Þjóðviljinn - 07.03.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.03.1958, Blaðsíða 7
Föstiidagur 7. marz 1958. - JÞJÖÐVILJINN :V-v <7 Nú var farið að loka skemmtistöðunum, síðbúnir gestir reikuðu út af nætur- klúbbunum framhjá syfjuðum dyravöðrum sem bældu geisp- ann í von um þjórfé og hlupu til að bjóða leigubíla, ýttu við sofandi ökumanni hest- vagnsins. Gamli maðurinn sem sat í háu sæti í svartri kerr- unni með sitt langa keyri eins og veiðistöng út í létt nætur- mistrið rumskaði snöggvast klóraði sér í hvítu hárinu stuttklipptu sem var utan um gljáandi skallann eins og grasbakkí við kyrra tjörn litaður hógværu mánaskini, hann tók snöggvast í taum- inn til að lyfta höfðinu á elli- móðum hestinum sem hímdi horaður á malbikinu og drúpti höfði, svaf kannski líka, eða var liann að hugsa eins og sumir álíta að hestar geri þegar þeir eru orðnir gamlir og horaðir og illt í fótunum. Sumir voru ekki búnir að fá nóg af nóttinni og voru ekki ennþá í skapi til að fara heim og sunrr biusrgu í hótelherbervinm og kærðu sig ekki um að fara strax þansrað og réttu fímmtíulíra seðil samanvafinn að dvraverðinum sem bar hendina unn að skyggninu á embættishúfu sinni, spurðu hvort ekki Væri einhversstaðar opið ennþá. Og það fór að fjölga í kránni þar sem við vorum staddir, það kom hreyfing á dömumar við dyrnar, sumar voru þegar farnar út til að mæla vegarspotta sinn. II. Við hrtfðum verið að tala við franskan málara frá Marseilles sem lýsti fegurstu árum ævi sinnar. Aldrei hefur mér liðið betur, sagði hann: en þau ár sem ég bjó í ateli- er, stórri málaravinnustofu upp á Montmartre. Þessi Par- ísarár mín eru bezti tími sem ég hef nokkru sinni lifað. Það var einn stór geimur, við vor- um tíu saman. Karlar og kon- ur. Við vorum öll ung og svo frísk og heilbrigð. Allir áttu allt saman nema myndimar sem við ‘vorum að reyna að mála, kannski áttum við þær líka saman. Kannski vom þær allar eins. Þó er það ekki víst. Það var engin afbrýði- semi. Stundum var slegizt. Svo var það búið. Glóðarauga og glóðarauga, en það var bara eins og að skvetta úr vín- glasi. Svo var það búið. Við vomm öll lioruð og við vomm oft svöng, það gerði ekkert til því við vomm ung og við vomm ekkert mikið svöng og sjaldan lengi. Okkur fannst það líka vera eins og það ætti að vera. Og við vorum í stríði við þjóðfélagið. Við stóðum saman út á við. Þetta var injiæll tími. Svo var það búið. Allt i einu vomm við engir kmkkar lengur. Allt í einu var ekki hægt að leika sér lengur. Allt varð svo al- varlegt. Við þurftum að mála hvert sína mynd og elska hver sína konu eða sinn mann og hafa hvert sinn prívatsult, allt í einu var engu hægt að deila lengur. Við dreifðumst, skildum með illsku. Við vorum orðin ein í heiminum, og vor- um að reyna að verða lista- menn. Þá var ekkert að éta. Engir peningar fyrir striga og litum til þess að mála þær myndir sem okkur fannst við þurfa að mála og djöfullinn kom inn í þakkytmna til okk- ar í viðhafnarklæðum hringl- andi af heiðursmerkjum þjóð- félagsins eins og skrimsli þjóðsögunnar, þá fórum við að semja. Og þegar við vor- um búin að semja allt af okkur þá var allt i einu nóg að éta. Minnsta kosti til að drepast ekki úr sulti. Og nóg- ir peningar. Minnsta kosti til að mála mynd og mynd. Og nú