Þjóðviljinn - 21.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.02.1958, Blaðsíða 7
K«stt*d:t."«r 23. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Átak í vatnsveitumálunum er óhjákvæmileg nauðsyn Sleifariag og simiuleysi íhaldsmeirihlutans er orsök vatnsskortsins í bænum Á dagskrá bæjarstjórnar- fundar, sem' haldinn var 16. janúar s.L íékk ég tekna eftir- farandi tillögu: „Bæjarstjórnin telur með öllu óviðunandi, að heil bæj- arhverfi búi daglangt við al- geran skort á. neyzluvatni, og ákveður því að fela borgar- stjóra og bæjarráði að láta nú þegar undirbúa nauðsyn- legar ráðstafanir til úrbóta í samráði við vatnsveitustjóra“. Það atvikaðist þannig að ég gat ekkj mætt á þessum fundi og fært þau rök er ég ætlaði fyrir tillögunni. Henni var hins vegar vísað frá með svo- hljóðandi dagskrártillögu frá Guðm. H. Guðmundssyni, bæj- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Þar sem upplýst er að þær ráðstafanir hafa þegar verið gerðar, er tillagan gerir ráð fyrir, tekur bæjarstjórnin fyrir næsta mál á dagskrá'*. Ákvarðanir í íimm liðum Mér er ekki kunnugt um hver rök bæjarfulltrúinn hefur fært fram fyrir þeirri staðhæf- ingu, er fram kemur í dag- skrártillögunni. Staðhæfingin er hins vegar ósönn og fjarri lagi, eins og þorri bæjarbúa veit af reynslunni. Við bæjar- fuiltrúar Alþýðubandalagsins höfum því ákveðið að taka málíð upp að nýju og flytjum þá tillögu í vatnsveitumálum, sem hér liggur fyrir. Tillagan gerir ráð fyrir á- kvörðunum bæjarstjórnar í 5 Iiðum: í fyrsta lagi að ráðinn skuli sérstakur vatnsveitu- stjóri, er hkfi það starf eitt með höttdum. Hefur því áður verið hreyft hér í tillögu- formi, en var þá Iiindrað af háttv. meirihluta. I öðru lagi, að liraðað verði ráðstöfunum til flutnings á auknu vatns- magni til bæjarins. I þriðja lagi að byggðir skuli nauðsyn- legir vatnsgeymar og dælu- stöðvar. í fjórða lagi, að vatnsveitunni verði séð fyrir nægum starfskröftum til und- irbúningsstarfa að aukningu vatnsveitukerfisins, Og í fimrnta lagi, að hafin verði gaumgæfileg rannsókn á öllu vatnsveitukerfi gamla bæjar- hltitans og það endurnýjað þar sem nauðsyn bcr til. Óviðundandi ástand Það er engjn nýlunda að vatnsveitumálin séu rædd hér í bæjarstjóminni. Þau hafa vissulega oft verið á dagskrá á undanförnum árum og venju- legast í sambandi við umkvart- . anir . bæjárbúa um svo alvar- iegan skort á neyzluvatni að ekki varð við unað. Enn er þetta ástand í meginatriðum óbreytt, þrátt fyrir fullyrðing- ar um hið gagnstæða í dags- skrártillögu G. H. G. Víða í bænum er alvarlegur skortur á vatni, daglangt. Jafnvel heil hverfi hafa ekki af vatni að segja frá því snemma morguns og þar til líður að miðnætti. Þetta ástand i vatnsveitumál- um Reykjavíkur er alveg óvið- unandi að áljti okkar bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins og Ræða Guðmundar Vigíússonar á fundi bæjaistjórnar í gær ég ætla að þorri bæjarbúa sé einnig sömu skoðunar. Það er skylda bæjarstjómar að gera þær ráðstafanir sem duga til að bæta úr neyzluvatnsskortin- um. Bæjarstjórnin getur ekki, sóma síns vegna, horft á það sljóum augum að íbúar höfuð- staðarjns eigi þess ekki kost að halda uppi nauðsynlegri starf- semi og viðurkgnndum hrein- lætirráðstöfunum á heimilum sínum, vegna þess að þeim er ekki séð fyrir rennandi vatni. Fátæk og fámenn bæjarfélög og þorp út um landið telja það eina af frumstæðustu og sjálf- sögðustu skyldum sínum að sjá íbúunum fyrir neyzluvatni. Og hvað skyldi þá um sjálfan höf- uðstaðinn, þar