Þjóðviljinn - 11.02.1958, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 11.02.1958, Qupperneq 5
Þriðjudagur 11. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — , (5 SÞ efna lii alliióðaráðstefnu Fiilltníar frá 70—S0 þjéðum koma saman í Gení Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til alþjóðaráðstefnu í Genf, sem hefst þann 24. febrúar, til þess aö ræða um siglingamál og gera tilraun til bess að setja alþjóðaregl- j ur, eða semja alþjóðalög um þessi rnél. Öiium þátttöku- ríkjum SÞ hefur verið boðið að senda fulltrúa og er gert ráð íyi’ir að 70—80 þjcðir þekkist boðið. Gert er ráð' íyrir s.ð ráðstefnan standi yfir í 9 vikur. Það er að sjálfsögðu , cþarfi, að taka fram, að þessi ráð- stefna getur haft raikla þýð- ingu fyrir íslendinga sem sigl- ingaþjóð og þjóð, sern byggir eyland og hefur aðalframfærslu sína af fiskveiðum. Margbrotín dagskrá Á dagskrá ráðstefnunnar kennir margra grasa. Ætlazt er til að rætt verði um land- helgismál og cnnur fiskveiði- mál, réttindi til landgrunns og rétt þjóða til að rannsaka og og nýta auðlindir hafsins. Nánar tiltekið er ætlazt til að ráðstefnan láti til sin taka allar greinar siglingamála. T.d. er eitt dagskráratriðið „Rétt- ur til áreitnislausra siglinga", annað er „Hegningarlöggjöf varðandi árekstur skipa“ þrælasala, óhreinindi í sjónum, sjórán — þar á meðal ef árás er gerð á skip á hafi úti frá flugvélum. Þá verður rætt um þjóðemi og skráningu skipa. Meðal annars verður tekin af- staða til þess hvort leyfa skuli skipum að sigla undir fána Sameinuðu þjóðanna í vernd- arskyni. Loks mun ráðstefnan kynna sér og væntanlega taka af- stöðu til réttinda þjóða, sem ekki liggja að sjó. Tillcgur Alþjóðalaga- nefndar SÞ Alþjóðalaganefnd Sameinuðu þjóðanna hefur fjallað um öll dagskráratriði ráðstefnunnar að því síðastnefnda undan- skildu. Það eru tillögur nefnd- arinnar, eða uppkast að al- þjóða siglingalögum, sem ráð- stefnan á að taka afstöðu til. Uppkastið er í 73 greinum og er búizt við skiptum skoðun- um á þinginu um mörg ákvæði þess. Allsherjarþingið hafði þess- ar tillögur til meðferðar fyrir tveimur árum og ákvað þá, að haídin skyldi alþjóðaráð- stefna til þess, eins og það er —orðað, „að athuga alþjóða siglingalöggjöf, ekki eingöngu með lögfræðileg atriði fyrir augum, heldur einnig með til- liti til tækni, líffræði, efnahags- mála og stjórnmála, og semja um þessi mál eina eða fleiri alþjóðasamþykktir, eða gera þær aðrar ráðstafanir, sem lieppilegar eru taldar“. Það verða því ekki eingöngu lögfræðingar, sem sitja Genfar- ráðstefnuna lieldur og sérfræð- ingar á sviði fiskveiða og haf- rannsókna, ásamt stjórnarfull- trúum. Mörg ágreiningsefni Síðasta tilraun sem var gerð til þess að komast að alþjóðlegu samkomulagi um siglingarmál og lög um höfin, mistókst. Það va)’ á alþjóða- i’áðstefnu, sem boðao var til í Haag 1930. Það er fyrirfram vitað, að mörg ágreiningsatriði verða á ráðstefmmni í Genf. Þegar skýrsla Alþjóðalaga- nefndarinnar var til umi'æðu á Allsherjarþinginu 1956, var nefndinni að vísu hrósað mjög fyrir vel unnin störf. Talað var um „mikilsverðan áfanga“ í alþjóðlegri lagasetningu og mörg önnur viðurkenningarorð féllu til nefndarinnar. Hinsvegar fóru fulltrúar ekki leynt