Þjóðviljinn - 06.02.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.02.1958, Blaðsíða 9
Pimmtudagur 6. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÓTTIR ttrrSTJÖRI: FRlMANS HELCASO0 - - Vilhjálmur Einarsson valinn r Iþróttamaður ársins í 2. sinn íþróttafréttaritarar blaða og útvarps greiddu nýlega at- kvæði um það hverjir væru að þeirra áliti 10 beztu íþrótta- menn ársins á landi hér. Var Vilhjálmur Einarsson stigum hagað svo að fyrsti maður á kjörseðlinum fékk 11 stig, næsti fékk 9, þriðji 8 og framvegis. Atkvæðagreiðslan fór þannig að Vilhjálmur Ein- arsson varð með flest stig eða 100, næstir komu þessir: 2. Hilmar Þorbjörnss., frjáls- ar íþróttir 82 stig. 3. Guðmundur Gíslason, sund 67 stig. 4. Valbjörn Þorlákss., frjáls- ar íþróttir 48 stig. 5. Svavar Markússon, frjálsar íþróttir 47 stig. 6. Ágústa Þorsteinsd., sund 42 stig. 7. Halldór Halldórsson, knatt- spyrna 40 stig. 8. Eysteinn Þórðarson, skíði 33 stig. 9. Albert Guðmundss., knatt- spyrna 22 stig. 10. Ríkarður Jónsson, knatt- spyrna 19 stig. Eins og venjuléga eru það frjálsiþróttamennirnir sem eiga flesta á þessari skrá, og þeir fjórir sem eru meðal þessara 10 eru í fimm efstu sætunum. Það er hinn ungi sundmaður Guðmundur Gíslason sem þrengir sér inn á milli þeirra. Það er raunar engin tilviljun, því að afrek þeii'ra eru mjög góð miðað við úrvalsmenn heimsins. Knattspyrnan á þrjá menn en þeir eru meðal þeirra fjög- urra síðustu. Halldór Hall- dórsson er efstur þeirra og veldur mestu frammistaða hans í landsleikjunum og leikir hans yfirleitt í sumai. Alls kom 21 maður með stig útúr atkvæðagreiðslu þessari. Aðrir sem stig hlutu: Einar Sigurðsson, handknattleikur 15 stig, - Hafsteinn Sveinsson maraþonhl. 9 stig, Ragnar Jónsson, liandknattleikur 8 st., Þórður Þórðarson, knattspyrna 8 stig, Eyjólfur Jónss., Drang- eyjarsund 7 stig, Kristleifur Guðbjörnsson frjálsar íþr. 4 stig, Hörður Felixson, hand- knattleikur 2 stig, Rut Guð- mundsdóttir, handknattleikur 2 stig, Birgir Bjönsson, hand- knattleikur 2 stig, Gunnar Huseby 1 stig og Pétur Rögn- valdsson frjálsar íþróttir 1 st. Það er dálítið athyglisvert að handknattleiksmenn eiga 5 menn af 21 en knattspymu- menn ekki nema 4. Bendir þetta eindregið til þess að handknattleikur sé að verða betri og vinsælli. Þó ekki sé beint um það valið, hver sé maður ársins í hinum ýmsu greinum, þá kemur það óbeint fram livað snertir þær greinar sem fá fulltrúa í atkvæða- greiðslu þessari. Þær greinar sem koma fram í þessari atkvæðagreiðslu em frjálsíþróttir, sund, knattspyrna og handknattleikur, og svo vill il að það eru greinar sem stofnuð hafa verið sérsambönd í sem vinna að málum sínum fyrst og fremst. Maður ársins í frjálsum íþróttum yrði þá Vilhjálmur Einarsson, í sundi Guðmundur Gíslason, í knatt- spyrnu Halldór Halldórsson, í Guðinnndur Gíslason handknattleik Einar Sigurðs- son, og í skíðaíþróttum