Þjóðviljinn - 06.02.1958, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.02.1958, Qupperneq 6
6) — ÞJóéVlLJÍNN — Fimmtudagur 6. febrúar 1958 IIJÓByiUINN Útirefandl: Sameiningarflokkur alþýCu — Sósíallstaflokkurinn. — RltstJórar Maanús Kjartansson (áb.), Slgurður Ouðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Toríi Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs- fnaastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- smiðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 llnur). — Áskriftarverð kr. 25 A •tán 1 Reykjavík og nágrenni: kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr- 1.50, PrentsmlðJa ÞJóðvilJana. Er rnn aðra leið að ræða? l>að er ekki öfundsvert hlut- * verk sem þeir menn hafa tekið að sér, sem skrifa í Al- þýðublaðið síðustu dagana um samvinnu ieifanna af Alþýðu- flokknum við íhaldið í verka- iýðshreyfingunni. Eftir eitt mesta áfall sem um getur í ís- lenzkri stjórnmálasögu eiga þessir hægri menn að telja lcsendum Aiþýðublaðsins trú um, að það sé rétt stefna og sigurstrangleg að halda áfram samstarfi við flokk atvinnurek- 'enda og afturhalds innan sjálfrar verkalýðshreyfingar- innar. Þetta hlutverk er Helgi Sæmundsson að reyna að rækja í skrifum sínum í Al- þýðublaðið og má segja að á þeim bæ vinni menn nú flest til matar síns. Jíroslegastur er sá þáttur í á- ” róðri Alþýðublaðsins, sem á að sannfæra menn um að sigurvinningar íhaldsins í verkalýðsfélögunum séu um leið sigrar Alþýðuflokksins! Með því er alveg gengið fram hjá þeirri staðreynd, að Al-. þýðuflokkurinn er minni bróð- irinn í viðskiptunum og þó aldrei smærri og aumari en nú. Hingað til hefur íhaldið aðeins litið á þátttöku hægri- krata í sókninnj gegn verka- lýðshreyfingunni sem illa nauðsyn meðan það væri að festa sig í sessi og ná undir- sig sem flestum félögum. Síðan láttí að sparka verkfærinu út í yztu myrkur og fara þar að dæmi lærifeðranna þýzku á velmektai’dögum nazismans. ÍT'ftir hrun Alþýðuflokksins í ■*-^ bæjarstjórnarkosningunum er íhaldmu ljóst að einu gild- ir þótt nokkrir metnaðarsjúkir og vonsviknir hægrikratar fái ■ að fljóta með enn um stund meðan þeir geta lagt fram ein- hverjá aðstoð við skemmdar- verkín. íhaldið hefur nú öll ráð þeirra í hendi sér. Ekkert verk- lýðsfélag væri undir stjóm hægri krata af eigin rammleik flokksins. Hægrikratar eru því algerir fangar og óumdeilan- legir gustukamenn íhaldsins. Þessa aðstöðu notar íhaldið út í æsar meðan þau óheillaöfl ráða stefnunni í verkalýðsmál- um af hálfu Alþýðuflokksins sem telja það nú veglegast hlutverk hans að leiða íhaldið til valda í sem flestum verk- lýðsfélögum. Ekkert virðist geta komið vitinu fyrir þessa starblindu ofstækismenn og í- haldsþjóna og margír þeirra Alþýðuflokksmanna sem sjá og síkilja voðann fyrir frlamtið verkalýðshreyfingarinnar horfa á án þess að hafast nokkuð að. Hér hefur hinn óbreytti liðs- maður, verkamaðurjnn, sjó- • maðurinn og iðnaðarmaðurinn, nem hingað til hafa þrátt fyrir allt fylgt Alþýðuflokknum. sínu mikilsverða hlutverki að gegna. Áreiðanlega ætlaði hann Alþýðuflokknum annað og veg- legra starf en að eyðileggja verkalýðshreyfinguna í sam- starfi við