Þjóðviljinn - 06.02.1958, Side 7

Þjóðviljinn - 06.02.1958, Side 7
1 smáriti, sem Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér þann 24. október síðastliðinn — á degi Sameinuðu þjóðanna, er 12 ár voru liðin frá stofn- þingi þeirra í San Francisco — segir, að hörmungar ófrið- ar og styrjalda vofi hvað eft- ir annað yfir mannkyninu, vegna þess að tortryggni og illindi hins umliðna eigi svo erfitt með að gleymast. Þannig er það í heims- málunum, þannig er það í þjóðmálunum, já, og þannig er þetta einnig í íslenzkum verkalýðsmálum. Hvað eftir annað liggur við, að allt fari í bál og brand, og kraftarnir sundrist, af því einu, að þeir, sem lengi !hafa leitt saman hesta sína og átt í illdeilum, eiga svo erfitt með að gleyma illind- um og tortryggni hins um- iiðna. — Þetta er veika hliðin á íslenzkri verkalýðshreyfingu í dag. Stundum — þegar gamlar væringar gleymast — sýnir verkalýðshreyfingin aftur á móti slíkan styrkléika og vinnur svo glæsilega sigra, að vér fyllumst stolti og erum sammála um, að verkalýðs- hreyfingin sé orðin sterkasta þjóðfélagsaflið á íslandi. Og þetta er sannleikur — vel að merkja — „þegar ill- indi og tortryggni hins um- liðna“ dreifa ekki kröftunum — og allir hafa staðið saman, eins og bræður. Þetta hefur sem betur fer alloft gerzt, og þetta gæti hæglega orðið varanlegt á- stand, ef menn aðeins gætu gleýmt gömlum væringum og tekizt 1 hendur. Það var venga tortryggni og illinda þess umliðna, að ekki tókst samkomulag um kosningu sambandsstjórnar á seinasta þingi Alþýðusam- bands íslands. Á það var lagt kapp að bola þeim, sem staðið höfðu með mér í fyrri átökum, út úr sambandsstjórn. — Þetta var misráðið. Það var ekki óaðgengilegt fyrir Alþýðu- flokksfólk í verkalýðshreyf- ingunni, að fjölgað væri um tvo — þ. e. úr 9 í 11 — í mið- stjórn, og um 1 í hverjum fjórðungi •— úr tveimur í þrjá — í sambandsstjórninni. — Þetta gaf möguleika til að setja sambandsstjóm og mið- stjórn saman á breiðari grund velli, ef samþykkt hefði verið. — Þá hefði miðstjórn Alþýðu- sambandsins, auk mín, orðið skipuð þremur flokksbundn- um Alþýðuflokksmönnum, þremur flokksbundnum sósíal- istum og þeim Ásgeiri Guð- mundssyni, Sigríði Hannes- dóttur og Kristjáni Guð- mundssyni. Þá var og ætl- unin að fá Hermann Guð- mundsson í Hafnarfirði til að taka sæti í þannig skipaðri miðstjóm. Það er sannfæring mín, að slík miðstjórn hefði fært okk- ur nær því marki að gera Al- þýðusambandið að samstæðri og samstarfandi heild. En tortryggni og illindi hins umliðna komu í veg fyr- ir þessa úrlausn. Skorað var á þingheim að fella tillcgu um 11 manna miðstjórn og eins manns viðbót í sam- bandsstjómina í hverjum landsfjórðungi. Sýndist þó svo sem slíkt væri fremur Fimmtudagur 6. febrúar ,1958 ÞJÖÐVILJINN. -- (7 Hannibal ValáimarcGon: er sainsfsia i mm er <8>- spor í lýðræðisátt. — Þá var heimtuð aílsherjaratkvæða- greiðsla, ef tillögunni jtöí haldið til streitu. Þótti þá sýnt, að tillögunni yrði ekki fram komið, þar sem hún þurfti að fá 2/3 atkvæða. Var hún þá tekin aftur. Ber að harma, að þannig var komið í veg fyrir skipun sambandssstjómar á breiðum grundvelli, sem iikleg var til að eyða gamalli tortryggni og laða til heilla og nánara samstarfs. Með þessu móti var komið í veg fyrir fullar sættir og samkomuiag á seinasta Ai- þýðusambandsþingi. — Gerð- ist þetta ekki einmitt vegna tortryggni og iilinda hins uih- iiðna, sem menn eiga svo furðulega erfitt með að gleyma ? Vissulega var það svo, og kemur þó í engan stað niður að sakast um orðinn hlut. Hitt er verra, að einmitt þeir sömu menn, sem komu í veg fyrir fjölgun í mið- stjóm og sambandsstjórn, hafa síðEin talið sér trú um, að samvinna þeirra við íhaldið í verkalýðsmálum væri eðli- leg gagnráðstöfun — verður ekki að kalla það hefndarráð- stöfun? — út af þvi, að þeim hafi verið sýnd ósanngirni á seinasta Alþýðusambands- þingi. Þeir segjast hafa tekið upp samvinnu við h"fuðandstæð- inginn í verkalýðsmálum — ihaldið — á síðastliðnu hausti um stjórnarkosningar í verka- lýðsfélögunum, vegna þess að þeir hafi verið rangindum beittir á Alþýðusambands- þinginu. Þess vegna var íhald- inu sem sé fengin yfirráðaað- staða í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, í Trésmiðafélag- inu og nokkrum fleiri félög- um, þó að það mistækist í ýmsum öðrum. Vegna þessarar ímynduðu rangsleitni hafa verið gerðar ítrekaðar thraunir til að kljúfa verkalýðsfélög með sjó- mannadeildum