Þjóðviljinn - 23.01.1958, Síða 3
Fimmtudagiir 23. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3
f Morgunblaðinu í fyrradag
er gerð veikburða tilraun til
þess að sannfæra Reykvikinga
um, hversu óendanlega mikla
umhyggju bæjarstjórnanneiri-
hluti íhaldsins hafi sýnt her-
skálabúum og hve sannur
bjargvættur Gunnar Thorodd-
sen borgarstjóri hafi reynz't
þeim í þrengingum þeirra.
Þessu til staðfestingar er leidd-
ur fram sem vitni maður, er
fyrir tæpu ári fékk inni í rað-
húsunum svonefndu fyrir
miskunn íhaldsins og náð
Gunnars Thor. Þessi maður
hafði í fjórtán ár mátt þreyja
þorrann og góuna í einhverju
ömurlegas.ta húsnæði, sem
hugsazt getur, herskálum
Reykjavíkur. En hann er gam-
all kosningasmali íhaldsins og
svo sanntrúaður Sjálfstæðis-
maður, að barnsleg einfeldni
hans í trú sinni og langlundar-
geð gágnvart herra. sínum
minnir.-mest á Job þann, er
frá er sagt í biblíunni, að
drottinn gat aldrei slegið nóg-
um kaunum eða búið nægjan-
leg harmkvæli til þess, að mað-
urinn missti trú sína á al-
gæzku hans og. viturleik.
• L. s, G.
í vitnaleiðslu sinni í Morg-
unblaðinu er Sveinn Þormóðs-
son, en svo heitir maðurin/i,
svo hrekklaus, að hann dregur
enga dul á, hve hörmulega
hafi verið að honum og fjöl-
skyldu hans búið af bæjarins
hálfu svo árum skipti. Um
herskálann í Camp Knox, þar
sem hann bjó áður um skeið,
segir hanri t. d.: „Þar var yf-
irleitt mjög kalt og mikill raki,
ef þamúg viðraði, cnda má
segja að heílsufar fjölskyld-
unnar hafi breytzt mjög til
batnaðar, eftir að við fluttumst
í hia nýju húsakynni. I her-
skálunum voru börnin til
dæmis iðulcga með kvef á vet-
uma og ýmsa kvilla aðra. Nú
hefur þeim aldrei verið mis-
dægurt síðan við fluttuni í
nýju húsakynnin." Og sem
dæmi um þjóðfélagslega nauð-
syn þess að útrýma herskálun-
um segir hann svo frá. veik-
indum dóttur sinnar: ,,Hún
varð fyrir því óláni að fá
nýmabólgu, og álitu læknar
að hún ætti rætur að rekja
til kuldans og rakans í her-
skálunum, en síðan hún
kom í gott liúsnæði hefur
hún ekki kennt sér meins.“
; En Sveinn er j „hamihgjusam-
ur maður og ánægður“, þótt
bæjarstjórnarmeinhluti íhalds-
ins hafi búið honum og fjöl-
skyldu hans •. héilsútjón i 14
ár. Nýja íbúðin hans er sem
sé svo kostuleg, að: „þama
höfum við heitt og kalt vatn,
meira að segja njótum við
þeirra þæginda að hafa hita-
veitu.“ Já, það er sannarlega
meira en margir aðrir Reyk-
víkingar geta sagt og von,
að maðurinn segi í lok vitnis-
burðar síns, að Gunnar borg-
arstjóri og bæjarstjórnarmeiri-
hluti íhaldsins eigi „þakkir
skilið fyrir gott og vél unnið
starf“ að lausn húsnæðismála
herskálabúanna, Það tók herr-
ann ekki nema 14 ára að koma
auga á og bæta úr hörmungum
þjónsins. Lof sé Gunnari.