íhaldsflokk atvinnu- rekendastéttarinnar. Og áreið- anlega vænti hann þess ekki síður að Alþýðuflokkurinn yrð: annað og meira en fylgisvana og aum hjáleiga höfuðbóls í- haldsins. Þetta hvorLtveggja blasir nú við, um það þari ekki að deila. Og er þá um nokkra aðra leið að ræða er: að fylkja liði að nýju, undit því einingar og sóknarmerki sem Alþýðubandalagið hefur reist? Vissuléga ekki. Um það munu allir sannir og góðir drengir í verkalýðsstétt sann- færast þegar þeir hugsa málin af alvöru og öfgalaust. Fólkið sem fylgt hefur sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar og aðhyllist félagslega samfélags- hætti verður að ná saman og berjast í einni fylkingu bæði á sviðum verkalýðsmála og stjórnmálaátaka. Með þeim hætti einum er þess sigurs að vænta sem getur í nánustu framtíð tryggt hagsmuni al- þýðustéttanna og gert hug- sjónir þeirra að veruleika. Skömmustu- leg þögn Tf^að hefur vakið athygli að Morgunblaðið treystir sér ekki til að minnást einu orði á þá upprifjun, sem Þjóðvilj- inn og fleiri blöð gerðu nýlega á skrifum blaðsins um valda- töku þýzku nazistanna. Er það að -vísu skiljanlégt þó Bjarni Benediktsson reyni að láta skömmustulega þögn skýla þeirri fortíð. En einmitt vitn- eskjan um nazistadekur Sjálf- stæðisflokksins og áróður Morgunblaðsins fyrir þýzka nazismanum veitir skýringu á aðalþáttunum í áróðri flokks- ins og skipulagningu nú. 'Í7'itneskja um það, að Bjarni ” Benediktsson hefur tekið ýmsa þá menn, sem fremstir stóðu i nazistahreyfingunni ís- lenzku og potað þeim til valda í Sjálfstæðisflokknum og ýms- ar lykilstöður þjóðfélagsins, svo sem lögreglustjórastöðuna í Reykjavík, sýnir hvers kon- ar flokkur það er, sem vakir fyrir forustumönnum Sjálf- stæðisflokksins. Smeðjulegt skjall Bjarna um stórafrek Birgis Kjarans, er hann þakkar þessum spilafélaga kosningasigurinn, er enn ein tilraun að upphefja hann í augum flokksmannanna. Slíkur er lýðræðisandinn í þeim her- búðum. Eldflaugarnar bíða búnar til óstöðvandi flugs á skotmörk í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Ekki þarí nema loftstein til að tendra heimsbál T oftsteinar utan úr geimnum, sem villast inn í lofihjúp jarðar, glóðhitna þar og eyð- ast, hafa löngum ýtt undir í- myndunarafl manna. Ótalin er sú hjátrú og þær sagnir, sem tengdar eru stjörnuhröpum, i eins og loftsteinarnir eru nefndir í daglegu tali. Á þess- um síðustu og verstu tímum er mönnum fyrir beztu að veita loftsteinum gaumgæfilega athygli, eins og nú er komið hertækni ríður mannkyninu lífið á að þeir sem dag og nótt standa vörð og skima um him- inhvolfið eftir fjandsamlegum eldflaugum og kjarnorku- sprengjuflugvélum kunni að gera greinarmun á slíkum vá- gestum og meinlausum loft- steinum. Þetta er álit banda- ríska loftsteinafræðingsins H. H. Niningers, forstöðumanns loftsteinasafnsins í Los Angel- es. Fyrir hálfum mánuði hélt han,n fyrirlestur um loftsteina á eldflaugaöld. Villist loftárás- arverðir á loftsteini og eld- flaug, getur það orðið upphaf heimsstyrjaldar, sagði Nininger. Hann hvatti til þess að her- mönnum yrði veitt rækileg fræðsla um ljós- og h.'jóðein- kenni loftsteina, ella gæti svo farið, að þeir