Þjóðviljinn - 11.02.1958, Page 3

Þjóðviljinn - 11.02.1958, Page 3
Þriðjúdagur 11. febrúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Prentfrelsið 02 Roðasteinninn TTvert sæti í Sjálfstæðishús- intt var skipað, þegar fundur Stúdentafélags Reykja vikur hófst þar um prentfrelsi ið og Roðasteininn. Og síðan bættust enn fleiri við, sem urðu að gera sér það að góðu að standa. Slíkur var áhugi manna fyrir því efni, sem til umræðu var. Formaður félagsins, Sverr- ir Hermannsson, setti funöinn og gát þess, að félagið hefði ætlað að efna til fundar um þetta mál fyrr í vetur, en af því hefði ekki getað orðið þá. Hins vegar sýndi fundarsókn- in, að áhugi manna hefði ekki dvínað, þótt nokkuð væri um liðið frá því útgáfan á Roða- steininum var til umræðu hér í haust. Að lokum sagði hann, að dagskrá fundarins breytt- ist frá þvi, sem auglýst var, á þann veg, að Jóhannes skáld úr Kötlum myndi taka fyrst- ur til máls, en ekki Helgi Sæmundsson. Fáein orð um mannlega náttúru. óhannes úr Kötlum sagði, að hann væri í þann veg- inn að gefa út ritling um það mál, sem til umræðu væri, prentfrelsið og roðasteininn, og ætlaði hann að lesa upp inngangs- og loka-kafla hans. Hóf hann síðan að lesa inn- gangskaflann, sem nefnist Fá- ein orð um mannlega náttúru. Það er ekkert gamanspaug að vera maður, sagði Jóhannes, að vera kominn af öpum og lengra aftur af enn ófull- komnari lífverum. Síðan drap hann á skoðanirnar um upp- runa mannsins, sögn forfeðra okkar um Ask og Emblu, er menn væru löngu hættir að trúa, og frásögu biblíunnar um Adam og Evu, er hefði reynzt öllu lífseigari. Lagði hann áherzlu á, að maðurinn yrði að játa uppruna sinn í náttúrunni og frændsemi sína við aðrar lífverur. Síðan ræddi Jóhannes um frumhvatir mannsins, næring- arhvötina og timgunarhvötina, er væru hreyfiafl menningar- innar. Næringarhvötina létu menn í ljós opinberlega, tímg- unarhvötin væri leyndarmál í brjóstum einstaklinganna. Margir hefðu ríka andúð á skapnaði sínu, sagði hann, einkum þeir, sem trúaðir væru á sköpunarsögu biblíunnar og vildu ekki viðurkenna sam- band sitt við dýrin. Á sama hátt og það væri venja að neyta matar í fjölmenni, en losa sig við úrgangsefnin í einrúmi, væri viðtekin regla að njóta ástarlífsins í einrúmi. Sagði Jóhannes það vera skoð- un sína, að vissulega væri ekki æskilegt að aifnema allar hömlur í því efni, én hins veg- ar mættu menn ekki vera svo f jandsamlegir skáonaði sinum, að ekki mætti- um hann ræða opinberlega. essu næst ræddi Jóhannes nánar um- tímgunarhvöt- ina, hún væri mjÖg rík hjá manninum. - Snemma hefði henni verið settar félagslegar skorður, vélsæmið hefði orðið til. Þegar trúarbrögðin hefðu komið til sögunnar hefði ver- ið farið að skipta manninum í efni og anda, líkama og sál. Kynlíf og ást hefðu orðið tákn synda.r gegn tákni hjálp- ræðis. Þessi skipting hefði valdið margs konar böli. Hér á Vesturlöndum hefur kirkjan átt drýgstan þátt í að marka afstöðu manna til þess- ara mála, sagði Jóhannes. Hatur kirkjunnar á kynlífinu kæmi bezt fram í þeirri kenn- ingu, að Kristur hefði verið eingetinn. Kynfæri og kyn- mök hefðu verið sett í bann af kirkjunni og ekki mátt nefna nema í fræðiritum. Síð- ar hefðu kirkjan og stjórnar- völdin notfært sér þetta til þess að sölsa undir sig eignir manna, sbr. stóradóm hér á landi. En slíkir dómar hefðu aldrei orðið til þess að bæta siðferðið heldur til þess að æsa hvatirnar. Þá vék Jóhannes að hlut skálda og listamanna. Þeir hefðu jafnan játað samruna anda og efnis. Á slíkum um- brotatímum sem nú krefðist mannsandinn raunsærrar rannsóknar á hlutunum. Slíkt hefði stundum orðið skáldum og listamönnum dýrt. Það er alltaf dýrt að horfast í augu við sjáfan sig. Skynhelgi og lífslygi hafa