® Sannleikurinn um
rausn íhaldsins
Þótt Gunnar borgarstjóri og
bæjarstjórnaríhaldið liafi loks
eftir margra ára bið verið
neytt til þess að styrkja Svein
Þormóðsson og fleiri herskála-
búa tíl þess að komast í
mannsæmandi íbúðir, eru þeir
margfalt fleiri, sem erni verða
1 þessum herskálum elst upp fjöldi ungra Reykvíkinga.
um sárlega gramir fyrir rang-
hermi hans af afskiptum í-
haldsins af málum þeirra og
voru fúsír til að segja frétta-
manninum hið sanna um rausn
íhaldsins við þá og sýna hon-
Heimsókn
herskála
se
Gunnari
að búa við slík húsakjTmi hér
i bænum, að ekki eru mönnum
bjóðandí. Þannig eru efndir í-
haldsins á hátíðlegum loforð-
um fyrir hverjar bæjarstjórn-
arkosningar um að útrýma
heilsuspillandi húsnæði i
Reykjavík. Það eru heldur
ekki allir herskálabúar, sem
bera íhaldinu jafnvel söguna
og Sveinn.
í fyrradag lagði fréttamaður
frá Þjóðvilanum leið sín í eitt
herskálahverfið hér í bænum,
hverfið, seui Sveinn Þormóðs-
son átti heima í fyrir rúmu
ári. Þeir eru ekki margir her-
skálarnir þar, sem ekki er
enn búið í, þrátt fyrir öll
kosningaloforðin. Fréttaniaður-
inn hitti nokkra skálabúa að
máli. Allir þekktu þeir Svein
og höfðu lesið vitnisburð hans
i Morgunblaðinu og voru hon-
um húsakynni þau, sem það
býr þeim.
• Vill borgarstjórinn
deila kjörum
með þeim?
í einurn skálanum bjuggu
hjón með átta böm, hið elzta
13 ára. Þau höfðu sótt um
íbúð í raðhúsunum eins og
Sveinri. Voru þeim gefnar góð-
ar vonir í fyrstu og menn
komu frá bænum og mældu
íbúðina hátt og lágt og töldu
ibúana. Var þeim sagt, að þau
myndu að sjálfsögðu verða
iátin sitja fyrir, þar sem börn-
in væru svo mörg og ung og
aðbúnaðurinn svo slæmur. —
En þau fengu enga íbúð. Unir
sókn þeirra var aldrei svarað.
Þau hjónin hafa búið í 6 ár
í þessum skála. í honum eru
tvö lierbergi og eldhús auk
Svona hreysi teljast til mannabústaða í Reykjavík.
saleruis. Engar hurðir eru
fyrir lierbergjunum, aðeins
fyrir útidyrunum og salern-
inu. I eldhúsinu er enginn
vaskur en hins vegar á sal-
erninu. Kónan sagðist hafa
farið fram á það, að vaskur
yrði settur upp í eldhúsinu,
en fékk þau svör hjá bæjar-
yfirvöidiumm, að það væri of
kostnaðarsamt og svo væri
svo stutt fram á salernið, að
ekki tæki þvi að setja upp
vask í eldhúsinu. Og auðvit-
að þarf hún í annað hús til
þess að þvo þvotta. Þarna er
engin hitaveita og ekkert
heitt vabi að fá og til upp-
hitunar er aðeins einn olíu-
ofn. Sagði húsfreyja, að olí-
an til kyndingarinnar kost-
aði um 800.00 krónur á mán-
uði og rafmagnsreikningurinn
væri einnig rnjög hár allt ár-
ið, þar sean aiít vatn til
hcimilisþarfa þyrfti að hita
með rafmagni.
Góifið í skálanum liggur
undir stöðugum skemmdum
af vatnselg, sem undir það
flóir, hefur tvívegis verið
gert við það á þessum sex
árum. Hin.s vegar hefur fúinn
læst sig upp eftir einum
dyrastafnum, svo að úr lion-
um er dottis stykki, en við
það hefur ekki fengizt gert
Bærinn á livorki ti! efni í
það né þröskuld fyrir úti-
dyrnar.
