangri
og vegna þessa einingarstarfs
var Alfreð rekinn úr Alþýðu-
•flokknum af hægri klíku
flokksins. Þau tiðindi urðu
einn aðdragandi þess að AI-
þýðubandalagið var stofnað
og að víðtækari samvinna
vinsír- manna tókst en dæmi
eru til hér á landi áður. For-
usta þeirra Guðmundar og Al-
freðs er trygging fyrir því að
áfram verður haidið á sömu
brauí af öruggri festu. í
þriðja sæti listans er Guð-
mundur J, Guðmundsson, sem
þegar hefur sýnt það að hann
er jafn óbilandi íulltrúi verka-
lýðshreyfingarinnar í harðri
verkfallsbaráttu og friðsamlegri
átökum og samningum. í fjórða
sæti er Ingi R. Helgason, sem
einnig hefur átt sæti í bæjar-
stjórn að undanfömu og get-
ið sér mikið orð fyrir hug-
kvæma og snjalla baráttu
gegn sukki og valdníðslu í-
haldsins. í fimmta sæti er Þór-
arinn Guðnason, einn af kunn-
us.tu menntamönnum þjóðar-
innar, jafn vinsæll sem lækn-
ir og maður og fulltrúi þeirrar
allsherjar samvinnu vinstri
manna sem er að eflast og
verður að móta þjóðlífið í æ
ríkara mæli. í sjötta sæti er
Adda Bára Sigfúsdóttir, sem
þegar hefur getið sér mikið
orð í félagsstarfi, glöggsýnn og
traustur fulltrúi að hverju sem
hún vinnur. Sigurður Guðgeirs-
son starfsmaður Fulltrúaráðs
verklýðsfélaganna er í sjöunda
sæti, og hann hefur að undan-
förnu tekið* mikinn og góðan
þátt í umræðum og baráttu
um bæjarmálin. í áttunda sæti
er Kristján Gíslason verðlags-
stjóri, einn þeirra Alþýðu-
flokksmanna sem bezt hefur
unnið að þvi að efla samvinnu
vinstri aflanna. Og þannig
mætti halda áfram að telja
upp; hvert sæti listans er skip-
að kunnum Reykvíkingum sem
hafa unnið sér traust hver á
sínu sviði og beitt sér sérstak-
lega fyrir einingu vinstri
manna í átökum við íhald og
auðmannavald. Þetta er listi
sem mun hljótá góðar undir-
tektir í Reykjavík og örfa
vinstri menn til öflugrar sókn-
ar.
Tlæjarstjómarkosningamar í
” Reykjavík eru fyrst og
fremst átök við íhaldið, og
allir íhaldsandstæðingar verða
af raunsæi að horfast í augu
við staðreyndír. Staðreyndirnar
birtust á einkar Ijósan hátt í
síðustu alþingiskosningum. Úr-
slit þeirra kosninga sýndu að
Þjóðvamarflokkurinn hefur
ekki fylgi til að koma að nein-
um manni í bæjarstjórn, og
framboð hans verður einvörð-
ungu til þess að eyðileggja at-
kvæði — hversu margir skyldu
þeir verða sem kjósa sér slíkt
hlutskipti? Þau úrslit sýndu
einníg að Hræðslubandalagið
hafði — í einu lagi —- fylgi til
þess að korrta þremur mönnum
í bæjarstjórn, en þegar Fram-
sókn og Alþýðuflokkurinn
bjóða fram hvor í sínu lagi
hrekkur fylgið aðeins fyrir ein-
um fulltrúa á hvom flokk;
einnig þar er því hætta á að
fjölmörg atkvæði íhaldsand-
stæðinga fari til spillis. Al-
þýðubandalagið hafði á fimmta
fulltrúa samkvæmt úrslitum
þeii-ra kosninga, og íhaldið á
njunda. Þessar staðreyndir
sýna einkar glöggt að aðferð
íhaklsandstæðinga til þess að
ná árangri. er að kjósa Alþýðu-
bandalagið; á þann hátt einn
getur sóknin gegn ílialdinu
borið árangur í vei-ki; með því
móti er verið að efla lang-
stærsta og öflugasta andstöðu-
ilokk íhaidsins í Reykjavík,
þann flokk sem af allri orku
hefur beitt sér og mun beita
sér fyrir þeirri samvinnu
vinstri manna sem ein megnar
að Ieggja íhaldið að velli.
