Þjóðviljinn - 09.10.1958, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 9. október 1958
Erlend tíðindi
Framhald af 6. síðu
Þetta eru sömu aðfarirnar og
nazistar beittu í hernumdum
löndum á stríðsárunum. Ljóst
er að byssuskeftabarsmíðin og
pyndingarnar í Famagusta
eru ekki einangrað fyrir-
bæri; brezku nýlenduyfirvöld-
in á Kýpur höfðu áður lagt
blessun sína yfir samskonar
hermdarverk í sveitahéraði ná-
lægt borginni Paphos, og á
mánudaginn var 200 karimönn-
um og drengjum smalað saraan
til „yfirheyrslu“ í smábænum
Karmi á eynni norðarnverðri.
eftir að brezkur hermaður
særðist þar í fyrirsát. Þegar
brezku hermennirnir höfðu
svalað grimmd sinni, fóru kon-
ur í Karmi til lögreglustöðvar-
innar með hlaða af blóðstokkn-
um fiíkum, sem þær höfðu
dregið af eiginmönnum sínum
og sonum. Bretar sniðu hér og
skegg af sóknarprestinum., en
það er mesta svívirða, sem
hægt er að sýna grískkaþólsk-
um kl'erki. Daginn sem þetta
gerðist lýsti Christopher Soam-
es, hermálaráðherra Bretlands
og tengdasonur Winstons
Churchills, yfir í ræðu. að
-manndrápin og misþyrmingarn-
ar á Kýpur væru framin með
vilja og samþykki brezku
stjórnarinnar, hermennirnir
gerðu rétt í að vera harðleikn-
TTTálft fjórða ár er nú liðið
siðan skálmöld hófst á
Kýpur, vegna þess að brezka
stjórnin neitaði að leyfa eyjar-
skeggjum að ráða framtíð sinni
sjálfir. Síðan hafa Bretar
þótzt vera að friða eyna, en
með þeim árangri að aldrei
hefur litið ófriðlegar út en nú.
Það eina sem Bretum hefur tek-
izt til fullnustu er að blása svo
að glæðum óvildar milli gríska
meirihlutans og tyrkneska
minnihlutans á eynni, að þessi
þjóðarbrot be-rast nú á bana-
spjót í fyrsta skipti í marga
áratugi. Bretar hafa lýst yfir
að þeir mun framkvæma fyrir-
ætlun sína um að skipta stjórn
Kýpur milli þjóðarbrotanna
hvað sem í skerst. Tyrkir hafa
samþykkt þá skipan mála, en
Grikkir segjast aldrei muni
sætta sig við hana. Makarios
erkibiskup, foringi Kýpur-
Grikkja, sem dvelur í útlegð í
Aþenu, hefur lagt til að eyjan
fái sjálfstæði og SÞ líti eftir
að hvorugt þjóðarbrotið gangi
á hluta hins. Spaak, fram-
kvæmdar,tjóri A-bandalagsins,
reynir nú að koma á ráðstefnu
Breta, Tyrkja og Grikkja um
Kýpur. Mistakist það mun
gríska stjórjnin kalla isendi-
herra sinn í London heirn,
hætta allri þátttöku í hemað-
arsamstarfi A-bandalagsríkj-
anna og máske slíta algerlega
stjómmálasambandi við Bret-
land.
M. T. Ö.
Trúlofunarhrlnfír,
Steinhrlngir, Hálamen,
14 og 18 kt. gulL
ísland í góðum . .
Framhald af 9. síðu.
sprengjur, eem Bretar neita
þó að veita viðtöku!
Víst vissum við að Nato-
vinirnir íslenzku voru menn
herskáir og fórnfúsir, en er
þetta ekki einum of mikið?
