Þjóðviljinn - 05.01.1958, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.01.1958, Qupperneq 10
10) — ÞJÖÐVJ.LJINN — Sunnudagur 5. janúar 195S ti&3 EltLEXn Framhald af 7. síðu. þingið lýsti samþykki sínu við upptöku Möltu í brezka rikið og brezka stjórnin liafði góð orð um að sjá Möltubúum, sem sagt yrði upp störfum við herstöðvárnar, fyrir ann- arri atvinnu. Iutið héfur hins- vegar orðið úr framkvæmdum. Mintoff hefur verið með ann- an fótinn í London undanfar- in misseri, en brezka stjórnin Iiefur ekki enn fengizt til að leggja fyrir þingið frumvar) um framkvæmd á samþykkt- ihni um samruna Möltu og Bretlands. T Tm þessar mundir eru upp- sagnir starfsmanna í skipasmíðastöð brezka flotans á Möltu að koma til fram- kvæmda, og þolinmæði Min- toffs og fylgismanna hans er þrotin. Milli jóla og nýjárs samþykkti þingið á Möltu ein- róma tillögu frá honum, þar sem lýst er yfir að Möltubúar telji sig ir usa allra mála við iBretland, e.f brezka stjórnin heiti því ekki að sjá sér- hvcrjum hers töðvastarfs- manni, sem missir atvinnu sína, fyrir öðru starfi. Þess- ari kröfu hefur Lennox-Boyd, nýlendumálaráðherra Bret- iands, hafnað. Andnð á Bret- um ihefur blossað upp á Möltu, skemmdarverk hafa verið unnin á f'ugvélum og hernaðarmannv;rkjum, He! ztu andstæðingar Mintoffs, Þjóð- ernissinnaflokkur dr. Borge Oliviers, sem kærir s;g ekk- ert um sameiningu við Bret- TÍÐINDi land heldur vill að Malta verði sjálfstætt ríki, hefur sig mjög 1'frammi. A tburðirnir á Möltu sýna, hvilíkt glapræði það er fyrir þjóð að byggja afkomu sina á herstöðvavinnu og þjónustustörfum fyrir erlent herveldi. Breytt hemaðarað- staða og hergagnatækni getur í einu vetfangi gert herstöðv- ar svo lítils virði fyrir her- veldi, að það ákveði að spara sér útgjöld og leggja þær nið- ur. Þá stendur þjóð, sem ]éð hefur vinnuafl til herstöðva- vinnunnar á kostnað eðlilegra atvinnuvega sinna, uppi á köldum kíaka. Reynsla Möltu- búá í striði og friði sýnir, að herseta framandi þjóðar í landi annarrar kallar yfir það miskunnarlausar árásir á stríðstimum Og ýtir á friðar- timum undir fyrirhyggjulej’si og skammsýnt traust á forsjá út’endinga, sem fyrr eða síð- ar h’vtur að koma mönnum ó- þyrmilcga í koll. M. T. Ó. liggur leiðin Ræða Macmillans Framhald af 1. síðu. Macmillans og telji hana djarf- legt framlag, til að greiða fyr- ir samkomulagi við Sovétríkin og draga úr viðsjám í heiminum. Fundur æðstu manna Macmillan kvaðst hafa gert það lýðum Ijóst á A-bandalags- fundinum í Paris, að brezka stjórnin væri þess fýsandi að gerð yrði ný tilraun til að kom- ast úr ógöngunum í skiptum stórveldanna. „Sjálfum er mér hjartanlega sama, hvort þetta verður gert á vettvangi SÞ eða starfíð hafið innan takmarkaðra hóps“, sagði brezki forsætisráðherrann. „Hvort seni við gerum þetta á þennan hátt eða eftir diplómat- ískum leiðum eða sameinum báðar aðferðirnar. verður markmiðið að ryðja biaki- gam- alla deilna og ágreinings úr vegi og opna þannig ieiðina til fund- ar æðstu manna“. uStyrjöld útilokuð : 'Macmillan kvað valdhlutföll í héiminum nú svo hnífjöfn, að styrjöld mætti heita útilokuð. Enginn gæti sigrað í styrjöld, sem háð væri með nýjustu vopn- um. Hann kvaðst álíta, að það væru kjarnorkuvopnin sem tryggðu friðinn. Vestúrveldin væru ekki enn viss