sem fleira fólk er saman komið en á nokkrum stað öðrum og skilyrði til framkvæmda og góðrar þjón- ustu óneitanlega bezt? Getur yfirstjórn hans unað við að ekki sé leitað allra tiltækra ráða til þess að ráða bót á því ófremdarástandi, sem ár eftir ár ríkir hér í vatnsveitumál- um? Eg hygg að allir geti verið sammála um, að svara þess- ari spumingu neitandi, með þeim fyrirvara þó, að menn. neiti ekki staðreyndum, og það því fremur sem engin Aeila stendur um, að það sé í verkahring bæjarfélagsins og bæjarst,iórnar að s.iá bæj- arbúum fyrir neyzluvatni og annasf framkvæmdir og rekstur vatnsvcitunnar. V Sleifarlag og sinnuleysi Vatnsveitan er vissulega ein af lífæðum bæjarins og það var mikið framfaraspor sem stigið var með lagningu henn- .ar- fyrir 50 árum. Aðfærsluæð- ar vatnsveitunnar gátu í upp- hafi flutt 38 1/sek. Utanbæjar- kerfið hefur þrisvar verið auk- ið, 1923, 1933 og 1946—1948. Eftjr fyrstu aukninguna fluttu leiðslurnar 96 1/sek., eftir aðra aukninguna 240 1/sek. og.eftir þá þriðju 530 i/sek. Árið 1916 var byggður vatnsgeymir á Rauðarárholti og annar 1930. Rúmar hvor þeirra um þúsund rúmmetra af vatni. Þegar farið var að byggja á stöðum, sem liggja hærra en vatnsgeymarn- ir, varð að loka einni .aðalæð- innj frá geymunum og nota hana til að fæða þessi hverfi beint frá Gvendarbrunnum Við það minnkaði flutningsgela þeirrar æðar um 50 1 /sek. Varla verður því í móti mælt með frambærilegum rökum, að ótrúlegs sleifarlags og sinnu- leysjs hafi lengst af gætt í vatnsveitumálum bæjarins af hálfu forráðamanna bæjar- stjórnarmeirihlutans. Um það er hinn sífelldi vatnsskortur ó- rækasti vitnisburðurinn. Að vísu hefur Sjálfstæðisflokkur- inn kippst við af og til, einkum fyrjr kosningar, en minna orð- ið úr framkvæmdum eða efnd- um á gefnum loforðum. Þegar vatnsskorturinn hefur keyrt svo úr hófi .að við það varð alls ekki unað, hefur vatns- rennslið til bæjarins verið auk- ið, seint og síðar meir. En þær framkvæmdir hafa alltof oft takmarkazt við auknjngu vatns- magnsins ejna saman, en van- rækt að gæta þess að halda innanbæjarkerfinu við og auka það að sama skapi og í- búum fjölgaði. Þetta hefur ver- jð látið reka á reiðanum með þeim afleiðingum, að nú eru fjölmörg bæjarhveríi þannig á vegi stödd í þessum efnum, að mannskemmandi er og al- gerlega óviðunandi, og ekki sæmandi siðuðu fólki. Þau hveríi, sem verst eru sett í þessu sambandi má einkum nefna Landakotshæð, Laugar- ásinn, hluta af Illíðunum, efsta hluta Rauðarárholtsins, byggð- ina við norðanvert Skólavörðu- h'olt, suðurhluta Melanna og Grímsstaðaholt. Vafal-aust gæt- ir vatnsskorts á fleiri stöðum, þótt þessi hverfi séu verst sett. Þarf ekki að lýsa þeim erfið- le.kum, andstreymi og leiðind- um, sem fylgja því að hafa ekki nægilegt vatnsmagn á heimilunum til neyzlu og þrifn- aðarráðstafana. Þá er og al- kunna, að þegar bruna bera að böndum fer slökkvistarf oft mjög í handaskolum vegna vatnsskorts. Eru um það nær- tæk dæmi, sem óþarfi er að rifja upp. Þetta vanldræðaástand verð- ur ekki afsakað þótt. hægt. sé að benda á . að heildarvatns- notkunin hafi mikið auk.zt á undanförnum árum. Fyrirsjá- anlegt var að svo hlaut að verða í vaxandi borg, með fjölgun íbúanna og aukningu ýmiskonar atv.nnustarfsemi og þjónustu, sem krefst mikillar vatnsnotku.nar. Hér þurfti því á fyrirhyggju og framkvæmda- dug að halda, til þess að tryggja íbúunum og .atvinnu- rekstrinum nægllegt vatns- rnagn. Sérstakur vatnsveitustjóri En á þetta hefur skort og liggja til þess