Sennilega eru þó niðurstöð-
urnar í Svíþjóð sterkasta
sönnunin fyrir fylgi hlutleys-
isstefnunnar. Svíar hafa
reynsluna og þá greinir held-
ur ekki framar á um, hvað
þeim sé fyrir beztu. 93 af
hundraði Ijá hlutleysisstefn-
unni fylgi en aðeins 3 hundr-
aðshlutar vilja láta leiða sig
á blóðvöllinn. Skyldi þessi
reynsla Svía ekki vera okkur
lærdómsríkari en blekkingar
þeirra manna, eem reyna að
telja okkur trú um, að hlut-
leysi sé liðið undir lok?
Menn reyna að bera því við,
að Svíar séu vopnaðir. Sömu
menn halda því raunar fram,
að aðeins sameiginlegur varn-
armáttur allra Nato-ríkja
hafi hindrað Rússa í að leggja
Evrópu undir sig fyrir löngu.
Hversu lengi halda menn þá
að smáriki eins og Svíþjóð,
sem enga á vetnissprengjuna,
fái staðizt slíku herveldi
snúning? Fyrst Englendingar
telja sér búna gereyðingu í
kjarnorkustyrjöld, hvers gætu
þá Svíar vænzt, ef þeir sætu
uppi í hernaðarbandalagi. Eða
Island?
Ekki verður okkur fjar-
lægðin að liði. Því að það er
því miður úrellt að hugsa sér
dauðann, sem vingjarnlegan
draug í fereykisvagni með
brýnda sigð að vopni. Hann
hefur ekki síður en aðrir tek-
ið tæknina í þjónustu sína og
þeysir gandreið á etdflaugum
og spyr ekki að vegalengdum.
Hlutleysi er sannanlega
lausnarorðið. Því að eins og
það þykir sjálfsögð skylda
húsráðenda að loka dyrum
sínum fyrir óeirðarmönnum,
sem ógna heimamönnum með
barsmíð og limlestingum, eins
er hlutleysi ekki annað en
viðleitni hinna máttarminni
þjóða til að gæta lífs og
lima, eigna og réttinda fyrir
tortímingu styrjaldarþjóða.
Góðir áheyrendur!
Við skulum láta þá atburði
okkur að kenningu verða eem
nú eru að ske á Islandsmið-
um. Það var glapræði að
gangast nokkurn tíma undir
ok Atlanzhafsbandalagsins. —
Þangað áttum við ekkert er-
indi og munum aldrei eiga.
Það var misskilningur að
hleypa nokkru sinni erlendum
her inn í landið; háskalegur
misskilningur og af því súp-
um við seyðið nú. Okkur ríð-
ur lífið á, að leikrétta þennan
misskilning, áður en hann
kostar okkur meira en orðið
er.
Samtökin „Friðlýst land“
skora á alla heiðarlega Islend-
inga, í nafni þess íslenzka
málstaðar, sem þau berjast
fyrir, að unna sér ekki hvíld-
ar fyrr en því marki er náð,
að erlendur her hverfi af
landi brott og hlutleysisstefn-
an verði aftur yfirlýst utan-
ríkisstefna hins íslenzka lýð-
veldis. Þá, en fyrr ekki, get-
um við borið höfuðið hátt
sem íslenzkir þegnar. Þá, en
fyrr ekki, hefst Island til
þess vegs og virðingar, sem
því ber á alþjóðavettvangi,
sem nýr liðsmaður í hópi
þeirra fjölmörgu hlutlausu
smáríkja, sem í dag bera
klæði á vopnin og standa
hljóðan vörð um málstað frið-
arins. Þá verður ísland aftur
í góðum félagsskap.
Og þessi nýja, náttgamla öld
fær nýjan hreim í sitt mál,
nýjan himinn og nýja jörð,
nýja hugsun og sál.
Deilur í stjórn-
málanefndinni
Stjórnmálanefnd allsherjar-
þingsins hóf starf sitt í gær.
Nefndin hafði ákveðið að af-
vopnarmálið skyldi rætt fyrst,
en var ekki sammála um það,
hvaða atriði afvopnunarmálsins
skyldí rætt fyrst.