erum við dauðans aum- ingjar sem lifum á þvi að svíkja hugsjónir okkar í'Iist- inni. Og famast vel. Og get- um ferðast fyrir peninga borgaranna. Hann sagðist búa í Nizza og í kvöld var hann dálítið kenndur og dálítið sentimental án þess að vera sorgmæddur og sagði: Þama sjáið þið, maður hefur ekki einu sinni skap til þess að harma það nema á vægan næstum nota- legan hátt. Hann saaðist sitja fyrir rika fólkinu á Rívferanni og selja þvi mvndir til að það gæti sannað að bað hefði ver- ið bæði í Cannes og í Juan- les-Pins þar sem hertoginn af Windsor býr og fleiri safn- grinir. Hann talaði hratt og hreyfði stutta og breiða fing- Thor Vilhjálmsson. því þegar þau þagna andar- tak til að soga nokkra kúbik- sentímetra af lífslofti ofan í seinpumpandi ungun skýzt lítill náungi að borði þeirra gleiður og ákafur og segir: En leyfið mér að segja. míua sögU, hún er nefnilega dálítið intressant líka. Hann segist vera innanhússarkítekt, það sé konan ssn líka: Indælis hjónaband. Mighty fine, sure. En við ferðumst aldrei saman. Þá myndum við kannski stela hugmyndum hvert frá öðiu. Allt í einu tekur hann eftir hinum stórskeggjaða danska 3. grein. Jónsmessunótt __^— í Róm Teikning eftir JOHANNES JOHANNESSON. urna feeinlega eins ©g hsnn væri að móta leir á meðan, ó- stanzandi munnuriim var lítilþ og yfir honum svart skegg og þykkt líkt og á persónu f sögu eftir Maupassant og það hossaðist eins og lítil bifreið á öldóttum vegi, augun brún og lítil undir þykkum svört- um augnhárum og hárið svart og gljástrokið. (Annars var hann frá Mars- eilles sem Ólafur Ketilsson kallar Marsilíuhorg en hann kom þar við á leið sinni frá Norður-Afríku er Tyrkir létu hann lausan, þar hitti hann fyrir sér íslenzka konu sem fagnaði landa sínum vel og bauð honum að vera, en þegar hún komst að því að hann var prestur og guðsmaður umhverfðist hún öll svo sem eitri væri vai*pað á vit henni og rak hann út.) III. Þá koma kunningjar Frakk- ans til okkar, það er lima- langur blökkumaður sem hreyfír sig eins og dansari sem er að ganga út áf svið- inu með fahegri hvítri stúlku með sitt ljóst hár. Hann spyr þau hvort þau séu búin að gifta sig. Nope, segir negrinn, ekki er það nú ennþá. Þau voru bæði amerísk og ferðuðust með lítilli hljóm- sveit sem lék á næturklúbb- um. Nei þau ætluðu ekki að snúa aftur til Ameríku. Þau stað- festu það sem Richard Wright sagði mér í París nokkrum ár- um áður að blökkumanni sem ætti hvíta konu væri ekki vært þar hvorki með hvítum né kynflokki sínum, þetta sagði hann af reynslu: hann á líka hvíta konu. En það er mjög g.ott að vera á Italíu, sögðu þau bæði, það er ekki til betra fólk heldur en hér á Italíu. En það er hræðilegt að hugsa til þess, sagði negr- inn, hvað fólkið á erfitt með að lifa í þessu yndislega landi og hvað maður sér mikinn sult og fátækt víða þegar maður ferðast um. Og fólk þurfi að flytjast héðan í stór- hópum af því það hefur ekki að éta. Og vilja fleiri fara en geta. Og auðritað allir til IV. i.i :.arn or; Ameríku ef þeir mögulega geta. Þið ættuð að fara til París- ar, segir Frakkinn: það er engin borg í heimi eins frjáls og París, þú getur gengið á höndunum eftir götunum í svörtum nærbuxum ef þú vilt með bjöllur á tánum, enginn skiptir sér af því. Þar er allt leyfilegt. Allt