Ey- Hilmar Þorbjörnsson íl i I ! r» ja * \ steinn Þórðarson. Aðeins Vil- hjálmur og Hilmar fengu 11 stig á kjörseðlum. Tíu íþrótta- fréttaritarar greiddu atkvæði um þennan 10 manna hóp. Iþrottasainstarf Dana og Ungverja Á fulltrúafundi danslta íþrótta- sambandsins fyrir skömmu var afnumið bann það sem Danir ákváðu í fyrra á samskiptum danskra íþróttamanna við í- þróttamenn Ungverjalands og Sovétríkjanna. Það var formaður íþrótta- sambandsins, Leo Fredriksen, sem bar fram tillöguna um af- nám bannsins og var hún sam- þykkt eftir litlar umræður með 128 atkvæðum- gegn 17. Danskir íþróttamenn eru nú reiðubúnir að taka upp líflegt samstarf við hinar áður for hoðnu þjóðir. Borðtennisleikar- ar og sundfólk munu taka þátt í Evrópumeistaramótinu í Búdapest, hnefaleikarar og 'fimleikamenn hafa mikinn á- huga á að fá sovézka íþrótta- menn til keppni í Dan- mörku. Danskir knattspyrnu- menn munu nú taka til atliug- unar tilboð Ungverja um að leika nokkra leiki í Danmörku skömmu fyrir heimsmeistara- keppnina í Svíþjóð í sumar. Verður raiig;staða utan víta- teigs, við aukaspyrnu, aínumin Þekktur sérfræðingur í knatt- spyrnumálum hefur komið fram með þá tillögu að fella niður úr knattspymulögunum ákvæðið um rangstöðu, þegar aukaspyrna er dæmd utan víta- teigs. Sérfræðingur þessi heit- ir Harry Swan og er fram- kvæmdastjóri skozka knatt- spyrnuliðsins Hibernian. Á það er bent að oft komizt sá eða það lið sem aukaspyrnan er tekin á, mjög „létt“ útúr broti sínu, og þeir geti oft losað um sóltnarliðið sem áður varð að halda sig innan ramma rang- stcðureglnanna. Á það er einnig bent að í innvarpi og við horn er ekki um rangstöðu að ræða og virðist sem þetta gæti verið nokkur hliðstæða. Hefur þessi itillaga Skotans fengið góðar undirtektir, og virðist margt. mæla með því að þessi tillaga verði send til laganefnd- ar FIFA til athugunar. Með þessu virðist sem hegningin verði meiri en áður fyrir leik- brot utan vítateigs og er það eðlilegt og sanngjarnt. Verður gaman að fylgjast með máli béssu en sjálfsagt má bíða nokkuð eftir áliti þeirra þar, bví þeir hlaupa nú ekki að hl.utunum. StúáeEitar Framhald af 12 siðu. hérlendis í nokkra daga og skoði það, sem markverðast þykir í höfuðstaðnum svo og nágrenni hans eftir þvi sem færð leyfir. Erlendu þátttakendurnir em væntanlegir til landsins með flugvél Loftleiða í kvöld. Héraðsmet staðfest á ársþingi H Karlar: 100 m hlaup: Gísli Árnason G. 11,2 sek. j Eiðar 1952. ■ Karl. Torfason Sn. il,2 sek Stykkishólmi 1956. 40ö ni hlaup: Karl Torfason Sn. 57,6 sek Reykholti 1957. 1500 m hlaup: Daníel Njálsson Þr. 4:27.3 mín Þingvellir 1957. 5000 m hlaup: Kristófer Vald. Tr. 17:20.4mín. Þingv. 1957. ILangstökk Þórður Indriðason Þr. 6,68 m. Stykkish. 1957. Langstökk án atr.: Sigurður Helgason Sn. 3,08 m. Stykkish. 1955. Hástökk: Jón Pétursson Sn. 1,90 mtr. Reykjavík 1957. Hástökk án atr.: Sigurður Helgason Sn. 1,53 m. Stykkish. 