Fulltrúi Sovétríkjanna, • Sorin,
sagði að fyrst bæri að ræða
bann við tilraunum með kjarna-
vopn og skildi það gera þegar í
stað þar sem- slikt gæti greitt
fyrir samkomulagi á Genfarráð-
stefnunni. um þetta efni, sem
hefst í lok mánaðarins.
Bandaríski fulltrúinn var
þessu algjörlega mótfallinn og
sagði að bann við kjarnavopnum
væri aðeins einn hluti afvopn-
unarmálsins og alls ekki aðalat-
riði þess.
Þjóð vifjann
Ofbreiðið
Iðja, félag verksmiðjufólks, Reykjavík
Allsherjaratkvæ
AUsherjaratkvæðagreiðsla um 'kosningu fulltrúa og
varafulltrúa félagsins á 26. þing Alþýðusambands
Islands fer fram J skrifstofu félagsins að Þórsgötu
1. laugardaginn 11, október 1958 frá kl. 10 f.h.
til kl. 7 e.h. og sunnudaginn 12. október 1958 frá
kl. 10 f.h. til kl. 11 e.h.
Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins.
Kjörstjórn Iðju, féiags verksmiðjufólks.
Þjóðviljann vantar börn
^ $ til blaðburðar í eftirtalin hverfi:
Nýbýlavegur,
Höfðaliverfi,
Skjól,
Miklabraut,
Meðalholt,
Laugames,
Seltjarnarnes,
Háteigsveg,
Freyjugata,
Hlíðarvegur.
Talið við afgreiðsluna sími 17-500.
l á cí '6
Allsherjaratkvæðagreiðsla
.. 9 0i."
um kosningu fulltrúa félagsins á 26. þing Ajjl fer I
fram í skrifstofu félagsins 11, og 12. þ.m, !
Laugardaginn þann 11. október hefst kosning kl ]
2 e.h. og stendur til kl. 10 e.h. Sunnudaginn þann ]
12. október hefst kosning kl. 10 fyrir hádegi og 1
stendur til kl 10 eftir hádegi og er þá kosningu i
lokið j
Kjörstjórn Dagsbrúnar..
Frá Sundhöll
Reykjavíkur
Sund skólanemenda og iþróttafélaga er liafið,
BÖRN fá aðgang að morgninum frá kl. 7,30—9,30 ]
og frá kl. 11,30—12,30 en síðdegis frá kl. 4—6,30 og j
á kvöldin frá kl. 8,30—9,30, )
FULLORÐNIR fá aðgang að Sundhöllinni allan )
daginn, en frá kl. 1—4 og 6,30—8,30 s. d. geta þeir l
aðeins koznizt í steypubað. ]
Þessi skipan gildir 5 daga vikunnar, en á laugar- ’
dögum og sunnudögum er Sundhöllin opin bæjar- S
búum almennt. ]
Sértími kvenna verður fyrst um sinn á þriðju- i
dagskvöldum frá kl. 8,30. \
Tilkynnin^
Nr. 26/1958. )
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið í dag, að I
verð hverrar seldrar vinnustundar, verkamanna og I
aðstoðarmanna, hjá eftirtöldum aðilum megi hæst
vera sem hér segir;
Bifreiðaverkstæði, vélsmiðjur og blikksmiðjur.
Dagv. Eftirv. Næturv.
Aðstoðarmenn Kr. 36,75 51,50 66,20 ,
Verkamenn — 36,00 50,40 64,80 \
Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið I 1
verðinu. j
Skipasmíðastöðvar.
Aðstoðarmenn
Verkamenn
.]
Dagv. Eftirv. Næturv.
Kr. 33,75 47,25 60,75 J
— 33,05 46,25 59,50 j
Reykjavík, 7. okt. 1958.
V erðiagsstjóriun.