nema hrópa: Burt með nazistahershöfðingj- ann Speidel, það er hið eina sem brýtur í bág við velsæm- ið í París. En hvar á maður að fá svartar nærbuxur? segir stúlkan með hárið Ijósa og langa: fást þær líka í Paiv ís? En hvað ætti ég að gera við svartar nærbuxur, segir negrinn. Fela þig í þeim á nóttunni, segir málarinn franski. Við lítið borð út við vegg sitja kanadísk hjón í hópi vina sinna og hafa kynnzt sumum þeirra í nótt. Þau tala bæði hátt og gefa nákvæmar skýrslur um hagi sína til þess að koma kynningunni á ör- uggan grundvöll 0g tala bæði í ákafa, óðamála eins og þau óttist að vinirnir þakki fyrir sig og fari ef þau þagna. Og nú eru þau að lýsa hjóna- bandi sínu sem þau segja að sé að ýmsu leyti anzi gott ef ekki væri fyrir þann ann- marka sem þau kalla „inabili- ty to mate successfully“. Við svo fróðlegar ræður hefur allt tal þagnað í námunda við þau, allir virðast hafa komið auga á sýnilega þögnina sem umkringir orð þeirra nema þessi hispurslausu hjón sjálf. Það er eins og þessar ræð- ur örvi frekari vitnaleiðslur sfevir þegar hann hrfiv* náð sér af undruninni .að sj' 'ilí’rt nynd, ásjónu af c-'-"-Vun liðinT>ar aldar: Hvaðan komið þér? segir hann. 0, Danmörku! Ég elska H.C. Andersen. Ó hann er guðdóm- legur. Er hann ekki guðdcm- legur? Það finnst mér nefni- lega. Og ég var í Kaupmanna- höfn í sumar. Guðdómlegt fólk í Kaupmannahöfn. Það er svo chic. En málið þeirra. Horrible. Ég skildi vini mína aldrei nema á nóttunni. Wonderful. Þessi maður er lítill og grannur með smávægilegt og órólegt fas hins síhvikula smádýrs í skógarbotninum sem aldrei getur stanzað á er- mdislausum erli sínum og hleypur upp og ofan trjá- stofnana tístandi. Hann var allur hvítskúraður og snurf- usaður og hafi honum ein- hverntíma sprottið grön voru merki þess vandlega upprætt, hann var sterilíseraður og pómeraður og líkt og honum hefði óvitað verið skolað út fyrir ramma náttúrunnar. Hann lagðist upp að mis- heppnaða makanum frá Kanada meðan hann sagði söguna af hinu velheppnaða hjónabandi sínu og vináttu- samböndum út um veröldina. En þegar hann uppgötvaði Danann horfði hann á hann yfir öxl sér með blending felmtrunar og hnýsni sem. beindist að miklu og úfnu skegginu; meðan hann talaði óðamála og lýsti aðdáun sinni á dýrð Kaupinhafnar og ýms- um hentugleikum horgarinnar fyrir sína eigin persónu gaut hann augunum á skeggið líkt og viðbúinn því að út úr rauð- gulri óreiðu þess flygju skyndi- lega ránfuglar með málmgogg sem kynnu að kroppa sér auga á útleiðinni. Kanadamaðurinn hlustar með dauf augu undir umgjarðar- lausum gleraugum, hárið mik- ið fallið en það sem eftir lif- ir á höfðinu ljóst og laust f.yrir hverjum blæ líkt og fiður, andlitið langt með djúpum kinngeilum og efri vörin hverfur undir þá neðrí líkt og hann væri alltaf að reyna að ná rauðri spaghettí- sósunni frá kvöldinu áður af vörinni með tönnunum * og hann er alltaf að krossleggja fæturna á víxl við hlið lág- vaxinnar og bústinnar kon- unnar sem hefur ljóst hár, leitt með tilbúnum lokkum niður á ennið lága, og fléttur hringaðar í hönk í hnakkanum líkt og kaðall gerður upp á skipsbilfari að endaðri not.k- un. Og á herðum hennar hvíl- ir hamur af helskotnu loðdýri Tih-air'h. á 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.