ýmsar ástæður, m. a. úreltir starfshættir vatns- veitunnar sjálfrar. En höfuð- sökin er hjá bæjarstjórnar- meirihlutanum, sem hefur van- rækt að hafa þá forustu um framkvæmdir og skynsamlegan Guðmundur Vigfússon rekstur vatnsveitunnar sem er fyrsta skilyrði þess að þjón- usta hennar geti verið í lagi. Það er t. d. alveg óhugsandi að ætla að hafa yfirstjórn vatnsveitumála« Reykjavíkur sem hjáverkastarf, ýmist með stjórn Hitaveitunnar eða slökkviliðsins. Framkvæmdjr i vatnsveitumálum eru svo að- kallandi, margþættar og um- fangsmiklar, að skipulagning þeirra og stjórn er áreiðanlega fullkomið verkefni eins manns, og það jafnt þótt hann sé gæddur góðum hæfileikum og dugnaði í starfi. Þetta á ekki sízt við eins og nú er komið, þegar verkefnin blasa hvarvetna við og brýn nauðsyn er á rösklegu átaki á sem skemmstum tima. Það er því fyrsti liður í till. okkar Al- þýðubandalagsmanna að ráð- inn verði sérstakur vatnsveitu- stjóri, sem hafi það starf eitt með höndum, og að embættið verði auglýst laust til umsókn- ar. Aukið vatnsmagn Annar liður ti’.lögunnar í’all- ar um ráðstafanir til flutnings á auknu vatnsmagni til bæjar- ins. Ekki ætti að þuría að deila uni, að þessum aðgerðum þurfi að hraða, bæði uppsetn ngu dælustöðvarinnar við Gvendar- brunna, sem ráðgerð hefur verið til .að auka vatnsrennslið til bæjarins, og svo rannsókn- um og nýjum ráðstöfunum t.l aukningar á vatnsmagni í framtíðinni. Verður i þessu sambandi að hafa í huga, að talið er að vatnsmagnið í Gvendarbrunnum verði íullnot- að í þurrkaköílum eft.r að dælustöðin tekur til starfa. Þetta þýðir að hraða þarf rannsóknum og aðgerðum til öílunar á auknu vatnsmagni, er verði tiltækilegt þegar hð ágæta vatn, er nú fæst úr Gvendarbrunnum. fu'lnægir ekki lengur þörfinni, og þær aðgerðir þurfa að m/ðast við hraðvaxandi borg og langa framtíð. Vatnsgeymar og dælustöðvar En með auknum vatnsflutn- ingi til bæjarins og aukinni vatnsþörf verður ekki hjá því komizt að byggja vatnsgeyma og dælustöðvar. Vatnsgeymarn- ir á Rauðarárholti eru langt frá því að vera fullnægjandi, og hefur það verið augljóst fyrir löngu, þótt framkvæmd- ir hafi verið dregnar ár frá ári. Og dælustöðvar er óhjá- kvæmilegt að reisa til að tryggja nægilegt vatnsrennsli til íbúðarhverfa, sem reist eru á hæðum og þá ekki sízt með tilliti til háhýsanna nýju, sem í byggingu eru eða fyrirhug- uð. Þessar framkvæmdir mega ekki dragast, frekar en aðrar, sem nú eru aðkallandi í vatns- veitumálum, eigi að bæta úr því ófremdarástandi, sem alltof margir bæjarbúar búa við og fer þó enn liraðversnandi sé ékki að gert. Starískraítar til undirbúningsstarfa Hitt liggur svo í augum uppi, að um leið og bæjarstjórnin og bæjarbúar gera kröfur til vatnsveitunnar um auknar og hraðari framkvæmdjr verður að sjá stofnuninni fyrir nægum starfskröftum til rannsókna og undirbúningsstarfa. Hygg ég að fram að þessu hafi ekki verið búið sem skyldi að vatnsveit- unni í þessum efnum, enda er það í samræmi við sofanda- hátt og aðgerðaleysi bæjar- stjórnarmeirihlutans í vatns- veitumálunum almennt. Þessi stofnun bæjarins, sem á þó .að sjá öllum bænum fyr- ir nægu neyzluvatni, hefur t. d. aðeins ejnn verkfræðing í þjón- ustu sinni, auk vatnsveitustjór- ans, sem jafnframt og fyrst og fremst er þó slökkviliðsstjóri bæjarins. Nauðsynleg undirbúningsstörf í sambandi við þau marg- þættu verkefni, sem leysa verð- ur á næstunni á vegum vatns- veitunnar, verða ekki unnin Framhald á 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.