jafnan vígorðið klám að vonni, hélt hann á- fram, og yfirskynið er alltaf það, að vernda æskuna. Sál unglinganna gengur í myrkri. Ljós þekkingarinnar er lokað úti. Með þeim orðum lauk inn- ganginum. Fáir, sem ganga með blygðun í huga. Jóhannes hljóp nú yfir fjóra kafla ritlingsins og las lokakaflann, en hann hófst á spurningunni: Er skáldverk Agnars Mykle svo merkilegt að taki því að verja það? Hér er um miklu alvarlegra mál að ræða en þessa einu bók, sagði Jóhannes, um frelsi rithöfunda til þess að bregða kastljósi yfir hin ýmsu við- fangsefni. Síðan ræddi hann um hver áhrif lestur slíkra bóka hefði á börn og unglinga. Vitanlega skorti böm þroska til þess að kryfja slík efni til mergj- ar, en öðru máli gegndi um unglinga á kynþroskaaldri. Minnti Jóhannes á í þessu sambandi, að árið 1948 hefðu 9 skáld verið ákærð í Banda- ríkjunum fyrír að siðspilla æskunni með skrifum sínum. Þau vom sýknuð og um leið og dómarinn kvað upp þann úrskurð lét hann þessi orð falla: Eg kýs heldur að dæt- ur mínar gangi á vit stað- reyndanna i bókasafni minu en á bak við hlöðu nágrann- anns. Jóhannes kvað rétt vera, að ekki læsu allir bókina af bók- menntaáhuga einum saman. Margir gerðu það vegna hót- ana yfirvaldanna, nokkrir af lostasemi, en óstýrilátar hyat- ir yrðu aldrei bældar niður, þær leituðu ailtaf útrásar á einhvem hátt. Og íslenzk al- þýða er svo heilbrigð í andan- um, að hún þolir slíkan lestur. Hér em ótrúlega fáir, sem ganga með blygðun í huga, sagði Jóhannes. Jóhannes sagði, að sér þætti þögn íslenzkra rithöfunda um þetta mál undarleg og þó en undarlegra, að rithöfund- Jóhannes úr Kötlum ur skyldi verða til þess að skora á yfirvöldin á hundrað- ára afmæli prentfrelsisins að afnema það. Hér hefðu ekki aðrir orðið til andsvara opin- iberlega en örfáir blaðamenn. Vitnaði hann þar sérstaklega í útvarpserindi Andrésar Kristjánssonar. 1 ð lokum ræddi Jóhannes um, að siðgæði mannsins hefði ekki vaxið að sama skapi og tæknin. Enn væri ár- þúsunda gömlum siðareglum beitt, eins og ekkert hefði gerzt. Vel mætti svo fara, að Agnar Mykle mönnumim tækist að skapa vélmann, en þeir myndu aldrei geta gert hann frjóan eða gætt hann sál. Sumir héldu því fram, að mannleg náttúra væri ill að eðli. Það væri villukenning. Frumhvatirnar væm að vísu alltaf hinar sömu, en dæmin sönnuðu að menn hefðu náð ótrúlegu valdi yfir þeim. Mennimir yrðu að stilla fmmhvötum innra manns síns til samræmis við framþróunina, risa til nýrrar sýnar á eðli sínu, annars yrðu vísindasigramir fánýtir. Þeir yrðu að rjúfa hvers konar bannhelgi á leið sinni til sjálfsþekkingar. Jafnósiðlegt á norsku og íslenzku. æstur tók til máls Helgi Sæmundsson og flutti framsöguerindi sitt. Hóf hann máls á því að tala um Söng- inn um roðasteininn. Bókin væri ek’ki sjálfstætt verk. Áð- ur hefði komið út önnur bók um sama efni, Lasso om fru Luna, og verkinu væri enn ó- lokið. 1 fyrstu hefði Roða- steinninn ekki vakið mikla at- hygli í Noregi. Það var ekki fyrr en eftir að ritdómarar höfðu kallað bókina ósiðlega, sem siðgæðispostularnir risu upp. Sem listaverk he-fði bókin hlotið misjafna dóma, og benti hann á ummæli Sigurðar Ho- els, er nýlega birtust í Þjóð- viljanum, í þessu sambandi. Sagan væri þróunarsaga ein- staklings fyrst og fremst og henni væri ekki lokið. Og Helgi kvað sig gruna að til- gangur höfundarins með sög- unni væri i eðli sinu eklti jafnósiðlegur og siðferðis- postularnir vildu vera láta. Sér kæmi ekki á óvart, þótt aðalpersóna sögunnar yrði í sögulok orðinn einn af siðgæð- ispostulunum. Allir siðgæðis- postular þurfa að ganga í gegnum hreinsunareld, sagði hann. Helgi sagði, að í Noregi hefði það verið heimatrúboðið, sem hefði staðið að baki á- rásunum á Mykle, en sú