með þær skoðanir sínar, að vel gæti farið svo, að erfitt reyndist að samræma skoðan-j ir og hagsmuni þjóðanna í þessum efnum. Bent var á, að1 það gæti haft slæm áhrif, efi illa færi á ráðstefnunni og ekki næðist samkomulag. Þá væri m.a. hætta á, ,,aö reglur, sem komnar eru í hefð í alþjóða- samskiptum“ yrðu afnumdar. Umræðumar á Allsherjar- þinginu leiddu í ljós að hættast er við að ekki náist samkomu- lag um stærð landhelginnar, fiskveiðiréttindi og ráðstafanir til þess að varðveita stofnauð- æfi hafsins. Laganefndin lagði til, að ef ekki næðist sam- komulag um þessi mál á ráð- stefnunni, yrou þau sett í gerð sérstakrar nefndar. Verður ráðstefnan á sínum tíma að taka afstöðu til þessarar til- lögu. Það er vitanlega á þessum sviðum, sem íslendingar hafa mestra hagsmuna að gæta. Landhelgismálin Alþjóðalaganefndin lætur í ljós það álit sitt í uppkast- inu, að landhelgi eigi ekki að ná lengra frá sti’öndinni en 12 i sjómílur. Það er hinsvegar á valdi ráðstefnunnar að breyta tillögunum eftir vild. I sambandi við Iriggja mílna landhelgina er þess getið í nefndarálitinu, að mörg ríki vilji ekki viðurkenna stæiri landhelgi en 3 fnílúr, einkum. þau ríki, sem ekki’ hafa stærri | iandhelgi sjálf én' þrjár mílur. J Fulltrúar Bandaiúkjanna, Bretlands og Hollands skýrcu allir frá því að ríkisstjórnir þeirra væru hlynntar þriggja mílna landhelgi. Aðrir fulltrú- ar, þar á meðal fulltrúar Sov- étríkjanna, Póllands, Rúmeníu og Tékkóslóvakíu, héldu því fram, að það ætti að vera þjóðunum í sjálfsvald sett, að ákveða landhelgismörk s*.n eft- ir eigin þörfum. Enn aðrir fulltrúar voru þeirrar slcoðunar — og var hér aðallega um að ræða full- ti’úa frá Suður-Ameríkuríkjun- um •— að ákveða bæri land- helgistakmörk hvers lands út- af fyrir sig eftir ástæðum á hverjum stað., Framsögumaður Alþjóðalaga- nefndarinnar, J. P. A. Francois prófessor, lét svo ummælt eftir umræðurnar á Allsherjarþing- inu, að ekki væri ástæða til að ’fast um að þjóðimar kæmu sér saman, þctt sumar þyrftu að slá eitthvað af kröfum sín- um vegna hagsmuna heildar- innar. Verndun íiskstoínsins Amennur skilningur virtist vera meðal fulltrúa á Alls- herjarþinginu á því, að nauð- syn bæri til að vernda fisk- stofninn við ofveiði. Hinsvegar var nokkur ágreiningur um, hvað væri rányrkja í þeim efn- um. Fulltrúar þeirra þjóða, sem ekki ráða yfir nýjustu veiði- og vinnslutækjum, mæltu á móti því, að iðnaðarþjóðirnar sendu skip sín með stórvirk veiðitæki á mið framandi þjóða. Talsmenn iðnaðarþjóðanna héldu því hinsvegar fram, að tilgangur þeirra væri sá einn, að notfæi'a eina af helztu mat- vælaauðlindum heimsins, og það væri síður en svo hætta á að rányrkja hlytist af. Réttur fiskiveiðiþj'ða til þess að gera ráðstafanir til að vernda fiskstofninn á miðum sínum er viðurkenndur í upp- kasti Alþjcðalaganefndarinnar. Er t.d. gert ráð fyrir þrví, að þjóð geti gert, sínar ráðstaf- anir. á eigin spýtur í þessum efnum, ef ekki hefur tekizt að ná samkomulagi við eriendar þjóðir, sem sækja fiskimið á hrygningar- og uppeldsstöðv- urn við strendur lands hennar. V estur-Þ jóðver jar eindregið anelvígir rg-**^ Scrstaða íslands Fulltrúi íslaiids í lagadeild Ailsherjarþingsins (sj"ttu) neíndinni) taldi það óþarfa