Þjóðviljinn - 06.02.1958, Side 4

Þjóðviljinn - 06.02.1958, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. febrúar 1958 Hlustað á upplestur úr glæpatímariti — Morð og aftur morð — Kvalalosti — Ástafarslýsingar — Málfar reykvískra unglinga — Tómstundaheimili. I ÞÆTTINUM Um helgina á sunnudaginn var, gafst kostur á að heyra kafia úr þeim tíma- ritum, sem eru nær því eina lesefni fjölda fólks. Það var vægast sagt óhugnanlegur lestur. Lesinn var m. a. kafli um viðureign tveggja manna,^ og er varla hægt að hugsa sér viðurstyggilegra lesefni fyrir ungiinga, og reyndar fuilorðna iíka. Dýrsleg grimmd og kvala- losti eru sjálfsagt sterkar hvatir hjá ýmsum mönnum, en er nauðsynlegt að vekja at- hygli. á þeim á jafn ruddalegan hátt og gert var í þeim frá- söguköflum, sem lesnir voru? Eg segi frásöguköflum, því að nú orðið er sá siður á kominn að höfða til sannleikans í frá- sögnum áf þessu tagi. Það á sem s’é hvert. orc?”i Tpessum sam- setningi að vera sannleikur. En jafnvel þó svo væri, hvað væri unnið við að. hampa svo ömurlegum sannleika? Og ekki má gleyma ástinni, hún er annar aðalþáttur þessara frá- sagna, og við fsngum að heyra dálitia ásíafarslýsingu, sem varj iíkari þyí að verið værí að segja frá lifnaðarháttum dýra en manneskja. Það er nú meira kaþpið, sem lagt er á að auglýsa dýrseðli mannsins. Eg hygg, að flestir sem hlust- uðu á þessa upplestra á sunnu- dagskvöldið, geti verið sam- mála um, að þar var lesefni af versta tagi á ferðinni. Og þeg- ar það er vitað, að hér kemur út fjöldi tímarita, sem ein- vgöngu: -hefur«að.. geyma .morð- r.ÍHÍóríur; óg ástafarslýsingar, — svo þokkalega, sem um hVorttvéggja-'er -nú fjallað —, og þegar það er og vitað, að þessi tímarit eru uppáhalds- lesefni fjölda fólks, þá hlýtur maður að spyrja sem svo: Er ekki líklegt, að þessi lestur hafi einhver áhrif á viðkom- andi fólk, t. d. unglinga? Og hvort eru nefndar frásagnir líklegri til góðra eða vondra á- hrifa? Auðvitað svarar þessu hver fyrir sig, en ég er þeirr- ar skoðunar, að lestur slíkra rita hafi yfirleitt vond áhrif á unglinga, skírskoti til þess lak- asta í fari þeírra og eggi siæm- ar hvatir. En menn greinir á um það, hvort siðgæðinu hafi hrakað eða farið fram hér á síðustu áratugum, og meðan ég er að skrífa þessar línur standa yfir umræður um þetta efni í útvarpinu. Einn ræðu- manna, séra Sveinn Víkingur, komst að orði eitthvað á þá ieíð m. a., að heimilin væru fhöhnum ekki lengur‘það hdlia aíhvarf sem þau voru áður. Þetta hygg ég sé rétt. Þrátt fyrir stórbættan húsakost og yfirleitt allar ytri aðstæður, þá hefur heimilisbragnum hrak- að, og mjög víða er hann næsta losaralegur. Til þess að bæta unglingunum það upp, þyrftu þeir að eiga aðgang að einhverjum þeim stöðum, þar sem þeir gætu varið tómstund- um sínum á liollari máta. Tóm- stundaheimilið á Lindargöt- unni, sem Gestur Þorgrímsson heimsótti í þætti þeirra fé- laga, er tvímælalítið hin'þarf- asta stofnun, og slíkar stofnan- ir þyrftu að vei’a mikiu fleiri. Einstök félagasamtök hafa og komið sér upp einskonar tóm- stundaheimilum, má þar til nefna t. d. hið vistlega félags- heimili Æskulýðsfylkingarinn- ar í Tjarnargötu 20, svo og fé- lagsheimili sumra íþróttafélag- anna. En í félags- eða tóm- stundaheimilum þurfa ungling- ar að eiga kost á örvandi til- sögn í þeim greinum sem á- hugi þeirra beinist helzt að. Það er sjálfsagt að búa sem bezt að æskulýðnum á allan hátt, en hitt er einnig fylli- lega réttmætt, að gera þær kröfur til hans, að hann a. m. k. reyni að skilja og meta þær fórnir, sem eldri kyn- slóðin hefur fært, beirilínis lians þágu. ---------- 'i KJÖR ? aj 14 -m stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags jámiðnaðar- manna fyrir árið 1958 fer fram í skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 3a, laugardaginn 8. þ.m. frá kl. 12—20 og sunnudaginn 9. þ.m. frá kl. 10—18. — Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins. Skuldugir meðlimii’ geta greitt sig inn á kjörskrá n. k. föstudag frá kl. 17—18,30 og á laugardag kl. 10—12. Kærufrestur er þar til kosningu lýkur. F. h. Félags járniðnaðarinanna Kjörstjórnin. Þvottaduítið írá Sjöín sparar yður bæði bláma og klór. — Kr 3.05 pakkinn. Hey að rðu, ég liægja lield að á þér . þú ættir VOLVO sigrar í : kappakstri í síðasta Morite-Carlo kapp- akstrinum varð Volvo bifreið signrvegari í sínum stærðar-^ flokki, 1300—200 ca., en niið- að við alla flokka varð Volvo bifreiðin sú fjórða. Ökumenn Volvo bifreiðar- innar heita Löffler og Johan- sen, og voru þeir lengi vel fyrstir, en um 50 km. frá endamarki urðu þcir fyrir því óhappi, að hjólharði á bifreið- inni sprakk, en við það seink- aði þeim, svo að þeir nrðu no. 4 af öllum stærðariflokkum en fyrstir í sínum flokki. Þannig er nýjasta gerð sendi- ferðabifreiða frá Austin verk- smiðjumun og ef að líkuin la*t- ur }>á er þetta vandaður vagn. Þessi rússneska sendiferðabifreið, sem byggð er í Ulanovsk í Sovétríkjunum, er af þeirri gerð sem kalia mætti „hálegg1' enda ætlast til að bún komist leiðar sinnar þótt vegurinn kiumi að vera ógreiðfær. Gamli og nýi tímiiin Lloyd bílarnir vesturjiýzku eru mjög eítirsóttir og mildð af þeim flutt úr landi. Margir, seni sérstakan áhuga bafa á bíbun, munu víst álíta, að Lloyd sé nýlegt merki, en mj’ndin að ofan gefur annað 4il kynna. Bíllinn til vinstri er smíðaður 1905 og er enm í be/.ta ásigkoinulagi. Á sjnum tíma var aðeins burgeisum kleift að eignast slíkan bíl, en árgerð 1957 við hliðina á honiun er byggður með það fyrir augum, að hann sé í senn ódýr og lientugur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.