stefna væri mjög laus við um- burðarlyndi. Síðan rakti hann gang málsins í Noregi og ræddi um afskipti yfirvald- anna af útgáfu bókarinnar hér á landi og bann þeirra við henni. Var ástæða til þess að banna útgáfu bókarinnar hér á landi? spurði hann. Leyft hefur verið að flytja inn norska og danska útgáfu hennar og hún verið seld hér í þúsundum eintaka. Er hún ékki jafnósiðleg á norsku og íslenzku? Eða halda yfirvöld- in, að íslendingar skilji svo illa norskuna og dönskuna, að það feli fyrir þeim klámið? Auk þessa er aðalástæðan til þess að bókin var bönnuð í Noregi ekki fyrir hendi hér á landi, sagði Helgi, sú, að Mykle var borinn þeim sök- um að hafa lifandi persónur að fyrirmyndum. Það væri bá- bilja að banna útkomu bók- arinnar hér af þeim ástæðum. Geii-mitt sjónarmið ekki sigrað. essu næst tók Helgi prent- frelsið til umræðu. Ekki væri hægt að skera úr með lögum, hvað væri fallegt eða Ijótt, og það væri ekkert nema einræði að láta bókmenntir vera háðar opinberu eftirliti. Vissulega hefði hver og einn rétt til þess að rís upp og segja, að ákveðna bók ættu menn ekki að lesa, en enginn gæti bannað öðrum að gera það. Þá sagði Helgi, að það væri ekkert nýtt, að bækur væru bannaðar hér á landi. Fyrir strið hefði verið gefin út bók, er lýsti villimennsku nazista. Sú bók hefði verið bönnuð af tillitssemi við villimennskuna, Síðan ræddi Helgi um sorp- ritaútgáfuna hér á landi, er margir vildu banna. Sagði hann, að hann og aðrir blaða- menn væru yfirleitt á móti því að banna þau, það skapaði svo hættulegt fordæmi. Slík rit væru gefin út í gróða skyni og þegar fólkið hefði lært að meta þau rétt, mundi þau verða sjálfdauð. Hefði ég ver- ið bókaútgefandi, sagði hann, mundi ég ekki hafa tekið bókina um roðasteininn til út- gáfu, það er svo margt betri erlendra bóka, sem ég hefði viljað láta sitja fyrir. k ð lokum sagði hann, að sið- gæðispostularnir vildu því aðeins láta banna bókina, að þeir treystu sér ekki tii þess að skapa almenningsáiit, er væri þeim í vil. En geti mitt sjónarmið ekki sigrað, verð ég að taka því, að ekki sé tekið mark á orðum mín- um, sagði hann að endingu. Rúbíninn og Morgun- draumur. IVTokkrar umræður urðu um ’ málið eftir að framsögu- menn höfðu lokið ræðum sín- um en þó öllu daufari en hefði mátt ætla, þar sem engir gerð- rist formælendur þess að leggja bann við útgáfu bókar- innar á íslenzku. Vakti það sérstaka athygli, að forvigis- menn bannsins létu ekki sjá sig á fundinum. Hafa þeir líklega ekki treyst sér til þesa að verja málstað sinn. TTelgi Hjörvar talaði fyrstur * * af fundargestum. Kvart- aði hann yfir því að livorugur frummælenda hefði talað nm kjarna málsins, hvort þau á- kvæði ættu að standa í ís- lenzkum lögum, sem gera kleift að banna útgáfu bókar- innar. 1 annan stað vildi hann að hinir umdeildu kaílar hefðu verið lesnir upp á fundinum. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa lesið bókina, því að hann hefði ekki áhuga fyrir efni hennar. Þá minnti liann á það, að Fröding hefði á sínum tima verið dæmdur fyrir kvæði sitt Morgundraum. Nú, sagði Helgi, hefur Fröding tapað málinu, kvæðið er eitt hans lélegasta og er löngu dautt. Og Rúbininn er ekki þess verður að hann sé var- inn, sagði hann. Þá taldi Helgi, að Jóhannes hefði sjálf- ur sannað í ræðu sinni, að hægt væri að tala bæði sið- lega og ósiðlega um sama hlut þar sem hann hefði talað um skaut konunnar, en forðazt að nefna þann líkamshluta sínu rétta nafni. Helgi Sæmundsson svaraði nafna sínum nokkrum orðum. Kvað ummæli hans um Morgundraum röng. Sjálf- ur hefði hann verið að iesa kvæðið kvöldið áður. Hins vegar hefðu tímamir breytzt svo, að nú þætti engum kvæð- Framh. á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.