Við þennan aðbúnað af hálfu
bæjaryfirvaldanna á þessi 10
manna fjölskylda að búa. Elzta
barninu hafa þau hjónin kom-
ið fyrir uppi í sveit í vetur,
það á að vera í skóla og ferm-
ast í vor, en heimá eru ekki
nokkrar aðstæður til þess að
það geti rækt námið. En hann
er fullsetinn Svarfaðardalur-
inn, þótt einn sé fjarverandi af
fjölskyldunni. Eitt barnið verð-
Ur að sofa í eldhúsinu, annars
staðar kemst það ekki fyrír.
Hvernig skyldi borgarstjóran-
um þykja að deila kjörum rn'eð
, þéssari f jölskyldu svo sérri. eina
viku?
• Lóðin, sem
ekki fannst
Fréttámaðúrinn kom til ann-
arra hjóna, sem einnig höfðu
sótt um íbúð í raðhúsunum,
fengið Hklegar undirtektir i
fyrstu — en enga íbúð. Þau
hafa búið fjórtán ár í herskál-
um eins og Sveinn. Þau hjón
eiga 7 börn og eru 4 þeirra
innán við fermingu. Skálinn,
sem þau búa í, er um flest
líkur hintim, þó lítur hann
öllu betur út, enda betur
við haldið, þar sem þau eiga
hann sjáif en ekki bærinn. Þó
er hann orðinn svo lekm-, að
t. d. á aðíangadag í vetur
m-ðu þau að standa i stöðug-
um vatnsáustri af þeim sök-
um. í þessum skála eru þrjú
lítil herbergi, sem þessi stóra
fjölskylda verður að hafast
við i, enda þurfa siunir að
sofa á gólfinu.
Þarna hitti fréttamaðurinn
húsbóndann heima og sagði
hann sínar farir ekki sléttar af
viðskiptum sinum við bæjar-
yfirvöldin. Fyrir nokkrum árum
sótti hann um lóð í smáíbúða-
hverfinu, Loks eftir tveggja ára
bið fékk hann tilkynningu um,
að honum hefði verið úthlutað
lóð. En þegar til átti að taka
fannst hún hvergi. Kom um
síðir í 1 jós, að K.F.U.M. var
búið að fá landið til sinna
umráða. þar sem hún átti að
vera. í september sama ár
var honum þó úthlutað nýrri
lóð, en framkvæmdir við hana
töfðust þá um sinn af þeim
sökum, að á henni var stærðar
kartöflugarður í fullum bióma.
Er kom fram á veturinn var
honum tilkynnt, að hann missti
lóðina, ef hann yrði ekki búinn
að grafa grunninn fyrir mán-
aðamótin febrúar—marz. Þau
voru um helgí og var hann bú-
inn að fá jarðýtu til að grafa
grunninn á laugardaginn, en
af óvi'ðráðanlegum orsökum
gat ekki af því orðið og dróst
það til mánudags. En nokkrum
dögum síðar fékk hann til-
kynningu um að búið væri að
úthluta öðrum lóðinni — og
þar við sat.
Þannig er reynsia þessara
hjóna af skiptum þeirra við
bæjarstjórnaríhaldið. Nú er
konan orðin heilsulítil, 14 síö-
ast í vetur á sjúkrahúsi, og
hefur fengið læknisvottorð
um, að hún þoli ekki heilsu
sinnar vegna, að búa í þvílíku
húsnæði, en það stoðar litt
að sýna Gunnari borgarstjóra
slík bréf.
® Hvernig á ég að
kaupa íbúð?
Þéssar tvær' fjölskyldur/sem
nú hefur verið sagt frá,'sótíu
báðai-' um íbuðir í raðhúsun-
um, én það eru ekki állir her-
skálabúar, sem hafa treyst sér
til þess af fjárhagsástæðum,
því að það er ekki hrist fram
úr erminni fyrir eignalaust
fólk að afla þess fjár, sem
þarf til kaupa á íbúðunum.
Fréttamaðurinn heimsótti að
lokum eina fjöiskyldu, sem
þannig var ástatt um. Hún bjó
í litlum herskála, þar sem
Framhald á 9. siðu.