út um land með stofnun sérstaks sjó- mannasambands. Og vegna þessa segjast þeir, sem skipa Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins, hafa samið við i- haldið um að standa með því í stjórnarkosningum verka- lýðsfélaganna nú í vetur. Er þetta nú sannleikur? Er hitt ekki sanni nær, að þeir, sem eftir Alþýðusambands- þing hafa valið sér það hlut- skipti að sverjast í fóst- bræðralag með íhaldinu, hafi einnig bæði á seinasta Al- þýðusambandsþingi og fyrir það, verið orðnir bundnir í- haldinu þeim samnings- og tryggða-böndum, sem þcir vildu eða gátu ekki slitið, og því hafi þeir að ráðnum hug komið í veg fyrir samkomu- lag um kjör blandaðrar sam- bandsstjórnar á breiðum gnmdvelli. En hvað sem um þetta er, þá er það víst, að yfirgnæf- andi meirihluti íslenzkrar verkalýðsstéttar sér og slþl- ur, aö samvinna við íhaldið í verkalýðsmálum leiðir til glötunar og á enga framtíð fyrir sér. Það rétta er að sameina. alla krafta verkalýðsins gegn íhaldinu — ekki aðeins í verkalýðsmálum, heldur einn- ig í almennum þjóðmál- um. Sérréttindaborg sú, sem íhaldið hafði, í skjóli sundr- ungarinnar í röðum verka- lýðsins, byggt sér í íslenzku þjóðfélagi, á að hrynja til grunna. Og hún hrynur ör- ugglega til grunna, cf verka- lýðurinn samstillir krafta sína og metur meira að þjóna já- kvæðum verkefnum framtíð- arinnar, en að troða sífellt innbyrðis illsakir og ala á tortryggni, vegna gamalla væringa í sundrungarstríði síðustu áratuga. Tökum höndum saman gegn íhaldinu í verkalýðsmái- um, sveitastjórnarmálum og landsmálum. Það er eina rétta leiðin til betra þjóðfélags fyr- ir allan verkalýð íslands á sjó og landi. Sigfiís Sigu Fhjartarson: það verður að þurrka út áhrif íhalds- ins i verkalyðshreyfingunni Tilefni þess, að ég hóf að skrifa þennan greinaflokk, var sú staðreynd, að Málfunda- félagið Óðinn, sem er félag Sjálfstæðismanna innan verka. lýðsfélaganna í Reykjavík hef. ur ákveðið að beita sér fyrir því, að Óðinsfélagar hefðu fox- gang að vinnu, sem Sjálfstæð- ismenn ráða yfir. Það er ljóst að framkoma Óðins er aðeins einn - þáttur í kúgunarher- ferð Sjálfstæðisflokksins gegn hinum vinnandi fjölda, en markmið þeirrar herferðar er að tryggja þremur auðklíkum völdin í Reykjavíkurbæ og í þjóðfélaginu. Hvað Reykjavík snertir er kerfi skoðanakúgun- arinnar býsna fullkomið. Hlut. verk Óðins er að kanna skoð- anir verkamanna, hlutverk Ráðningarstofunnar er að velja menn til uppsagna og ráðninga eftir bendingum Óð- ins, og hlutverk framfærsl- unnar að taka við þeim út- skúfuðu, og veita þá auðmýk- ingu, sem íhaldið telur nauð- synlega. Með aðstoð þessara þriggja stofnana hyggst ihald- ið draga hring ófrelsis og skoðanakúgunar um alla al- þýðu þessa bæjar. En því hef ég gerzt svo margorður um þetta efni, að i atvinnuofsóknarherferð í- haldsins í Reykjavík birtist sameiginlegt einkenni allra auðvaldsþjóðfélaga, sem eni á síðasta þróunarskeiði kapital- ismans, en á því stigi þolir valdaaðstaða auðstéttarimva!’ ekki það lýðræði sem hún mest hefur státað af, og því er reynt með hvers konar hótun- um og ofsóknum að gera sér- hverja kosningu að gervikosix- ingu, en takist ekki að hindra, að fyrirkomulag þjóðfélagsins byggist á þióðarvilja, með þessu móti, þá er auðstéttin þess albúin að þurrka hið borgaralega lýðræði út með öllu, þ. e. að koma á fasist- ísku einræði, og fyrirbyggja þar með, að formi þióðfélags- ins verði brevtt á friðsamleg- an hátt, en slíkt athæfi hlýtur fyrr eða síðar að framkalla það sem.allir heiðarlegir meim vilja að aldrei þyrfti til að 'koma, sem sé valdbeiting hinna kúguðu, til þess að ná þeim rétti sem þeim ber að fá á friðsamlegan hátt. Hvar og hvenær sem slíka atburði Framh. á 11. Inðu í dag er afmælisdagur Sigfúsar Sigurhjartarsonar, hann var fæddur 6. febrúar 1902. Þjóðviljinn birtir í dag eina af greinum hans, sem eins og þær flestar á brýnt erindi til okkar enn í dag. Greinin er upphaflega birt í Þjóðviliamnn 21. nóv. 1950, síðasta greinin í greinaflokknum Reykjavíkur- íhaldið og þjóði'élagsmálin og er endurprentuð í bókinni „SIGURBRATJT FÓLKSINS“, úrvali úr ræðum og greinum Sig- fúsar. Þá bók ættu allir sósíalistar að eiga, ekki einungis til minnin.gar um hinn ástsæla alþýðuleiðtoga, heldur er hún hverj- um sósíalista orkugjafi í þeirri baráttu, er Sigfús barðist alla ævi, haráttunni um betri lieim, frjálst og göl'ugt þjóðlíf.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.