Jólabaksturimn Bidstrap teiknaSi
Israelsmenn minnast tíu ára afmælis
kins endurreista ríkis síns
Á þessu ári minnast fsraels-
menn 10 ára afmælis hins end-
urreista ríkis ísraels. Hátíða-
höld af þessu tilefni munu
ekki verða bundin við neinn
sérstakan dag ársins, heldur
verður allt árið 1958 helgað
þesum viðburði. Búizt er við
því, að um 100 þúsund manns
hvaðanæfa úr heiminum muni
ferðast til ísraels af þessu iil-
efni. Verða hátíðahöld þessi
undirbúin af allri þjóðinni,
hverju þorpi, hverri borg og
hverjum einstökum íbúa ísra-
elsríkis.
í sambandi við hátíðahöld
þessí munu margir af frægustu
listamönnum heimsins koma
fram á hljómleikum, er haldn-
ir verða í hinni nýju hljóm-
leikahöll í Tel-Aviv, er talin
er eín af fegurstu og fullkomn-
ustu hljómleikahúsum verald-
arinnar og rúmar 2,700 manns
í sæti. Ennfremur verða haldn-
ar sýningar frægra ballett-
flokka og annarra listamanna.
Þá hefur verið áköeðið, að
minnzt verði heimsóknar hvers
einstaklings, er tH ísraels kem-
ur af tilefni -þessa viðburðar,
með því að leggja stein í
,,mosaik“>-góIí á Herzlfjallinu
fyrir hvem ferðamann, er til
fsraels kemiif.
Segja má, að ekki sé ríkt
tilefni til þess að gera mikið
úr 10 ára fullveldishátíð
einnar þjóðar. í sambandi við
þessi hátíðahöld má þó benda
á, að hér er í raun réttri ekki
aðeins haldið upp á 10 ára
fullveldisafmæli Ísraelsríkis,
heldur er og jafnframt minnzt
endurreisnar þjóðríkis, sem
ýmist má telja 3000 ára, ef
miðað er við Davíð konung,
eða 4000 ára, ef miðað er við
daga Abrahams. I öðru lagi
hafa svo stórstígar framfarir
átt sér stað í ísrael á þessum
3 0 árum, að erfitt mun að
finna nokkurn samjöfpuð með-
al annarra þjóða. Má t.d. geta
þess, að á þessum 10 árum hef-
ur íbúafjöldi landsins þrefald-
ast á sama tíma og þjóðin hef-
ur náð ótrúlegum árangri á
sviði vísinda, iðnaðar, siglinga,
landbúnaðar og lista. Þá má
og geta þess, að á þessu tíma-
bili hafa verið gróðursettar
35 milljónir trjáplantna til þess
að klæða landið nytjaskógi.
Alls þess árangurs, er náðst
hefur á þessum sviðum mun
m. a. verða minnzt með mikllli
sýningu, er haldin verður í
Jerúsalem í júnimánuði 1958.
Það er eftirtektarvert við
þessa sýningu, sem sýna á sögu
ísraels frá upphafi, ræktun
Negeveyðimerkurinnar, fram-
kvæmdir og framfarir á vís-
indasviðinu, svo og heimkomu
þeirra Gyðinga, er í útleg’ð hafa
verið í gegn um aldimar, — að
sýning þessi er, ef svo má
segja — lifandi sýning, er sýn-
ir vísindamenn að störfum við
ákveðin verkefni í rannsóknar-
stofum, er sérstaklega hafa
verið byggðar af þessu til-
efni.
Á ýmsurn öðrum stöðum i
landinu hafa og verið undirbú-
in margs konar hátiðahöld og
sýningar af ýmsu tagi. svo sem
í stærstu borg landsins, Tel-
Aviv og Haifa, en þar verður
mikil blómasýning í sambandi
við uppskeruhátíð ávaxtarækt-
unarinnar. Þá verður seint á
árinu haldin mikil hljómlistar-
hátíð í hinni fomu rómverskú
borg, Tiberias við Galíleuvatn-
ið.
Vegna þess miklá ; fjölda
ferðamanna, er ferðast munu
til landsins helga á. þessú ári
hafa vérið byggð mörg gisti-
hús og gestaheimili af ýmsu
tagi ekki einungis í öllum
helztu borgum landsins heldur
og út um landsbyggðma. en þó
einkum á þeim stöðum, er
helztu hátíðahölclin fara fram.
‘ . y.t-\ ''r" : \ *: ■ ’ ■ &?■:'. ■ ?
(Frá ræðismannsskrifstofú
ísraels í Reykjavík) , ,