um, hvað fyrir sovétstjórninni vekti, og því gætu þau ekki enn afsalað sér réttinum til að framleiða kjarnorkuvopn. Mesti vandinn við að koma á afvopnun er að tryggja að hún verði framkvæmd án þess að valdajafnvægið raskist, sagði Tilboð óskast Macmillan. Aðalíundur í nokkrar ifólksbifreiðir, er verða til sýnis að Skúla- túni 4, mánudaginn 6. þ.m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. — Nauðsynlegt er að taka fram simanúmer í tilboði. — «Sölunefnd \arnarliðseigna. Framhald af 3. síðu. fram á fundinum kosning í trunaðarrað, en þess er hvergi getið í fyrrnefndri frétt, enda ber fréttatilkynning Alþýðubl. og Morgunblaðsins það með ser að utanfélagsmaður hafi samið hana. SISAL, MANILLA, GRASTÓG, TEINATÓG, íyrir reknet og þorskanet, allir sverleikar, FYRIRLIGGIANDI. Kristján Ó. Skagfjörð h.f. Plasteinangrun Fyrtrli.ggjandi 1 sm % tómma 1 — 11/2 — 2 3 4 — PLASTIÐJAN h.f. Eyrarbakka. SÖLUUMBOÐ: þykktum; 19,75 ferm. 31,55 — 39,50 — 56,85 — 71,10 — 113,85 — 142,15 — í eftirtöldum á KORKIÐJAN h.í. Sliúlagötu 57, síini 14231, Auolvsing O J c frá Skattstofu Reykjavíkur 1. Atvinnurekendur og stofnanir í Reykjavik og aðrir sem hafa haft launað starfsfólk á árinu sem leið, eru áminntir um að skila launauppgjöfum til skatt- stofunnar í síðasta lagi 10. þ.m., ella verður dag- sektum beitt. Launaskýrslum skal skilað i tvíriti Komi í ljós að launauppgjöf er að einhverju leyti ábótavant, s. s. óuppgefji hluti af launagreiöslum, hlunnindi, vantalin nöfn eða heimili lau Iþega skakkt tilfærð, heimilisföng vanfar, eða starfstími ótil- greindur, telst það til ófullnægjandi framtals, og viðurlögum beitt samkv. því. Það athugist, að allar greiðslur til manna, svo sem ritlaun, umboðslaun, risna, dagpeningar, bifreiða og ferðastyrkir o. fl., ber að ge?a upp á launamiða og án tillits til þess, hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Við launa- uppgjöf giftra kvenna skal nafn eiginmanns til- greint. Fæðingardag og ár allra launþega skal til- greina. Ennfremur er því beint til allra þeirra, sem hafa fengið byggingarleyfi hjá Reykjavíkurbæ, og því verið sendar launaskýrslur, að standa skil á þeim til skattstofunnar, enda þótt þeir hafi ekki byggt, ella mega þeir búast við áætluðum sköttum. Á það skal bent, að orlofsfé telst að fullu til tekna. Um launauppgjöf sjómanna athugist, að fæði sjó- manna, sem dvelja fjarri heimilum sínum, telst ekki til tekna. Ennfremur ber að tilgreina nákvæmiega hve lengi sjómenn eru lögskráðir á skip. 2. Athygli skal vakin á því, að skipta þarf tekjiun. þeirra, sem eru á aldrinum 16 til 25 ára, sbr. lög um skyldusparnað, miðað við 1/1 — 31/5 og 1/6 —í31/12 1957. 3. Skýrslum um hlutafé og arðsútborganir. hlutafé- laga ber að skila til skattstofunnar í síðasta lagi þ. 10. þc-ssa mánaðar. Skattstjórinn í Reykjavík. Skipulagssýning Mánudaginn 6. janúar, kl. 3 síðdegis, verður opnuð skipulagssýning „Bærinn okkar“ í bogasal Þjóð- minjasafnsins. Á sýningunnl verða uppdrættir og líkön af skipu- lagi Reykjavíkur og af ýmsum stórbyggingum. eem verið er að byggja eða fyrirhugaðar eru í bænum. Sýningin verður opin fyrst um sinn, daglega, frá kl. 2 e.h. til kl. 10 e.h. Aðgangur ókeypis. REYKJAVIK Skipulagsstþm Reykjavíkurbæjar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.