þekktu þá ekki frá laþgdrægum eldflaugum, teldu loftárás hafna og gæfu fyrirskipun um gagnárás. TJTugleiðingar Niningers um hættuna sem stafar af ó- nógri þekkingu á loftsteinum eru eitt dæmi af mörgum um áhyggjurnar sem menn gera sér vegna styrjaldarviðbúnað- arins á tímum kjarnorkuvopna og eldflauga. Til skamms tíma hefur fáum verið fyllilega Ijóst, hve lít.ið má út af bera, ef ekki á ila að fara. Ná- kvæm vitneskja um viðbúnað herstjómanna hefur verið á al- manna vitorði siðan í nóvem- ber. Skömmu eftir að spútnik annar komst á loft hugðist Power hershöfðingi, yfirmaður kjarnorkuflugflota Bandaríkj- anna, hughreysta landa sína og bandamenn þeirra með því að skýra fi'á því, hve menn f---------------------------— >. Erlend t í ðindi hans væru vel á verði. Á fundi þingmanna A-banda- lagsríkja í París gerði hann kunnugt, að síðan í október- byrjun hefði þriðjungur af 2000 sprengjuþotum undir sinni stjórn stöðugt verið viðbúnar að hefja sig á loft með kort- érs fyrirvara fermdar vetnis- sprengjum. Power skýrði frá því að vélarnar biðu búnar á flugbrautarendum og áhafnirn- ar svæfu við hlið þeirra. Enn- fremur ljóstraði hann því upp að nokkur hluti flugflotans væri jafnan á lofti með vetnis- sprengjur innanborðs, til þess að girða fyrir að hægt væri að eyðileggja hann allan á jörðu niðri með skyndiárás. essi tíðindi höfðu þveröfug áhrif við það sem Power hershöfðingi ætlaðíst til. Þjóð- irnar sem heimilað hafa banda- ríkjamönnum flugstöðvar urðu enn kvíðnari en áður, við að vita af flugvélum hlöðnum vetnissprengjum yfir höfði sér dag og nótt. Einkum er mikill uggur í mönnum í Bretlandi, þar sem öflugustu sprengju- flugsveitir Bandarikjamanna í Evrópu hafa bækistöðvar. Sið- an Power leysti frá skjóðunni hefur brezka stjórnin ekki haft neinn frið fyrir fyrir- spurnum Verkamannaflokks- þingmanna um vetnisflugið og kröfum um að fyrir það sé tekið. Svo mikill er uggurinn í Bretum, að Strauss, formanni kjamorkunefndar Banda- ríkjastjórnar, hefur þótt ráð- legast að reyna að róa þá með því að tilkynna, að það hafi hvað eftir annað komið fyrir í Bandarikjunum að flugvélum með kjarnorkusprengjur innan- borðs hafi hlekkzt á, en aldrei hafi hlotizt af því kjarnorku- slys. Atti manna • við vetnisflugið ” á ekki nema að litlu lejdi rætur sínar að rekja til slysa- hættunnar. Það sem skelft hef- ur menn er sú tilhugsun, að meðan viðbúnaðurinn, sem Power hershöfðingi lýsti, ei' látinn viðgangast, er heimur- inn aldrei nema hársbreidd fi'á kjarnorkustyrjöld, og hún get- ur skollið á vegna mistaka. misskilnings eða taugaveiklun- ar eins eða fárra manna. Enski herfræðingurinn heims- frægi B. H. Liddell Hart hef- ur nýlega gert eftirfarandi grein fyrir hættunni, sem af þessum sökum vofir yfir mann- kyninu: ,,Ekki þarf annað en misskilið dulmálsorð, til að á- höfn flugvélar, sem fermd er vetnissprengjum, hleypi af stað kjarnorkustyrjöld — og tortími þar með allri siðmenn- ingu í einu vetfangí. Líkurnar á svona afdrifaríkum mistök- um hafa stóraukizt við síðustu ráðstafanirnar, sem geiðar hafa verið til að gera flugflot- ann enn reiðubúnari en áður Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.