Þjóðviljinn - 21.02.1958, Side 9

Þjóðviljinn - 21.02.1958, Side 9
Föstudagiir 21. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 A ÍÞRÓTTIR HnSTJÖR] FRtMANS HZLGASOH Sundmót ÍR \ íyrrakvold: bezta tiia Guðmundur Gíslason bætti 300 m skrið- sundiS um nærri 5 sek. og setti auk þess met í 50 metra baksundi Guðmundur Gíslason lét ekki á sér standa að setja met á þessu fyrsta sundmóti á árinu 1958. Fyrsta sundið var 300 m skriðsund karla og var hann einn keppenda og' varð því að synda keppnisiaust, en Guð- mundur þekkir sig orðið það vel að það er eins og það skipti ekki máli hvort hann hafi keppni eða ekki. Þetta sund bendir til þess, því að hann bætir með Helga Sigurðssonar um nærri 5' sek. Tími lians á 200 m var met en tíminn var ekki löglega tekinn svo að eklci er um það að ræða til stað- festingar. Til gamans fyrir lesendur verða hér settir millitímar eft- ir hverja 50 m: 50 m 28,8 — 100'm 1,03,5 — 150 m 1,38,7 — 200 m 2,15,8 — 250 m 2,53,2 og 300 m 3,30,2. Guðmundur bætti metið í 50 m baksundi um 7/10 sek en það met átti hann sjálfur. Ágústa Þorsteinsdóttir setti frábærlega gott met í 100 m skriðsundi kvenna. Er árang- Ur hennar sá bezti sem náðst hefur á Norðurlöndum í ár. Hún er sýnilega í mjög góðri þjálfun, því að sundið varð hún með þeim, og alltaf hafði Ein- ar verið ívið á undan. En Torfi Tómasson var með í sundinu og hann var ekki búinn að segja síðasta orð sitt; hann á það nefnilega til að æsa áhorf- —. . .. .... Ágústa Þorsteinsdóttir endur upp með þvílíkum enda- spretti að allt ætlar að ærast og sagan endurtók sig nú. En hann fór sennilega heldur of seint af stað, því að ekki munaði nema 1/10 úr sek er að marki kom, og þó var hann nokkra metra á eftir þegar spretturinn byrjaði. Þetta er I rauninni fyi'sti stórsigur Einars en á undan- förnum mörgum mótum hefur Einar verið í striðugri sókn og hað lilaut að koma að þvi að hann næði þessúm áfanga, en svo ungur sem hann er á hann eftir að ná miklu lengra. Sigurður Sigurðsson frá Akranesi var fjórði maður, en hann er 'ekki eins sterkur og hann var á beztu árum sínum. Valgarður Egilsson frá HSÞ varð í þriðja sæti, réði ekki við þá Einar og Torfa. Árangur Péturs í 50 m flug- sundi var mjög góður eða að- eins 1/10 sek. frá meti hans. Góð frainmistaða utan- bæjarmanna. Á sundmóti þessu voru ó- venjumargir keppendur utan Eeykjavíkur og var árangur þeirra margra góður. Keflvík- ingamir em mjög á uppleið aftur, en þeirra hefur verið saknað á mótum hér undanfar- ið, þar sem þeir hafa ekki fjöl- mennt. Má t.d. nefna drengina Hörð Finnsson sem synti 200 m bringusundið undir 3 mín., vann 50 m bringusund drengja og í boðsundinu kom hann fram sem ágætur flugsunds- maður. Þessi ungi maður á eftir að láta meira að sér kveða áður en langt um líður. Hann er einnig liðtækúr á skriðsuiidi. Þeir Magnús GuðmundSson og Guðmundur Sigurðsson náðu einnig góðum árangri. Frá Hafnarfirði komu ung- lingar og áttu Hafnfirðingar bæði í kvenna- og drengja- sundum fólk í verðlaunasætum. Má þar nefna Eriing Georgs- son og Auði Sigurbjörnsdóttir, og systir 'hennar er ekki mikið lakari, en hún varð í 4. sæti. Baksundsmaðurinn Jón Árna- son frá Akranesi náði nokkuð góðum árangri í 50 m baksundi karla. Sem sagt, það var á- nægjulegt að sjá svona marga keppendur utan af landinu í mótinu. Margt ungra manna. Segja má að mót- þetta hafi meir einnkennzt af þátttöku hinna yngri, því að t. d. í 50 m bringusundi drengja voru 5 riðlar, í 50 m skriðsundi drengja 3 riðlar og í 100 m bringusundi kvenna, en þar voru mest ungar stúlkur, voru 