1957. Þrístökk: Jón Pétursson Sn. 14,16 mtr. Reykjavík 1957. Þrístökk án atr.: Jón Pétursson Sn. 9.12 metra Stykkish. 1955. Stangarstökk: Brynjar Jensson Sn. 3,38 mtr. Reykjavík 1955. Kúluvarp: Ágúst Ásgrímsson Í.M. 15,01 m. Breiðablik 1951. Kringlukast: Jón Pétursson Sn. 41,37 mtr. Reykjavík 1957. Spjótkast: Jónatan Sveinss., V. 50.54 m. Ferjukot 1954. Fimmtarþraut: Toni Sailer heimsmeisfari i sfórsvigi Austurríkismaðurinn Toni Sailer vann í gær heimsmeist- arakeppnina i stórsvigi í Bad Gastein. Annar varð landi hans Josl Kieder, sem tók meist- aratignina í syigi af Sailer á sunnudaginn. I stórsviginu var Sailer nærri fjórar sek. á und- an. Frakld og Svisslendingur eru í þriðja sæti. Wales vaiftit tsrael 2:fl Undirbúningsleikur undir heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu var háður í Cardiff í gær. Þar vann Wales ísrael með tveim mörkum gegn engu og tryggði sér þar með rétt til þátttöku í lokakeppninni í Stokkhólmi í júní. Maiichester Unit- ed í nrídáriiírslit 1 gær háðu enska liðið Man- chester United og júgóslav- neska liðið Rauða stjarnan leik í Evrópumeistarakeppninni í knattspyrnu í Belgrad. Leik- urinn varð jafntefli, þrjú mörk gegn þremur. Fyrri leik félag- anna vann M. U. með 2:1 og heldur því áfram í undanúrslit- in. .S.H. 1957 Þórður Indriðason Þr. 2240 st. Stykkish. 1957. Tugþraut: Brynjar Jensson Sn. 339? st. Reykjavík 1955. 4x100 m. lil. U.M.F. Snæfell 48,9 sek Reyk- holt 1957. 4x100 m. hl.: Héraðssveit 48,1 sek. Akureyri 1955. 1000 m. boðhl.: Héraðssveit 2:15,6 mín Þing- vellir 1957. Konur: 80 m. hlaup: Guðbj. Jóh. Lár. Sn. 11,1 sek. Akureyri 1955. Langstökk: Lovísa Sigurðardóttir Sn. 4,44 m. Reykholt 1957. Hástökk: 'r Svala ívarsdóttir Sn. 1,26 m. Stykkish. 1956. Kúluvíirp: Helga Guðnadóttir Sn. 9.54 m. Reykjavík 1951. 4x100 m. U. M. F. Eldborg 61,4 sek. Stykkish. 1957. 4x80 m. Héraðssveit 48,4 sek. Akureyri 1955. 5x80 metra: Héraðssveit 60.3. Þingvellir 1957. Joe Louis skuldar 1,2 lillj, iSollara Álitið er að hinn gamli og vinsæli hnefaleikakappi Joe Louis hafi grætt á hnefaleik- um um 4,6 milljónir dollara á þeim 17 árum sem hann fékkst við atvinnuhnefaleika, en svo hefur til tekizt að hann veit ekkert hvað hefur orðið um mestan hluta þessa fjár. Hann skuldar nú 1,2 milljónir doll- ara, sem eru skattar til þess opinberá. Nú hcfur hann lofað að fara að borga þetta niður og greiða 20.000 dollara á ári, eða með öðrum orðum, hann þarf að verða 104 ára tii þess að geta graitt þetta upp! Hann. er. nú aðeins 40 árá. Talið er að fastatekjur hans séu núna 4800 dollarar sem hann fær í sinn lilut úr „Joe Louis Milk Company" og um það bil 8200 dollara fær hann úr öðru fyrirtæki. Enn vantar rösklega 3000 dollara og svo þarf hann eitthvað til að lifa af. Hvernig hann ætlar að afla þess er ekkx getið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.