drátt að láta ráðstafanir til verndar fiskstofninum bíða í tvö ár eftir því að ráðstefnan yrði haldin. „Hverskyns dráttur í þessu máli“, sagði hann, „er hættu- legur. Áður en varir getum við átt á hættu að stóreflis nióð- urskip (verksmiðjuskip), sem útbúin eru rafmagnsveiðitækj- um, valdi stcrkostlegu tjóni á fiskstofninum. Við eigum á hættu, að áður en varir komi frarn veiðitæki, sem gera nú- gildandi ákvæði um möskva- stærð ónóg og úrelt. Breyting- ar á þessum sviðum era ákaf- lega örar, og tími er til kom- inn að við gerum okkur þetta ljóst og gerum okkar ráðstaf- anir þegar í stað“, sagði ís- lenzki fulltrúinn. (Frá upplýsinga- skrifstofu SÞ) Skoðanakönnunarstofnunin EMNID í Bielefeld í V-Þýzka- landi hefur gert ckyndiathugun á afstöðu manna í tólf vestur- þýzkum stórborgum til fyrir- ætlana um að koma upp flug- skeytastöðvum í laiidinu o g búa vesturþýzka heriiui kjarn- orkuvopnum. Niðurstöður athugunarjnnar vora þær, að 59 af iiunclraði voru eindregið ahdvíg r því .að vesturþýzki lierinn feági kjarn- orkuvopn, en 14 af hundraði voru því andvígir með vissum skilyrðum, eða samta's 73%. 65 af hundraði voru eindreg- ið andvigii' flugskeytasfðvum, níu með vissum skilyrðum, samtals 74%. 27 af hundraði voru með- mæltir kjaraorkuvopnum cg 24 af hundraði flugskeytastöðv- um. Samstarfsmaður nazista ei ekki eidflaugar Guy Mollet, foringi franskra sósíaldemókrata og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði i ræðu nýlega, að sér væri ekkert um það gefið, að Bandaríkjamönn- um yrði leyft að koma sér upo eldflaugastöðvum í Frakklandi. Kvaðst Mollet ekki fá séð, hvernig slíkur viðbúnaður ætti að auka öryggi Vestur-Evrópu. Mollet sagði að stjórnum Vesturveldanna bæri að grípa fegins hendi tillögur sovét- stjórnarinnar um ráðstafanir til að binda endi á kalda stríðið og eyða viðsjám í heiminum. Eiun af æðstu embættismönn- um Vichystjórnarinnar í Frakk- landi á hernámsárunum, Jacqu- es Guerard, var í síðustu viku dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir samvixmu við nazista, en dóm- urinn var skilorðsbundinn og hann var látinn laus þegar í stað. Hann kom nýlega heim til Frakklands frá Spáni, þar sem hann hefur dvalizt frá stríðslok- um. Talið er að þetta sé síðasti dómurinn sem kveðínn vei’ður upp í Frakklandi vegna sam- starfs við nazista. Dngin Éei&gsl við NAT® Mexíkóstjóm er algerlega andvíg fyrirætlunum Dullesar, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, um að tengja Samband Ameríkuríkja Atlanzhafsbanda- laginu. Padilla Nervo, utanrík- isráðherra Mexíkó, hefur lýst þessu yfir og komizt svo að | orði, að þjóðir rómönsku Ame- ríku muni kunna Dulles litla þökk fyrir að reyna að innlima ' þær í herbandalagskerfi sitt. ! í vetur hljóp af stokkunum í Len- ; íngrad fyrsta skipið, sem sigla l á um yfirborð ; sjávar knúið i kjarnorku. Það j er ísbrjótur, setn ; hlaut nafnið Lexi- j ín. Isbrjóturimi j er 16.000 lestir | og vélaraflið 44. 'ooo hestöfl. Má- þrýstigufa fi*á vatnskældum kjarnorkuofni | knýr hverfi- i rafala aflvél- ! anna. Skipið getur siglt 400 daga samfleytt án þess að koma í höfn til að taka nýjar birgð- ir. Myndin er tekin í skipa- smíðastöðinni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.