3 riðlar, og er það ekki algeng- ur viðburður. Þetta gerði að vísu mótið nokkuð langdregið. en hvað skal segja, einhvern tíma verður unga fólkið að komast að og keppnin er þó Framhald á 11. siðu Körfukitðtdeiksmeisfaramóf ísiands hefsf í kvöid Guðmundur Gíslason að synda ein að því leyti að hún hafði ekki keppni af þeim sem syntu með henni. Munu það vera tvær sænskar stúlkur, sem eru með svipaðan árangur, en þó heldur lakari. Árangurinn í 200 m bringu- sundinu var yfirleitt góður og syntu sex keppendanna undir 3 mín. Keppnin í síðari riðlin- um var mjög skemmtileg og lengi vel tvísýn, og það má eiginlega segja að hún hafi verið allan tímann tvísýn. Til að byrja með var keppnin milli þeirra Einars Kristinssonar og Vaigarðs Þingeyings og virtist sem átökin ætluðu að verða á milli þeirra. En um það bil er sundið var hálfnað tók Einar forystuna og dró nú sundur Islandsmeistaramót í körfu- knattieik 1958 hefst í kvöld föstudaginn 21. febrúar. Mótið fer fram í Reykjavík og verður leikið í íþróttahúsinu að Há- logalandi. Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur og Iþróttafélag Reykjavíkur sjá um mótið. — Mótið mun spenna yfir lVá mánuð og verður leikið að jafn- aði eitt kvöld í viku og munu þá fara fram leikir í m. fl. karla. II. fl. leikirnir munu fara fram um helgar í æfinga- tímum félaganna og stafar það af því, að mjög er naumt um tíma að Hálogalandi, sökum þes's hve handknattleiksmótið er umfangsmikið. I m. fl. karla eru sex lið skráð: KR, IS, ÍR, IKF og KFR A og B. 1 m. fl. kvenna em tvö lið skráð: ÍR og KR. 1 II. fl. karla eru sjö lið skráð og verður þeim skipt svo í riðla: I. Árm.-A, iR-B, IKF og KR. II. Árm.-B, ÍR A og KFR. I m. fl. karla fellur keppni niður, sökum þess ao einungis eitt félag, lR tilkynnti þátt- töku. Þessi fæð af liðum í þessum flokki mun stafa af þeirri aldursflokkaskiptingu, sem er í körfuleik og er frá- brugðin öðrum flokkaíþróttum í því, að menn flytjast milli flokka einu ári yngri en venja er. Fyrsta keppniskvöldið verður í kvöld kl. 8 og fara þá fram tveir leikir í m. fl. karla: —- KR:ÍS og lKF:ÍR. Búast má við mjög spenn- andi leik hjá IKF og IR, enda hafa þessi félög skipzt á að halda íslandsmeistaratitlinum og unnu ÍR-ingar síðast. Nýtt dilkakjöt, Hangikjöt, Nautakjöt í-buff og gúllasb, Nlðurskorið álegg. o Kjötbúðir SJcólavörðustícf 12, — Sími 1-12-45, Barmahlíð 4, — Sími 1-57-50, Langholtsvegi 136, — Sími 3-27-15, Borgarholtsbraut, — Sími 1-92-12, Vesturgötu 15, — Sími 1-47-69, Þverveg 2, — Sími 1-12-46, Vegamótum, — Sími 1-56-64, Fálkagötu, — Simi 1-48-61. KJOkBÚD Hlíðarvegi 19, Kópavogí. ALLT í MATENN Gjörið sVo vel að líta inn SS Kjötbúð Vesturbæjar Bræðraborgarstíg 43 Sími 14-879 TRIPPAKJÖT, reykt — saltað og nýtt Svið — Bjúgu Létt saltað kjöt Verzlunin Hamraborg Hafnarfirði Sími 5-07-10. Nýreykt hangikjöt, Alikálfásteik, snittur, nautakjöt í buff, gúllaseh og hakk. Búrfcll, Shjaldborg við Skúlagötu Sími 1-97-50. Úrvals hangikjöt, nýtt kjöt og svið. Nýir ávextir. Bæjarbúðin, Sörlaskjóli 9 HÚSMÆÐUR gerið matarinnkaupin hjá okkur Kaupfélag Kópavogs Álfhólsvegi 32 Sími 1-96-45 Nýtt, reykt hangikjöt. Svið, lifur, hjörtu, blóðmör og lifrapylsa, SS Kjötverzlunin Grettisgötu 64 Húsmæður. Reynið viðskiptin í kjörbúð okkar. Rúmgóð bílastæði. Sendum heim. Verzlunin Straumnes Nesvegi 33. Sími 1-98-32. Nýtt dilkakjöt, Hangikjöt Svið og fleira SS Kjötbúðin, Skólavörðustig 22. Sími 1-46-85. DILKAKJÖT nýtt og salfsð Skjólakjötbúðin, Sími 1-96-53 r 1 • ■ • anum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.